Morgunblaðið - 22.10.1965, Page 28

Morgunblaðið - 22.10.1965, Page 28
28 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 22. október 1965 Langt yfir skammt eftir Laurence Payne — Ég get ekki talað við yð- ur núna, eins og ég lít út! Það voru hennar orð en ekki mín. Það var talsvert hvasst, og ekki vel hljóðbsert. — Þér verðið að tala við mig, æpti ég. — Sáuð þér í gær- kvöldi nokkuð óvenjulegt á seyði hérna? — Ha? Hún var alveg heyrn- arlaus! Ég brýndi raustina og æpti sömu spumingima aftur. — Já, öskraði hún á móti. — Hvað? — Tvo menn. Annar var í garðinum með vasaljós og einn úppi í þessum glugga. Mér fannst það grunsamlegt þá. Mað urinn minn sagði, að ég ætti að hringja í lögregluna. — Og hversvegna gerðuð þér það ekki? Þegar hún yppti öxlum, svo að sloppurinn var næstum dott- inn niður um hana ,herti ég mig upp gegn svarinu, sem ég vissi að mundi koma. — Mér fannst mig ekkert varða um það, sagði hún. Ég glápti á hana. — Gerið þér yður ljóst, frú, að hér var framið morð í nótt sem leið? Hún gerði sér það sýnilega ljóst, en langaði ekkert að tala um það. Ég hellti mér yfir hana að skilnaði — ég man nú ekki al- mennilega, hvað ég sagði, en hún hvarf svo snögglega, að það var létt eins og hún hefði dott- ið niður lyftuopið. — Rölvaður karlingarbjálf- inn! tautaði ég sárgramur að lokuðum glugganum hennar, og stikaði aftur inn í svefnherberg- ið í sama bili og Saunders kom þar inn. — Jæja? sagði ég. — Var það þá kerlingin þarna niðri, sem gerði það? — Nei, alveg fráleitt. Hún sagði að þarna hefði verið lög- reglumaður í ganginum, alla nóttina. , Ég sneri mér að honum, ösku vondur. — Við vitum, að það var maður í ganginum alla nótt ina, en ef sá maður sefur eitt- hvað líkt og ég, hefði stórskota- liðið getað gengið framhjá hon- um, án þess að hann yrði þess var. Ég kveikti mér í vindlingi og blés reyknum í hann í vonzku. Hann brá sér hvergi. Ég sett- ist á rúmi og horfði fýldur á mína eigin mynd í speglinum á móti — en það var allra hluta ólíklegast til að veita mér nokk- urn innblástur. Ég saug vindling □---------------------------n 7 □---------------------------□ inn, en fékk þá viðbjóð á hon-1 um og stóð upp til að slökkva einhversstaðar í honum. Dökki bletturinn á gólfábreiðunni dró að sér athygli mína. — .Hvað er þetta? sagði ég og glápti á hann. Saunders kom og athugaði líka blettinn. Það var eins og hann væri rakur, og svo reyndist vera, er ég lagði handarbakið á hann. Það var rakt. Ég þefaði af því, og leit á Saunders. — Hundur, sagði ég og gnísti tönnum. Saunders tók upp vasa- klútinn sinn og rétti mér hann. Ég þerraði handarbakið og gekk síðan inn í baðherbergið til að þvo mér um hendumar. En þá fékk Saunders hug- mynd, einmitt í sama bili, því að áður en ég vissi af, var hann (yÖRUCJRVgVL) ÚRVALSVÖRUR Ö. JOHNSON & KAABER HF. kominn í dyrnar, þunglamalegur og ibygginn. — Mér var að detta í hug.... stundi hann upp. Ég fleygði handklæðinu til hans. — Það var mér líka, Saunders. Við skul um fara. — Hvert? Hann var að koma handklæðinu fyrir á slánni og ég um leið að setja þennan hlægilega hatt á höfuðið á hon- um. — Að hitta leikara og spyrja hann um lítinn hund. ★ Húsið á horninu var stórt og veglegt hús, sem mátti muna sinn fífil fegurri. Því hafði ver- ið breytt í leiguhús og máJað andstyggilegum eplagrænum lit. Við litum á bréfakassana og sá- um, að hr. David Dane átti heima í Íbúð nr. 7. í ilnðjum stiganum mættum við vingjarn- legri konu með rauðan hatt, sem brosti tii okkar og fræddi okkur um það, að veðrið væri tekið að skána. Ég skildi það svo, sem rigningunni befði stytt upp, og hugsaði hlýlega til 30- stiga