Morgunblaðið - 20.10.1965, Síða 21

Morgunblaðið - 20.10.1965, Síða 21
Miðvikudagur 20. október 1965 MORGUNBLAÐIÐ 21 AD HAUSTNOTTUM Seljatungu, 8. okt.: — Slættin- um er lokið. Kartöfluuppskeran komin i hús. Réttir og göngur eð mestu liðnar. Sláturtíðin einnig kömin á síðustu daga að Iþví er förgun fjár varðar, en innan nokkurs tíma tekur við förgun nautgripa og hrossa að því litla leyti, er sláturhúsum berst af þeim búpeningi. Og hvernig skyldu svo Sunnlend- dngar, svona hver og einn líta yfir þessa þsetti liðins tíma að Iþessu sinni? Það væri sannar- lega gaman að vita nokkuð ná- ið um það. Um það faest nú samt aldrei neitt svar fyrir hvern og einn. En þeir, sem stöku sinnum og ef til vill oft sendá blöðum og útvarpi frétt- ir af gangi ofangreindra við- fangsefna, verða altént að ráða í eyðurnar og marka það er þeim sjálfum finnst og þeir hafa heyrt fleiri tala um. Vænti ég því að ég fari þar með rétt mál að áliti fjöldans, <að heyskapur hafi hér gengið í meðallagi og magn heyja og gæði eftir því. Hér á ég að sjálfsögðu við hey- öflun bændanna sjálfra. en ekki ríkisbúið að Gunnarsholti eða SÍS-búið á Stórólfsvöllum, en þar ku heyskapur vera geysi- mikill og meiri en í meðalári. Uppskera í kartöflum hefir og orðið vel í meðallagi að því er mér heyrizt á framleiðendum, en þar er sama sagan og mörg önnur undanfarandi haust, að einokunarverzlun landbúnaðar- ins, réttu nafni Grænmetisverzl- un landbúnaðarins, getur tekið við litlu einu af framleiðendum á þessum tíma, en margur á erfitt með að geyma lengi fram- leiðslu sína og enn fleiri þurfa að koma henni í verð vegna greiðslu á ýmislegu er þeir hafa fyrr á árinu tekið út í verzlun- um sínum og peningasíofnun- um. Indæl og áfallalaus veðrátta haustsins hefir gert gangna- og rétta stemminguna ennþá róman tískari en oftast áður, og hefir þó sannarlega ekki þurft að bæta á slíkt að því er mér hef- ir oft heyrzt á.þeim er til þess eru kallaðir og fullfærir, að sinna þeim nauðsynlegu verk- um. Heimtir eru misjafnar eins og jafnan áður frá einu búi til annars, en vænleiki fjárins heldur meiri en á s.l. hausti. En svo mikils virði sem allt þetta er, góður heyskapur, góð uppskera garðávaxta, gott frá- lag dilkanna, þá er eins og hitt sé meira brennandi spursmál á hverju hausti: Hvernig verður verðlagning búvaranna? Hækk- ar mjólkin, kjötið eða garðamat urinn? Og þetta er vitanlega eðlilegt hjá þeim, er atvinnu stunda við nefndar framleiðslu- greinar. Því vitanlegt er öllum, að verð landbúnaðarvörunnar kemur á eftir launahækkunum, og þó að þær sem betur fer, fari nú hægar en hér fyr gerð- dst, eru þær þó enn árlega mikl- ar og því eðlilegt að bændur sem á eftir koma með sín út- hlutuðu laun, spyrji hvort að haldið sé nú í horfinu. Verðlagn ingu búvaranna er lokið að 'þessu sinni og hygg ég að þeg- ar á heildina er litið, þá uni framleiðendur allvel sínu hlut- skipti. Vitandi það að á þessu sumri rauf Alþýðusamband ís lands þau lög er gilt hafa um þessi mál allt frá árinu 1947, þá þykir mönnum sem að land búnaðarráðherra hafi tekizt að bjarga því sem bjargað varð án þess að í fullt óefni kæmist, með því að setja þau bráða- birgðalög, er hann gerði um verðlagninguna að þessu sinni. Ég persónulega dreg og mjög í efa, að öðrum aðiljum hefði bet- ur tekizt um verðlagningu land- búnaðarvara á þessu hausti en hinni stjómskipuðu nefnd, og síðast af öllu er það sennilegt, að hín gamla yfirnefnd, — þó fengizt hefði fullskipuð — hefði þar nokkru betur ráðið Það er ekki sök hinnar stjórn- skipuðu nefndar, heldur full- trúa bændanna sjálfra að enn