Morgunblaðið - 23.10.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.10.1965, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 23. o'ktúbor 1,965 ' London 12. okt. HÆTTAN af yfirvofandi upp- reisn í Rhodesíu verður að ölum líkindum efst á dag- skrá á ráðstefnu Samtaka um Einingu Afríku (OAU), sem hefst á morgun. Ráðstéfnan, sem standa mun í hálfan mánuð, hefst með fundi utanríkisráðherra Afríkuríkjanna, én þeir munu undirbúa fund 36 æðstu manna ríkjanna, sem á að hefjast 21. október. OAU eru samtök allra frjálsra Afríkuríkja. Samtök- in voru stofnuð árið 1963 í þeim tilgangi að bæta sam- búð Afríkuríkjanna, sem þá höfðu skipzt í tvó hópa. Þó að sú skipting sé nú horfin, eru samtökin ekki enn laus við innbyrðis deilur. Talsverð ur vafi hefur leikið á því, hve vel ráðstefna OAU tak- ist þetta ár ef hún yrði hald- in í Accra, vegna hótana ýmissa nágranna Nkruma um að koma ekki til ráðstefnunn- ar í mótmælaskyni við notkun Ghana sem miðstöðvar til þess a'ð kollvarpa þeirra eigin ríkisstjónum. Þessar umkvartanir komu sérstaklega frá Nigeriu, Efri- Volta og Fílabeinsströndinni, en öll eru þessi ríki aðilar að OCAM, sem eru samtök. franskra nýlenduríkja í Af- ríku. Leiðtogar ríkjanna töldu sig stofna lífi sinu í hættu, ef þeir færu til Accra. Nú virð- ast kvartanir þeirra hafa bor- ið árangur, því að Nkruma hefur lofa'ð því aj5 allir að- komumenn frá nágrannalönd- unum yrðu beðnir um.að yfir gefa Ghana í tæka tíð áður en ráðstefna OAU yrði vstt. Það mun koma fram í við- ræðum utanríkisráðherranna, hvort þær ráðstafanir, sem hann hefur gert, murti full- nægja hinum íhaldsSama for- setá Fílabeinsstrandarinnar, M. Houphouet-Boigny, hinum tækifærissinnaða forseta Efra Volta, Maurice Yameogo og hinum múhameðska forseta Nígeríu, Hamani Diori. Það má þó telja vist, að mikilli meirihluti leiðtoga Af- ríkuríkja muni sitja ráðstefn- una í Accra. Málefni Rhodesíu munu á- reiðanlega' vekja einingu og verða til þess að bæta hugar- far fulltrúa á rá'ðstefnunni, auk þess sem þau munu gefa afrisku leiðtogunum tækifæri til þess að ræða um sam- ræmdar áðgerðir ef til ólög- legrar ■'jálfstæðisyfirlýsingar kæmL Ian Smitt Skoðanir flestra leiðtoga Afríkuríkjanna hljóta að sameinast um heildaraðgerðir Sameinuðu þjöðanna. Það má einnig telja næstum víst, að þeir styðji hugmyndina um efnahagslegar refsiaðgerðir. Engu áð síður eru nokkrar róttækar ríkisstjórnir, sem vilja leggja að Bretum að senda hersveitir til Rhodesíu, ef til uppreisnar kæmi. Þetta er að sjálfsögðu vonlaust. Ekki er heldur líklegt að stuðningur fengist vfð þá hug mynd að reyna að fá sjálf OAU-samtökin til þess að stjórna sameinaðri herna'ðar- íhlutun Afrikuríkjanna, þó vera megi, að áhugi sé á að forða nágrönnum Rhódesíu- Zambia og Malawi frá afleið ingum efnahagslegrar gagn- sóknar Rhódésíu. Einnig er víst, að ráðstefna OAU muni samþykkja ein- róma að viðurkenna útlaga- stjórn Rhodesíu, ef uppreisn yrði gerð. Svo kann að fara, að nokkrir örðugleikar yrtðu á veginum, vegna klofnings í þjóðernishreyfingu Afríku- ríkjanna, en hún er skipt í tvo flokka, ZAPÚ og ZANU. Þó álíta flestir, að ef til ólög- legrar sjálfstæðisyfirlýsingar kæmi, myndu flokkarnir gleyma skoðanamismun um stund. En ekki er lengur hægt að vera á tveimur áttum um val þess Afríkumanns, sem settur ydði yfir