Morgunblaðið - 22.10.1965, Síða 16

Morgunblaðið - 22.10.1965, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 22. október 1965 Útgefandi: Hf. Árvakur, Keykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. VECATOLLUR l?yrir nokkrum dögum var haldinn í Keflavík fjöl- mennur fundur, þar sem rædd ur var fyrirhugaður vegatoll- ur á Reykjanesbraut, og hon- um mótmælt. Allt frá því, er steyptur vegur frá Hafnar- firði til Sandgerðis um Garð kom til umræðu, hefur hug- myndin um vegatoll til þess að standa að einhverju leyti undir kostnaði við slíka vega- gerð verið rædd. .. Fyrst var vakið máls á var- anlegri vegagerð til Suður- nesja í þingsályktunartillögu, sem Ólafur Thors flutti 1958. Árið 1960 fluttu þeir Jón Skaftason og Geir Gunnars- son frumvarp um Reykjanes- braut, og í greinargerð fyrir því frumvarpi var bent á sömu leið til tekjuöflunar og komið hafði fram í þingsálykt unartillögu Ólafs Thors. Und- irbúningur að Reykjanes- braut hófst svo 1961, og 1963 var vegurjnn steyptur að Kúagerði. Öllum undirbún- ingi var síðan lokið 1964, og í haust var lokið við að steypa veginn. Þegar vegalögin voru sam- þykkt á Alþingi árið 1963, var í þeim heimild um vegatoll. -Voru þessi vegalög samþykkt samhljóða af þingmönnum allra flokka á Alþingi. Frá því, að þessi lög voru sett, hafa engin mótmæli heyrzt gegn slíkum vegatolli til að standa undir varanlegri vega- gerð, hvorki frá Suðurnesj- um né annars staðar frá, þar til nú. Á sL vetri voru fyrir- ætlanir uppi um að malbika það, sem eftir var af Reykja- nesbraut, af fjárhagslegum ástæðum. Sú tillaga vakti mikla andúð manna, og í sam- ræmi við mjög eindregnar óskir íbúa á Suðurnesjum, var ákveðið að steypa það sem eftir var vegarins, og það var gert, svo sem kunnugt er, í sumar. Þegar umræður fóru fram um það á sl. vetri, hvort mal- bika eða steypa ætti síðari hluta Reykjanesbrautar, komu fram margar raddir frá Suðurnesjum um það, að menn mundu með glöðu geði greiða vegatoll, ef vegurinn yrði steyptur. Vegurinn hefur nú verið steyptur að fullu, og mun inn- an skamms verða tekinn í notkun. Jafnframt hafa mjög ákveðin mótmæli komið fram gegn fyrirhuguðum vegatolli á fundi þeim, sem haldinn var í Keflavík fyrir nokkrum dög um. Á fundi þessum mættu alþingismennirnir Sverrir Júlíusson, Matthías Á. Mathie sen og Jón Skaftason, og tóku tveir hinir síðarnefndu ,til máls og röktu gang þess frá öndverðu. Gerðu þeir grein fyrir því, að allt frá byrjun hefði verið gert ráð fyrir vegartolli, til tekjuöflunar vegna þeirra stórfelldu lána, sem taka þyrfti til þess að hrinda í framkvæmd þessu stórátaki í íslenzkri vegagerð, þ.e. steyptri hraðbraut til Keflavíkur. í tillögu, sem fundarboðend ur, Félag íslenzkra bifreiðaeig enda, lögðu fram á fundinum, en var felld, var lagt til, að fundurinn mótmælti hinum fyrirhugaða vegatolli á Reykjanesbraut „nema tekin verði upp sú stefna nú þegar, að byggja varanlega vegi fyr- ir lánsfé á öllum fjölförnustu leiðum og skattleggja þá á sama hátt“. Af þessu er ljóst, að meginstefna fundarboð- enda, Félags íslenzkra bif- reiðaeigenda, er sú, að taka beri vegatoll til þess að standa undir varanlegri vegagerð um landið. RÝR VEGAGERÐ- Oeykjanesbrautin mun kosta milli 260 og 270 milljónir króna. Mestur hluti þessa f jár er tekinn að láni, og það verð- ur að sjálfsögðu að greiðast aftur með vöxtum. Ljóst er, að okkar fámenna þjóð getur ekki staðið undir svo dýrum vegaframkvæmdum án þess að sérstakar ráðstafanir séu til þess gerðar. Reykjanes- brautin er fyrsti vegurinn milli fjarlægra byggðar- laga, sem gerður er úr varanlegu efni. — Hann mun auðvelda mjög allar sam göngur milli Reykjavíkur- svæðisins og