Morgunblaðið - 20.10.1965, Page 17

Morgunblaðið - 20.10.1965, Page 17
Miðvikudagur 2Q. ofctóber 1965 MORGUNBLAÐIÐ 17 Jákvæö sókn til meiri fram- fara og betri lífskjara Síðari hluti fjárlagaræðu IViagn úsar Jónssonar fjármálaráðherra eru mjög smávægileg miðað við það sem í húfi er, ef ekki er auðið að leggja nægilega traust- an grundvöll að fjárhagsáætlun- um ríkisins, og fylgjast með að fyllstu hagsýni sé gætt í notk- un þess fjár, sem á hverju ári er tekið af þjóðfélagsborgurun- um til hinna margvíslegustu op- inberra þarfa. Betri nýting fjár- magns til ríkis- framkvœmda HÉR fer á eftir síðari hluti fjár- lagaræðu Magnúsar Jónssonar, fjármálaráðherra, við fyrstu um- ræðu um fjárlög, sem útvarpað var sl. mánudagskvöld. Herra forseti. Ég hefi þá lok- Ið við að gera í stórum drátt- um, grein fyrir afkomu ríkis- •jóðs á árinu 1964, afkomuhorf- «m á yfirstandandi ári og fjár- lagafrumvarpinu fyrir árið 1966 í einstökum atriðum. Mun ég þá víkja að nokkrum málum, sem grundvallarþýðingu hafa fyrir ríkisbúskapinn, og að minni hyggju, Þarf að veita alveg sér- staka athygli. I>ví miður fer því mjög fjarri, að viðhorf þjóðfélagsborgaranna, til ríkisins og einkum ríkissjóðs sé með æskilegum hætti. Sú skoðun er alltof rík, að ríkissjóð- ur sé einhver ópersónulegur að- ili„ sem allir geti gengið í að vild sinni, en helzt enginn þurfi að leggja fé til, eða þá að minnsta kosti af mjög skornum skammti. Á sama hátt er sú hugs un alltof útbreidd, að óþarft sé að skera reikninga og fjárkröf- ur við nögl sér, er ríkið á að greiða. Skattsvik hafa verið al- mennur þjóðarlöstur og tollsvik eiga sér stað í ríkum mæli, þótt á báðum þessum sviðum sé reynt að efla eftirlit og auka viðurlög. í þessum efnum er brýn þörf (hugarfarsbreytingar. Þjóðfélags- borgararnir verða að gera sér grein fyrir því að sviksemi í eðli legum gjaldskilum til ríkisins eru raunverulega sama eðlis og fjársvik í viðskiptum manna í milli. Ríki og sveitarfélög verða með einhverjum hætti að fá nauð synlegt fé til þess að standa und- ir þeim kröfum sem borgararnir sjálfir gera til hins opinbera. Niðurstaða verður því sú, að sviksemi í greiðslu opinberra gjalda bitnar ekki á ríkissjóði eða sveitarsjóðum heldur á sam- borgurunum. Það, sem einn svík- ur undan skatti, verður óhjá- kvæmilega annar að greiða. Skattsvik og tollsvik eru því beinn fjárdráttur úr hendi ann- *rra þjóðfélagsborgara. En til þess að skapa þetta nauð synlega hugarfar, í sambandi við greiðslu til almanna þarfa, hljóta borgararnir að gera þá kröfu til ríkisvalds og sveitarstjórna, ®ð gætt sé fyllstu ráðdeildar og hagsýni í notkun opinbers fjár, ©g með síauknum opinberum fjárráðum, verður þetta aðhald ae brýnna. Forráðamenn opin- bers fjár, verða að temja sér það hugarfar, að jafnmikilvægt sé að spara hverja krónu, hvort sem þeir hafa til ráðstöfunar eina milljón eða tíu milljónir. En því miður er hættan sú að á opin- beru sviði, svo sem í einkalífi ©kkar, sljóvgist tilfinningin fyr- ir hverri peningaeiningu, eftir því sem upphæðirnar vaxa. Það er