Morgunblaðið - 22.10.1965, Síða 17

Morgunblaðið - 22.10.1965, Síða 17
Föstudagur 22. október 1965 MORGUNBLAÐIÐ 17 EF ÞÚ gengur inn í Spænska bankann í Barcelona eru vopnaðir verðir hvarvetna á stjái. Vopnaðir verðir og lög regluþjónar eru ekki óal- gengt fyrirbrigði í þessari borg. Fyrir framan lögreglu- stöðvar standa þeir, svo og einnig ýmsar opinberar bygg ingar. Hér á allt að fara fram eftir þeim reglum sem yfir- völdin hafa sett. Ég reyndi að skipta ís- lenskum peningum í Spænska bankanum. Mér var vísað úr banka í banka. Alls staðar sama svarið: >ví miður, við höfum þá ekki á skrá. Hér er Jóhann Hjálmarsson Flaza de Cataluna. Gengiö m Barceiona Island ekki til. Ef þú segist vera frá íslandi, þá er sagt: Já, svo þér eruð frá írlandi. Og það þýðir oft ekki að reyna að sannfæra fólk, mað- ur verður að sætta sig við að vera talinn frá írlandi. Á Römblunum, þar sem hægt er að fá keypt heims- blöðin eru norræn blöð ekki til sölu: Nei, við höfum ekki norræn blöð. En kannski er einhver staður í þessari borg sem selur norræn blöð? Á Römblunum er verið að selja bækur langt fram á nótt. Þar er hægt að fá keypt ar ódýrar vasabrotsbækur á- samt viðhafnarmiklum bók- um. Hér er bók um valda- tíma Adolfs Hitlers í >ýska- landi og þarna er ævisaga Lenins. Hvernig skyldi vera skrifað um Lenin á Spáni? Ofan á stafla af bókum liggja nokkur eintök af Sí- gaunaljóðum García Lorea. >á minnist ég þess að hafa lesið í íslensku blaði að ^ Lorca væri ekki til sölu bókabúðum á Spáni. Hann væri bannvara. En þetta er auðvitað misskilningur, því hvers vegna ætti ekki að vera óhætt að selja ljóð skálds- ins, sem orti bezt um ástina og dauðann, á Spáni eins og í öðrum löndum? >að er ekki hægt að þurrka hann út. >ótt hann hafi verið hæfður með blýkúlum af ókunnum morðingjum í Granada. >að er auðvelt að fá mik- ið af góðum bókum í bóka- búðum hér, ef maður á aur. Algengar eru stórar og dýr- ar málverkabækur, bækur um Spán, lönd og þjóðir. Ég sá þýíjingu á dagbók Hamm- arskjölds í búðarglugga. >essi bók var á sínum tíma rægð í Lesbók Morgunblaðsins af ókunnum ummælanda. Ekki sá ég nafn undir greininni, en hún átti að vera frétt eða einhvers konar fróðleikur. Ég get ekki skilið tilgang þess fróðleiks. Hvers vegna skrifaði maðurinn ekki grein af því að honum var svona mikið niðri fyrir? Eins og við vitum eru mörg spænsk skáld og rithöf- undar landflótta. Sumir koma aftur, aðrir vilja ekki hverfa heim meðan Franco situr við völd. Kannski bíða þeir eftir að einhverjir aðrir taki við, því Franco er orðinn gamall maður. En Franco á sterk í- tök í Spánverjum. Hann hef- ur haldið friði í landinu, að vísu með umdeilanlegum að- ferðum. En ábyggilega eru flestir Spánverjar fegnir að tímar hinna almennu blóðs- úthellinga eru liðnir hjá, og Spánn virðist vera að rísá úr rústum í fleiru en einu til- liti. Iðnaðurinn vex; það er ekki hægt að sjá skort á fólkinu, og bráðum verða all- ir læsir, ef það er þá ein- hvers virði að vera iæs. Er það ekki jafn verðmætt og að kunna að fara rétt með eina þjóðvísu? Borgarastyrjöldin hefur haft gífurleg áhrif á allt sem skrifað hefur verið á Spáni síðan á tímum hennar. í ný- legri grein, segir hin merka skáldkona Ana Maria Mat- ute, að borgarastyrjöldin hafi ekki aðeins verið hrottalegt áfall, djúpt sár, sem alltaf síð an hafi fylgt rithöfundaíerli sínum. Sama sé óhætt að segja um alla spænska rit- höfunda sinnar kynslóðar. Við vorum börn, furðu slegn- ir áhorfendur, forvitin, ótt.a- slegin