Morgunblaðið - 22.10.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.10.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 22. október 196J Frú María Þorleifsdóttir Minninc " F. 22/7 1912. D. 15/10 1965. ÉG KVADDI Maríu mágkonu mína í hinzta sinni að kveldi þess 14. þ.m. Hún fann og vissi, að hún var að skilja við þetta líf, ástkæran eiginmann, börn og tengdabörn, er hún unni mjög. En þrátt fyrir það, að hún vissi um nálægð dauðans, og aðskilnað frá ástvinum, heyrð ist ekkert æðruorð. Ég held að hana hafi grunað, sérstaklega síðustu vikurnar, sem hún lifði, að hún væri helsjúk, og þeim örlögum tók hún af meðborinni hreysti hugarfarsins, og stillingu sem henni var í blóð borin. Hún lét ávallt svo sem hún væri glöð ®g hress, hvernig svo sem ástatt var fyrir henni. Og ef satt skal segja voru flestir er til henn- ar komu kvíðandi um Örlög hennar, en eftir að hafa dvalið vm stund og rabbað við hana, kom það ósjaldan fyrir að svo væri að sjá að um bata væri að ræða, eða jafnvel kraftaverk að ' gerast. Slíkur var máttur henn- ■r jafnvel í dauðastríðinu. . Þessi kona var þeim dásam- legu eiginleikum gætt, að vilja gleðja aðra, en aldrei hryggja. Mér og öðrum þótti það ein- kennilegt og fágætt í hinni löngu og erfiðu sjúkralegu hennar, að hún spurði aldrei um það, hvað um væri að vera, hverskonar veikindi um væri að ræða. Því að flestir sjúklingar spyrja mjög um slíkt eins og gengur. Þvert á móti lét hún það álit í ljós, að brátt kæmi batinn, á því léki enginn vafi. Ég held að henni hafi verið ljóst, að spurn- íngár um heilsufar hennar, máske bornar fram með kvíða, myndu hiklaust særa og hrella þá ást- vini er við sjúkrabeð hennar etóðu. Ég veit ekki hvernig slík- ur sálarstyrkleiki næst, en veit aðeins að þetta kveld er ég kvaddi hana, hvíldi yfir henni ólýsanleg rósemi og tign eilífð- arinnar, er snerti hvern og einn m sem í návist hennar dvöldu, í djúpri mótsetningu við hverful- leika og hégóma hins ytra lífs. Maríu heitinni kynntist ég fyrst ungri hjá fósturforeldrum hennar, Snorra Jóhannssyni og Guðborgu Eggertsdóttur. Þar var heimilislífið með afbrigðum gott, með góðvild og velvild til allra, enda bæði af góðu bergi brotin. Þangað leitaði oft fátæk- ur skólapiltur, sem lifði við þröng kjör, í harðindum og hreti, þegar fátt var til bjargar. Og sjaldan hefi ég saknað annarra meir en þeirra hjóna, sem ég með réttu tel hafa verið vel- gjörðamenn mína. Kristján bróð- lr minn var einnig heimagangur lijá Snorra og Guðborgu á skóla- érunum, og tóku þau miklu ást- fóstri við hann og reyndust hon um sem beztu foreldrar. En á þeim árum var litla stúlkan þeirra, María, orðin gjafvaxta yngismær, er kom sér allsstaðar vel og var öllum til yndis og ánægju. Brátt felldu þau hugi caman, Kristján og hún. Gift- ust þau svo og stofnuðu heim- ili á Öldugötu 9 hér í borginni. Heimili sem ég fullyrði að vart hafi átt sinn líka hér á landi. Byggðu þeir tengdafeðgarnir ésamt uppeldissyni Snorra mik- ið hús og tóku þau Kristján og María strax foreldra okkar þangað, er faðir minn hætti prestskap í Árnesi þetta sama ór. Reyndist María tengdafor- eldrum sínum með þeim ágæt- ' um að alveg óvenjulegt var. Móðir mín tók strax ástfóstri við hina ungu tengtadóttur sína og skyggði þar aldrei neitt á. — Þau hjónin, Kristján og María, voru aðalsborin í því að mega eldrei aumt sjá, og á þeirra heim ili voru þeir ekki sízt velkomnir sem stóðu höllum fæti með eitt og annað. — Kristján læknaði tnarga með sinni alkunnu