stormsins, sem var i þessu að hamast á byggingunni. En það var nú samt gott, að ein- hver talaði til manns, og Saund- ers lyfti hattinum, með gamal- dags kurteisi. Svo studdi hann fingri á bjöll una við nr. 7 og hundúr tók að hamast handan við eplagræna hurðina. Við litum óróir hvor á annan og allt í einu bættist ann að hljóð við hávaðann, er ein- hver hljóp niður stigann,»og tók að sussa á hundinn. Hurðin opnaðist út og ég gat ekki annað en dáðst af fimi Saunders, er hann gat vikið sér undan, án þess að hún lenti á honum. Ungi maðurinn, sem var á svipinn eins og hundurinn hans, stóð í dyrunum og greip sprikl- and hundinn og hélt honum fast upp fiS sér en hendinni yfir trýnið á honum. Hann kinkaði kolli, er ég spurð hann, hvort hann væri David Dane, og þeg- ar ég sagði honum, að ég væri frá lögreglunni og sýndi hoaum spjaldið mitt, því til sönnunar, var eins og hann missti svipinn og fölnaði ofurlítið. Hann sleppti líka takinu og hundstrýn inu og sami hávaðinn hófst aft- ur. Hann hrópaði upp, gegn um hávaðann í hundinum: — 3íð- ið þér ofurlítið, ég skal loka hann inni, og svo þaut hann upp stigann og hvarf. Við heyrðum mikla hurðaskelli og hundgá, og loks kom hann, afsakaði sig og bauð okkur að koma upp. Hann gekk á undan okkur eftir löng- um gangi, bauð okkur inn í stóra vinnu- og setustofu, sem var undir súð og með Skrítnum bás- um í. Húsgögnin voru áberandi og gasaleg, af árgerð 1973, lík- lega, með krómuðum pappírs- körfum og lampaskermum með götum á. Á veggjunum voru marglitir kaðalspottar og app- elsínuberkir í römmum. Það mátti á öllu sjá, að þesgi ná- ungi var sjónvarpsleikari. Þarna voru margir gluggar og flestir opnir, og þessvegna stólparok í stofunni. Ég hnipraði mig skjálf andi inn í frakkann minn. Hann bauð okkur sæti. Ég leit í kring um mig, í vondu skapi og valdi síðan stól, sem var eins og þvottakarfa á hvolfi en Saunders leit í kring um sig og ákvað að standa þar sem hann var kominn. *— Finnst yður of kalt? spurði David Dane. — Ég elska ferska loftið. Ég leit enn út um gluggann og hélt áfram að skjálfa. — Jæja ... kannski.....ef yð- ur er sama ... * Hann stökk á fætur og lokaði einum tveimur gluggum. Þá voru tveir eftir opnir. En jafn- vel þaðan sem ég sat, gat ég séð, að andlitið á honum var helblátt af kulda. Hann settist á bekkinn undir glugganum. Ég hóf mál mitt: — Ég bið yður að afsaka, að við ráðumst svona inn á yður, en eins og þér munuð hafa getið yður til, erum við að rannsaka dauða ungfrú Twist í næsta húsi, og | þessvegna þurfum við að spyrja yður nokkurra spurninga, en auðvitað er það bara formsatr- iði.... Hann veifaði hendi. — Gerið svo vel, fulltrúi. Má ég bjóða yður eitthvað að drekka, eða kannski sígarettu? Ég afþakkaði það og hélt á- fram: — Við sáum yður í morgun þarna við húsið hjá Twist, og þér munið að litli hundurinn yð- ar gerði sitt bezta til að losa að- stoðarmanninn minn við hattinn hans. Þetta er annars Saunders liðþjálfi . . . Saunders hneigði sig hátíðlega eins og leikari í Shakespeare- leikriti. — Mér skilst, að þér hafið þekkt ungfrú Twist? — Jæja, ekki var það nú mik- ið, sagði hann. — Ég hef hérna bjánasamkomur öðru hverju, og hún kom á sumar þeirra með einhverjum kunningjum sínum. — Albert Hall? — Hvað sögðuð þér? — Albert Hall, kunningja hennar. Það var eins og hann skildi ekkert, en sagði: — Ég þekki engan Albert Hall, er ég hrædd- ur um, nema þá húsið þarna í Kensington með þessu hræði- lega minnismerki. Heitir mað- urinn þetta virkilega? Ég gaf í skyn, að ef til vill hefði getað verið um fleiri kunn ingja en einn að ræða. Hann gaut til mín augunum og brosti