bráðabirgða- stjórnina. Það yrði Joshua Nkomo, hinn feitlagni, glað- væri leiðtogi ZAPU, en hann er enn í gæzluvarðhaldi hjá stjórn Smiths. Keppinautur hans, séra N. Sithole, er einnig í gæzluvarðhaldi. í kjölfar ráðstefnu OAU á að fylgja ráðstefna Afríku- og Asíuríkja í Alsír, hinn 5. nóvember. Sú ráðstefna átti upphaflega að fara fram í júní s-1., en var frestað vegna árásarinnar á Ben Bella. Þrátt fyrir áhuga Alsírstjórnar á þeirri ráðstefnu, virðast Kín- verjar ekki vera eins á'huga- samir og þeir voru fyrir sex mánúðum. Hvort sem ráð- stefnan vertður haldin eða -ekki, er ólíklegt að hún yrði sótt af mörgum leiðtogum þó að utanríkisráðherrar 30—40 ríkja í Afríku, Asíu. og Mið- Austurlöndum kunni að koma til hennar. Fjórar ástæ'ður eru fyrir tregðu margra leiðtoga Asíu- og Afríkuríkja að fara til Als- ír. Nokkrir þeirra vilja ekki koma þangað á meðán Ben Bela situr í fangelsi án útlits fyrir réttarhöld. Öðrum finnst deilur Indverja og Pakistana, og Malasíu og Indónesíu muni draga úr einingu við þetta tækifærL Þá eru einnig margir, sem vilja ekki taka neina afstö’ðu milli Rússa og Kínverja eftir að hinir síðarnefndu neituðu að samþykkja þátttöku Rússa í ráðstefnu Asíu og Afríku- ríkja. (Observer — öll réttindi áskilin). Ku Klux Klan? Allar líkur benda til þess að kveikt hafi verið í tollskýl- inu á Keflavíkurveginum. Fjór ir benzínbrúsar, sem þar fund- ust, gefa þetta m.a. til kynna. Þetta var ekki stórt bál, en íkveikja af þessu tagi er óhugn anlegur atburður. Þegar allur sá úlfaþytur, sem orðið hefur út af fyrirhuguðum vega tolli, er hafður í huga, fer ekki hjá því að fólki komi fyrst til hugar, að þarna hafi tollinum verið mótmælt í verki. Við getum hætt að hneykslast á Ku Klux Klan og öðrum er- lendum hermdarverkaflokkum. Ef andmælendur vegatollsins hafa verið hér að verki, hafa þeir beitt nákvæmlega sömu að íerðum og tíðkast hjá alræmd- um glæpasamtökum. — Við get um líka hætt að tala um „negra akríl“ í Afríku, sem virðir hvorki lög og rétt — og veldur stjórnarvöldum sífelldum erfið- leikum. Sá sami skríll virðist nefnilega vera til hér, þótt hann sé sem betur fer langtum afl- minni hér en víða annars stað- ar. + Hefðu átt að mót- mæla fyrr Atburður þessi veldur því, að þeir, sem mótmælt hafa vega tollinum af miklum ákafa missa alla samúð almennings. Jafn- vel, þótt ekki komist upp um brennuvargana. — Það styrkir heldur ekki málstað þeirra, sem hafa verið með hávaða út af þessu máli, að fyrirfram var vitað, að toll- ur yrði heimtur inn af ökutækj um á þesum nýja vegi. Það hefði verið ólíkt heiðarlegra og hreinlegra af Keflvíkingum að mótmæla tollinum áður en veg- urinn var lagður. En mótmæli voru ekki höfð í frammi fyrr en lagningu vegarins var lokið, sennilega af ótta við, að yfir- lýst óánægja þeirra Suðurnesja manna mundi tefja fyrir fram- kvæmdum. Framámenn kaup- staðarins beittu meira að segja öllum áhrifum sínum til þess að koma í veg fyrir að dregið yrði úr kostnaði við fram- kvæmd síðasta áfangans með því að malbika í stað þess að steypa. Inn um annað — út um hitt Bandaríkjamenn, sem hafa fullkomnasta vegakerfi í heimi, hafa byggt það upp að miklu leyti með vegatollum. Sömu að- ferðir eru viðhafðar í fjöl- mörgum öðrum löndum. Þeir, sem mótmæla vegatolli á ný- gerðum fullkomnum akbraut- um á íslandi, en