Suðurnesja, og hann mun draga mjög úr við- haldskostnaði bifreiða, sem ekið er á þessari leið. Menn verða að gera sér ljóst, að þennan veg hefði ekki verið hægt að leggja á þann hátt, sem gert hefur verið, nema vegna þess, að jafnan hefur verið gert ráð fyrir, að nokkr- ar tekjur mundu fást til þess að standa undir vöxtum og af borgunum lána með því að leggja á vegatoll. Auðvitað sýnist sitt hverj- um í þessu máli sem öðrum. Á sínum tíma þótti ótækt að leggja veginn þar sem hann er nú, og komu þá fram radd- ir um að leggja hann með- fram ströndinni. Ekki er hægt að gera öllum til hæfis, en mestu máli skiptir, að þeir sem ferðast þurfa milli Reykjavíkursvæðisins og Suð urnesja, hafa nú fengið beztu samgönguleið landsins, og verður það varla talið til ó- hóflegrar skattlagningar, að gera mönnum að greiða nokk Ék^-m UTAN ÚR HEIMI Falsvonir og kjarnorkuvopn EFTIRFARANDI grein birtist fyrir nokkrum dögum í banda ríska blaðinu „The New York Times“. Er þar rætt um um- ræður þær, sem nú fara fram um kjarnorkumál, afstöðu manna til hugsanlegs samn- ings Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna um bann við dreif- ingu kjarnorkuvopna, og til- lögur, sem fram hafa komið um kjarnorkuher ríkja At- lantshafsbandalagsins, NATO: ) Eftirlit með kjarnorkuvopn- um er án efa eitt mesta vanda mál í helminum í dag. í>ví miður er það gert erfiðara nú, með falsvonum og villandi ummælum. Robert Kennedy, öldunga- deildarþingmaður frá New York, virðist þannig hafa kom izt að þeirri niðurstöðu, að nú sé tími til kominn að vinna að því öllum árum, að gerður verði samningur við Sovétrík- in, um bann við frekari dreif- ingu kjarnorkuvopna. Hann vill láta bjóða fulltrúum Al- þýðulýðveldisins Kína til um- ræðna um þessi mál í Genf, og sömuleiðis virðist hann vera á þeirri skoðun, að Bandaríkin eigi að endurskoða afstöðu sína til sameiginlegs kjarnorkuhers innan NATO, svo að komast megi að sam- • komulagi við Sovétríkin. Hafa þau áhuga? Brezki utanríkisráðherrann, Michael Stewart, hefur þó gengið fetinu lengra í yfir- lýsingum sínum, og telur, að samningur við Sovétríkin um bann við dreifingu kjarnorku vopna sé mun þýðingarmeiri en skipulagning kjarnorku- hers innan NATO. Báðir þessir menn hafa greinilega áhyggjur af því, að þessi hræðilegu vopn nái slíkri útbreiðslu, er tímar líða, að of seint verði að grípa til gagnráðstafana. Hins vegar bendir fátt til þess, að Sovét- ríkin séu reiðubúin til að stuðla að eftirliti með kjarn- orkuvopnum, sem að ein- hverju gagni gæti komið. Sömuleiðis hefur ekkert kom- ið fram, sem bendir til, að Al- þýðulýðveldið Kína óski eftir að það jafnvægi, sem nú ríkir í kjarnorkumálum, viðhaldist, fyrr en það hefur náð stór- veldunum tveimur í kjarn- orkukapphlaupinu. Þá er ekki hægt að leiða nein skynsam- leg rök að því, að Bandaríkin myndu hagnast á því að hætta stuðningi við hugmyndina um kjarnorkuher Atlantshafsríkj- anna, en gera í þess stað samn ing við Sovétríkin. Þýzkalandi hvatning Sovétríkin munu ekki af- henda öðrum löndum kjarn- orkuvopn eða upplýsingar um þau, hvört sem samningur verður gerður eða ekki. Það þjónar ekki tilgangi ráða- manna þeirra. Slíkur samning ur myndi heldur ekki koma í veg fyrir, að Þýzkaland, Ind- land, ísrael eða Araibalýðveld- ið kæmi sér upp kjarnorku- vopnum, er þessi lönd teldu þörf á því. í raun og veru mætti búast við, að V-Þýzkaland reyndi að koma sér upp kjarnorku- her, ef stjórn landsins þættist viss um, að Bandaríkin ætl- uðu að hverfa frá hugmynd- Robert Kennedy um sínum um sameiginlegan kjarnorkuher, og gera í þess stað samning við Sovétríkin. Óskir manna um samkomu- lag á þessu sviði eru svo heit- ar, að margir