Morgunblaðið - 23.10.1965, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.10.1965, Blaðsíða 22
22 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 23. október 1965 Alfa Ásgeirsdóttir — Nú andar naeturblær um bláa voga, við'bleikan himin daprar stjörn- ur loga. Og þar sem forðum vor í sefi •söng, nú svífur vetrarnóttin dimm og löng. Tómas Guðmundsson. ÞEGAR ég kom frá útlöndum sl. mánaðamót, var komið haust en engin voru þá enn komin sval- viðri, þótt blóm væru tekin að flöna og lauf tekin að falla af trjánum hér úti í garðinum. Trén stóðu enn I miklum skrúða, nú voru laufblöðin purpurarauð og bleik og allt þar á milli, og þau sem fallið höfðu mynduðu í garð inum litríkt málverk, hvílík blæ- brigði og fegurð. Og enn var svanurinn ekki þagnaður. En í ríki náttúrunnar og í hugum manna bjó um sig haustsstemmn ingin, sumarið var á enda runn- ið. Það mátti búast við kóln- andiveðri, því að eftir haust kem ur vetur, oft kaldur og bitur. Ég kom utan af landi fyrst í ágúst og kom við hjá Ölfu, þar sem það er í leiðinni heim til mín. Ég átti ekki von á slíkri aðkomu, því tveim mánuðum áð- ur var hún hress og kát, þótt ég vissi, að hún hafði verið meira og minna undir læknishendi í vetur, vegna „giktar eða kölkun- ar í baki.“ — „Skjótt hafði sól brugðið sumri.“ Mér duldist ekki, að hér þurfti skjótra aðgerða. En hvers vegna var Alfa ekki á sjúkrahúsi, svo aðfram komin? Hún varð að styðja sig við það sem hendi var næst til þess að geta hreyft sig um stofuna, með brostin augu og veika rödd. Hún fagnaði komu okkar innilega, því að vissulega var hún hjálpar- þurfi. Tveim dögum áður hafði góður læknir komið til hennar, sem sá að hér mátti engan tíma missa og að hún yrði að fara strax á sjúkrahús. Alfa yildi nú ekki gera mikið úr þessum „kvilla“ sínum, þótt hún værí eins og sjúklingur nýkominn af spítala eftir mikla óperasjón og langa legu. Ég þurfti einkis að spyrja. Ég sá. Alfa fór svo á Landspítalann þar sem gerð var á henni mikil aðgerð eins fljótt og þora þótti, og tókst það út af fyrir sig vel, — en of seint — Chancer — malingt — metastasis — of seint! Samt sem áður hjarðn aði hún furðu fljótt við eftir að- gerðina. Hún bar sig eins og setja, „nú færi henni fyrst að batna.“ Yfirleitt talaði Alfa ó- gjarnan um veikindi sín eða sinna. Hún hefur altlaf verið þannig, ávallt æðrulaus. Hún hafði gengið í harðan skóla og lært að aga sjálfa sig . Ég flaug til útlanda eftir að hafa fengið „vissu“ fyrir að fá að sjá systur mína á lífi við heimkomuna eftir mánaðartíma. Ég fór um nokkur lönd og hafði nokkurra daga dvöl í sex borg- um. Alfa var alltaf efst í huga mínum, því sendi ég henni kort eða bréf frá hverjum dvalarstað, ef það mætti gleðja hana, enda reyndist það svo. Einhvern veg- inn hafði ég það á tilfinningunni að ég hefði flúið land til þess að þurfa ekki að horfa á systur mína þjást. Ég reyndi því að bæta fyr- ir þetta „brot“ mitt með því að senda henni eina eða tvær kveðj- ur frá hverjum stað, sektarmeð- vitundin mildaðist við það. En í vor hafði ég ákveðið þessa för mína vegna kennslustarfa minna við Háskólann. Jú, ég kom heim eftir mánuð með konu og dóttur. Alfaðir hafði vissulega verndað okkur í lofti og á láði og legi. Við