Morgunblaðið - 22.10.1965, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 22. október 1963
Jf
Ur IMorður-Þingeyjðrsýslu:
Breyíing í skólamál-
um — Sumargistihús
— Lítill heyfengur
ÆRLÆK í september: Hér er í
uppsiglingu mikil og eftirsókn-
arverð breyting á skólamálum,
þar sem til starfa tekur þriggja
bekkja héraðsskóli í Norður-
Þingeyjarsýslu í fyrsta sinn nú
í haust.
Síðastliðinn vetur starfaði
tveggja bekkja unglingaskóli í
Kelduhverfi á vegum fræðslu-
ráðs sýslunnar. í vetur verður
tilhögun sú, að fyrsti bekkur
starfar áfram í Skúlagarði á-
samt barnaskóla fyrir Keldu-
hverfi og Axarfjörð, en annar
og þriðji bekkur héraðsskólans
verður í Lundi í Axarfirði. Þar
er nýtt barnaskólahús, og einn-
ig gamalt skólahús, sem var að
nokkru endurbyggt í sumar,
svo þar eru nú mjög vistlegar
nemendaíbúðir. Þá fær skólinn
húsnæði fyrir nokkra nemendur
hjá prestshjónunum á Skinna-
stað.
Skólastjóri í Lundi er Aðal-
björn Gunnlaugsson frá Bakka í
Kelduhverfi, en hann hefur áð-
ur verið kennari við Reykja-
skóla í Hrútafirði og skólastjóri
í Skúlagarði síðastliðinn vetur.
Fastur kennari við skólann er
Bragi Kristjánsson úr Reykja-
vík, en stundakennarar eru sr.
Páll Þorleifsson, prófastur á
Skinnastað, Brynjar Halldórs-
son, Gilhaga, Karl S. Björnsson,
Hafrafellstungu og Karólína
Jónsdóttir, Ærlækjarseli, sem
einnig annast smábarnakennslu
í sveitinnL
Nemendur verða langflestir
úr Norður-Þingeyjarsýslu, tæp-
ir fjörtíu, en mörgum umsókn-
um varð að vísa frá vegna
þrengsla í skólanum.
Við fögnum þessari þróun
mála og erum þakklát þeim, sem
greiddu ' fyrir því að skólinn
gat hafið starfsemi sína í vet-
ur.
Gistihússrekstur að Lundi
I sumar var hafinn vísir að
greiðasölu og gistingu í nýja
skólahúsinu að Lundi með styrk
og tilstuðlan Ferðaskrifstofu rik
isins og Aðalsteins Eiríkssonar,
fjármála- og eignaeftirlitsmanns
skólanna. En hvort tveggja var,
að ekki var hægt að byrja þenn
an gistihússrekstur fyrr en kom
ið var undir lok júlí, og einnig
vantaði mörg nauðsynleg þæg-
indi, en húsrúm mjög af skom-
um skammti, þar sem gamla
húsið var ekki tiltækt til nota
vegna aðgerðar. Hinsvegar
sýndi það sig þennan stutta
tíma til 26. september, að full
þörf er á gistihússrekstri þarna.
Varð oft að neita fólki um gist-
ingu vegna rúmleysis.
Vonir standa nú til að þama
geti orðið fullkominn gistihúss-
rekstur í framtíðinni.
Sumar kveður, vetur gengur í
garð
Nú, þegar sumri er að ljúka,
verður manni litið til baka. Vor
ið var fremur milt og áfella-
laust. Gróður kom á óvenjuleg-
um tímá, a.m.k. þegar fjær dró
sjó og til heiða. Fé gekk vel
fram og fjárhöld voru yfirleitt
góð, en heyleysis varð lítið vart.
