Morgunblaðið - 23.10.1965, Blaðsíða 19
Laugardagur 23. oktíber 1965
MORGU N B LAÐIÐ
19
Fyrsti kjarasamningurinn geröur 1917
—Sjómarmafélagið
Framhald af bls. 17
á seglskipunum fóru æ versnandi
á þessum árum, því nú voru eng
in samtök meðal sjómanna og út-
gerðarmenn höfðu ekkert aðhald
úr þeirri átt. Verkamannablaðið
hvatti sjómenn til samtaka hvað
eftir annað og sýndi fram á sam-
takaþörfina. En sjálft varð það
að hætta í janúar 1914 vegna
deyfðar og samtakaleysis 'verka-
lýðsins. Svo skall á ófriðurinn og
afleiðingar hans komu fljótt í
ljós í aukinni dýrtíð. Fór þá sem
endranær, að laun verkamanna
hækkuðu ekki jafn ,ört né að
sama skapi, sem peningar féllu
í verði. Kjör verðalýðsins
íhríðversnuðu af þeim sök-
um. Vorið 1915 fór nýtt lífs-
xnark að sjást með' samtök-
um verkalýðsins, þegar verka-
mannablaðið „Dagsbrún" fór að
koma út. í 2. tölúblaði þess blaðs
er tekin upp að mestu grein „há-
seta“ úr Verkamannablaðinu,
„því engin breyting til batnaðar
er enn þá komin, síðan þessi
tveggja ára gamla grein var skrif
uð“, segir blaðið. Aftan við grein
ina leiðir svo blaðið skýr og
sterk rök að því, hver nauðsyn
sé á að bæta ástandið. Nokkru
seinna flytur blaðið grein um
vökurnar á botnvörpuskipunum,
bendir á að alþingislög séu eina
úrlausnin á því máli og heimtar
að slík lög séu sett. í byrjun októ
ber ritar F. J. grein í Dagsbrún
og hvetur til að stofna Sjómanna
félag.
Daufar undirtektir sjómanna
En sá sem fyrstur hóf verkleg
ar framkvæmdir var Jón Guðna-
son, þá háseti á botnvörpuskip-
inu Nirði. Jón var í landi fyrri
hluta október. ■ Notaði hann þá
Sigurjón Á. Ólafsson,
formaður í 31 ár.
tímann til þess að ganga á milli
manna og leitast fyrir um þátt-
töku í stofnun sjómannafélags.
Undirtektir sjómanna voru fyrst
í stað heldur daufar, enda þorri
manna þá á sjó. Sá sneri Jón sér
til ritstjóra „Dagsbrúnar** Ólafs
Friðrikssonar, sem tók þessum
ráðagerðum Jón fegins hendi.
Einnig sneri Jón sér til Jónasar
Jónssonar frá Hriflu og brást
hann vel við. Nokkru seinna var
boðað til fundár til þess að und-
irbúa félagsstofnun. Ágrip af því
sem á fundinum gerðist var fært
til bókar, og er fundargerðin
þannig í heild:
„Laugardaginn 16. ok!t. var
fundur haldinn um kvöldið í
Good-templarahúsinu í Reykja-
vík, til þess að ræða um stofnun
sjómannafélags. Voru nær 50
manns mættir í fundarbyrjun, og
voru það nær allt sjómeenn.
Jón Guðnason setti fundinn.
Fundarstjóri var skipaður Ólaf-
ur Guðmundsson, en ritari Ólaf-
ur Friðriksson.
Jón Guðnason hóf umræður
Hið glæsilega hús Sjómannafélagsins við Lindargötu, sem það á ásamt vm. Dagsbrún,
og tóku alls 9 menn þátt í þeim.
Var að þeim umræðum loknum
samþykkt, með öllum greiddum
atkvæðum að stofna sjómanna-
félag. Urðu þá á ný' æðimiklar
umræður málinu viðvíkjandi.
Komu fram tillögur um að
hvorki skipstjórar né stýrimenn,
er störfuðu sem slíkir, mættu
vera í félaginu, og voru þær báð-
ar samþykktar einum rómi.
Til þess að semja uppkast að
lögum fyrir félagið og boða til
næsta fundar voru þessir menn
kosnir: Guðleifur Hjörleifsson,
Jón Guðnason, Hjörtur Guð-
brandsson, Ólafur Friðriksson,
Jónas Jónsson frá Hriflu, Jósep
Húnfjörð og Ólafur Guðmunds-
son.
Að þeirri kosningu lokinni
var fundi slitið.
Ólafur Guðmundsson
Ólafur Friðriksson“.
Laugardaginn 23. okt. 1915 var
svo haldinn almennur hásetafund
ur í Bárubúð.
Furtdarstjóri var Jón Guðna-
son og hóf hann umræður.
Nefndin sem kosin hafði verið
á undirbúningsfundinum. lagði
fyrir fundinn frumvarp til laga
fyrir væntanlegt félag og hafði
Ólafur Friðriksson orð fyrir
nefndinni.
