Morgunblaðið - 22.10.1965, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 22.10.1965, Qupperneq 23
Föstudagur 22. október 1965 Fös MORGUNBLADIÐ 23 ™5íi£^mundsdóttirl Guöjón E. Bjarnason Kveðja frá Kvennadeild Slysa- varnafélags íslands í Reykjavík, Lífið horfið hún er orðin nár. hjartað stanzað, brjóstið orðið kalt hún sem kunni að hugga sorg og tár. Hún er dáin svona fer það allt. Ekkert bros á blíðum móðurvörum, bleikur dauðinn heldur uppi svörum. r < J.J. í DAG verður til moldar borin, frú Sigríður Soffía Guðmunds- dóttir, Fögrubrekku Seltjarnar- nesi. Hún lézt af slysförum 12. okt. 1965. Hú,n fæddist í Reykja- vík 8. okptber 1913, foreldrar hennar voru hjónin Kristín Hans dóttir úr Reykjavík og hinn al- kunni skipstjóri og aflamaður Guðmundur Jónsson frá Tungu við Skutulsfjörð. í ' Soffía eins og hún var oftast kölluð, giftist 16. ágúst 1938 eftir lifandi manni sínum Ásgeiri Ás- geirssyni fyrrverandi skipstjóra og nú kaupmanni í Reykjavík. Bjuggu þau allan sinn búskap hér. í>au eignuðust fjögur mynd- arbörn. f>au eru Guðmundur giftur Jakobínu Valmundsdótt- ur, Baldur Gunnar kvæntur Þór- unni Ólafsdóftur, Ásgeir Sigurð- ur og Kristín Unnur bæði ógift í heimahúsum. Soffía Guðmundsdóttir var bú- in að starfa í kvennadeild Slysa varnafél. í mörg ár. Hún hafði mjög mikinn áhuga á slysavarn armálum, og starfaði að þeim með gleði og áhuga. Hún var ein þeirra, sem var í flokki innan deildarinnar, sem kallaður er „hjálparsveitin", alltaf viðbúin iþegar á þurfti að halda. Með prúðri og stillilegri framkomu sinni, ávann hún sér traust og vináttu þeirra, sem með henni unnu, og öllum þótti vænt um hana. Með miklum söknuði kveður deildin hana og vandfyllt verður skarð það er lát hennar veldur. Slysavarnamálum unni hún af alhug og með dauða sín- um, hefur hún fyllt þann hóp, er varar við slyum. Við syrgjum með manni hennar og börnum, en við vitum að Guð huggar þá sem hryggðin slær. Eygló Gísladóttir. Óvænt og hart var höggvinn þráður sundur hnípinn og sár er vina þinna lundur. Harmleik sem þennap engin okkar skilur Alfaðir svör við slíkum ; spurnum dylur. Fráleitt mun nokkur fylla rúmið auða. Fótmálið eitt, er milli lífs og dauða. Ástvinásorgin ein þó hafi völdin allir að lokum hittast bak við tjöldin. Auðmýkt í bæn og þökk ég höfuð hneigi. Minning & flfi i-firr Ms. Skjaldbreið fer vestur um land til Akur- eyrar 26. þ. m. Vörumóttaka á föstudag og árdegis á laug- ardag til áætlunarhafna við Húnaflóa og Skagafjörð, Siglu fjarðar, Ólafsfjarðeir og Dal- víkur. Farseðlar seldir á mánudag. Hamingu lífsins blandast sorg og tregi. Margt er að þakka man ég liðnu árin minningar bjartar skína gegnum tárin. Eyja Kristjánsdóttir. Kæra Soffía! ;Kynni okkar byrjuðu með þeim hætti að eiginmenn okkar voru skólabræður frá Sjómanna skólanum, og hittumst við á gleðistundum með þeim. En þeg ar Kvenfélagið Aldan var stofn að fyrir tæpum 7 árum lágu leiðír okkar saman aftur, því við vorum báðar í stjórn félagsins. Samvinnan var prýðileg, því þú tókst félagsstarfið alvarlega og fannst til ábyrgðar gagnvart því. Síðustu sámverustundir okkar voru fyrir rúmri viku, er við vorum 5 ú,r stjórn félagsins að undirbúa vetrarstarfið. Allar vor um við kátar og léttar í lund, því okkur var hulið það sem verða vildi og hlökkuðum þá til