Tún spruttu seint, einkum þar
sem þau höfðu verið beitt. Hey-
skapur byrjaði ekki fyrr en
komið var fram í júlí, eða nær
þremur vikum seinna en stund-
um undanfarin ár. Mátti heita
að hann gengi vel hjá þeim sem
höfðu súgþurrkun, því þó þurrk
ar væru daufir og jafnaðrlega
næturþokur, þá voru úrfelli lít-
il. Og hélzt svo fram undir ág-
ústlok. Síðan hafa þurrkar ver-
ið sáralitlir, svo að þeir sem
þá áttu úti af fyrra slætti, eiga
sumir mikið úti enn, og það
hálf ónýtt. Spretta var mjög lít-
il, og lenti seinni slátturinn í
hrakningi. Það má því fullyrða
að heyfengur sé ekki mikill, og
misjafn að gæðum. Þetta sumar
hefur einkennt sig frá öllum
öðrum sumrum á þessari öld,
af þv£ hvað það hefur verið
þokusamt. Þoka flestar nætur,
en oft létt til um miðjan daginn.
Minnir það óþægilega á lýs-
inguna á óþurrkasumrunum eft-
ir 1880.
Þegar vetur er nú að ganga
í garð, verður fyrst fyrir að
minnast þriggja undanfarandi
vetra, sem hafa verið svo með
eindæmum góðir, að fé hefur
gengið af í heiðum og langoftast
jarðir til beitar. Frostakaflár
hafa komið, en stórviðri sjald-
an. Það hefur ekki verið yfir
neinu að kvarta með tíðina und
anfarin þrjú ár. Og þó engu
skuli spáð fram í tímann, horf-
ir óneitanlega dálítið uggvæn-
Framhald á bls. 23
r
Aslaug Kristinsdótffir
Minningarorð
f DAG er til moldar borin Ás-
laug Kristinsdóttir. Hún var fædd
í Hlíðarhúsum í Reykjavík 16.
ágúst 1894, eina barn Kristins H.
Jónssonar sjómanns og konu
hans Sigríðar Þórðardóttur. Móð-
ir hennar dó er hún var aðeins 5
ára gömul og átti faðir hennar
þá erfitt með að annast uppeldi
dóttur sinnar og varð úr að hún
fór í fóstur að Skrauthólum á
Kjalarnesi til Katrínar Ásbjarn-
ardóttur sem þar bjó með bræðr-
um sínum. Katrín ól upp þrjú
fósturbörn, auk hennar, og reynd
ist þeim sem væru þau hennar
eigin. Að Skrauthólum dvaldist
Áslaug fram yfir fermingaraldur,
en réðst þá að myndarheimilinu
Laxnesi í Mosfellssveit til Guð-
jóns bónda þar og konu hans og
minntist hún veru sinnar þar
með ánægju. Hún giftist Ey-
mundi Jóhannessyni og eignuð-
ust þau einn son, Guðjón raf-
virkjameistara, er ólst upp hjá
móður sinni, en foreldrar hans
slitu samvistir.
Á þessum árum var lífsbarátt-
an harðari en nú gerist, en Ás-
laug var dugleg kona, þrautseig
og vinnusöm og gekk óhikað að
hverju verki sem til féll. Snyrti-
mennska var henni í blóð borin.
Hún var mörg ár hjá Magnúsi
Sigurðssyni, bankastjóra, og fjöl-
skyldu hans og átti hlýjar endur-
minningar frá þeim tíma. Síð-
ustu 20 árin vann hún að ræst-
ingu í háskólanum og víðar.
Á heimili Áslaugar var oft
gestkvæmt, enda átti hún marga
vini og þótti öllum vænt um
hana, er henni kynntust, því hún
Námskeið og Iræðslu-
erindi iyrir hj.konur
RÁÐGERT er að koma á fræðslu
eða nokkurs konar upprifjunar-
námskeiði fyrir hjúkrunarkonur,
sem hyggjast hefja starf að
nokkru eða öllu leyti og verður
það væntanlega snemma á næsta
ári. Frá þessu er skýrt í nýút-
komnu hefti Tímarits Iljúkrunar-
félags íslands. Segir þar að tölu-
verð reynsla hafi fengizt í öðr-
um Iöndum með slík námskeið.