gagnvart hildarleik hinna fullorðnu, segir hún. Og hún heldur áfram: Eít- ir 18. júlí 1936 breyttist með einu höggi heimurinn í aug- um okkar. í einni andrá hvarf sú friðsama veröld sem okkur hafði verið heitið. >að er óþarfi að dvelja lengur við þessa grein eftir Ana Maria Matute, en þeim sem vilja kynnast henni bet- ur skal bent á að hún hef- ur verið prentuð í heilu iagi í sænska tímaritinu BLM, og nefnist þar Borgarastyrjöldin og rithöfundarnir. (BLM númer 7, 1965). En það vekur furðu hversu margar bækur hafa verið prentaðar á Spáni, sem bein- línis er stefnt gegn ríkjandi stjórnarvöldum. Hvernig hafa þær sloppið gegnum nál arauga ritskoðunarinnar? Að vísu tala skáldin sitt rósa- mál, en það má til dæmis skilja ljóð Blas de Oteros og félaga hans. Ég held að það sé að rofa til. Að Spánn sé að opnast. >eir sem styðja stjórn Franc os eru ekki í neinni hættu. Falangistar eru fjölmennír og þeirra veldi verður ekki hrundið þótt öðru hvoru komi til smávegis uppþota. Stúdentar þurfa til dæmis alltaf að vera á móti öllu, og þeir hafa gaman af að gera usla, hafa hátt. Á vesturlönd- um, þar sem hið margprísaða lýðræði ríkir, fara þeir í alls- kyns fíflaleiki og hamast við að skrifa undir skjöl. Á Spáni kalla þeir ókvæðisorð um Franco og aðra háttsetta herforingja og valdamenn. Eftir nokkur ár verða þeir sjálfir orðnir ráðamenn í stjórninni eða einlægir fylgj- endur hennar. Ég hef ekki orðið var við að spænska lögreglan væri með reigingslegan svip á al- mannafæri eins og víða sést í öðrum löndum. >etta eru oftast hinir kurteigustu menn og fúsir að greiða úr vand- ræðum útlendinga og ann- arra, sem eiga leið um stræt- in. Ekki væri hægt að semja grein um Barcelona án þess að minnast á Ole Lökvik. Hann er ræðismaður íslands hér og fús til að veita íslend- ingum alla þá aðstoð som hann er fær um. Norðmaður- inn Ole Lökvik kom hingað fyrir fimmtíu árurn. Ég sá strax að þetta var borg fyrir mig, segír hann. >essi virðu- legi séntilmaður mælir á norsku, en honum eru fleiri mál töm. Á hverju sumri kemur hann til íslands. >á fer hann að veiða lax. Ég hitti Ole Lökvik nýlega á skrifstofu hans við hina ó- skaplega löngu götu Via Lay- etana. Hann sagði að íslend- ingar væru fáséðir í Baree- lona, ef þeir staðnæmdust hér, þá væri það helst til að sækja tíma í háskólanum í spænskri tungu. Ég mun ef til vill síðar segja meira frá íslendingum hér. Ég hef ekki hitt neinn ennþá. En þeir eiga sannarlega góðan vin þar sem er Ole Lökvik. Eitt á ég erfitt m.eð að sætta mig við hér í Barce- lona. Verðið hefur hækkað á öllum vörum síðan ég var hér fyrir nokkrum árum, og það kostar helmingi meira að leigja sér herbergi en áð- ur. En maður er ábyggilega vel geymdur hjá spænskum fjölskyldum. Vingjarnlegra og greiðviknara fólk hef ég ekki hitt í útlöndum. >essa dagana hef ég tekið eftir að haustið er að koma. Laufin falla af trjánum og það er svalara. í dag gerði því líka hellirigningu, að hver og einn átti fótum sínum fjör að launa að komast í skjól. En á morgun verður aftur SÓl, ef ég þekki þessa borg rétt. >á verður gott að sitja undir trjánum og sjá mann- fjöldann streyma hjá. Hugsa heim, lesa bók og drekka hið óviðjafnanlega mjólkurkaffi þeirra hérna. >að er neit mjólk og kaffi blandað til helminga, og ég sem er van- ur að drekka te get ekki stað ist þennan drykk. En biddu ekki um te ef þú kemur til Barcelona. í raun og veru á maður hvergi að drekka te nema á Englandi. Englending