lækn- iskunnáttu, og var margt af þessu fólki, hvaðan af landinu, sem það var, ávallt velkomið svo að segja jafnt á nóttu sem degi og stóð hin unga húsfreyja ávallt við hlið manns síns í því sem öðru. Það mætti segja mér að þessa heimilis verði lengi minnst um land allt, og sérstak- lega nú, þegar hin góða kona svo skyndilega var í burtu köll- uð. Hún var í einu sem öðru sannkölluð heillastjarna Kristj- áns. — Við þekkjum að margt fólk sem er á meðal okkar, er mis- ijafnlega búið á marga lund. (Margt af því lokar sig inni í isíálfu sér í einskonar hömrum. ÍÞað einangrar sig og virðist láta isér á sama standa hvernig líf lannarra veltur. Vera má að þetta Isé nokkuð almennt og má sann- arlega kalla það sorgar og dapur Ueika viðhorf, er gera lífið lítils Ivirði. Þetta viðhorf átti ekki Iheima á heimili þeirra Maríu og iKristjáns. Þau færðu. ávallt birtu tog yl til allra er þeim kynntust, tog horfðu ávallt með gleði á imóti sól og nýjum degi. Veikindi Maríu komu öllum á óvart. í vor virtist hún sem lendranær hraust og glöð og Ihrókur alls fagnaðar. Þegar sum lar nálgaðist fannst henni 'samt Ihún ekki vera til heilsunnar eins log hún átti að sér að vera. Og Iþað kom öllum á óvörum, þegar íí Ijós kom, við nánari rann- isókn, að hún var heltekin ban- ivænum sjúkdómi. Lá hún þá á -sjúkrahúsi um skeið en þegar lútséð var um bata eða batavon, ivar hún aftur flutt á sitt kæra iheimili, þar sem hún lézt fyrir iskömmu. Þau hjónin, María og Kristján, ieiga tvö börn, Kristján, tann- ilæknanema, sem kvæntur er Kat írínu Þorgrímsdóttur og Guð- 'borgu, sem gift er Bjarna Mar- 'teinssyni, og er hann í þann iveginn að ljúka verkfræðinámi ií Noregi. Þessi börn eru bæði sérstak- lega elskuleg og augasteinar for- eldranna. Guðborg, sem dvalið hefur hjá manni sínum ytra, kom strax hgim er hún frétti um veik indi móður sinar, og vakti nótt sem dag við sjúkrabeð hinnar sjúku móður með ástríki og gleði. María, hin óvenjulega góða kona, er látin. Við óskum að- eins að andblærinn mjúki, hin tæra lind himinsins, andi Guðs, leggi líkn yfir sárin. Móðir okk- ar hafði þá bjargföstu trú, þegar einhver nákominn féjl frá, að þá hefði enn á ný einn bæzt í hóp- inn er veita myndi góða mót- töku. Trú, sem öllum er holl og aldrei mun bregðast. Guð blessi ykkur öll, bróðir minn, og gefi ykkur styrk í þungri sorg. J. Sv. t ÞÓTT dauðinn sé staðreynd, vek- ur koma hans ætíð sorg og sökn- uð. Við stöndum bjargþrota gagnvart hinu óræða afli, og leitum huggunar í minningum um hinn látna. rráfall frú Maríu Þorleifsdóttur er engin undan- tskning þessa, ung kona hrifin burt frá ástvinum sínum, en það er huggun harmi gegn, að allar minningar um þessa konu eru svo fagrar, að hvergi ber skugga á. Maria var dóttir hjónanna Þorleifs Thorlacius og Jónínu Guðnadóttur, sem bæði eru lát- in. Þrigga ára gömul var hún tekin í fóstur af Snorra Jóhanns- syni, umsjónarmanni í Útvegs- bankanum, og konu hans, Guð- borgu Eggertsdóttur, en hjá þeim hjónum naut hún mikillar um- hyggju og góðrar menntunar. Hjá fósturforeldrum sínum dvaldi María þar til hún giftist eftirlifandi manni sínum, Kristj- áni Sveinssyni, augnlækni, hinn 20. júní 1936. Við lát Maríu eru mér efstar í huga hinar mörgu yndislegu minningar um sam- verustundir okkar á heimili hennar. Við hjónin urðum þeirr- ar gleði aðnjótandi, að sitja brúð- kaupsveizlu Maríu og Kristjáns. í þeirri veizlu ríkti sérstakur fögnuður, margar ræður voru fluttar og eru mér einkar minn- isstæð orð fósturföður