vetrarstarfsins sameiginlega. Að afloknum fundi urðum við allar samferða áleiðis heim og kvödd umst við heimili þitt, með ákvörð un um endurfundi næsta mið- vikudag, 13. okótber, og ætlaðir þú og 3 kunningjakonur þínar að hafa kaffi á fyrsta fundi vetr- arins. En sá fundur féll niður, vegna fráfalls þíns. Hverjir eru valdir til að þola sorgina, vonleysið, tómið? Þú í dag, ég á morgun, þessvegna ættum við að hafa það hugfast eins og skátarnir „Vertu ætíð viðbúinn" og það veit ég að þú hefur verið. Samverustundir okkar mótuð- ust alltaf af ánægju og samstillt- um huga. Þú varst skemmtileg í félagsskap, hafðir ágætt minni og sámlögunarhæfileika. Fyrir mína hönd og Kvenfélagsins Öld unnar þakka ég þér samstarfið Eiginmanni þínum, börnum, tengdabörnum og öðrum ættingj um sendum við okkar innilégustu samúðarkveðjur. Eaufey Halldórsdóttir. -N-Þing. Framhald af bls. 6 lega hér norðanlands, og vissu- lega væri full þörf á fyrirhyggju og gætni um allan ásetning. Kartöflur rækta sumir, og stóð kartöflugras sums staðar fram á haust, en féll í görðum sem lágu ver við. Uppskera varð lítil og má um kenna köldu sumri. Jón Sigfússon Lokað frá hádegi í dag vegna jarðarfarar. Soffíu Guðmundsdóttur. Segull hf. ENN hefir dauðinn höggvið skarð í hinn fámenna hóp flugmála- starfsmanna. Guðjón E. Bjarna- son, fyrrverandi yfirflugumsjón- armaður er látinn, og verður til grafar borinn í dag. Dauða hans bar snöggt að, og kom öllum á óvart. Við fyrrver- andi samstarfsmenn hans og vinir vissum ekki annað en hann væri heilsuhraustur enda vann hann af kappi við eigin íbúð og var einmitt á leið úr vinnunni, er hann var hrifinn svo skyndi- lega á burt. Guðjón var ennþá ungur mað- ur. Hann fæddist 9. ágúst 1926 að Víðistöðum við Hafnarfjörð. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Erlendsson og Margrét Magnúsdóttir, sem þar bjuggu og lifir Bjarni son sinn, en kona hans er látin. Guðjón ólst upp hjá foreldr- um sínum í Hafnarfirði og lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg vorið 1942. Hann varð snemma vel að manni og góður íþróttamaður og stóðu fáir piltar honum á sporði, er þeir tóku sprettinn á Hörðu- völlum, en ekki lagði Guðjón rækt við íþróttaþjálfun enda köll uðu önnur áhugamál hann til sín. Guðjón lauk prófi frá Loft- skeytaskóla íslands árið 1946. í þann mund voru menn þeir frá brezka flughernum, sem umsjón höfðu með Reykjavíkurflugvelli að fara af landi brott, en áður voru teknir í þjálfun 20 fslend- ingar, sem hlutu sérþjálfun í hin- um ýmsu greinum, er lúta að rekstri flugvalla og flugþjón- ustu. Úr þeim hópi voru valdir fimm piltar til þess að starfa við flug- umferðastjórn og var Guðjón einn þeirra. Á þeim tíma var aðstaða öll og tæki önnur og verri en nú, og þurftu þessir frumherjar að vera hæfileikamenn á mörgum svið- um, skjótráðir og úrræðagóðir. Guðjón var búinn þessum kost- um í ríkum mæli. Hann skipti sjaldan skapi og rólyndi hans og öryggi smitaði frá sér svo gott var að vinna með honum. Þessir kostir fóru ekki framhjá yfirboð- urum hans og var hann ásamt öðrum manni valinn til þess að læra flugumsjónarstörf fyrstir manna og fóru þeir félagar í því skyni til Bandaríkjanna og luku þaðan prófi haustið 1950. Vann Guðjón síðan við flugumsjón hjá Flugmálastjórninni á Keflavík- urflugvelli