ar eru sennilega eina þjóð- in í heiminum, sem kann að búa til hressandi og bragð- gott te. Franco Á torginu Plaza de Cata- luna er urmull af dúfum, og þar kostar einn peseta að sitja á stól. En þar eru líka einhverjir fallegustu gos- brunnar sem ég hef séð. í kringum þetta torg er urmull af bönkum, og þeir eru líka á hverju strái í .Barcelona. En það þýðir ekki að reyna að skipta íslenskum pening- um þar eins og ég hef áður minnst á. En ef þú átt pund eða dollara geturðu fengið nóg af pesetum. Og þú get- ur setið í mörg ár á Plaza de Cataluna og haft efni g því að gefa dúfunum brauð- mola að borða og þú getur drukkið mjól’kurkaffi og hám að í þig ýmsa furðulega fétti á litlu katalónsku matsölu- stöðunum. >ar er allskyns skelfiskur mikið á boðstólum og þar er nóg af rauðu og hvítu víni. Barcelona 14. október. Húseigendalélagið sendir Alþingi úskorun Frá Kálfatjarnarkirkju í TILEFNI af framkomnu frum- varpi til laga um breytingu á lögum nr. 19 frá 10. maí 1965 um Húsnæðismálastofnun ríkis- ins, þar sem lagt er til í 2. gr. frumvarpsins að miða skuli eignarskatt við fasteignamat „sexfaldað“, í stað þrefaldazt áður, leyfir stjórn félagsins sér að benda á, að lögboðin fyrir- heit eru um hið gagnstæða, því að í lokaákvaeðum laga nr. 28 frá 29. apríl 1963, um fasteigna- mat og fasteignaskráningu, segir svo: „Áður en nýtt aðalmat fast- eigna samkvæmt lögum þessum gengur í gildi, skal fara fram endurskoðun á gildandi ákvæð- um laga, sem fasteignamat hefur áhrif á, og miðist endurskoðun- in við. að skattar á fasteignum hækki ekki almennt vegna hækk unar fasteignamatsins“. Verður því að telja eignar- skattshækkun þá, sem varð á gjaldárinu 1965 vegna þreföld- unar fasteignamatsins harla vafasama að lagagildi, og þó ennþá fremur tillöguna um sex- földun matsins. í tilefni þessa skorar stjórn Húseigendafélags Reykjavíkur á flytjendur frumvarpsins að taka þetta atriði til endurskoðunar og afturköllunar og leyfir sér jafn- framt að benda á, að þróunin i nágannalöndunum hnígur í þá átt, að íbúðarhúsnæði til eigin afnota sé ekki skattstofn til eignarskatts og eignarútsvars. Stjórn Húseigendafélags Reykavíkur. Dilkarnir bættu við sig 3 kg. 14,03 KG var meðalþungi dilk- anna, sem slátrað var í haust í sláturhúsi Sláturfélags Suður- lands við Laxá í Leirársveit. — Frestað var slátrun fjár í bili á 3 bæjum í Melasveit. Voru lömb á þessum bæjum alin á fóðurkáli eftir að þau komu af fjalli. >essi lömb bættu við sig 3 kg skrokk- þunga. — Oddur. Á SÍÐASTLIÐNUM páskum var messað að Kálfatjarnarkirkju af sóknarprestinum séra Garðari >orsteinssyni prófasti. I upphafi guðsþónustunnar var vígður nýr hökull. sem maður í Reykjavík gefur Kálfatjarnar- kirkju til minningar um konu sína sem ættuð var úr Kálfatjarn arsókn. Hökullinn er mjög fallegur og vel gerður hátíða- hökull. Að l®kinni vígsluræðu skrýdd- ist prestur hinum nýja hökli. í messunni voru skírð tvö börn; var þetta mjög tilkomumikil og hátíðleg athöfn. Að lokinni messu ávarpaði gefandinn söfnuðinn, minntist konu sinnar sem dáin er fyrir nokkrum árum, talaði fögrum og hlýlegum vinsemdarorðum til kirkju og safnaðar og bað honum blessunar guðs. Að lokum þakkaði formaður sóknarnfendar gefandanum fyrir hönd kirkju og safnaðar fagra og dýra gjöf; dýrgrip, sem verða mundi söfnuði Kálfatjarnar- kirkju tákn minningar um göf- ugmennsku og vináttu um langa framtíð. Sóknarnefnd Kálfatjarnarsóknar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.