Morgunblaðið - 23.10.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.10.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 23. október 1965 Landbúnaður - Sveitirnar - Landbúnaður ilíítVMfciii .4. í ’i li'inðlMÍfcfti&ii Éiííi’i miál iwJiitáwflÚfwfrwÉWÍIHIÓii* i.ii ' '•íirWvj iV nniiniii iV*ÍSáiiV'l>'tíiíf''V'i'':'. itfci .... .. i.- ........... * .. * . ■.:' i Sí*. Baðströndin á Laugarvatni. (Ljósm. Guðl Lár.) Sumarið er að kveðja Sláturtið oð Ijúka SLÁTURTÍÐINNI er nú að ljúka að þessu sinni. Talið er alls muni verða slátrað á þessu hausti held- ur fleira fé en í fyrra en þá nam tala siáturfjár tæplega 687 þús. kindum. Alls eru sláturleyfishafar um 70 á öllu landinu en sláturstaðir rúmlega 80. Fer þeim yfirleitt fækkandi, því að fyrir 15-20 ár- um voru þeir 110. Langflest fé er lagt inn hjá Sláturfélagi Suðurlands eða um 130-140 þús. fjár. í>að hefur 8 sláturhús á sínu félagssvæði, sem nær austan frá Skeiðarársandi vestur til Borgarfjarðardala. Ekki liggja fyrir neinar skýrsl- ur um fallþunga 'dilka á þessu hausti, en hann mun vel í meðal- lagi, nokkuð misjafn, eins og alltaf, sumsstaðar minni en í fyrra, en annars staðar allt upp í 1 kg. meiri. Nýr ritstjóri Freys BÚNAÐ/fRBLAÐIÐ Freyr kem- ur út mánaðarlega — gefið út af Búnaðarfélagi íslands og Stéttar- sambandi bænda. Það er venju- lega með fjölbreyttu efni bæði innlendu og erlendu. í októiber- heftinu er þetta efni m.a.: Skýrsla um jarðabætur árið 1964, Bændaför til Noregs og Danmerk ur sl. sumar, Heimsókn á Rjúk- an, Um fjárflutninga, Viðtal við tvo bændur í Skagafirði, Alfreð á Reykjarhóli í Fljótum og Hart- mann á Þrastastöðum í Stiflu. Ennfremur eru í þesu hefti blaðs ins forustugreinin, Haust, eftir ritstjórann, fréttir frá Hvanneyri o.fl. Ritstjóri Freys er nú Gísli Kristjánsson en honum til að- stoðar er nú ráðinn Agnar Guðna son, ráðunautur. ÞESSI grein, sem fylgir þessari fallegu mynd er skrifuð 15. októ- ber: Haustið kom í nótt. Raunar fannst Tímanum, ’að veturinn hefði þegar tekið völd- in, því að hann gat þess (í næst síðustu viku sumars), að daginn óður hefði verið haldinn „fyrsti fundurinn á vetrinum" í flokks- félaginu í höfuðstaðnum. Skyldi vera kominn einhver hrollur í Framsókn gömlu? Eða þeir á Tímanum ekki lengur svo sveitó að telja daga sína í vikum sum- ars og vetrar? En hvað um það. Það var haust ið sem hafði verið gestur okkar þessa októbernótt. „Það kom vestan vatn í gegnum svefninn. Vatnið er hemað þar sem slóð þess lá.“ (Sn. Hj.) En hér er ekkert lyngt og tært stöðuvatn handa haustinu til að marka á sín fyrstu spor. Hér á götúnni og bílaplaninu eru bara nokkrar kringlóttar holur, full- ar af gruggugu vatni eftir skúr- ina, sem kom í gær áður en kóln aði. Og nú hefur fyrsta frost- nótt haustsins lagt þunnt, mógult svell yfir þessa óhreinu götu- polla. En áður en almeningur er kominn á fætur, hafa bílarnir brotið það í örsmáa hola, sem liggja dreifðir eins og glerbrot um strætið. Og loftið; það ber þess líka vott, að haustið er kom- ið. Himinninn er þakinn dökkgráu skýjaþykkni, nema í austrinu. Þar er einhver morgunglenna, óeðlilega rauð, rétt eins og sumr- inu sé að 'blæða út. Það boðar úr- komu áður en þessi dagur er allur. Hún lætur heldur ekki á sér standa. Eftir hádegið fara að myndast einhverjar gráhvítar agnir í loftinu. Það er úrkoma, sem veit ekki sjálf hvort hún er heldur regn eða snjór fyrr en hún er orðin að for á blautri göt- unni og breytist brátt í nepjulega rigningu sem hvolfdist fyrir bæ- inn: Steypibað Haustsins 1965 er opnáð almenningi. Undir kvöldið styttir upp og fer að létta til. Fyrsti dagur haustsins er liðinn. Þótt enn séu nokkrir dagar til vetrar, heyrir þetta sumar for- tíðinni til. Mikið var það blítt og bjart og margan góðan og glaðan dag veitti það Islands börnum. Þær myndir eigum við í minningunni og máist þaðan ekki út. Margar hafa líka verið festar á pappírinn og hér birtist ein þeirra sem vert er að geyma. Hún er frá einu fjölmennasta og glæsilegasta móti sem ungt fólk hefur haldið á íslandi, Lands mót U.M.F.