heimsóttum Ölfu á Minning spítalann, jú ,guð hafði vissulega bænheyrt mig svo langt sem það náði. Hún var hress að sjá og tók ökkur opnum örmum. Nú var hún komin aftur á Lands- spítalann eftir að hafa verið heima um tíma, þar sem allt sótti í sama horfið. Ég held að hún hafi þá enn verið sigurviss. Og nú er svanurinn þagnaður, enda blóm öll fölnuð og skóg- gyðjan hefur fellt allt sitt hár. Að leiðarlokum koma fram marg ar minningar, sem geymast. Þetta verður ekkert æviregistur, held- ur bróðurkveðja. Frá fyrstu tíð, er ég man eftir henni, var hún falleg, tápmikil og góð systir. Sérstaklega man ég hana í Hafn- arfirði, þegar við vorum ungl- ingar, táp hennar og dugnað, og systurlegan kærleika. Man ég eina vetrarnótt í marz 1930, er við grúfðum okkur niður í stól- ana í setustofunni á Vífilsstöðum meðan. mamma var að yfirgefa þennan heim eftir sjö ára veru þar. Þótt lítill aldursmunur væri á okkur var hún þá stóra syst- irin, sem verndaði og huggaði litla bróður. Hún eignaðist ynd- isleg börn, sem hún ól upp svo til fyrirmyndar var. Svo líða ár- in. Þá man ég hin þungbæru ár meðan Geiri sonur hennar háði árum saman baráttunna við þung bæran sjúkdóm, oftast á sjúkra- húsum, þar slokknaði það ljós, er skærast brann í hennar ranni. Aldrei var æðrast, hvorki af hans né hennar hálfu. Þar féll hetja 19 ára, sem hafði ætlað sér lang- skólagöngu. Enn líða nokkur ár. Þá er það, að Þorkell sonur ihennar, yndislegur og reglusam- ur drengur, á bezta aldri, lézt eftir hroðalegt slys í Hvalfirði, þegar bíll hans rann af svell- bunka niður fyrir veginn. Alfa var þá fljót að bregða við upp á Akranes, eftir að sonur henn- ar hafði fundizt rétt fyrir myrk- ur, þar sem hann hafði legið á köldum klakanum daglangt. Hún vakti svo yfir honum daga og nætur, unz yfir lauk og kom óbuguð og æðrulaus í bæinn aft- ur. Þó getur ekki farið hjá því, að þessi áföll ásamt ýmsu öðru mótlæti í lífinu grópuðu djúp sár í sálarlíf hennar, þótt enginn mætti merkja það. Á síðustu myndinni sé ég Ölfu yfir mold- um föður okkar 15. maí sl. vor. Ég sá þá fyrst raunverulega, að henni var brugðið, svo að eitt- hvað meira en lítið hlau tað hrjá hana. — Ég get ekki hugsað mér betri né trúrri eiginkonu og móður. í æsku blasti lífið við ungri og gjafvaxta mær, en Alfa var stillt og siðprúð í æsku og gekk hinn beina, mjóa veg dyggðar- innar, þótt hún ætti margra kosta völ. Seinna kom svo lífið með öllum sínum þunga og ábyrgð gagnvart heimilinu, það tóku að skiptast á skin og skúrir. Sér- staklega voru örlögin henni þung í skauti hin seinni árin. Og nú systin mín góð, hefur þú verið kölluð héðan meira að starfa guðs um geim. Það er hugg un harmi gegn, að skjöldur þinn var hreinn og óflekkaður, og þú lætur okkur eftir hugljúfar minn ingar. Ég veit, að þú kvaddir þennan heim í þeirri trú og vissu, sem birtast í orðum Hallgríms Péturssonar: Gegnum Jesú helgast hjarta í himinninn upp ég líta má, Guðs míns ástarbirtu bjarta bæði fæ ég að reyna og sjá. Hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. Guðmundur Hraundal Sfjórn kosin í Rithöfunda- félagi Islands AÐALFUNDUR var haldinn 1 Rithöfundafélagi íslands sunnu- daginn 17. þ.m. Stjórnin var endurkjörin. Hana skipa Ragn- heiður