er gengið á hagsmuni mjólkur- framleiðenda á Suðurlandi til aukins vegs þeirra er góð skil- yTði hafa til kjötframleiðslu. Hér er vitanlega um innra vandamál bændastéttarinnar sjálfrar að ræða og meðan for- ustumenn hennar hafa sumir ekki meira víðsýni en aðrir ekki meiri kAft til málflutn- ings sunnlenskum mjólkurfram- leiðendum, þá má segja að hyggi legast sé að fara með löndum og til lítils sé að leggja sínar hugmyndir fyrir þá. En ef til vill eru þetta nú ekki aðalvandamálin, sem að ís- lenzkri bændastétt steðja í dag. Þau eru vissulega eins og hjá öllum mörg. Fregnir herma að mjög hafi náttúruhamfarir illa leikið aust- firzka bændur að því er varð- ar kal í túnum. Heilu hektar- arnir graslausir og, hrein bú- stofns e'yðing framundan, ef ekki kæmu til utanhéraðs ráð- stafanir. Þetta eru vafalaust engar lausafregnir því staðreynd er, að ekki aðeins blöð og út- varp hafa rætt vandamálið, held ur og stjórnarvöld landsins sett sérstaka nefnd til þess að rannsaka ástandið og gera til- lögur til úrbóta. Sjálfur ráð- herra landbúnaðarmála og 1. þm. Austfirðinga hafa og með eigin augum skoðað ástandið þar eystra, og öllum ber sam- an um að þar sé mikillar hjálp- ar þörf. Fátt er vænlegra til hyggilegrar lausnar vandamála en það, að þeir sem yfirstjórn viðkomandi mála hafa í land- inu, kynni sér með eigin augum þann vanda, sem við er að glíma. Það er því áreiðanlega fagnaðarefni bænum yfirleitt að ráðherra þeirra hefir kynnt sér á ofangreindan hátt vandamál bændanna á Austurlandi. Undir- menn hans kunna ýmsar tillög- ur að gera og víst er honurn sæmilegt að reyna þær til hlít- ar eins og hann hefir í þessu tilfelli gert svo að nefnt sé um heygjafir frá sunnlenskum bændum. En allt um það hlýtur hann þó í samstarfi við meðráð- herra sína að gera þær lokatil- lögur um aðstoð ríkisins er fram ganga. Það er hinn réttasti gangur þessa máls svo sem margra annarra, er svipað stend ur á um. Ekki dettur mér held- ur í hug að efast um að svo verði að því er hjálp til aust- firzkra bænda varður að þessu sinni. En hér eru ekki allir á sama máli og' ég, og riægir þar að benda á hamagang aðalmál- gagns Framsóknarflokksins garð landbúnaðarráðherra vegna máls þessa nú fyrir nokkr um vikum. Auðvitað er það ekkert nýtt að Tíminn rótist út núverandi valdhafa, og þá landbúnaðarráðherra ekki sízt. Þeir sem Tímann rita halda augsýnilega að ekki veiti af að halda flokksmönnum sínum við efnið, annars gangi menn af trúnni. Það er veikleiki út af fyrir sig sem ekki er hægt að gera við. ,, Hitt er nokkurt atriði sem Tímamenn mættu gjaman minn ast einmitt á þessu ári, að nú eru liðin tíu ár síðan að sunn- lenskir bændur bjuggu við eitt hið allara versta heyskaparsum- ar, er yfir þá hefir gengið. Fyr- ir þá sem annars nokkuð hugsa, ætti að vera óþarft að ryfja alla þá erfiðleika upp er sunnlensk- ir bændur áttu þá við að striða. Enda skal ég ekki gera það nú. En vandamál þeirra voru ekki ósvipað eðlis og Austfirðinga nú. Það óx að vísu gras á tún- um bænda Sunnanlands þá, en það var bara ekki hægt að verka það sem skepnufóður og frýjar þo enginn sunnlenskum bændum dugnaðar og hygginda um heyöflun. Heybirgðir í þeim landshluta voru nú samt þá, á haustnóttum bæði litlar og lélegar svo að vont var að sjá hversu úr myndi rætast um þann bústofn, er reynt var að setja á vetur. En ég spyr: Réð- ist Tíminn, blað Framsóknar- flokksins þá að þáverandi land- 'búnaðarráðherra, Steingrími Steinþórssyni fyrir slæleg vinnu brögð í tillögugerð um hjálp til sunnlenskra bænda? Þess minn- ist áreiðanlega ekki nokkur maður. Og