Árangur hafi verið misjafn. En
höfuðtilgangur með slíkum nám-
skeiðum er að auðvelda hjúkrun
arkonum, sem um árabil hafa
snúið sér að öðrum verkefnum,
að taka þráðinn upp á ný, og
uppörva þær til þess.
í blaðinu er einnig skýrt frá
fræðsluerindum á vegum Heilsu
verndarstöðvarinnar, fyrir hjúkr-
unarkonur sem starfa við heilsu-
vernd, en hafa ekki sérnáms-
viðurkenningu. Þessi fræðslu-
erindi hefjast í Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur hinn 1. nóv.
Verða þau á mánudögum og er
ætlunin að sýna kvikmyndir og
fara kynnisferðir í sambandi við
fyrirlestrana.
í viðtali sem ritstjórinn á við
Margréti Jóhannesdóttur um
þetta efni, kemur m.a. fram, að
mjög mikill skortur er á heilsu-
verndarhjúkrunarkonum. Síðan
1959 hafi aðeins ein hjúkrunar-
kona farið utan til framhalds-
náms, en eftir það hafi margar
sérlærðar hjúkrunarkonur helzt
úr lestinni. Heilsuverndarstöðin
vilji gera sitt bezta til að bæta
úr þessu ástandi með því að
koma á fræðslu þeirri sem nú
stendur til boða. Að vísu veiti
þessi fræðsla engin réttindi, en
ætti samt að geta orðið að tals-
verðu gagni.
var með afbrigðum trygglynd og
mikill vinur vina sinna. Húa
hafði ávallt nóg til að miðla
öðrum, þó tekjurnar væru ekki
miklar. Skemmtilegt var að
heyra hana segja frá gömlum
dögum, frásögn hennar var lif-
andi og hispurslaus.
Fyrir tveimur árum fluttist
Áslaug úr litlu íbúðinni sinni i
Veltusundi 1, þar sem hún hafði
búið hartnær aldarfjórðung, f
sína eigin íbúð í sama húsi og
sonur hennar og tengdadóttir búa,
að Bólstaðarhlíð 64, og hugsaði
hún með gleði til þess að njóta
nálægðar ástvina sinna, ekki sízt
bamabarnanna. En veikindi henn
ar komu í veg fyrir að svo yrðn
Hún dvaldist lengst af sl. tvö ár
í sjúkrahúsi Hvítabandsins og
andaðist þar 16. þ.m. eftir erfiða
sjúkdómslegu. Aldrei æðraðist
hún og átti óbugaða sálarkrafta
til hinztu stundar. í dag er hún
kvödd með þakklæti fyrir tryggð
og vináttu. Mannkostir hennar
eru gott veganesti þeim sem
henni kynntust.
Blessuð sé minning hennar.
Hanna Johannessen.
^ Kjarval
Mikinn sóma .hefur Kjarval
hlotið og geta allir samglaðst
honum. í návist hans leiðist
heldur engum, því hann er
alltaf jafnhress og kátur, kem-
ur öllum í gott skap með sínum
kjarvölsku athugasemdum um
lífið og tilveruna.
Ég ætla mér ekki að fara að
skrifa neina afmsélisgrein, enda
geri ég ráð fyrir að honum
finnist nóg komið í bili. Ég
ætla hins vegar að hvetja fólk
til þess að fara og sjá sýning-
una. Allir hafa ánægju af
henni. Þó er annað langtum
mikilvægara — og það er að
styðja byggingu nýrra húsa-
kynna til - myndlistarsýninga.
Það gerir hver og einn með
heimsókn sinni á sýningu Kjar-
vals, því ágóðinn rennur allur
til byggingar nýja hússins á
Miklatúni.