heimta samt betri vegi — og enn betri vegi, eru á sama báti og alþingis- mennirnir, sem krefjast auk- inna framkvæmda af hálfu hins opinbera, en berjast jafnframt fyrir því að tekjustofnar ríkis- ins verði skornir niður. Slíkur málflutningur fer inn um ann- að eyrað og út um hitt á öllu fólki með óbrenglaða dóm- greind. Ég mundi vilja óska Keflvík- ingum og öðrum þar syðra til hamingju með nýja veginn. Þeir hafa nú fengið betri akveg til höfuðborgarinnar en allir aðrir landsmenn — og mér finnst þeir ekkert ofgóðir til þess að taka örlítinn þátt í lagn ingu vegarins með því að greiða smátoll í hvert sinn sem þeir þurfa að aka veginn. Við, hér á hinum endanum, greiðum toll inn með glöðu geði, þegar við þurfum að fara suður eftir. Þetta er lítið gjald miðað við það, að á nýja veginum ættum við að vera nokkurn veginn ör- ugg um að bílarnir okkar hrynji ekki saman — fyrir utan tímasparnaðinn. ★ Sýnikennsla Og þá kemur hér enn eitt mj ólkurhyrnubréf ið: „Kæri Velvakandi. Mikið erég oft búinn að segja Ijótt út af b... mjólkurhyrnun um, sem altaf skvettist út úr, þegar á úr þeim að hella og skemma allar innkaupatöskur og fara svo d ... í ísskápnum, að ég næ ekki upp í nefið á mér, enda kollríður þar allt hvað öðru. Forstjórar Mjólkur- samsölunnar sögðu í blöðunum á dögunum, að þetta væru lang beztu umbúðirnar, sem ennþá fengjust, en það væri verið að finrta upp nýjar, sem kæmu síð- ar. Ég er í eðli mínu frekar óþol- inmóður, eins og orðbragð mitt bendir til og ég geri ekki ráð fyrir, að þessar nýju umbúðir komi alveg strax. En þeir sögðu hjá Mjólkursölunni, að hyrnurn ar væru ekki eins vondar og þær litu út fyrir að vera. Það þyrfti bara dálítið laga til að setja þær í flösku, það þyrfti lag til að setja þær í ísskáp ogað það þyrfti lag til að hella úr þeim. Þetta getur allt saman verið satt, enda hefur mér verið sagt, að þeir segðu alltaf satt. En þá er bara mínum og annarra klaufaskap um að kenna, að allt er ekki í lagi. En nú las ég það í Tímanum um daginn, að það væri til „hin leiðin“ í svo mörgum málum. Mig langar til að kynnast hinni leiðinni í notk un hyrnanna. Þess vegna láng- ar mig til að þú komir því á framfæri við hina vísu menn hjá MS, að þeir sjálfir stofni til sýnikennslu í notkun hyrn- anna og hver þessi hin leið sé. sem aðrir hafa ekki komizt upp á lagið með. Ég sá það á mynd- inni af þeim á dögunum, hve þeir voru ánægðir á svipinn, að hyrna horngrýtin hefðu ekki svekkt þá eins mikið og mig. Stelpurnar í mjólkurbúðunum þýðir ekkert að spyrja. Þær þekkja ekki hina leiðina, en sjúga aðeins lítilsháttar upp í nefið. Anti-Tetra.“ ^ Prentvillupúkinn afhjúpaður Ég er farinn að halda að prentvillupúkinn sé kommi Mig hefur stundum grunað þetta og í gær tók hann af allan vafa. Ég vona að sem flestum hafi sézt yfir það, en vegna hinna neyðist ég til að kippa í skottið á púkanum í dag. — í bréfi frá lesanda sagði, að eng- inn hefði rétt á að kalla sig lýð- ræðissinna, frjálslyndan friðar- sinna og framfarasinna, ef hann væri EKKI jafnframt ár- vakur andkommúnistL — Hald- ið þið eki að bölv.... púkinn hafi kippt út þesu þýðingar- mikla orði, EKKI! Stundum óska ég þess, að prentvillupúkinn stæði okkar megin í pólitíkinni, því það er ólíkt betra að hafa hann með sér en á mótL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.