Jónsdóttir formaður, Friðjón Stefánsson gjaldkeri, Sveinbjörn Beinteinsson ritari og meðstórnendur Halldóra B. Björnsson og Þorsteinn Valdel marsson. í stjórn Rithöfunda- sambands íslands voru kjörnir Björn Th. Björnsson, Kristinn Reyr Pétursson og Þorsteinn Valdemarsson. Framlciðum áklæði á allar tegundir bíla. Otnr Simi 10659. —Hringbraut 121 urumrni Rosenborg með 3:1 í sáðarl lerk félaganxba í E v r ópukepp n inni (14). Reykjavíkurmeistaramótið í frjál©- fþróttum haldið (14). Færeyskt knattspyrnuifélaig heim»- •ækir Reyni í Sandgerði (15). Skarphéðinn vann UMSK í íþrótta- .keppni (15). Ármann hlýtur flest stig á Unglinga meistaramóti íslands (17). ÍR „bezta frjálsíþróttaíélag Reykja- víkur 1965“ (21). íslandsmótið 1 knattspyrnu, 1. deild: Akranes—Keflavík 1:2 (21). — KR— Keflavík 3:3 (28). — KR og Akranes eru jöfn að stigum í deili/inni, með 13 stig, og verða að leika úrslita- leik. AFMÆLI Vigdís Magnúsdóttir, Stokkseyri, löO ára (1). Prentnemafélagið í Reykjavik 25 ára (15). Gideonifélagið hér á landi 20 ára (25). ÝMISLEGT Sk í rnarf ontur gefinn Miklaholts- kirkju (1). Kartöflur seldar úr bifreiðum þar •em kaupmenn neita að selja þær (1). Fjórtán skipsmenn á Langjökli játa á sig smygl (1). Útlit fyrir sæmilega kartöfluupp- ■keru (1). Rannsókn á ferðakoetnaði rfkis- ty rirtækja að frumkvæði fjármála- ráðherra (1). 3230 dilkum slátrað til 1. sept. (2). Heimilissjóður taugaveiklaðra barna lær 100 þús. kr. að gjöf (2). Vöniskiptajöifnuðttrinn óhagstæður uan 481.762 millj. kr. fyrstu 7 mán- uði ársins (2). Prestsembættin í landinu nú H20 talsins (3). Skeiðará í vexti (3). 117 af 57 læknishéruðum landsins 6- veitt (5). Surtseyjarkvikmynd Ósvalds Knud •ens fær ágæta dóma á Edinborgarhá- tiðinni (5). Susanna Reith í lögbann (7). Kalnefndin áætlar að bændur á Austurlandi þurfi að fá um 3000 lestir wi heyi (8). Leifar norræns manns firmast á Austurströnd USA? (8). Sætanýting Flugfélags íslands al- drei jafngóð óg nú (9). Góð nýting hótelanna í Reykja- vik (10). Karlakór Reykjavíkur undirbýr Miðj arðarhafsferð (10). Vatnsskortúr seinkar skólasetn- lngu í'Hafnarfirði (10). Jöklamenn fara leiðangur til Grín)s vatna (ÍO). Loftleiðir óska uppsagnar loftleiða- samningsins við Norðurlönd (11). Meðalafurðaverð til bænda hækk- ar um 11,2% miðað við verð 1964 (14). Mannabein úr heiðnum sið finnaet í Eyjafirði (14). Vatnajökulsleiðangur snýr aftur vegna ófærðar á jökulinn (14). Ekið yfir Berufjarðarskarð í fyrsta sinn (14). Viðurkenning veitt fyrir fagra garða í Kópavogi og Hafnarfirði (15). Nær 1,5 millj. kr. atf innstæðulaus- um ávísunum í bönkunuim (16). Syrtlingur orðinn 624 m að lengd og 67 m hár (16). Mánaðar ótíð í Skagatfirði eftir gott sumar (16). Surts-mynd Ósvalds Knudsens fékk flest atkvæði sem bezta fræðslukvik- myndin á fræðslukvifcmyndaviku Evrópuráðsins (17). Dauðar gæsir í þúsundatali á af- rétti (17). 43 laxar gegnir í eklisstöðina í Kollafirði í sumar (17). Farmgjöld á stykkjavöru hækka um 15% (17). 