augljóst, hversu hlut- faillslega það hlýtur að vera miklu kostnaðarmeira fyrir smá- þjóð en stórþjóð að halda uppi fullkomnu ríkiskerfi og allri þeirri þjónustu við borgarana, sem nútíma menningarþjóðfélag krefst. Þess vegna verðum við að gæta hófs í þessum efnum. Það er auðvitað ágætt að geta fetað í spor milljónaþjóða um framkvæmdir og uppbyggingu margvíslegra þjóðfélagsstofnana, en ef við ætlum ekki að reisa ©kkur hurðarás um öxl, verðum við að sníða okkur stakk eftir vexti. Þjóð, sem er ekki fjöl- mennari en eitt borgarhverfi í Stórborg, getur ekki leyft sér það sama og stórþjóðir gera. Okkur er hollt og nauðsynlegt að læra af öðrum þjóðum, en okkur tjóar ekki, um viðmið- un framkvæmda og uppbyggingu stofnana, að vitna til þess eins, að svona sé það hjá öðrum þjóð- um, svo sem oft er gert, og því verður það að vera eins hjá okk- ur. Við eigum að sjálfsögðu markvisst að stefna að auknum framkvæmdum og framförum, en við verðum að miða kröfur okkar í þeim efnum við fjárhags- getu okkar sjálfra, en ekki hvað aðrar þjóðir gera. Okkur er að sjálfsögðu hin mesta nauðsyn að tryggja okkur menntamenn og vísindamenn á sem flestum svið- um og leitast við að skapa þeim starfsskilyrði, en við verðum um leið að treysta á skilning þess- ara ágætu manna á þvi, að hvorki er líklegt að við getum skapað þeim jafnfullkomin starfsskil- yrði og stórþjóðirnar veita sín- um vísindamönnum, né heldur greitt þeim þau laun, sem þeir gætu ef til vill átt kost á hjá miklu stærri þjóðum. Hlutur stjórnsýslu kostnaðar af ríkis- útgjöldum lœkkaður Það er oft talað um ríkisbákn- ið, og þá átt við hið opinbera stjórnsýslukerfi, og það þykir oft hagkvæmt í stjórnmálabar- áttunni og líklegt til vinsælda, að tala um það, að sívaxandi ríiksútgjöld stafi fyrst og fremst af ofþenslu í ríkisbákninu og lausn allra meinsemda sé, að draga úr þeim útgjöldum. Svo sem ég áðan sagði, verður það hlutfallslega mjög kostnaðar- samt fyrir eins litla þjóð og okk- ur Islendinga að halda uppi öll- um þeim sömu þjóðfélagsstofn- unum og stjórnsýslukerfi, sem margfalt stærri þjóðir hafa þótt í minna mæli sé hjá okkur. Er því hófsemi í öllum útgjöldum á þessu sviði hin mesta nauð- syn. Einmitt af þessum sökum þótti mér ekki ófróðlegt að láta fram fara sérfræðilega athugun á því, hver væri hinn raunveru- legi stjórnsýslukostnaður ríkis- ins, og hver hefði verið þróun hans undanfarin ár, en slík at- hugun hygg ég, að ekki hafi áður farið fram. Það er að visu nokkurt álitamál, um ýmsa þætti útgjalda, hvort þeir eigi að telj- ast til stjórnsýslukostnaðar eða til almennra þjóðfélagsþarfa, en það skiptir ekki höfuðmáli til samanburðar, ef sömu útgjalda- liðir eru hafðir til viðmiðunar öll árin. Leiðir þessi athugun í ljós, að miðað við fast verðlag, hefir stjórnsýslukostnaður á árunum 1955—1965 hækkað um 82,2%, eða sem svarar til 6.1% árlegs rvaxtar að meðaltali. Mest er hækkun stjórnsýslukostnaðarins árið 1956, 11,8% og 1960 16.3%, en minnst árið 1964 3.9%, og árin 1959 og 1961 var um beina laékkun að ræða 2% hvort árið. Þegar