smeðjulega. — Það gæti meir en átt sér stað. Ég leit á hann kuldalega. Ég leit til Saunders. Hann stóð þama og hélt á hattinum í 'blárri hendinni, og horfði eins og dáleiddur á eitthvað, sem var líkast skorpnuðu mannshöfði og hékk niður úr krómaðri lampa- grind. Þegar ég leit aftur í aug- un á Dane, hefði ég getað svar- ið, að honum var gkemmt. Ég hleypti í mig hörku og gekk að glugganum og skellti honum svo hranalega aftur, að hestur fyr- ir kolavagni hinumegin á göt- unni fældist. — Afsakið, hr. Dane, en mér I er ómögulegt að hugsa í svona ofsaroki. Jafnvel Saunders varð hverft við og ég sá mér til ánægju, að einhver tortryggni kom í augna. ráð unga mannsins, en hvarf óð- ar aftur fyrir ólundarsvip, og hann fitjaði upp á trýnið. — Hvað getið þér sagt mér, sem máli skiptir um Úrsúlu Twist? — Ja . . . . hvað viljið þér vita? Ég hefði vel getað gefið hon- um einn á hann. — Til dæmis, hvaða kunn- ingja hún átti. Hverjir voru þeir, þessir.......kunningjar hennar? Hann kveikti sér í vindlingi áður en hann hirti um að svara, en sagði svo, letilega: - Þér gæt uð byrjað á að tala við Barker- fjölskylduna. — Barker? — Já, Hammond Barker, mál- arann. Það vill svo til, að hann hefur vinnustofu í Chelsea. Vild uð þér fá heimilisfangið? Ég rétti honum minnisbókina mína og eftir að hann hafði þreifað fyrir sér í vösum sín- um, eftir einhverju til að skrifa með, rétti ég honum bláan kúlu- penna, sem hann starði á, einu andartaki of lengi. — Ýtið þér á endann, sagði ég, honum til leiðbeiningar. Hann skrifaði heimilisfangið með skrautlegri, kæruleysislegri rithönd, og rétti mér svo bók- ina aftur. Svo kreisti hann klemmuna á pennanum og virt- ist hissa, þegar oddurinn skrapp inn. — Það skyldi ekki vera, að þér ættuð þennan penna? sagði ég. Hann glotti. — Þennan penna? þér voruð nú sjálfur að lána mér hann. Ég tók við pennanum og starði á hann andartak ,en sneri svo huganum að fyrra efni. — Voru það nokkrir fleiri en Barker? Hann glennti út fingurna. — Hvernig ætti ég að geta vitað það? Ég get varla sagt, að ég þekkti stúlkuna. — Hvað voruð þér þá að gera heima hjá henni í morgun? — Ég var bara að samhryggj- ast. — En auk þess? , — Hvað eigið þér við? — Hvað voruð þér að gera i svefnherberginu hennar? Hann glápti á mig. — I svefn- herberginu? — Já, í svefnherberginu, og þér voruð að gá þar af ein- hverju. Hvað var það? Hann stóð upp og hló snöggt. — Þetta er nú fullmikið. Hver segir að ég hafi verið í svefn- herberginu hennar? — Ég segi það. — Eruð þér að ásaka mig? — Ég er að segja yður. Hvað var það? Hann yppti öxlum eins og taugaóstyrkur og gekk frá mér, en stóð þá augliti til auglitis við Saunders, og beygði af. — Ég verð að minna yður á fulltrúi, að ég er ekki fyrir rétti. Ég sneri mér að honum. —. Hugsið yður betur um, hr. Dane. Ég ætla ekki að halda þessu tali áfram, af því að það er á- rangurslaust, en ég bið yður að hugsa yður vel um. Kannski þér komið seinna og talið vi’ð okkur ótilkvaddur — það mundi ég gera í yðar sporum — annars gætuð þér lent í erfiðleikum. Ég tók hattinn minn. — Þér þurfið ekki að fylgja okkur út — eða kveðja okkur, því að mér segir svo hugur um, að við eigum eftir að tala betur sam- an. Ég þagnaði og sendi honum tvirætt augatillit. — Svo væri einhverju af tíma yðar vel varið til þess að kenna hundinum yðar betri siði — honum hættir til að skilja eftir nafnspjaldið sitt í öðrum hús- um. Og svo stauluðumst við niður stigann, gegn um forstof- una og út í hreina loftið, sem ég var nú farinn að hlakka til. — Þetta er hið upprunalega vandræðabarn, sagði ég við Saunders.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.