Morgunblaðið - 23.10.1965, Blaðsíða 10
10
TORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 23. október 196S
VÍNLANDS - KORTIÐ
Fátækur munkur í
* \
tímahraki suöur íBasel
Um efni bókarinnar
og sögu í stuttu máli
Flestir bókamenn munu kannast við „Skáldatíma" . Laxness
sem hér er höfð til vidmidunar um stærð Vínlands-bókarinnar.
MARGIR hafa velt því fyrir
sér, hvað sú bók hafi að
geyma, sem mesta athygli
hefur vakið allra bóka á
heimsmarkaðnum undanfar-
ið, þ.e. „The Vinland Map
and the Tartar Relation“.
Bók þessi hefur að vonum
vakið mikla athygli hér á
landi, enda fjallar hún um
mál sem lengi hefur verið til
umræðu meðal íslenzkra
fræðimanna, þ.e. fund Græn
lands og Vínlands og frá-
sagnir íslenzkra heimilda af
þeim. — Mun Morgunblaðið
skýra frá bók þessari í nokkr
um greinum sem birtast
munu í blaðinu á næstunni.
J>ó ekki verði hér gerð nein
vísindaleg skilgreining á Vín-
landsbókinni, skal þegar tekið
fram, að í augum leikmanns,
sem hana handfjaliar og les
(eftir áhuga og getu), virðist
hér vera um að ræða mjög
x vísindalega unnið og vel gert
fræðirit. Höfundar bókarinnar
eru: R.A. Skelton, Thomas E.
Marston og George D. Painter,
en formála að henni ritar Alex-
ander C. Vietor. Fræðimenn
þessir starfa, eins og fyrr hefur
verið frá sagt í fréttum af Vín-
landsbókinni, við British Muse-
um og Yale-háskóla og hafa
haft veg og vanda af rannsókn-
um þeim sem að baki liggja út-
gáfu hennar.
Vínlandsbókin er í m j ö g
stóru broti (um 30x24 cm), 267
blaðsíður að stærð auk 6 síðna
bókaskrár og ítarlegrar nafna-
skrár aftan við ritið. Formál-
ann ritar Alexander C. Vietor
eins og fýrr segir og er hann
dagsettur í maí í vor er leið.
I>ar segir Vietor m. a. :
„Skjöl þau, sem hér er um
fjallað, eru svo eínstök að ekki
fer hjá því að menn dragi í efa
að þati geti verið ófölsuð og þar
sem sögulegur ferill þeirra verð
ur ekki rekinn, er ekki hægt að
færa á það gildar og óhrekjan-
legar sönnur að þau séu ósvik-
in. Engir að síður hafa niður-
stöður rannsókna á innihaldi
þeirra og formi innan sögulegs
ramm^ fært fyrir því svo sterk-
ar líkur að mjög erfitt mun
reynast, ef ekki ókleift með
öllu, að vefengja áreiðanleik
þeirra. Gerðar hafa verið á
handritinu allar þær prófanir,
sem unnt var, án þess að
skadda það á nokkurn máta.
Rannsökuð var rithöndin á
skjalinu og eiginleikar efni-
viðarins (bókfells, pappírs,
bleks) og reyndist allt koma
heim við aldursákvörðunina
(„um 1440“) og sömuleiðis heim
við allar ályktanir okkar sem
að útgáfu þessari stöndum varð
I andi upprunastað þess og alla
gerð. Allar gildar sannanir, sem
fengnar urðu bæði eðlislægar
og byggðar á efninu, benda til
þess svo að tæpast verður í efa
dregið, að Vínlandskortið og
Tartarafrásögnin hafi hvort-
tveggja verið í bókinni frá upp-
hafi. Á báðum er að finna efni
sem ekki er áður þekkt af öðr-
um heimildum og stenzt sögu-
lega gagnrýni. Þeir sem, unnið
hafa að undirbúningi bókarinn-
ar, ásamt þeim er þetta ritar,
hafa gengið úr skugga um að
sannanir þessar, þó um sumt
séu þær líkindasannanir einar
og atvikum háðar, og geti ekki
talizt fullgildar sannanir að
lögum, réttlæti engu að síður
fyllilega þá skilyrðislausu stað-
hæfingu að handritið sé ófals-
að“.