Maríu, en þau voru eitthvað á þessa leið: „Þegar ég nú hefi borið fram heillaóskir brúðhjónunum til handa, vil ég nota tækifærið til að þakka móður Maríu, Jónínu Guðnadóttur, fyrir það, að lofa okkur hjónunum að ala Maríu upp. Hún hefur borið birtu og yl inná okkar heimili. Hún hef- ur verið okkur sannur sólar- geisli." Allir, sem Maríu kynnt- ust, geta með sanni tekið undir þessi orð. Nærvera hennar skap- aði alltaf gleði og hlýju. Manni sínum var hún sérstök stoð, og hygg ég það ekki ofmælt, þótt ég fullyrði, að fáar eiginkonur hefi ég þekkt, sem jafn dyggi- lega hafa stutt eiginmann sinn í erfiðu og mjög erilsömu starfi. Það var siður þeirra Maríu og Kristjáns að bjóða til sín vinum og vandamönnum á annan dag jóla. Meðal boðsgesta voru oft einstæðingar og gamalmenni, og horfði ég með aðdáun á, hve annt hún lét sér um, að þetta fólk yrði ekki afskipt og mætti njóta sem mestrar ánægju. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið, sonurinn Kristján stundar nám í tannlækningum við Háskóla íslands, kvæntur Katrínu Þorgrímsdóttur, en dótt- irin, Guðborg, er gift Bjarna Marteinssyni, sem nemur arki- tektur við Þrándheimsháskóla. Mörg ungmenni hafa lengri eða skemmri tíma dvalizt vegna skólavistar, á heimili þeirra Maríu og Kristjáns, og hafa þau hjón reynzt þeim sem beztu for- eldrar. María var ákaflega heimilis- rækin og framúrskarandi hús- móðir. Heimilið og fjölskyldan var henni allt. Heimili þeirra hjóna var ann- álað fyrir gestrisni og ríkti þar ætíð einlæg gleði. Við fráfall Maríu hefur gleðin orðið að víkja fyrir sorginni, því nú hefur dauðans harða hönd höggvið sundur jarðlífs bönd. „Líf er horfið, hún er orðin nár hjartað stanzað, brjóstið orðið kalt. Hún, sem kunni að þerra sorgar- tár, hún er dáin, svona fer það allt. Ekkert bros á blíðum móður- vörum bleikur dauðinn heldur þar uppi svörurn." Kristjáni og börnunum votta ég mína innilegustu samúð, og bið góðan Guð að styrkja þau í hinni miklu sorg. Guðrún Guðlaugsdóttir. t HINN 15. þ.m. lézt að heimili sínu í Reykjavík frú María Þor- leifsdóttir Thorlacíus aðeins 53 ára að aldri. Kynni mín af frú Maríu voru ekki löng — aðeins síðustu árin og mest þó þetta síðasta ár. Ef til vill ætti ég ekki að rita minn- ingarorð með ekki lengri kynni að baki. En frú María var ó- venjuleg kona. Mannkostir henn ar gátu engum dulizt degi leng- ur. Það var ekki eitt, heldur allt svo gott. Um slíka konu þarf að rita jafnt eftir löng kynni sem stutt. Frú María var að ætt og upp- eldi óvenju vel að heiman bú- in. Borin var hún og barnfædd í Reykjavík, og þar átti hún heim- ili alla ævi. Tæpra 24 ára, hinn 20. júní 1936, giftist hún eftirlifandi manni sínum, Kristjáni Sveins- syni augnlækni. Þá voru bjartir og blessaðir dagar. Og þessi birta og blessun fylgdi þeim alla tíð, af því að hún kom ekki aðeins að utan, heldur bjó með þeim hið innra. Kristján Sveinsson er þjóð- kunnur og ástsæll læknir. Þetta þarf engum að segja. Allir vita það og viðurkenna. Hitt vissu ekki allir, að eiginkona hans stóð honum hvergi að baki í göfgi, fórnfýsi og allri mannheill. Læknisheimilið á Öldugötu 9 var ekki aðeins hamingjureitur þeim hjónum og börnum þeirra, heldur einnig ótal mörgum öðr- um, er þangað leituðu forsjár. Nú hefir sól brugðið sumri. Eiginkonan ástríka, móðirin, tengdamóðjrin ógleymanlega, systir og húsmóðirin er horfin af heimi. Sár harmur er kveðinn að ástvinum og vinum. Frú María varð helsjúk 1 vor á sannri árstíð ljóss og lífs, er þau hjón bundust