skoðað er, hvensu mikill hluti stjórnsýslukostnaður er af ríkisútgjöldum, kemur í ljós, að það hlutfall hefur farið lækkandi síðustu árin. Var á árunum 1955 —1958 að meðaltali um 15% á ári, en árunum 1960—1963 milli 11 og 12%, 1964 10.8% og í fjár- lögum 1965 áætlað um 10.5% af ríkisútgjöldum. Hlutfall stjórn- sýslukostnaðar af þjóðarfram- leiðslu hefur verið svipað öll þessi ár, eða frá 1.9% til 2.1% og var 1.9% á árinu 1964. Hvort hér er um eðlilega þróun að ræða, verður ekki fullyrt án nán- ari athugana, en líklegt er þó, að aukning stjórnsýslukostnaðar- ins á þessu tímabili hafi ekki ver- ið óhæfileg. Hagsýni og eftirlit f ríkisrekstri Á síðustu áratugum hafa ýms- ar ráðstafanir verið gerðar, til þess að reyna að kanna úrræði til aukinnar hagkvæmni og sparn aðar í ríkisrekstri og koma á auknu eftirliti með meðferð rík- isfjár. Sérstakar sparnaðarnefnd- ir hafa verið skipaðar oftar en einu sinni, og þær skilað ítar- legum álitsgerðum. Og í tíð vinstri stjórnarinnar var skipuð þriggja manna nefnd, sem verð- ur að leggja blessun sína yfir all- ar nýjar mannaráðningar ríkis- stofnana. Allt var þetta góðra gjalda vert, svo langt sem það náði, en það var fyrst í fjár- málaráðherratíð Gunnars Thor- oddsen, sem var gerð tilraun til Magnús Jónsson. þess að koma á skipulegri hag- sýslu og kerfisbundinni at'hugun á rekstrarfyrirkomulagi ýmissa ríkisstofnana. Var aðalendur- skoðanda ríkisins falin yfirstjórn hagsýslumála, og honum til ráðu neytis ýmsir embættismerin, og formaður fjárveitinganefndar Al- þingis. Er engum efa bundið, að margt jákvætt hefur leitt af þess- ari starfsemi, þótt ekki hafi af ýmsum ástæðum ,reynzt auðið að framfylgja öllum tillögum hagsýslumanna. Skal sú saga ekki rakin hér, _ en minna má á sameiningu Áfengis- og tó- bakseinkasölu, sameiginlega gjaldheimtu ríkis og Reykjavík- urborgar, niðurlagningu sérstaks eftirlits með sparisjóðum og op- inberum sjóðum, athugun á vinnubrögðum í ýmsum ríkis- stofnunum og aðstoð við hag- kvæmari vinnubrögð og ný skip- an skattheimtu. Það er augljóst, að halda þarf áfram á þeirri braut, að treysta eftirlit með notkun opinbers fjár og vinna að kerfisbundinni hag- sýslu í sem flestum greinum rikisrekstrarins. Hagsýslustarf síðustu ára hefur veitt mikil- væga reynslu, sem hægt er að byggja á frekari aðgerðir. Þessi reynsla færir okkur heim sann- inn um það, að mikið vantar á, að eftirlit með notkun ríkisfjár sé nægilega traust. Felst ekki í þess um orðum neinn áfellisdómur á forstjóra ríkisstofnana eða em- bættismenn ríkisins, heldur er í ýmsum greinum um hreina skipu lagsgalla að ræða. Árlegar launa- greiðslur ríkisins nálgast nú 1 milljarð króna á ári. En samn- ingsgerð við ríkisstarfsmenn, eft- irlit með framkvæmd samninga, launaflokkun og eftirlit með yf- irvinnu og aukaþóknun til starfs- manna, er unnið í hjáverkum hjá störfum hlöðnum starfsmönnum í fjármálaráðuneytinu. Þar sem svo miklu varðar fyrir ríkið um rétta framkvæmd þessara mála, verður að sjálfsögðu ekki hjá því komizt, að ráða sérstakan launamálafulltrúa