Efni bókarinnar
Á eftir formálanum kemur
yfirlit yfir efni bókarinnar og
er á þessa leið: Fremst er skrá
um landabréf og aðrar myndir,
sem í bókinni eru, s. s. sýnis-
horn af rithöndinni á kortinií
og handritunum, myndir af
bókarspjöldum beggja handrita
hlutapna og ljósprentanir af
Vínlandskortinu og af Tartara-
frásögninni. I>á kemur fyrsti
bókarkaflinn og fjallar hann
um upprunalega handritið.
Thomas E. Marston skrifar
hann og lýsir þar handritinu
nákvæmlega og rekur sögu þess
bæði fyrir og eftir að það var
bútað sundur. Næst koma ljós-
prentanirnar af Vínlandskort-
inu — bæði í bak og fyrir
og af allri Tartarafrásögninni,
sem er 21 blað og á eftir þeim
sjálf Tartarafrásögnin á latínu
og ensku og hefur George D.
Painter veg og vanda af þeim
kafla, skrifar inngang að hon-
um, þýðir frásögnina og skýrir
neðanmáls ( og er oft mikið
mál).
Þá fjallar næsti kafli um
Vínlandskortið og ritar hann
R. A. Skelton. Er sá kafli miklu
viðamestur, eða alls 133 blað-
síður. Loks er svo kafli sem
ber heitið: „The Vinland Map
and the Tartar Relation: an
Interpretation og er eftir Paint-
er. Lýsir hann þar viðhorfi
sínu til hvorttveggja, kortsins
og Tartarafrásagnarinnar, og
setur fram skoðanir sínar, sem
um sumt eru engan veginn sam-
hljóða skoðunum Skeltons og
bjóða heim miklum vangavelt-
um um landnám íslendinga eða
norrænna manna í Vesturheimi.
Bianco-kortið
Við lestur bókarinnar kemur
í ljós, að það kort annað en
Vínlandskortið, sem hlýtur að
vekja hvað mesta athygli
þeirra sem í bókinni eru, er
kort eitt gert af Italanum
Bianco, árið 1436. Er svo að sjá
sem annaðhvort hafi kort þetta
verið fyrirmynd kortagerðar-
manni þeim er Vínlandskortið
gerði, ellegar þá að sama fyrir-
myndin sé að báðum kortunum,
Vínlandskortinu og korti Bi-
ancos, svo lík eru þessi kort
um margt og mikið ,eins og
síðar verðuf að vikið í þessum
greinaflokki.
Ekki hafa fræðimennirnir þó
látið sér nægja kort Biancos
eitt eins og nærri má geta og
til gamans fer hér á eftir skrá
um helztu 14. og 15. aldar kort
þau, sem um er fjallað í ritinu:
1. kort eftir Giovanni da
Carigano, gert í Genúa um
1310.
2. Kort eftir Fra Paolino
Minorita gert í Avignon í Frakk
landi um 1320.
3. Kort gert um 1321 í Genúa,
höfundur talinn Petrus Ves-
conte, virðist byggt á korti
bróður Paolino. Til eru tíu kort
eftir Vesconte, mörg þeirra und
irrituð af honum sjálfum.
4. Kort gert í Chester í En"-
landi um 1350, höfundur Ran-
ulf Higden.
5. „Medici“-kortið svokallaða,
heimskort í Laurentínsku sjó-
kortabókinni- ítölsku frá árinu
1351. Þetta er fyrsta kortið, sem
sýnir Azoreyjar.
6. Kort gert árið 1367 í Fen-
eyjum á Ítalíu, höfundar eru
Marco og Francesco Pizzigano.
7. Katalónskt kort, gert á
Majorku árið 1375, höfúndur
Abraham Cresques.
