Morgunblaðið - 22.10.1965, Side 20
r 20
MökGÚNBLÁÐÍD
Föstudagur 22. október 1965
Þaft er eyðilegt umhorfs á landamærum Sikkim og Tíbet og fátt mannaferða, utan landamæra-
varöa og herliðs. Á efri myndinni, sem tekin er ofarlega í Natu skarðinu, þar sem snjóþyngsli
eru mikil, bendir indverskur hermaður á hvar kínverskir landamæráverðir hófu skothríð yfir
landamærin nú fyrir skemmstu. Á neðri myndinni, sem tekin er töluvert neðar í skarðinu, sjást
heldur óhrjálegar herbúðir indversks herflokks, sem þar hefur búið um sig.
- SIKKIM
Framh. af bls. 10
um skömmu síðar, þótti sum-
■ um sem ekki myndi iangt að
leita ástæðunnar — annað-
I hvort hefðu Bretamir ekki
staðið við orð sin, eliegar eitt-
hvað verið málum blandið í
samkomulagi valdhafa við
yfirvöldin efra — en augljóst
væri að hinum heigu vættum
hefði stórlega mislíkað þetta
frumhlaup upp hlíðar fjaila-
i jöfursins.
, VeraJdlegur „veradari“ Sik-
kims að sunnan, Indland, hef-
ur að staðaldri töiuvert herlið
norðan landamæranna, stund-
I um svo nærri tibetsku landa-
mærunum að landamæraverð-
ir eru í kallfæri við kollega sína
kinverska og eins hafa Ind-
verjar í Gangtok fulltrúa sinn,
Dewan eða e.k. forsætisráð-
j herra, konungi Sikkims til
trausts og haids og ráðuneytis
í mikilvægum málum. Sikkim
I , um er sumum heldur í nöp
!við Indverja, enda ekki ótítt
að þeir sem fjöll og hálendi
byggja líti heldur niður á
siéttubúa — en engu að síður
gerðu allir stjómmálaflokkar
í landinu með sér samþykkt
íyrir nokkrum árum, þess
Íefnis að þeir skyldu ailir sam-
einaðir standa gegn sérhverri
innrás að norðan og liðsinna
„verndurujt»“ sínum af alefli.
Sikkimar hafa ekki her, utan
lífvörð konungs, sem telur
rúmt hálft hundrað manna, en
komið hefur verið á fót þjóð-
varnarliði í landinu.
Með aðstoð Indverja hafa
miklar framfarir orðið í Sikk-
im síðastliðjn ár. Þar er skóla-
skylda nú ókeypis og sjúkra-
þjónusta og sífellt fjölgar þar
skólum og sjúkrahúsum. Ind-
verskir sérfræðingar stjórna
þar tiiraunabúgörðum og
deila út til bænda nýjum harð
gerðum tegundum korns,
ávaxta og grænmetis. >á eru
þar gerðar tilraunir með bú-
fénað ýmisskonar og m.a. hef-
ur komið í ijós, að ástralskur
nautpeningur þrifst vel i Sikk-
im og hefur mjóikurfram-
leiðsla aukizt þar að mun. >á
hafa Indverjar lagt Sikkimum
lið við þjóðveginn nýja norð-
ur í land, sem tengir Gang-
tok, höfuðborgina, við tí-
betsku iandamærin og liggur
Íum heiztu bæi Lepcha, Laehen
og Lachung. Bf einhvemtíma
verður svo friðsælt á þessum
slóðum að þar fái að fara
ferða sinna aðrir en landa-
mæraverðír og herlið, er
þama ein fegursta ferða-
mannaleið í heimi.
sagði. Frumbyggjar landsins
eru Lepchar, smáfrítt fólk,
ljósgult á hörund og býður af
sér góðan þokka. Lepchar eru
vandir að virðingu sirmi og
siðaðir vel, en svo eru þeir
hlédrægir og feimnir að helzt
er að jafna til dádýranna í
skógunum. Sögur segja, að
bamibusviðurinn sé ættfaðir
Lepcha og frá honum hafi
þeir erft seiðandi svifmjúkar
hreyfingar sínar. Lepchar eru
hJáturmildir og segja sjáifir
að því fækki ekki stjörnunum
á kvöldbimninum að hlátur
þeirra svífi til himna og krist-
ailist þar og verði að stjörn-
um.