þess minnist heldur enginn að þetta útbreidda blað heimtaði þá tafarlausa fjár- hagsaðstoð úr ríkissjóð til handa bændum Sunnanlands svo að þeir gætu I byrjun september- mánaðar reiknað út hversu þeir gætu viðhaldið bústofni sínum. Þetta sannar með mörgu öðru, að langt getur hin pólitíska heift og atkvæðaveiðar leitt litla karla, svo sem þá er Tím- ann skrifa. Neyð austfirzkra bænda hvað þá annað er notuð til þess að koma höggi á pólitísk an andstæðing, og ekki um það hirt þó þetta sama lið hafi undir svipuðum kringumstæðum, einskis krafist af sínum flokks- mönnum, þegar þeir höfðu ráð og völd í landinu. Það er vitan- lega enginn ástæða fyrir Sunn- lendinga, né aðra er sjá vilja málin í réttu ljósi, að gleyma viðbrögðum þeim, er þáver- andi ríkisvald beitti vegna þess hörmulega. ástands er ríkti á haustnóttum 1955 í sunnlensk- um sveitum. Ég veit jafnvel að til ein^Sis er nú að sakast um það. Það er liðin tíð, en af reynslunni má læra og fyr má nú vera til góðs að skipt sé um stjórn í landinu, að hægt só með réttu að krefjast þess að sú er síðar kom, sjái nánast í upphafi erfiðleika vissra landshluta til reksturs sínum atvinnuvegi, og sé jafnskjótt tilbúinn með sínar tillögur til hjálpar. Að sjálf- sögðu eru þessi atvik er ég hefi hér minnzt á úr hinu daglega lífi ekki neitt sérstök, að því er varðar stjórnarandstöðuna á ís- landi. Starf hennar er svona á öllum sviðum: Heift og öfugugga háttur. Ekki skynsamleg afstaða til nokkurs máls er hugsast get- ur að menn hafi skiptar skoðan- ir um. Þetta er illt í landi auk- innar velmeglunnar og vax- andi skólagöngu fólks til upp- lýsingar og fræðslu og þá um leið, væntanlega, meiri hæfni til sjálfstæðari skoðunar ríkjandi vandamála. Eitt er þó alveg víst, að austfirskir bændur fóðra enga skepnu á komandi vetri, á heift og hamagangi Tímans við núverandi landbúnaðarráð- herra. Enginn efast um að hann að fengnum nauðsynlegum upp- lýsingum um vandamál aust- firskra bænda, vinni ekki að því að ríkisvaldið komi þeim til hjálpar. En þess biður áreiðan- lega enginn bóndi, að austfirsk um bændum verði nú í vandræð um þeirra veitt slík smánar hjálp, sem ríkisvaldið veitti sunnlenskum bændum fyrir tíu árum. Gunnar Sigurðsson Seljatungu. Framtíðarstarf Opinber stofnun óskar eftir að ráða bókara nú hið fyrsta. Góð reiknings- og nokkur vélritunarkunn- átta nauðsynleg. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 1. nóvember n.k. merktar: „Framtíð — 1965“. Einn af vinnusölum Kassage rðarinnar á sjónvarpsskermL Nýjung í vélaeftirliti í Kassagerð Reykjavíkur í KASSAGERÐ Reykjavíkur er nú unnið að uppsetningu sjónvarpsmyndatökuvéla, er gerir eftirlitsmanni verksmiðj unnar kleift að fylgjast með öllum rekstri frá einum stað. í eftirlitsskrifstofu Kassa- gerðarinnar verður komið upp átta sjónvarpsskermum í ein- um ramma og fæst þannig heildaryfirlitsmynd yfir hin- ar átta vélar verksmiðjunnar, Stenzt þessr tæknilega nýjung hérlendis fyllilega ströngustu kröfur sem gerðar eru erlend- is til aðbúnaðar starfsfólks, því eftirlitsmaður verksmiðj- unnar getur 'rætt við verk- stjóra um tilhögun starfsins gegnum innanhústalkerfi og samtímis fylgzt með rekstrin um í öllum deildum fyrirtæk isins. Telur forstjóri Kassa- gerðarinnar Kristján Jóh. Kristjánsson að með þessu sé stórbætt aðstaða bæði eftirlits manna og einkum verkstjór- anna við vélarnar, er geta fengið leiðbeiningar í gegnum talkerfið og hagað starfinu samkvæmt óskum eftirlits- manna án þess að þeir komi þar nærri og geri þeim þannig kleift að sinna fleirum en ella. Yfireftirlitsmaður Kassa- gerðarinnar