í fjármálaráðu neytið, sem hafi yfirumsjón með framkvæmd kjarasamninga, og hafi jafnframt forustu um, að vinna að því kerfisbundna starfs- mati í samráði við B.S.R.B., sem brýn nauðsyn er að taka upp sem fyrst, því að núverandi flokkun starfsmanna í launa- flokka, byggist engan veginn á nægilega traustum grundvelli. Þá er það samdóma álit ráðu- neytisins og hagsýslumanna, að ekki sé í hjáverkum unnt að vinna að nægilega traustu eftir- liti með rekstri ríkisstofnana, heldur þurfi að korna á fót sér- stakri hagsýsludeild í fjármála- ráðuneytinu, sem hafi víðtækt vald til afsikpta af fjárhags- málefnum ríkisstofnana, og geti einbeitt sér að tillögugerð um aukna hagkvæmni í ríkisrekstr- inum. Það er jafnframt ljóst öll- um þeim, sem vinna að undir- búningi fjárlaga, að sá undirbún- ingur er ekki nægilega rækileg- ur. Það þarf að vera auðið að kanna miklu betur en nú er gert fjárhagsáætlanir hinna ein- stöku ríkisstofnana, þannig að rekstraráætlun sé byggð á traust um og raunhæfum grundvelli, og niðurskurður útgjaldaliða byggð- ur á það traustum rökum, að ekki þurfi eftir á að koma til umframgreiðslna, eins og of oft vill verða. Að undirbúningi fjár- laga er hins vegar unnið á erfið- asta tíma ársins, og það í hjá- verkum embættismanna ráðu- neytanna, sem þá eru ein- mitt undirmönnuð, vegna sumar- leyfa. Eftir að fjárlög hafa verið afgreidd, skortir svo veru- lega aðstöðu til þess að fylgjast nægilega örugglega með fram- kvæmd þeirra, sjá um að stofn- anirnar fylgi nákvæmlega fjár- lagaáætluhum og breyti starfs- háttum sínum, ef fé hefur ekki fengizt, í samræmi við upphaf- legar óskir stofnananna. Og i stuttu máli að skapa þá tilfinn- ingu hjá öllum þeim aðilum, sem hafa með ráðstöfun opinbers fjár að gera, að þeir verði að standa reikningsskap sinna gerða. Ríkisendurskoðun vinnur að vísu mikilvægt verk, og hef- ur verið lögð áherzla á það, að endurskoðunin sé eigi aðeins tölu leg, heldur sé fylgzt með því, að heimildir hafi verið til fjár- ráðstafana, og athygli ráðuneyt- isins vakin á því, ef um óeðli- lega kostnaðarliði er' að ræða. Þótt þetta aðhald hafi mikla þýð- ingu, þá kemur það þó eftir á, og getur ekki í tæka tíð girt fyrir útgjöld, sem kynnu að hafa verið talin miður nauðsynleg, eða jafnvel heimildarlaus. Til þess að geta betur fylgzt með útgjöldum ríkisstofnana, er unn- ið að því, að þær sendi mánað- arlegt yfirlit, en því miður skort- ir mannafla, til þess að vinna úr þeim yfirlitum sem skyldi. Það er því hin mesta nauðsyn að geta í senn haft lengri tíma, til þess að vinna að undirbún- ingi fjárlaga og koma á traust- ara eftirliti mec því, að fylgt sé þeim útgjaldaramma, sem Al- þingi hefur markað með fjár- lögum. Ég tel því mikla nauð- syn að koma traustara skipulagi á undirbúning fjárlaga og eftir- liti með framkvæmd þeirra. Kem ur til athugunar að sameina það verkefni hagsýslunni. Af þessu leiða nokkur ný útgjöld, en þau Þá er ljós nauðsyn þess, að gætt sé hinnar fyllstu hagsýni um hagnýtingu þess mikla fjár- magns, sem ríkissjóður árlega veitir til