Sjálfum fer Lepchum fækk-
andi í Sikkim og 'hafa menn
velt vöngum yfir þvi lengi
vel hvað valda muni,
og eru þó litlu nær. Sumir
sögðu, að ekki væri langt að
leita ástæðunnar, Lepehar
væru hreinlega að drekka sig
í hel. Víst er um það, að tölu-
vert innbyrða þeir af görótt-
og sagt er að sé keimlíkur
bjór. Ekki er óaJgengt að börn
séu þar greinilega undir áhrif
um og skólakennari einn norð
ur í landi kvað tíðara en góðu
hófi gegndi, að nemendur
mættu þéttkenndir í skóla,
jafnvel yngstu börnin, fimm
og sex ára gömul. Foreldrun-
um til málsbóta er þó rétt að
geta þess, að oft var ekki ann-
an drylsk að hafa og auk þess
urðu bömin ósköp stiJlt og
þæg af chang-drykkju, eins og
nærri má geta. En nú er hún
á undanhaldi eins og svo
margt annað gamalt og mis-
jafnlega gott, og nú eru
Lepcha-börnin farin að
drekka mjóJk úr kúm af ástr-
ölsku kyni og liérumbil hætt
að koma kennd í skóla.
Aðrir héldu að fátækt
myndi vera um að-kenna sí-
fækkandi t>arnsfæðingum með
Lepchum, en yfirJeitt eru
Lepchar ekki illa haldnir að
veraldargæðum og sumir
meira að segja vel stæðir.
Lepchar fást landsmanna
mest við ræktun kryddjurtar
þeirrar er kardemomma heit-
ir (í gömlum kokkabókum —
við kunnum ekki á henni skii-
merkilegra nafn) og vex villt
í Sikkim og sprettur eins og
illgresi. Kryddjurt þessi til-
heyrir engifer-ættinni og get-
ur orðið margra metra há og
Sikkim flytur flestum Jöndum
rneira út af henni. Það eru
kardemommufræin, sem not-
uð eru og eru m.a. böfð í
karrý ýmiskonar (því
karrý ^r nefnilega ekki, eins
og svo margir haJda, sérstakt
krydd, heldur blanda krydd-
jurta og getur verið töluvert
mismunandi). Kardemomma
er lika mikið notuð í kökur
og brauð og engin vínarbrauð
bera nafn með rentu nema
bún komi þar nærri.
Aðrir þjóðflokkar, sem eiga
rikisfesti í Sikkim eru Bhotiar,
þéttvaxið fólk og yfinbragðs-
hýrt, komið frá Tíbet fyrir
mörgum öldum, og Nepalir,
sem eiga styzta sögu í land-
inu komnir þangað er Bretar
réðu fyrir IndJandi og Sikkim,
svipglatt fólk og suð-
rænna í útliti, og loks er þar
nokkuð af tílbetskum flótta-
mönnum undan ofríki Kin-
verja.
Áður fyrr komu Tíbetar
suður frjálsir ferða sinna og
fjáðir vel, brosmildir og bár-
ust mikið á, með túrldshringa
í eyrum og fjöJda skartgripa
úr kóral og jade-steinum. Þeir
komu ríðandi norðan yfir
Natu-skarðið, með skrautleg
söðulkiæði og hnakkana
greypta gulli og silfri, með
skarlatsrauða skúfa úr yak-
hári og klingjandi bjöllur á
reiðskjótunum. Stundum
komu þeir líka með iangar
kaupalestir í verzlunarerind-
um og gengu þá á eftir þung-
klyfjuðum burðardýrum sín-
um valdsmannsiegir í fasi og
vopnaðir vel. Þeir blístruðu
og hóuðu og sungu og fjöllin
ómuðu af fögnuði þeirra og
lífsgleði.
Enn er Tilbetum brosgjarnt
og enn reka þeir út úr sér
tunguna í kveðjuskyni — en
nú er horfinn þeirra fyrri
gJæsibragur, farið fé og allur
veraldarauður. Nú koma þeir
eklri Jengur að norðan, þaðan
eru þeim meinaðar ferðir. Nú
korna þeir að sunnan, úr flótta
mannabúðum indversku
stjómarinnar og yfirvaJda í
Sikkim, að reyna að vinna
sér inn ofurJitla aukagetu i
vegavinnu og við önnur störf.
Nú seJja þeir af sér eyrna-
hringa og eggjárn og jafnvel
talnaböndin líka þegar í harð-
bakka siær. Nú er af sem áð-
ur var, er múJasnalestarnar
fikruðu sig eftir krókóttum
þjóðveginum utan í fjaJlshlíð-
unum frá Lhasa suður til
Gangtok og sungið var við
rausb
Þegar sunnar dregur í Jand-
inu og snjórinn eilífi íjarlæg-
ist, eykst gróðurinn svo um
munar. Þar eru skógar miklir,
sem farið er að vinna að
nokkru og þar vaxa hinar
fegurstu orkídeur, í ótal lit-
brigðum og gerðum, 400 teg-
undir að taJið er, og gæti
orðið mikið bú.síiag ef fluttar
væru út til Evrópu og Amer-
íku.