er Agnar Krist- jánsson og hefur hann einnig með allt vinnuskipulag að gera. FRÉTTIR ÚR SKAGAFIRÐI Húsmæðraskólinn að Löngu- mý’ri í Skagafirði var settur 1. október sl. Fyrirhugað er að haldin verði 10 vikna námskeið í skólanum fyrir áramót og eru aðalkennslu- greinar hússtjórn og handavinna. Sömu kennslukraftar starfa við skólann og að undanförnu, nema ráðinn hefir verið kennari í þvotti og ræstingu. Frá 3. júlí til 26. ágúst sl. var starfrækt gistiheimili í skólahús- inu. Hugmyndin var að fólki væri auðveldað að nýta sinn eig- in ferðaútbúnað og nesti til þess að draga úr ferðakostnað- inum, en ef ekki var um ferða- útbúnað að ræða, gat fólkið feng- ið leigð 1-2 og 3. manna her- bergi. Morgunverður var fram- reiddur fyrir þá, er þess óskuðu, einnig var á boðstólum eftirmið- dags- og kvöldkaffi, en ekki há- degis- og kvöldverður. Að þessari starfsemi stóðu tveir kennarar, húsmæðraskóla- kennararnir Sigurlaug Eggerts- dóttir og Jónína Bjarnadóttir. f lokin ræddi undirritaður við þær, lék forvitni á að vita, hvern ig þessari tilraun þeirra liefði verið tekið, en þær réðust í að taka skólahúsið á leigu, að þeirra sjálfra sögn, til þess að auðvelda ferðamanninum að kynnast sínu undurfagra landi. Þær sögðu að- eins, að þær væru hamingjusam- ar yfir því, hvernig ferðamaður- inn hefði tekið þessari tilraun þeirra, - og báðu fyrir sérstakt þakklæti til allra þeirra, er leið sína hefðu lagt þar um, fyrir elskulega framkomu og mjög góða umgengni utan húss og inn- an. Þær sögðust ekki geta trúað því, af sinni eigin reynslu, að umgengni ferðamannsins væri svo ábótavant, sem sagt væri. Að endingu báðu þær fyrir kærar þakkir til allra þeirra, sem á einn eða annan hátt studdu þær og auðvelduðu þeim starfsemina á liðnu sumri. Á sl. vori var að Löngumýri orlofsdvöl húsmæðra undir for- ystu frú Laufeyjar Sigurðardótt- ur frá Akureyri. Var það 1 fimmta sinn sem frú 'Laufey dvaldist að Löngumýri með kon- f FRAMEHALDI af frétt frá að- alfundi Æskulýðssambands kirkj unnar í Hólastifti, sem haldinn var í Húnaveri í A-Húnavatns- sýslu 11. og 12. sept Sl. voru eftirfarandi samþykktir gerðar: 1. Aðalfundur Æ.S.K. í Hóla- stifti haldinn í Húnaveri 11. og 12. sept. 1965 fagnar þeirri þróun sem orðið hefur áberandi tvo seinustu árin, að útiloka áfengi frá skemmtunum almennings um verzlunarmannahelgina og hvet- ur til að haldið verði áfram á þeirri braut í skemmtanalífinu yfirleitt. 2. Aðalfundur Æ.S.K. í Hóla- stifti vill benda á, að þar sem almenn vegabréfaskylda er kom- in á í landinu, er nauðsynlegt að láta börnum og unglingum í té þá vernd gegn hættum skemmt- analífs, sem lög og reglur mæla fyrir um, enda þau vandkvæði ekki lengur fyrir hendi, sem aðallega voru talin torvelda þá vernd. 3. Aðalfundur Æ.S.K. í Hóla- stifti vill vekja yngri sem eldri til umhugsunar um andlegu verð mætin og trúararfinn, sem varð- veita þarf framar öllu öðru. Til þess er nauðsyn að halda vörð um helgidóma þjóðarinnar með guðsþjónustum safnaðanna og hlíta leiðsögn kirkjunnar. 4. Aðalfundur Æ.S.K í Hóla- stifti leggur til að gerð verði á vegum þess starfsskýrsluform, sem send skulu æskulýðsfélögum innan sambandsins. Er þá til þess ætlast, að hvert félag geri grein fyrir störfum sínum á aðalfund- um sambandsins. 5. Aðalfundur Æ.S.K. í Hóla- stifti hvetur væntanlega sam- bandsstjórn til að gera árlega rekstraráætlun fyrir sumárbúða- húsin við Vestmannsvatn þannig að séð verði um að sú aðstaða, sem þar er fengin komi að full- um notum fyrir kirkju og þjóð. — Jón.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.