Morgunblaðið - 23.10.1965, Blaðsíða 23
Laugardagur 553. október 1965
MORGUNBLAÐIÐ
23
Guðbjartur Ásgeirsson, bryti
Minning
í DAG verður gerð i Hafnar-
firði útför Guðbjartar Ásgeirs-
sonar bryta, en hann andaðist
sl. mánudag.
Með Guðbjarti er genginn
einn þekktari borgari Hafnar-
fjarðar, maður sem í hálfa öld
hefur komið mjög við sögu bæj-
arins þó ekki hafi hann starfað
að opinberum málum.
Guðbjartur var fæddur á tsa-
firði 23. desember 1889, og voru
foreldrar hans, Ásgeir Guð-
bjartsson verkamaður og kona
hans Gíslína Vigfúsdóttir, sem
bæði eru látin.
Á ísafirði ólst Guðbjartur
upp hjá foreldrum sínum fram
að tvítugu, en 1915 réðst hann,
sem matsveinn á togara í Hafn-
arfirði, en Hafnarfjörður varð
síðan heimabyggð hans. Guð-
bjartur gerði sjósókn að lífs-
starfi sínu og stóð þar vel og
ciyggilega í stöðu sinni, sem
snatsveinn.
Vinsælli mann í sjómanna-
stéttinni í Hafnarfirði var vart
að finna, og ekki er lakari vitn-
isburður húsbænda hans. Á sjón
um undi Guðbjartur sér vel og
hann átti því láni að fagna að
geta stundað starf sitt svo að
segja til þess síðasta.
Þótt Guðbjartur hefði ærin
verkefni að vinna til sjós, þá
gaf hann sér samt tíma til þess
að sinna hugðarefnum sínum.
Hann fékk snemma áhuga á ljós
myndun, og hefur hann ásamt
konu sinni unnið á sviði ljós-
anyndunar, mjög merkilegt starf
sér í lagi Ijósmyndun þeirra úr
sjómannalífinu og reyndar ís-
lenzku atvinnulifi.
Margar myndir þeirra eru við
urkennd afrek á sínu sviði, og
hafa borið hróður sjómanna-
stéttarinnar utan lands sem inn-
an. Er það verk, sem þau hjón-
in hafa unnið á þessu sviði, svo
merkt og geymir það merkan
þátt íslenzkrar atvinnusögu, að
vert er að því sé haldið á lofti
og það virt sem skyldi.
1 maí mánuði 1916 kvæntist
Guðbjartur eftirlifandi konu
sinni Herdísi Guðmundsdóttur
frá Skarði í Lundareykjardal og
hafa þau eignast 11 börn og eru
7 þeirra á lífi. Tvö fósturbörn
hafa þau alið upp, auk þess
sem á heimili þeirra dvaldist í
rúm 40 ár Guðfinna Sigurðar-
dóttir frá Deild á Álftanesi, og
var hún ekki síður fjölskyldu-
meðlimur en hinir.
bað var hlutskipti Guðbjart-
®r, eins og svo margra annarra
sjómanna fyrr eg síðar, að
starfa lengi fjarri heimili sinu,
konu og börnum. Það var því
þar eins og víða ,að hlutverk
húsfreyjunnar var tvöfalt.
Frú Herdís hefur með miklum
myndarbrag gegnt hlutverki
sínu, hlutverki hinnar íslenzku
sjómannskonu, en það var og er
oft æði erfitt.
Hún bjó manni sníum og fjöl-
skyldu elskulegt heimili. Þangað
var ævinlega ánægjulegt að
koma og vinirnir ætíð vélkomn-
ir.
Þegar nú Guðbjartur Ásgeirs-
son er allur, er horfinn úr hafn
firskri sjómannastétt, maður
sem ungir sjómenn mættu gjarn
an taka sér til fyrirmyndar.
Um leið og ég lýk þessum
kveðjuorðum mínum til vinar
míns, Guðbjartar Ásgeirssonar,
sendi ég frú Herdísi og börn-
unum innilegar samúðarkveðjur
okkar hjóna.
Matthias Á. Matthiesen.
Liðin er nú hálf öld og ár bet-
ur síðan fundum okkar Guð-
bjarts Ásgeirssonar fyrst bar
saman. Það var hið minnisstseða
sumar 1914, þegar heimsstyrj-
öldin fyrri brauzt út. Þá var
ég 17 ára menntaskólapiltur, en
Guðbjartur 25 ára að aldri.
Þetta var fyrsta sumarið mitt
„á síld“. Var ég háseti á Daníu
Framhald af bls. 8
milli lögsagnarumdæma landsins,
ásamt ýmsu fróðleiks- og
skemmtiefni úr sveitum, líkt og
var í fyrra í keppni kaupstað-
anna og sjá sömu menn um
þennan þátt og þá var, Birgir
ísleifur Gunnarsson og Guðni
Þórðarson.
Áfram mætti sjálfsagt halda
með þessa upptalningu. Við von-
um að ekki verði efnisskortur og
vitum það reyndar en við vonum
líka að efnið í vetrardagskránni
Cg flutningur þess verði til
ánægju og fróðleiks til þess að
hlustendur geti bæði fylgzt fljótt
og vel með því sem gerist í önn
og deilum dagsins eða hvílt sig
írá þeirri önn og lyft sér upp
við tónlist og talað orð eftir því
sem hugur þeirra girnist að velja
úr þeirri 16 klukkustunda dag-
*krá á dag, sem nú byrjar á
morgun.
gömlu, litlu gufuskipi, sem Tul-
inius á Akureyri gerði út á
síldveiðar fyrir Norðurlandi.