helgum bönd- um fyrir 29 árum. En brosið hvarf ekki af vörum hennar og birtan ekki úr augunum. Hún bar sína vanlíðan og kvöl með þreki trúar og vonar. Um leið og hún gekk eilífðinni á hönd, gaf hún eftirlifandi ástvinum og vinum í arf gleði hjarta síns og auð sinnar sálar. Þessi arfur lyftir nú syrgjendum nær og fjær yfir „tap og tjón“ og gefur þeim sólarsýn engu síðri en gefin var ungum hjónum einn blessaðan vordag árið 1936. Einar Guðnason. Fáein kveðjuorð. Örlaganna ógnar sterka valdið, ýmsir vinir gráta stundar mein, er nú horfin yfir hulda tjaldið Öldugötu frúin, björt og farein. Hún, sem allra götu vildi greiða, gleði lífga og auka hvar sem var, skuggamyndum lífsins öllum eyða, angri snúa beint til fagnaðar. Bjartsýnin var henni eitt og allt, andaði hvergi í hennar návist kalt. Gestrisnin frábær og góðviljans höndin glaðlyndi, alúð og fegurðin hrein, allt var það kunnugt um ævinnar löndin, - indælu frúnni ei böguðu nein, aðfinnslu skugga og skýjanna böndin, skammdegis hrynur né vetrarins mein. Á hennar heimili allt var svo bjart auðnunnar veldi og þrifnaðar skart. Þar sýndist fjarlægur veráldar vandinn, vafamál engin né byljirnir kífs, hjónabands hamingju ástríkur andinn allsherjar grundvöllur bjartara lífs. Vinir og börnin í gleðinnar gengi gæfunnar svipur um heimilis vé, allsstaðar húsfreyjan yljaði strengi enginn á hættunnar tröppurnar sté. Húsbóndinn þegar í ferðalög fór, faðmurinn hennar var heimilis kór. Nú, þegar horfin er húsfreyjan bjarta, hluttekning vinanna að syrgjendum snýr. En myndin af henni og minningar skarta, margvíslegt þakklæti í hugskotum býr. Hún er nú flogin á ljósanna leiðir þar lausnari mannkynsins verndina ljær, verunni dyggðugu vegina greiðir, svo verði þar bröttustu einstígin fær, þangað sem yndæla eilífðar sól andanna sveipar hún fegurstu ból. Jón Pálmason. PMC Glorla 6. AÐ UNDANFÖRNU hefur verið til sýnis í fordyri Háskólabíós bifreið af gerðinni PMC Gloria 6, en sú gerð bifreiða er fram- leidd í Japan. Innflytjandi þess- arar gerðar bifreiða, Bergur Lárusson, bauð fyrir skemmstu blaðamönnum að skoða hina nýju bifreið. PMC Gloria 6 er framleidd hjá Prince Motors Co. í nágrenni Tókíó, en þær verksmiðjur fram- leiða einnig aðra gerð, PMC Skyline, sem er fimm manna bif- reið. PMC Gloria 6, er 6 manna bifrejð, hin glæsilegasta útlits. Bifreiðin er sérstök að því leyti, að hún er sérstaklega byggð fyr- ir slæma vegi. Er af þeim orsök- um hæð undr lægsta punkt henn- ar 22 cm. Þá er mjög sterkleg grind undir bifreiðinni. Vélin í PMC Gloria er 6 strokka, 106 ha. (SEA). Gír- kassinn hefur þrjú hraðastig, en hægt er að fá „overdrive". Frágangur að innan er þokka- legur. PMC Gloria 6 mun kosta hér 267.700 krónur fyrir almenning, en kr. 205.500 fyrir leigubílstjóra. Lafði Spencer Churchill fékk fótbolta í andlitið London, 18. okt. — AP-NTB: LAFÐI Spencer Churcliill, ekkja Sir Winstons, varð fyrir því ó- happi í gær, sunnudag, að fá framan í sJg fótbolta, er hún var á gangi um Hyde Park. Féll hún við og brákaði á sér hægri hand- legginn og eitt eða tvö rifbein. Líðan fTOSiinnar er þó sögð eft ir atvikum góð. Hún er áttræð I að aldri. Lafðin hefur um árabil haft það fyrir venju að fá sér síðdeg- isgöngu í Hyde Park, sem er skammt frá heimili hennar í Hyde Park gate 27. En í garðin- um eru jafnan börn og ungling- ar að leik og í gær misstu nokkr ir unglingar fótbolta sinn frá sér með þessum óheppilegu af- I leiðingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.