Sjálfir eru Sikkimar þó
hreyknastir miklu af appel-
sínunum sínum, sem ósköpin
öll vaxa af í dölunum syðra, og
landsmenn segja að séu sæt-
ustu appelsínur í heimi Þegar
appelsínuraar eru tíndar fyll-
ast allir vegir af uppskeru-
fólki með heljarmiklar körfur
hJaðnar ávöxtunum á leið til
niðursuðuVerksmiðjanna og
söluíbúðir meðfram vegunum
birgja sig upp, svo vegirnir
eru eins og varðaðir gulli þeg-
ar rökkvar, og ilminn leggur
langar leiðir í tæru fjallaloft-
inu. Þá gera Sikkimar
sér glaðan dag, og stundum
marga daga. Þá glottir máninn
yfir dalalæðunni, sem
liggur yfir þorpunum, þar sem
fólkið drekkur og dansar og
skemmtir sér: Sumir eyða þá
öllu sem þeir hafa unnið sér
inn uppskerumánuðinn — en
þeim stendur hjartanlega á
sama, tungijð og nóttin og
áfengur iimurinn af appelsín-
unum eyðir öllum slíkum
þönkum. „Ég hef etið af ávöxt
um margra trjáa“, segir í söng
einum, sem minnir á kalypsó-
lag og karlmennirnir syngja
þegar kvöldar — „en sætari
ávöxt mun ég smakka í nótt“.
Ekki eru undirtektir kvenn-
anna alltaf á bezta veg, og
þær eiga það til að anza þeim
öðru þjóðlagi þar sem segir
eitthvað á þessa leið; „Bíddu
hægan, hjartakútur, þér ligg-
ur ekki lífið á, komdu heldur
aftur að hausti, þegar þú ert
vaxinn úr grasi“.
Furstinn sálugi, Sir Tashi
Namgyal, sem lézt rúmleg.a
sjötugur að aldri 1963, var
sagður góður málari og málaði
mikið í fríslundum sínum.
Hann var maður skyggn og
spakur vel og átti oft tal við
anda og huldar vættir. Haft
var eftir honum einhverju
sinni, að hann væri mjpg
hryggur yfir því, að hafa
neyðst til þess vegna embættis
anna, að reka andana burtu,
áður hefðu þeir alJtaf komið
til sín á morgnana, — en það
væri illa samrýmanlegt að
sinna stjórnarstörfum og eiga
tal við anda. Frá þessu og
ýmsu öðru segir í grein sem
Desmond Doig skrifaði í
„National Geographic“ í marz
1*963, og segir hann þar að
einlægni furstans og sakleysis
helgjn, sem yfir honum hafi
hvílt, hafi aJgerlega fyrirmun-
að sér, efagjöraum Vestur-
landamanninum, að efast um
að hann færi satt og rétt með.
en varla þarf neinar slíkar
skýringar tii handa huldu-
fólkselskum íslendingum. Svo
bætir Doig því við, að reyndar
hafi hann sjálfur orðið var
undarlegrar gestakomu að
næturlagi i her'beigi sínu í
höJJinni í Gangtok og minnzt
á það við morgunverðinn dag-
inn eftir. „Ójá“, sagði kóngur-
urinn aldni„ þér hafið séð
gamla lamann (prestinn), sem
xnyrtur var hér einu sinni
vegna forláta fagurra túrkis-
eyrnahringa sem hann átti.
Hann gerir engum mein, bJess-
aður. En svo höfum við hér
annan draug, sem tifar í ern«
og í klukku. Hann getur verið
hættulegur. Svo er einn enn
og hann er þeirra verstur.
Hann lítur út eins og komi
hann tieint upp úr gröfinni og
er með fjórar hauskúpur,
hverja ofan á annarri".
„Kannski var mig bara að
dreyma“, segir greinarhöfund
ur, „en allt um það, ekki lang-
aði mig til að leggjast aftur til
svefns í gestaherberginu því“
Aðra sögu segir Desmond
Doig af Sir Tashi, sem loendir
til þess að konungurinn hafi
verið talsvert innundir hjá
veðurguðunum. „Það var þeg-
ar von var á Nehru i heim-
sókn norður, að kannía varn-
irnar á landamærum Tíbets“,
segir Doig. „Veður var vont
þennan dag, kalt og rysjótt,
slydda hið efra. Ég vissi þetta
mætavel, ég fór sjálfur leið-
ina á undan Nehru til þess að
Flottamannafjölskylda frá Tíbet heldnr sunnan úr flóttamanna-
búðunum í vegavinnu norðarlega í Sikkim. Konur fylgja yfir-
leitt mönnum sinum og taka með sér yngstu börnin, en hin
eidri verða eftir, ýmist í skólnm eða í flóttamannabúðunum.