Morgunblaðið - 20.10.1965, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 20.10.1965, Qupperneq 32
TtfgmilJjóna tjón: Kaupfélagið í Olafsvík brennur til grunna Verzlanir, vörulager og bókhald ónýtt UM Mwkkan fimm í gærmorg un kom upp eldur í Kaupfé- lagi Snæfeliinga í Ólafsvík, sem áður var Kaupfélagið Dagsbrún, en hafði fyrir skömmu verið sameinað kaup félaginu á Hellissantli og voru þau nú bæði rekin sem eitt fyrirtæki. Kaupfélagsbygging in var allstórt hús, sem stend- ur skammt ofan við aðal- bryggjuna á staðnum. Hafði það fyrir fjórum árum verið mikið endurbætt og fyrir skemmstu komið upp fullkom inni mjólkurbúð við annan enda hússins. Húsið brann til grunna og allt sem í því var, búðir á neðri hæð og skrif- stofur og vörugeymslur á efri hæð. Bókhald allt brann, en aðeins bjargaðist peninga- skápur. Hér er um tugmillj- ónatjón að ræða og auk J>ess óbætanlegt, J>ar sem er allt bókhald fyrirtækisins. Snemma í gærmorgun var einn af formönnunum í Ólafsvík að lita út um glugga hjá sér og gá til veðurs. Var það 'Jónas Guð- mundsson, skipstjóri á Valafeil- inu, Varð hann þá var við að eldur var laus í kaupfélagsbygg- ingunni. Þetta var um kl. 5. — Gerði hann slökkviliði staðarins viðvart og var skjótt brugðið við, en í Ólafsvík er þjálfað slökkvi- lið, sem hefir á að skipa vatns- dæium, sem eru rafknúnar og tengdar aftan í bifreiðir. Auk siökkviliðs Óiafsvikur kom á vettvang slökkviliðið á Hellis- sandi og aðstoðaði við slökkvi- starfið. Þeir sem fyrstir komu á vettvang mættu þegar svo miki- um eldi að þeim reyndist ókleift að komast inn í bygginguna og gátu því engu bjargað. Á neðri hæð hússins var kjörbúð, þar sem seld var allskyns matvara, vefnaðarvara og skófatnaður, auk þess sem mjóikurbúð var í viðbyggingu. Á efri hæð hússins voru skrifstofur og vörubirgðir. AUt brann, sem brunnið gat og standa nú aðeins rústir á grunni hússins, en það var úr timbri. Bókhald fyrirtækisins fór allt forgörðum, en það tókst 'að Framhald á bls. 31. Hásetarnir á Strák. F.v. I.uðvik Jacobsen, Aðalsteinn Valdimars son, Heiining Johannesson, Hans Kálvalið, Sigurbjörn Guðmundsson, Matthias Bjarnason og Gert Johannesson. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ) Gamalli konu hrint í GM KL. 20:50 á mánudagskvöld var 65 ára gömul kona stödd fyr ir utan húsið Smiöjustíg 3 og var að svipast eftir lítilli telpu, sem var í hennar umsjá. Þá sér hún 3 stráka koma gangandi yfir bilastæði frá Xraðarkotssundi. Voru þeir með pappírsrenninga, sem þeir voru að dreifa í kring um sig. Einn var miklu stærri en hinir tveir. Hún fór að tala til þeirra og annar þeirra minni, sem var ijóshærður, svaraði kurteislega, en þá var komið aftan að henni og henni hrint, svo að hún féll til jarðar og kom niður á hægri handlegg og hægra hné. Konan hruflaðist, sokkar hennar rifn- uðu og eins kápa, sem hún var í. Strákarnir hlupu þá burtu og upp Smiðjustíg og sá konan þá, að sá stóri hafði framið verknað- inn. Er það feitlaginn strákur, dökkhærður og klæddur skinn- jakka. Telpa var þarna nærstödd og var hú.n líka með pappírsrenn- inga, klædd dökkri úlpu og stretch-buxum, dökkhærð. Teip- an kallaði til strákanna og sheru þeir sér við og ávítaði telpan þá fyrir verknaðinn. Hurfu þeir svo. HlökL IS'Tft f*l I sjónvarpsius Breiðdalsvik, 