margvíslegra frám- kvæmda, sem annað hvort eru algerlega á vegum ríkisins eða er greitt sem hluti af kostnaði við framkvæmdir sveitafélaga. Að undanskildum skólabygging- um svéitafélaga, eru þessar fram kvæmdir yfirleitt unnar á vegum hinna ýmsu framkvæmdastofn- ana ríkisins eða undir eftirliti þeirra. Ég efast ekki um það, að forstöðumenn hinna ýmsu framkvæmdastofnana vilji leggja sig fram um, að framkvæmdaféð nýtist sem bezt, en það þýðir ekki að loka augunum fyrir því, að í sambandi við margar opin- berar framkvæmdir, er gagnrýni borgaranna hvað háværust. Er því heldur ekki að neita, að yms- ir annmarkar eru á framkvæmd- um hins opinbera. Undirbúnlng- ur framkvæmda er í mörgum greinum fjarri því að vera nægi- lega traustur, áður en í fram- kvæmdirnar er ráðizt, og eink- um eru kostnaðaráætlanir oft ó- fullkomnar, og opinberar bygg- ingar reynast oft óhæfilega dýr- ar. Þá hafa framkvæmdastofn- anirnar oft ekki getað unnið svo hagkvæmt sem skyldi að ýms- um verkefnum sínum, þar eð þær hefur mjög skort viðhlít- andi vélakost. Nefnd, sem sér- staklega hefir til athugunar véla- kost ríkisstofnana og bifreiða- eign ríkisins, hefur unnið að til- lögum í þessu efni, sem nauð- synlegt er að taka til rækilegr- ar athugunar á næstu mánuð- um. Margir verktakar eru nú orðnir í landinu, sem hafa miklu fullkomnari vélakost en fram- kvæmdastofnanir ríkisins í ýms- um greinum. Hefur mikil breyt- ing orðið í þessu efni á síðustu árum, og þarf því að athuga ræki lega, hvort ekki sé hagkvæm- ara að bjóða út mun meira af framkvæmdum en nú er gert, og framkvæmdastofnanirnar hafi þá fyrst og fremst það verk- efni að undirbúa rækilega út- boð, og nota síðan sérfræðinga sína, til þess að hafa eftirlit með framkvæmdunum. Loks er nauð- synlegt að athuga rækilega, hvort ekki er hægt að ná betri kjörum, varðandi innkáup efni- vara til framkvæmda með því að láta innkaup til rikisstofnana vera í ríkara mæli á einni hendi. Hefur ríkisstjórnin nú nýlega sett á laggirnar nefnd fróðra manna, til þess að gera heildar- athugun á því, hversu hægt sé að láta framkvæmdafé ríkisins nýtast sem bezt, og skal þá taka til athugunar bæði undirbúning framkvæmda, eftirlit með þeim, hagnýtingu útboða og innkaup efnivöru. Það skal skýrt tekið fram, að í þessari athugun felst ekki neitt vantraust á forráða- menn framkvæmdastofnana rík- isins, en það er Ijóst, að hér er um svo mikilvægan þátt ríkis- búskaparins að ræða, sem auk þess er undir stöðugri smásjá al- mennings, að nauðsynlegt er að kanna öll þessi atriði til hlítar. Sá þáttur opinberra framkvæmda sem tilfinnanlegast vex frá ári til árs eru skólabyggingarnar, en að ríkisskólunum fráskildum, þá eru þær byggingar ekki í hönd- um ríkisins, sem þó greiðir stór- an hluta byggingakostnaðarins, heldur í höndum sveitafélaganna. Eftir að fjármálaeftirlit skól- anna var sett á stofn, urðu mik- ilvægar umbætur í sambandi við eftirlit með skólabygging- um, en þó fer því mjög fjarri, að þau mál séu komin í viðhlít-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.