og yfirmaður þeirrar deildar var hann frá árinu 1955, unz hann lét af þeim störfum, er flugumsjónardeildin var lögð nið ur á vegum Flugmálastjórnar- innar. Sneri hann sér þá að ýms- um öðrum störfum. Nú er við kveðjum Guðjón Bjarnason koma í hugann marg- ar minningar um ljúfar sam- verustundir. Hann var góður fé lagi, hrókur alls fagnaðar og hafði óvenjulega kýmnigáfu, var mannglöggur, og fljótur að skynja kjarnann í hverju máli. Hann þvingaði ekki skoðanir sínar fram af hörku, en lét þær í ljós af hógværð og kurteisi. Hann hafði sterka siðferðiskennd — Banvæn leikföng Framhald af bls. 2* flutt frá Hong Kong voru blönd- uð 2600 hlutum af blýi á móti 1 milljón af plasti, e'ða 0,26%. Samkvæmt niðurstöðum efna- rannsóknar ríkisins þótti sann- að að örlítið aí blýi losnaði úr leikföngunum, þegar börnin sjúga þau eða sleikja. Af þessum ástæðum fengu inn flytjendur fyrirmæli um að gæta þess að plastleikföng, sem flutt væru inn í landið, væru sem allra minnst blýblönduð, og magnið mætti aldrei fara fram úr 0,025%, sem er rúmlega 10 sinnum minna en í leikföng- unum frá Hong Kong. Skömmu eftir að fyrirmæli þessi voru birt, kom skýrsla frá Padding- ton sjúkrahúsinu þess efnis að þangað hefðu komið 12 börn, með blýeitrun á aldrinum eins og hálfs til fimm ára, á síðast- liðnum þrem árum og ein þeirra banvæn. Skömmu seinna kom tilkynning um áð rannsóknir hefðu leitt í Ijós 10,5% blýmagn í málingu á leikfangaklúbbum til að raða saman og byggja úr. Þegar þetta hafði verið staðfest af efnarannsóknarstofum ríkisins, voru gefin út ströng fyrirmæli um að blýmagn í málningu á barnaleikföngum mætti aldrei fara fram úr 1,1% og lögð við þung viðurlög ef út af væri brugðið. Áður hafði verið treyst á samkomulag við málningar- verksmiðjurnar um hið leyfilega blýmagn. í skýrslu ráðuneytisins segir, að engin vafn leiki á að víta- verð vanræksla vissra foreldra eigi m.a. sök á því hversu mörg börn verði blýeitrun að bráð, þótt fjöldi fólks sé nú orðið vel á verði. Bjarni Bjarnason segir síðan í grein sinni að blýeitrun sé senni lega mjög fátíð hér á landi og engar upplýsingar sé hægt að fá um slík tilfelli fram að þessu. Til dæmis hefur ennþá ekki komið barn með blýeitrun á barnadeild Landspítalans, og virtist ekki mikil hætta á eitrun fhá málu'ðum hlutum eða plast- vörum sem hér eru framleiddar. Samkvæmt upplýsingum frá efnafræðingi málningarverk smiðjunnar Hörpu, er svo lítið magn aÆ blýi í þeirri málningu, sem blönduð er hér á landi, að hæpið er a'ð hún geti valdið eitr- unum. Lítið mun flutt inn af plasflei'kföngum -hér á vegum verzlana, og þau sem eru fram- leidd hér eiga að vera algerlega hættulaus. Hins vegar mun það algengt að íólk kaupi eða láti kaupa fyrir sig barnarúm er- lendis, sem langoftast eru hvít- máluð. Ættu þeir sem það gera, að vera vel á verði, því börnin naga eða sleikja rimlana og rúm stokkinn, en þannig geta þau fengið í sig hættulegt magn af blýi, sé málningin of menguð af því. Geysilegur fjöldi Islendinga leggur nú leið sína til útlanda ár hvert og sennilega kaupir yfir gnæfandi meirihluti fer'ðalanga þessara eitbhvað af barnaleikföng um fyrir börn sín eða annarra Bjarni Bjarnason læknir segir síðan orðrétt: „Plastleikföng eru mjög í tízku og vegna hins hagstæðáx verðs sem er á austurlenzkum