8. Borgia-heimskortið, gert á
fimmtándu öld, á fyrra helm-
ingi aldarinnar að talið er og
sennilega í S-Þýzkalandi.
9. Kort gert á ítalíu, árið
1415 að talið er, höfundur
Pirrus de Noha.
10. Annað ítalskt kort, gert
að öllum líkindum á árunum
141Þ—1415 í Feneyjum og senni
lega byggt á Laurentínsku sjó-
kortabókinni.
11. Kort það er gerði Andrea
Bianco í Feneyjum árið 1436 og
meira verður sagt frá síðar.
12. Kort eftir Giovanni Le-
ardo, gert á árunum 1442—52/3
í Feneyjum, byggt á upplýsing-
um frá Nicolo de Conti og frá
katalónskum kortum.
13. Svissneskt kort frá árinu
1448.
14. Katalónskt heimskort —
Catalan-d’Este-kortið, gert á ár
unum 1450—60 að því er talið
er, ef til vill á eynni Majorku,
svipað katalónska kortinu frá
1375 og enda stundum talið
fjórtándu aldar kort.
15. Genúa-heimskortið, gert
árið 1457 í Genúa á Ítalíu svip-
ar mjög til Leardo-kortsins.
16. Kort er gerði Fra Mauro
1 Feneyjum árið 1459 þar- sem
samantekin virðist vera land-
fræðileg þekking fimmtándu
aldar manna.
Fyrstu rarmsóknir
Fyrsti kafli bókarinnar, sem
er eftir Thomas E. Marston,
fjallar eins og fyrr getur, um
hið upprunalega handrit. Er
honum skipt í sjö kafla, sem
heita: 1. rakinn ferill handrits-
ins og hvernig það komst í hend
ur Yale-háskóla; lýsing á hand-
ritinu; fornleturfræðileg rann-
sókn; pappír, bókfell og blek;
bandið á bókinni; texti að hand
riti Vincents frá Bauvais og
loks yfirlit.
í fyrsta kaflanum um sögu
handritsins, segir Marston m. a.,
að í október hafi fornbókasali
nokkur í New Haven, Laurence
Witten, sýnt þeim Alexander
O. Vietor handrit eitt, tiltölu-
lega nýinnbundið í kálfskinn,
sem haft hafi að geyma heims-
kort. er á voru teiknuð m. a.
Island, Grænland og Vínland
ásamt áður óþekktri frásögn af
sendiför bróður Carpini til
Tartara (Mongóla) 1245—47,
sem Witten kvaðst hafa fengið
úr einkasafni í Evrópu.
Síðan segir Marston: „Vietor
og ég skoðuðum handritið gaum
gæfilega. Bæði kortið og text-
inn virtust okkur vera ófalsað
og okkur leizt handritið mundi
vera gert í Rínarlöndum ein-
hvern tíma um miðja 15. öld.
Nokkrir textanna á kortinu
virtust við lauslegt yfirlit eiga
heima í eða vera komnir úr
handritinu um sendiför Carp-
.inis. En tvenht var það, sem
kom okkur til að efast um, að
handritið og kortið ættu saman
að réttu lagi. Hið fyrra voru
göt eftir bókaorma á hvoru-
tveggja. Bæði kortið og hand-
ritið voru nokkuð ormétin, en
slóðin eftir bókaormana á báð-
um hlutunum stóðst ekki á.
Hitt olli okkur þó enn meiri
heilabrotum, að framan á kortið
(sem eins og áður hefur verið
sagt var þannig brotið að kort-
ið sjálft var innan í brotinu)
var skráð athugasemd, sem af
virtist mega ráða, að þar hefði
átt að koma á eftir alllöng frá-
sögn, í mörgum köflum, sem
ekkert átti skylt við Tartara-
frásögnina að því er séð varð.
Þá segir Marston frá því að
í apríl 1958 hafi hann fengið
senda fyrirfram skrá um sölu-
bækur frá fornbóksala einum í
London og pantað hjá honurh
nokkrar bækur á skránni, þar
á meðal handrit eitt af „Spec-
bókaormana.