stjórnmálamenn berjast fyrir tillögum, sem fyrirsjáanlegt er þó, að myndu ekki bera neinn raun- hæfan árangur. Þær gætu þó auðveldlega leitt til tilslakana af hálfu stjórnar Bandaríkj- anna, þótt engar tilslakanir kæmu í staðinn af hálfu Sov- étríkjanna. Það leikur lítill vafi á því, að Sovétríkin myndu undir- rita samkomulag um bann við dreifingu kj arnorkuvopna, ef Bandaríkjastjórn legði á hill- una allar áætlanir um kjarn- orkuher Atlantshafsríkjanna. Bein afleiðing þess yrði, að Sovétríkin myndu halda áfram að gera það, sem þau gera núna — afhenda öðrum þjóðum ekki kjarnorkuvopn — en í staðinn yrðu Bandarík- in að hætta við Atlantshafs- herinn, eða brezku hugmynd- ina um sams konar her, eða hugmynd bandaríska varnar- málaráðherrans, Robert S. McNamara, um sérstaka kjarn orkumálanefnd innan NATO. Þekkingaröflun Engin þessara þriggja hug- mynda felur í sér, að Banda- ríkin gefi frá sér neitunar- vald það, sem þau hafa nú um Framhald á bls. 28 urt gjald fyrir það. Auðvitað hafa menn rétt til sinna skoðana í þessu máli, en ef það reyndist rétt, að bruni tollskýlisins, sem ný- lega var reist við veginn, hafi orðið af mannavöldum og beri að skoða, sem mótmæli gegn vegatollinum, er það þeim, sem þann verknað hafa framið, til skammar, fáheyrt afbrot, sem taka ber hart á. Menn verða að gera sér ljóst, að við íslendingar erum ekki auðug þjóð, en við verð- um að halda uppi byggð um landið allt, þar á meðal vega- kerfi. Varanlegir vegir verða ekki lagðir hér á landi nema allir landsmenn leggist á eitt og kveinki sér ekki við því, þótt greiða þurfi nokkurt gjald fyrir þau hlunnindi að aka eftir góðum vegum. ÁSTANDIÐ í INDÓNESÍU róun mála í Indónesíu er nú að skýrast nokkuð eftir byltingartilraunina, sem þar var gerð fyrir skömmu, að undirlagi kommúnista. Framan af var ekki ljóst hverja stefnu málin mundu taka. Sukarnó forseti reyndi greinilega að finna einhverja málamiðlunarlausn á átökun- um milli hins fjölmenna kommúnistaflokks og hersins í Indónesíu, en atburðir síð- ustu daga í Indónesíu benda greinilega til þess, að forset- anum hafi ekki tekizt það og herinn sé nú valdamesti að- ilinn í landi. Það hefur jafnan verið háttur kommúnista, þegar einhver átök hafa orðið, að þeir hafa skipulagt múgæs- ingar, lagt eld að húsum and- stæðinga sinna, rænt og rupl- að, eins og þeir frekast hafa getað. Þeir hafa nú í Indó- nesíu orðið fyrir barðinu á þeim aðferðum, sem þeir sjálf ir hafa beitt, bæði þar og ann- ars staðar, og mundu kannski margir segja, að út af fyrir sig sé ekki ástæða til að harma þáð, þótt kommúnistar finni nú fyrir þeim baráttuað- ferðum, sem þeir sjálfir telja hagkvæmastar. Á hinn bóginn er það svo, að lýðræðissinuð öfl, hvar sem er í heiminum, hljóta að setja sér aðrar reglur um að- ferðir í baráttunni gegn kommúnistum, heldur en þeir sjálfir. Á því byggist hinn sið ferðilegi styrkur lýðræðis- sinna, og þess vegna geta þeir tæplega fagnað þeim múgæs- ingum og húsbrunum, sem herinn í Indónesíu hefur skipulagt undanfarna daga gegn kommúnistaflokknum og leitðogum hans. Engu skal um það spáð, hver endanleg niðurstaða mála verður í Indónesíu, en hitt er ljóst, að áhrif Suk- arnós forseta hafa dvínað mjög, og e.t.v. er það ekki það versta, sem fyrir indó- nesísku þjóðina gat komið. Þessi forseti hefur leikið á- byrgðarlausan leik með líf þjóðarinnar á undanförnum árum, ábyrgðarlausari leik en almennt gerist um þjóðarleið- toga, jafnvel í ýmsum hinna nýfrjálsu ríkja, og er þess vegna enginn sérstök eftirsjá að því, þótt Sukarnó verði ekki jafn valdamikill í fram- tíðinni og hann hefur verið í þessu fjölemnna ríki Asíu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.