Í. á Laugarvatni, þar sem fegurð landsins og fegurð sumarsins myndaði ógleymanleg- an ramma um æskuþrótt og fagn að ungra íslendinga. Gullið er geymt í manninum sjálfum Á EINU af hinum fjölmennu héraðsmótum Sjálfstæðisflokks ins í sumar var Egill Jónsson, ráðunautur, bóndi á Seljavöll- um í Nesjum meðal ræðu- manna. Hér birtist síðari hluti af ræðu hans: ......Vilji er allt sem þarf.“ í þessum orðum felst ráðning þeirr ar gátu hvers vegna þjóðinni tókst gegnum erfiðleika myrkra alda að vera til. Þar kom ekkert annað til en heitar óskir og ein- beittur vilji. Vestfjarðaáætlunin er ákveðin. Hún boðar viðnám í þeim lands- hluta, hliðstæðar framkvæmdir standa ýmist yfir hér, eða þeim er lokið. Það hillir undir fram- jtvæmdasjóð dreifbýiisins, með ný áform og aukin verkefni. En hverjir verða valdir til að stjórna þessum nýja sjóði? Verða það hagsýslu- eða atvinunefnda- menn, eða verða til þess valdir menn, sem skilja hjartslátt at- vinnulífsins, áform fólksins. Hér ekiptir ekki máli hvort sjóður- inn telur 1 millj. fleiri eða færri krónur, heldur hvaða öfl og óform hann leysir úr læðingi. Sú breyting, sem orðið hefur á aðstöðu folksins í þessu byggðar- lagi síðustu árin er ekki aðeins bundin við vegi, raforku, brýr o-s.frv. heldur er þar um að ræða aflvakann í lífi fólksins. Framhaldið er fólksins sjálfs, að ekila nýjum verkefnum og auknu etarfL Þannig þarf framkvæmdasjóð- urinn að vera uppbyggður, afl- vaki í nýjum starfi, skapa fólk- inu áform, óskir og hvöt til nýrra dáða. Undir þeim kringumstæð- um verður gengi hverrar krónu ekki tvöfSlt heldur margfalt. Þess vegna þarf sjóðurinn að stjórnast af fólkinu sjálfu eða af mönnum, sem skilja líf þess og störf. Við tölum um silfur hafsins og jafnvel silfur landsins, en gullið er geymt í manninum sjálfum. Þesa staðreynd ætti að vera auðvelt fyrir Sjálfstæðisfólk að skilja. Ræður flokksins hafa náð um allar íslandsbyggðir, til fólks úr öllum stéttum, mótað við breyti- legar aðstæður. Sá flokkur, sem þannig er uppbyggður býr yfir meiri víðsýni en aðrir flokkar og hann á síður að þurfa tilsögn um hvað bezt kemur islenzkri þjóð, heldur en þeir stjórnmálaflokkar sem hafa afmarkað þrengra svið. Með kjördæmabreytingunni var haldið inn á nýja braut í stjórnskipan landsins. Smáu kjör dæmin tryggðu að viðkomandi þingmaður hlaut að halda vöku sinni í hinni pólitísku baráttu. Þetta aðhald hafði ekki síður áhrif á mótum stjórnmálaflokk- anna sjálfra, uppbyggingu þeirra og áróður heldur en beina hags- munalega þýðingu fyrir kjördæm in. Hins vegar var þessi skipan málanna um of á kostnað eðli- legs pólitísks jafnvægis milli borgarana og stjórnmálaflokk- anna. Það er höfuðnauðsyn að stjórnmálaflokkarnir haldi áfram að starfa á breiðum grundvelli, en móti störf sín ekki einungis við það sem beztan pólitískan bita gefur í aðra hönd .... .......Ekki fer hjá því að mönnum finnist, að skrafið um afl vísindanna og eflingu þeirra, sé nokkuð öfgakennt og ein- stöku sinnum hvarflar að manni að maðurinn sé fyrir vísindin og tæknina, en vísindin og tæknin ekki mannsins vegna. Nú telst sá vart maður með mönnum, sem ekki boðar aukna Egill Jónsson, Seljavöllum tækni og bætta aðstöðu til æðri menntunar. Vissulega þurfum við að auka hina æðri menntun og raunar menntun á sem flestum sviðum. En þar þurfum við mesta áherzlu að leggja á, sem vanþekkingin er mest og tjónið hennar vegna er alvarlegast. Þess vegna þurfum við í vax- andi mæli að mennta þjóðina í sögu sinni, ekki einungis þeirri er gerðist fyrir 1000 eða 100 ár- um, heldur þeim kapítula, sem við