40—50 lestir veiddust í Veiðivötn- um í sumar (18). Fyrsti bíllinn fer fyrir Ólafsfjarð- armúla (18). Mjóikurvörur hækka í verði (21). Verð landbúnaðarafurða ákveðið (22). Skipastóil íslendinga um 150 þús. brúttólestir (22). Vatnsvandræði í -Hafnarfirði (24). Nýtt vikublað, „Nýr Stonmu:“, hef- ur göngu sína (24). Kornuppskera með lakara móti á Héraði (24). Vöruskiptajöfnuðurinn fyrstu 8 mánuði ársins óhagstæður um 407,6 millj. kr. (25). Sunnlenzkir bændur gefa austtfirsk- um bændum allt að 1000 hestum heys hver (26). Nær 1000 farþegar á dag um Kefla- vikurflugvöll í ágúst (28). 50 Ie9tir af kísiigúr fluttar út (29). Krabbameinsfélaginu berast stór- gjatfir (30). Sovézk hatfrannsókna rskip í Reykja- víkurhöfn (30). ÝMSAR GREINAR Samtal við dr. Bjarna Heígason (1). Samtal við Gabriel Axel, leikstjóra (1). Næturfrost og matjurtarækt, eftir Einar í. Sigurgeirsson (2). Síðasta sj óslysið, etftir Hjálmar Bófðarson (2). Auðarminni, eítir sr._ Eggert Ólafe- spn* Kvennabrekku f2).. Langavatnsctoto, eftir Tómas Ein- arsson’ (2). ^ . ,.;v 18ÖOO bíiar fara um Fossvog — Vega skattur á Suðurnesjaveg (3). Samtal við ívar Guðmundsson (5). Samtal við í»orstein Eyvindsson, togaraskipstj óra (5). Kosningar í Noregi eftir Skúla Skúlason (5). Albert Schweitzer, iítf hans og störf (7). Athugasemd, eftir Guðjón Jónsson frá Hermundarstöðum (7). Norður Kaldadal, eftir Harald Sig- urðseon (8). Samtad við Metúsalem Ólafsson, Vestur-íslending (9). Flatey á Skjáifanda (10). Frá Rhodesíu, eftir Viggó Oddsson (11). Úr erindi dr. Bjarna Helgasonar á aðaltfundi Skógræktarfélags íslands (íi). Á smokkfisveiðum fyrir vestan, eftir Friðrik Sigurbjörnsson (12). Á flugi, rætt við einkaflugmenn (12). Hross og lömb flutt \$r landi (14). Fögur hugsun — og önnur, eftir Valdimar Guðlaugsson (15). Um fjörð og nes, eftir sr. Gísla Brynjólfsson (15). Spjall við fulltrúa á þingi SUS (16). Lauk- og hnúðjurtir, eftir Óla V. Hannsson (16). Að fljóta eða sökkva, eftir Bjarna Guójóns&on (17). Um trjávöxt á Vestfjörðum, eftir Hákon Bjarnason (17). Samtal við Kjartan Mohr, lögþings mann í Tórshavn (17). Greinargerð frá Sigurgeiri Jóns- syni, bæjarfógeta 1 Kópavogi (18). Um Laxveiði, eftir Gunnar Bjarna- son, formann SVFR (18). Frá umræðuam og tiilögum SUS- þings um menntamál (18). Hversdagsganga um borgina, eftir Matthías Johannessen (18 og 19). Samtal við Jónas Pálsson, sAifxæðing (18). Rabb úr Rússlandstferð, eftir Mar- gréti R. Bjarnason (19, 21, 25) Afmæiisrabb við Lárus Halldórseon á Norðfirði (19). „Bændaílokkurinn** í Búlgaríu (21). Skyggnzt i.m á Snæfellsnesi, eftir Magnús Finnsson (21). Eiríkur H. Finnbogason skrifar frá Svíþjóð (21). Um myndskreytingu í Skógasfcóla (21). Saontai við stjórn Flugfólags Föroya og forstjóra Föroya Ferðamannatféiag (24) . Síldarflutningar frá AusturlancU, etftir Sigurjón Jónsson, . Vopnatfírði (25) . Nokkrar órökkstuddar hugleiðjng- ar um einangrun Reykjavíjtu^ eftiir Háikon H. Kristján®son (25). Tólgarfeiti í nútímabúsfcap og gjald- eyrissparnaðuT, eftir Gunnar Bjama- son (25). Rányrkja, ofveiði og tækniþróun, eftir Axel Jóhanneson (26). Vegatollur á Keflavíikurvegi, eftir In.gv ar Guðmundsson (25). Samtal við dr. Bjöm Sigfússon, há- skólabókavörð (26). 