Ástandið í þessum málum er
vægast sagt bágborið og það
má ekki dragast lengur að haf-
izt verði handa um byggingu
nýs sýningarhúss. Þetta er hjart
ansmál Kjarvals og ýmissa ann-
arra mætra manna — og það
ætti í rauninni að vera hjart-
ansmál allra borgartoúa.
Castro
Hér verð ég víst að ljúka eig-
in hugleiðingum, því bréfin
halda áfram að hrúgast upp
hjá mér. Hér kemur eitt frá hús
móður, sem veit greinilega
hvað hún syngur:
„Kæri Velvakandi!
Ég var að lesa grein sem syst-
ir Castros á Kúbu skrifaði. Þar
lýsir hún hvemig kommúnist-
arnir á Kúbu sviku sig inn á
byltinguna, sem hún og margir
aðrir ætluðu að gera til þess
að fá frelsi og lýðræðislegar
framfarir í landinu. Þeir hróp-
uðu svo hátt um frjálsar kosn-
ingar og lýðræði að allir trúðu
þeim. En hver varð árangur-
inn „Við höfum lært að lítill
hópur ofstækisfullra kommún-
ista, sem fær tækifæri til að ná
tökum á her og lögreglu ein-
hvers lands og skipar áhrifa-
stöður innan stjórnarinnar er
fær um að hrifsa til sin öll
völd í landinu hvenær sem er.
Með eigin reynzlu og athugun-
um hefi ég sannfærzt um, að
enginn á rétt á að kalla sig lýð-
ræðissinna, frjálslyndan friðar
sinna eða framfarasinna, ef
hann er jafnframt árvakur and-
kommúnisti. Því að kommún-
ismi, það höfum við lært Kútou
búar, er alger andstæða fram-
farasinnaðs lýðræðis.11
+ Matarskammtur
Svo lýsir hún stjórninni:
Börnin ljóstra upp um foreldra
sína. Og á hverju götuhorni eru
skipulagðar varnarnefndir, sem
fylgjast með hverjum þeim
sem fer út eða inn og gefa svo
skýrslu til G-2, leyniiögreglunn
ar, sem allir óttast. 75 þús.
manns er þegar í fangelsum.
Svona er þetta í öllum kommún
isku ríkjunum.
En ég er að skrifa þetta
vegna þess, að svo talar bún um
matarskömmtunina. Og hún er
þetta 1964: 2 dósir af mjólk 14
hvern dag, 125 gr. af kjöti á
viku, 3 pund af sykri á mánuði
og 7 pund af hrísgrjónum á
mánuði. Einnig er skortur á
fatnaði, skóm og lyfjum. Kjúkl-
inga og egg fengi ég ekki, bara
börn og fólk eldra en 65 ára.
Ég hnaut um þetta, því þá
minntist ég Magnúsar Kjartans
sonar, sem gaf út bók um ágæti
stjómarfarsins á Kúbu, þar sem
hann m.a. hælir Castró fyrir
matarskömmtunina. Þá sjáum
við húsmæður í Reykjavík,
hvað Magnús ætlar að verða
rausnarlegur við okkur, þegar
hann fer að stjóma.
Mig hefur lengi langað til að
spyrja sögufræðingana á Þjóð-
viljanum, hvar þeir vissu til að
fengist hveiti, ef landfoúnaðin-
um, t.d. í Kanada og Bandaríkj-
unum væri stjórnað eins og I
Rússlandi og Kína. Rússland
var kallað komforðabúr
Evrópu fyrir byltinguna og þá
voru nú ekki orðnar miklar
framfarir í landbúnaði, eins og
núna, þegar orðin er alveg
bylting í landbúnaði alls stað-
ar í heiminum. Þá þurfa Rúss-
ar að kaupa hveiti í sjálfu Gós-
enlandinu."
Kaupmenn - Kaupfélög
Nú er rétti tíminn til að panta
3^V---------
Rafhlöður fyrir veturinn.
Bræðurnir Ormssonhf.
Vesturgötu 3, Lágmúla 9.
Simi 38820.