Eftir að hafa lesið lögin grein
fýrir grein, lagði hann fram til-
lögu um að þá þegar yrði stofnað
Hásetafélag Reykjavíkur og var
það samþykkt. Lagafrumvarp
það, sem nefndin hafði samið var
samþykkt með litlum breyting-
um.
. Lögin voru í verulegum atrið
um sniðin eftir lögum verka-
mannafél. Dagsbrún, en það félag
er um 9 ára eldra en Sjómanna-
félagið.
Tilgangi var lýst í 2. gr. „Til-
gangur félagsins-er að styðja og
efla hag atvinnu háseta". í 3. gr.
segir: „Rétt til að vera meðlimir
hafa allir hásetar, er stunda at-
vinnu á hafskipum. Nú verður
félagsmaður stýrimaður eða skip
stjóri, og er hann þá úr félaginu“.
Aðrir höfðu ekki rétt til að vera
félagsmenn, nema þeir væru
meðal stofnenda eða þeir væru
samþykktir á tveim félagsfund-
um í röð með leynilegri atkvæða
greiðslu (4. gr.). Stjórnin var
skipuð 7 mönnum (6. gr.) og ,auk
þess gert ráð fyrir framkvæmda
stjóra síðar (14. gr.). Inngangs-
eyrir var ákveðin 2 kr. og árstil-
lag 4 kr. (15. gr.). í 21. gr. segir:
„Aukalög skulu lögð fyrir félags-
fund til samþykktar. Aukalögin
skulu tiltaka kröfur félagsmanna
gagnvart útgerðarmönnum, og
má enginn félagsmaður ráðast á
skip fyrir minna en þau ákveða“.
Aukalögunum mátti breyta á að-
alfundi eða almennum félags-
fundi með meirihluta-samþykki
(30. gr.).
Á stofnfundinum vannst ekki
tími til að kjósa stjórn fyrir fé-
lagið. I>að var gert á fundi 29.
okt. og varð fyrsta stjórnin skip-
uð sem hér segir:
Jón Bach, formaður
Jósep Húnfjörð, varaformaður
Ólafur Friðriksson, ritari
Guðmundur Kristjánsson,
féhirðir
Guðleifur Hjörleifsson,
varaféhirðir
Björn Blöndal Jónsson,
aðstoðarmaður
Jón Einarsson (yngri),
aðstoðarmaður
Endurskoðendur voru kosnir:
Jónas Jónsson frá Hriflu
Grímur Hákonarson
Jón Guðnason
Á þessum fundi gengu margir
í félagið og í fundarlok voru fé-
lagsmenn orðnir 165.
Á félagsfundi 3. nóv. var lesið
og rætt frumv. til aukalaga (þ.e.
taxta um kaup og kjör sem und-
irbúningsnefnd hafði samið.
Aukalögin voru samþykkt og var
það fyrsti taxti úm kaup og kjör
háseta á togurum, á hringnóta-
veiðum, á handfæraveiðum og á
vélskipum.
Þessi taxti var sendur útgerðar
mönnum og fékk, vægast sagt,
litlar undirtektir, t.d. þóttist einn
framkv.stjóri ekki geta gefið á-
kveðin svör vegna þess, að: „eftir
lögum og landsvenjum er það
skipstjóri, en ekki félagsstjórnin
sem ráða skipshafnir. hvern
mann með ákveðnu kaupi“.
Á þessum sama fundi var les-
ið bréf frá vmf. Dagsbrún, með
áskorun um að kjósa tvo menn,
til þess að undirbúa stofnun
verkamannasambands. Var það
samþykkt og voru einum rómi
kosnir þeir Jónas Jónsson frá
Hriflu og Guðleifur Hjörleifsson.
Samvinna þeirra félaga svo og
fleiri verkalýðsfélaga leiddi til
þess, að Alþýðusamband íslands
var stofnað litlu. síðar, eða 12
marz 1916.
Félagið lét fleiri mál til sín
taka þegar í byrjun, en aðeins
varðandi kaup og kjör.
Á fundi 21. nóv. flutti Matthías
Ólafsson erindi, að undirlagi
stjórnar félagsins, um líftrygg-
ingu sjómanna og á tveim fund-
um var rætt um þátttöku í bæj-
arstjómarkosningum og alþingis-
kosningum og var á síðari fund-
inum, 28. nóv. samþykkt svohljóð
andi yfirlýsing:
„Hásetafélagið álítur það
heyra undir verksvið sitt, að
kjósa alþýðumenn í bæjarstjórn
og til þingsetu, en ekki höfðingja
svokallaða, eins og verið hefur“.
Fyrsta verkfallið árið 1916
Fyrst£T verkfall sitt háði félag-
ið vorið 1916 og var það sérstak-
lega vegna lifrarinnar á togurun-
um. Verkfallið var nokkuð hart,
en ekki árangursríkt að sama
skapi, nema að því leyti, að það
sýndi sjómönnum, að hægt væri
að ná góðum árangri, ef allir
sjómenn væru félagsbundnir og
samtök góð.
í ársbyrjun 1917 náði félagið
samningum við Fél. ísl. botn-
vörpuskipaeigenda og var það
raunverulega fyrsti samningur
inn, sem félagið gerði.