vörum, eru þær, nú orði'ð, al- gengar á evrópumarkaðinum. Það er því áríðandi að gæta þess að lenda ekki á hinum illræmdu plastleikföngum þaðan austanað, sem áður er sagt frá, og vitan- lega rennir fólk blint í sjóinn með hvað það fær í hendurnar er það kaupir þesskonar vöru erlendis, nema fengnar séu ör uggar upplýsingar um ósaknæmi þeirra, þar sem kaupin fara fram. Sama máli gegnir um mál- uðu leikföngin, eins og kubba til að byggja úr, sem börnum veitisf auðvelt að naga málning- una af. Blýeitrun er mjög alvarlegur sjúkdómur og í sumum tilfellum banvænn, enginn skyldi því bjóða honum heim.“ í framhaldi af þessu, leitaði blaðið álíts Bjarna Bjarnasonar á því, að í hádegisútvarpinu í gær voru auglýst leikföng frá Hong Kong. Kvaðst hann hafa litlu við þetta að bæta. nema því að full ástæða væri til að vera mjög vel á ve'rði gegn kínverskum og aust urlenzkum plastleikföngum, að framangreindum ástæðum. og var hrekklaus gagnvart náung anum og ætlaðist til hins sama af samferðamönnum sínum. Það er sárt að sjá á bak góð- um dreng í blóma lifsirís og eft- irlifandi kona hans, Ólöf Erlends dóttir á um sárt að binda. Við vottum henni, börnum þeirra fjórum, föður hans og systkin- um og öðrum ættingjum inni- lega samúð okkar. Nokkrir samstarfsmenn. — Utan úr heimi Framhald af bls. 16 notkun kjarnorkuvopna. Hvorki Bandaríkjastjórn né neinn annar aðili í Bandarikj- unum hefur gert neina áætlun um að afhenda V-Þjóðverjum, né neinni annarri þjóð, kjam- orkuvopn, sem hún geti sjálf ákveðið að nota. Bandaríkin vilja hins vegar afhenda bandamönnum sínum — ekki kjarnorkuvopn — held ur upplýsingar um þau, ef svo skyldi fara, að Sovétríkin, sém nú geta beitt slíkum vopnum gegn hvaða borg í Evrópu sem er, gripu til þeirra í styrj- öld. Svo kann vel að fara, að Bandaríkin geti ekki komizt að neinu samkomulagi við bandamenn sína um kjarn- orkuher Atlantshafsríkjanna. Frakkar hafa þannig engan samningsvilja sýnt. Bretar vilja slá myndun slíks hers á frest, þar til Ijóst verður til fulls, hvað samkomulag við Sovétríkin myndi hafa í för með sér. Þá eru uppi öfl bæði í Bretlandi og Frakklandi, svo ekki sé minnzt á Bandaríkin, sem krefjast þess, að V- Þýzkaland verði máttarminni á varnarsviðinu en Bretland og Frakkland um alla fram- tíð. Skilyrðin rædd Þyí eru ekki góðar horfur á myndun kjarnorkuhers At- lantshafsríkjanna. Hvers vegna á þó alveg að vísa til- lögum um hann á bug, fyrr \ en gerðar hafa verið nýjar til lögur í staðinn? Bandaríkin og Sovétríkin gætu vafalaust fengið aðrar þjóðir til að fall- ast á að koma sér ekki upp kjarnorkuvopnum, ef ráða- menn i Moskvu og Washing- ton hétu því í staðinn að verja þær gegn kjarnorkuárás. Eng ar raunverulegar umræður hafa þó enn átt sér stað um þetta mál. Alþýðulýðveldið Kína mun vera við viðtals um kjarnorku vopnasamning, ef Bandaríkin draga til baka herlið sitt í Vietnam og á Formósu. Sovét- ríkin munu undirrita slíkan samning, ef við berum hags- muni V-Þýzkalands fyrir borð. Þess konar samningur mun þó ekki vekja mikinn fögnuð í Indlandi, Japan, ftalíu eða V- Þýzkalandi, og myndi senni- lega ekki leiða til meira ör- yggis — heldur þvert á móti þess gagnstæða. Benedik* Blöndal héraðsdómslögmaður Austurstræti 3. - Sími 10223.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.