eru mað skrá í dag. Fræðsla um lífshætti þjóðarinnar, að- stöðu og uppbyggingu atvinnu- Veganna, um breytileg viðhorf innan þjóðfélagsins, og raunar allt það sem varðar líf og starf þjóðarinnar, væri mikilsverður þáttur, já grundvallaratriði til að skapa gagnkvæmt traust á milli borgaranna. Öfgaöflin, sem þróast í skugga tortryggni og öfundar, yrðu mátt vana og andstaða þeirra afla, traust og víðsýni verða hið ráð- andi afl. Á þann hátt væri bezt hlúð að þeim rótarsprotum sem færa næringuna að stofni þjóð- lífsins, og ávöxtur aukins mann- gildis ‘birtast í bættum hag þjóð- arinnar. Já, öll sem einn, leggjumst á eitt með að skapa það umhverfi, þann skilning og þá vitsmuni, sem gera góða drengi að betri mönnum, litla þjóð að stærri þjóð. Í LMRIl ENN einu sinni er landbúnaður- inn mjög á dagskrá. Það er rætt um stöðu hans í atvinnu-og fjár- hagslífi þjóðarinnar. Tilefnið nú er erindi viðskiptamálaráðherra, er hann flutti á aðalfundi Verzl- unarráðs fslands um daginn, þar sem sagt var, að landbúnaðurinn væri eitt mesta efnahagsvanda- mál, sem þjóðin ætti við að glíma sem stendur. Útflutningsuppbæt- urnar á landbúnaðarframleiðsl- una væru að verða óbærilegar; þessvegna ætti að stefna að því, að takmarka framleiðslu búvar- anna við neyzluþörf landsmanna. Einnig vildi aðalfundurinn láta flytja inn eitthvað af landbún- aðarvörum til samanburðar fyrir neytendur á verði og gæðum. Óneitanlega getur það verið þarft, og er ekki nema eðlilegt, að atvinnugrein, sem nýtur jafn- mikils stuðnings og afskipta þess opiribera eins og landbúnaðurinn gerir nú, sé oft til umræðu á vett vangi stjórnmálanna. í sambandi við það skal hér vakin athygli á nokkrum staðreyndum. 1. í öllum menningarlöndum er þróttmikill og blómlegur land- búnaður talinn mikilsverð kjöt- festa í þjóðlífinu, hvort sem á það er litið frá efnhagslegu eða menningarlegu sjónarmiði. 2. 1 öllum löndum nýtur land- búnaðurinn meiri og minni stuðn ings þess opinbera í einhverri mynd í líkingu við það sem hann gerir nú hér á landi. 3. Þar sem landbúnaðurinn á að geta fullnægt innanlandsmark aðinum í misjöfnu árferði er oft- ast einhver „offramleiðsla“, sem flytja verður út. 4. Útflutningsuppbætur eru því trygging fyrir neytendur og stuðningur við landbúnað við- komandi lands ,en enginn styrk- ur til erlendra kaupenda. 5. íslenzk landbúnaðarfram- leiðsla — hráefni — er talin ca. 1840 millj. kr. virði. Af því nema útflutningsupbætur 10%, eða 184 millj. kr. 6. Enda þótt bændum lands- ins fækki, veitir landbúnaðurinn stöðugt fleira fólki atvinnu við vinnslu úr afurðunum og margs- konar þjónustu. Hér eru nefndar nokkrar stað- reyndir um landbúnaðarmál og skal lesendum látið eftir að draga af þeim sínar ályktanir. En það er óhætt að fullyrða, að aldrei hefur í sveit- um landsins ríkt meiri trú á fram tíð landbúnaðarins. Fer þar sam- an vaskleg og víðsýn forusta þess opinlbera og dugmikið fram- tak bændastétarinnar sjálfrar til að efla og styrkja atvinnuveg sinn og gera framleiðsluna holla og fjöl’breytta matvöru handa öll um landsins börnum. Börnin þekkjast úr „JÁ, sveitalífið er dásamlegur skóli fyrir þéttbýlisfoörn og þá ekki síður fyrir börnin ,sem alast up í sveitunum. En heilibrigðir þurfa ekki læknis við, stendur þar. Á meðan ég var bekkjakennarl og hafði undir höndum 50-60 börn í tveimur deildum, þóttist ég geta þekkt þau börn úr, sem dvalizt höfðu í sveit yfir sumarið. Það var yfir þeim meiri ró og jafnvægi, það var meiri menn- ingarblær yfir málfari þeirra en hinna, sem heima höfðu verið. Málfarið auðugra og orðaforðinn meiri og oft brá fyrir setningum og orðtökum, sem þau höfðu beint upp frá fullorðna fólkinu. Það kom líka fram í ritgerðum þeirra, að þau höfðu lært að hugsa öðruvísi. (Heimili og skóli)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.