Hér hefur, nokkuð nákvæm-
lega verið sagt frá tildrögum að
stofnun félagsins, svo og fyrstu
viðfangsefnum.
Á þessari hálfu öld, sem félag-
ið hefur lifað og starfað hefur
það mikið gerzt, að ómögulegt er
í stuttu máli að lýsa því öllu,
enda óþarft nú þar sem verið er
að skrifa 50 ára sögu félagsins.
Sú bók gat því miður ekki
komið út fyrir afmælið eins og
ætlað var, en mun koma út á
næsta ári.
Það hafa skipzt á skin og skúr-
ir í lífi og starfi félagsins, stund-
um hefur gengið allvel, stundum
miður. en alltaf hefur verið sótt
á og nokkuð miðað áleiðis.
Auk bættra kjara og hækkun-
ar kaups, sem félagið hefur unn-
ið að, eru ýmis mannréttindamál
sem félagið hefur barizt fyrir,
ýmist eitt sér eða í samvinnu við
önnur félög og heildarsamtök
verkafólks.
Margt af þeim málum hefur
vissulega markað tímamót og má
þar helzt nefna lögin um hina
lögbundnu hvíld til handa togara
mönnum, fyrst 6 tíma hvíldina,
síðar 8 tíma og nú 12 tíma.
Þá má nefna orlofslögin er sett
voru á sínum tíma og hefur orlof
aukizt frá því, sem fyrst var á-
kveðið er lögin voru ’sett, ýmist
með samningum eða breytingum
á lögum og er nú í samningum
sjómanna sumarleyfið 21 virkur
dagur eða 7% af öllu kaupi
og/eða hlut.
Þáskal minnzt á, að nýlega
var með breytingum á sjómanna
lögunum greiðsla í veikinda- og
slysatilfellum ákveðið fullt kaup
og/eða hlutur í einn mánuð fyr
ir okkar menn í stað viku áður,
og þar til viðbótar höfum við
samninga um dagpeningagreiðslu
eða fullt mánaðarkaup í allt að
tvo mánuði.
Fatatrygging hefur hæVkíið all
verulega, samkv. nýlega útgef-
inni reglugerð.
Merkur áfangi má það teljast,
þegar með samningum tókst að
fá kauptryggingu á bátum.
Kauptrygging háseta er nú kr.
10.886,00 á mánuði, svo þó ekki sé
um háa upphæð að ræða gengur
enginn slyppur og snauður frá
að vertíð lokinni, eins og áður
kom oft fyrir.
Minnast má á lífeyrissjóð tog-
arastjómanna og undirmanna á
farskipum þótt nokkur skuggi sé
þar á, þar sem bátasjómenn hafa
ekki enn fengið aðild, en að því
er og verður unnið, að sjóðurinn
verði fyrir alla sjómenn.
Að sjálfsögðu er ekki enn mik
® ið um lífeyrisgreiðslur úr sjóðn-
um, en margur sjómaður hefur,
fyrir rétt til lána úr sjóðnum,
eignazt hús eða íbúð.
Síðast en ekki sízt má minnast
á líftryggingu sjómanna, sem var
eitt af fyrstu áhugamálum félags
ins.
Tvisvar gerðist það við fisk-
verðssamninga sjóma/masamtak-
anna innan Alþýðusambandsins
að loforð fékkst um 100% hækk-
un á hinni lögbundnu tryggingu,
er varð svo síðar itl þess, að allt
verkafólk fékk þá tryggingu og
mun hún nú nema um 200 þús-
und krónum ef um eingreiðslu
væri að ræða.
Auk þessa hafa sjómannasani-
tökin samið við útgerðarfélögin
um að þau kaupL aukatryggingu
við dauða eða fulla örorku, sem
verða af slysum og er sú trygg-
ing nú 300 þúsund á farskipum,
250 þús. á hvalbátum og 200 þús.
á togurum og bátum, en að því
verður stefnt að tryggingin verðl
orðin 300 þúsund á öllum skipum
um næstu áramót.
Öryggismálin hefur félagið allt
af látið mikið til sín taka og mik
ið orðið ágengt í því efni í sam-
vinnu við önnur samtök sjó-
manna.
2 milljónir króna í styrkar-
og sjúkrasjóði
Eins og önnur félög verkafólks
hefur Sjómánnafélagið eignazt
sinn styrktar og sjúkrasjóð, en
tekjur sjóðsins eru þær, að sam-
kvæmt samningum greiða útgerð
tryggingu háseta & bátum, ein*
Ob ——— —A — il'C.JU... bi...u ijg
verður samkvæmt því mánaðar-
greiðsla nú til sjóðsins kr. 106,86
á mánuði af hverjum þeim manni
á fiskiskipi, sem félagið á samn-
ingsrétt fyrir, en á farskipum er
mánaðargjaldið kr. 60,00 af hverj
um manni er byggist á því, að
samkvæmt farmannasamningum
eru greiðslur í veikinda- og slysa
tilfellum lengri tíma en samkv.
samningum þeirra, sem á fiski-
skipum eru.
í styrktar- og sjúkrasjóði félags
Framhald af 20. síðu.