10 leikhúsgestir segja álit sitt á sjónleiknum „Eftir syndafallið'* (26). Greinargerð dóms- og kirkjumála- ráðuneytis vegna kaupa á húsi Guð- mundar í. Guðmundssonar (29). Skógrækt að Stálpastöðum (29). Eiríkur H. Finnbogason skrifar frá Svíþjóð (29). Að haustnóttum í skrúðgarðinum, ecftir Ólaf Björn Guðmundsson (30) Þjóðverjar leggja mikið upp úr gæðuiYv fisksins, samtal við Ernst Stabel (30). MANNALÁT Guðmundur Jónsson frá Hunda- stapa, Mýrum. Elísabet Guðmundsdóttir, Melum Árneshreppi. Gissur Baldursson, Snorrabraut 40. Sigurður Sigurðsson, fyrrv. verk- stjóri, Norðurstig 5. Þórunn Þórðardóttir, Vamialæk, Hveragerði. Elín Steindórsdéttir Briem, fyrrom húafreyja Oddgeirshólum. Sigurlín Kristjánsdóttir, Skipholtl 39. Jóhann M. Kristjánsson fró Lága- felli Syðra. Hulda Jónsdóttir, Akranesi. Guðfinnur tórðarson frá Vest- mannaeyjum. Guðrún Á. Þorkelsdóttir, Ásvalla- götu 53. Herdís Jónsdóttir fró Þverhamri, Breiðdal. Jón Jóhannesson, bræðsluimaður Hringbraut 116. Unnur Ólafsdóttir, Safamýri 34. Helga Jónsdóttir, Einimel 11. Steinunn Jóhannesdóttir, Hofsvalla- götu 18. GísJi J. Johnsen, stórkaupmaður. Geir Gíslason frá Gerðum. Jóhann Jónsson, Valbjarnarvöll'um. I>órður Karlsson, Heigamagrastræti 56, Akureyri. Helgi Jónsson, Drápuhlíð 3. Rannveig Jónsdóttir, Eyri, Eyrar- bakka. Helga Gísladóttir, Elliheimilinu, Akranesi. Sigurður Kristjánsson, véletjóri, Hamarðu.uUt 11, Hatfnarfirði. Jóhanna Bjarnadóttir, ísafirðl. Sigurður Guðmundsson frá Kirkju- bóii Arnarfirði. Valgerður Bjarna- dóttir frá Gyllastöðum. Herúifur Björnsson, Grettisgötu 45A Andrés J. Johnsen, minjasainari, Asfoúð, Hafriartfirði. Þorsteinn Þorsteinsson, kaupmaður frá Vik. Guðni Guðnason, Blönduhldð 24. Sigrún Jónsdóttir frá Súðavik. Sigurður Eyþórsson, umsjónarmað- ur Langholtsskóla. María M. Andrésdóttir, Stykkis- hólmi. Sigurveig Ámadóttir frá Arnarnesl. Rannveig Jónodóttir, Eyri, Eyrar- bakka. Rannveig Þórarinsdóttir, Hvolstfiolti. Jafcob Jónasson, Vatnsnesvegi 11. Keflavik. Ársæll Jónsson, múrarameistari, X>jórsárgötu 2. Sverrir Jónsson, prentari, Óðinsgötu 3. Rvík. Ólafur Þ.Þ. Ágústsson, Njarðvíkur- braut 4, Innri-Njarðvík. Sveinbjöm Kristjánsson, bygginga- meistari, Samtúni 2. Margrót Jóhannesdóttir, Kleppsvegl 104. Eirífcur Eiríksson frá Breiðunni. Emilía Björg Pétursdóttir, Stýri- mannastíg 12. Guðmundur Ólafsson frá Hrafna- gili 1 Vestmannaeyjum. Sigurbjörg Hailvarðodóttir, Mána- götu 14, Reykjavík. Agnes Gestsdóttir, Laugarnesvegi 104. Eggertína Ásgerður Guðmundsdótt- ir, Grundargötu 7B, Siglutfirðh Þórunn Gróa Ingvarsdóttir frá Eyrarbakka. Anna Jónsdóttir, Laxailóni. Sigurður Halldórsson, skriflstofu- maður, Vesturgötu 36, Akranesi. Gísli Jónsson, Mundakoti, Eyrar- bakka . Björn Lárusson, Ósi. Jón Bjamason, trésmiður frá Klúku í Hjaltastaðahreppi. Kristján Ásgeirsson, fyrrv. verzl- unanstjóri, Flateyri. Jón Ólafur Möller, stórkaupmaður. Benóný Baldvinsson, Fjarðarstræti 47, ísatfirði. Gestur Benediktsson, framreiðslu- maður, Vesturgötu 50. Sigurbjörg Hallvarðsdóttir, Mána- götu 14. Hólmtfríður Jóhannsdóttir frá Hest- eyri. Jóhanna Jörgensdóttir Heiðdal. Guðmundur Vilhjálmsson, fyrrv. f ramkvasmd a st jórf. Árni Ingvarsson, Brávallagötu 48. Veróníka Guðrún Jensdóttir, Hörpu götu 4. Ben-tína Stefánsdóttir, Grjótagötu 4. Rvík. GuðbjÖrg Guðlaug Pálsdóttir frá Hjörtsbæ. Ólafur Guðnason frá Brú, Rannveig Jónasdóttir, Bergþóru- götu 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.