19. okt. ENN sem fyrr getur nokk- ut hluti Austfirðinga ekki notið útvarps. Ég held við gefum upp alla von um úr- bætur í því efni og förum að hlakka til sjónvarpsins. — Páll. Spilakvöld fé'acjanna SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Reykjavík efna til spilakvölds í Sjálfstæðishúsinu í kvöld, mið- vikudagskvöld. Veitt verða góð spilaverðlaun. Á spilakvöldinu verður sýnd kvikmynd, sem tekin var i Varð- arferðinni í sumar. Birgir ísl. götuna Konan finnur til í baki og er slæm í höfði eftir þetta. Rann- sóknarlögreglan vili gjarnan tala við telpuna og strákana og ef einhverjir geta gefið upplýsingar um atbúrðinn, eru þeir beðmr að gefa sig fram við lögregiuna. Fjármálaráö- herra talar á fundi í Kópavogi SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Kópa vogi efna til fyrsta fundar síns á þessu hausti í Sjálfstæðishúsinu Borgarholtsbraut 6 í kvöld kL 8.30. Á fundi þessum mun fjármála- ráðherra, Magnús Jónsson frá Mel ræða um stjórnmálaviðhorf- ið. Sjálfstæðisfólk I Kópavogi er eindregið hvatt til þess að fjöl- menna á þennan fyrsta fund vetrarins. SJáifstæðis- er í kvöld Gunnarsson, borgarfuiltrúi flyt- ur ávarp. Sætamiðar verða af- hentir á venjulegum skrifstofu- tíma á skrifstofu Sjálfstæðishúss ins við Austurvöll í dag. Sjálfstæðisfólk er hvatt til að fjölmenna á spilakvöldið. Seglum að þakka, að við lentum ekki í brimgarðinum - segir Engilbert Kolbeinsson skipstjóri n Strdk UM kl. 11 í gærmorgun lagð- ist hér að bryggju brezki tog- arinn „Imeprialist“ frá Fleet- vood með níu skipverja af vél bátnum Strák, sem sökk i fyrrinótt undan Grindavík, en eins og kunnugt er bjargaði togarinn þeim á frækilegan hátt, eftir að báturinn hafði hrakizt alllengi fyrir utan brimgarðinn. Þegar sjóslysið varð, var Strákur að koma frá Vestmannaeyjum með fjóra Færeyinga, sem Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar hafði ráðið til sín. Fréttamaður Mbl. fór um borð í „Imperialist" strax og hann var iagstur að bryggju, og náði tali af Engil- bert Kolbeinssyni skipstjóra á Strák. Honum sagðist svo frá helztu atvikum sióslyssins: — Það var milli kl. 5 og 5.30 í gærdag, er við vorum stadd- ir um 2% mílu vestsuðvestur af Grindavík, að við fengum mikinn brotsjó á okkur. Urð- um við þá varir við leka og býzt ég við að báturinn hafi slegið úr sér. Veðurhæð var þá mikil, 6—9 vindstig. Það má vera orsökin fyrir því, að leki kom á bátinn, hafi verið sú, að hann var nýkominn úr slipp, þar sem ísvarinn hafði verið rifinn af honum og get- ur því verið, að hann hafi ver ið þar veikari fyrir. — Við stöðvuðum mjög bráðlega vélina, þar sem sjór var kominn í smurolíuna. Hefðum við ekki stöðvað hana, var hætta á að hún myndi bráðlega bræða úr sér. Vildum við heldur eiga hana Gisii Olafsson stýrimaffur og Engilbert Kolbeinsson skipstjóri, en þeir urffu aff stökkva um borð í „Imperialist". til góða seinna. Við settum þá upp segl til þess að halda okkur frá landi, annars hefði okkur strax rekið upp í fjöru. Það var í fyrstu ætlun okkar að reyna að komast til Grinda víkur, en sundið var þá ó- fært. Þótti okkur ráðlegra, | þar sem við vissum af bát ! þarna í nánd, að láta fremur bjarga okkur á sjó. — Laust fyrir kl. 8 sjáum við svo ljósin frá „Imperial- Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.