Guðbjartur var matsveinninn,
en hafði þá stundað sjómennsku
frá unglingsárum, lengst af mat-
sveinn, sem og varð ævistarf
hans. Lengst af var hann á
togurum, en röskan hálfan ann-
an tug hinna síðustu ár starf-
aði hann á skipum Eimskipa-
félagsins, lengi og síðast á Fjall-
fossi.
Um jólaleytið í hittiðfyrra var
hann staddur með Fjallfossi í
Kotka í Finnlandi. Brunafrost
var á er hann fák-læddur brá
sér niður á hafnarbakkann til
að taka ljósmynd af einhverju,
er fyrir augu hans hafði borið.
Skipti engum togum. Frostið
beit hann og fékk hann aðsvif.
Lauk þar með starfsferli hnns
og sjúkur var hann fluttur fiug-
leiðis heim til íslands. Lá hann
lengi í sjúkrahúsi, en fékk um
síðir nokkurn bata, svo að hann
hafði ferlivist, en fulla heilsu
fékk hann ekki upp frá því. Og
nú í byrjun þessarar viku, s.l.
mánudag, varð hann bráðkvadd
Ul'.
Sumarið 1914 kynntist ég einn
ig á Norðurlandi ungri, fríðri
og föngulegri stúlku, Herdísi
Guðmundsdóttur. Tókust og
góðir kunnleikar með henni og
Guðbjarti og tveim árum síðar,
vorið 1916, giftust þau. Hefði
Guðbjartur fengið að lifa af
þenna vetur, sem í dag gengur
í garð, hefðu þau hjónin með
komanda vori getað minnst
gullbrúðkaups síns. En enginn
má sköpum renna.
Eigi er það ætlan mín, að
rekja hér í löngu máli sam-
skipti okkar Guðbjarts næst.
liðna hálfa öld, né heldur ljúf
kynni mín af elskulegu heim-
ili þeirra.
Torvelt hygg ég vera að
benda á samvaldari hjón en þau
Herdísi og Guðbjart og bar sam
líf þeirra og heimili þessu Ijós-
ast vitni. Guðbjartur var heil-
steyptur drengskaparmaður í
hvívetna, óáleitinn, hreinskipt-
inn og hjálpfús svo að af bar.
En frú Herdís, sem nú á að bak
að sjá lífsforunaut sínum, er
honura svo lík um allt, er bezt
var ,að fátítt má telja. Enn held
ur hún reisn sinni og æsku-
þokka svo vel að undrun má
sæta, ellefu barna móðir og fóst
urmóðir tveggja. Af börnum
þeirra hjóna eru sjö á lífi og
annað fósturbarnanna.
— Sumarið 1914, er við Guð-
bjartur vorum samskipa á síld-
veiðum og raunar 5-6 árum
fyrr (1908-’10) var Guðbjartur
tekinn að iðka töku ljósmynda
í tómstundum sínum, en þetta
föndur hans átti eftir að bera
mikinn ávöxt, sem eigi má láta
ógetið nú þegar hann er allur.
Enn man ég eftir gömlu kassa-
vélinni hans á Daníu. En hún
var fyrirrennari margra annara
margfalt fullkomnari mynda-
véla, er hann síðar aflaði sér.
Nálega alla starfsævi sína, eða
um hálfan sjötta tug ára, má
segja að Guðbjartur hafi sjald-
an skilist við myndavél sína.
Val viðfangsefna hans var vit-
anlega f.o.fr. sjórinn, skipin,
sjómennirnir og störf þeirra. í
þessu safni, er hann nú lætur
eftir sig, er ótrúlega mikill
fjöldi, —■ ef til vill þúsundir —
af filmum og ljósmyndaplötum
sem geyma þróunarsögu sjó-
sóknar íslendinga allt frá skútu-
öldinni, mótorbátunum, togurun
i og farskipunum. Þetta
mikla safn Guðbjarts um sjó-
sókn \ þjóðarinnar frá því
skömmu eftir aldamótin, mun
án efa vera hið merkasta á
sínu sviði, og er þess að vænta
að réttir opinberir aðilar hlut-
izt til um, að þessi merki þátt-
ur í atvinnusögu þjóðarinnar
glatist eigi.
Einnig á sviði ljósmyndagerð
ar var frú Herdís manni sínum
samhent, og hefur hún nú um
allangt árabil starfrækt Ijós-
myndastofu að heimili þeirra í
Hafnarfirði. Og allar stundir,
þegar Guðbjartur „var í landi“,
vann hann þar með konu sinni.
Með Guðbjarti Ásgeirssyni er
mér nú horfinn einn bezti og
tryggasti vina minna. Honum
og ekkju hans og skylduliði öllu
bið ég blessunar Guðs.
Lúðv. Guðm.
A T H U G I Ð
að borjð saman við útbrevðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
* Morgunbtaðinu en öðium
blöðum.
Leikrit Arthurs Millers, „Eftir syndafallið“, hefur nú verið sýnt
10 sinniim í Þjóðleikhúsinu. Fá leikrit, sem skrifuð hafa verið
á síðari árum, hafa vakið jafnmikið umtal og blaðaskrif. —
Næsta sýning leiksins verður í kvöld. Myndin er af Herdísi
Þorvaldsdóttur og Rúrik Haraldssyni. í hlutverkum sínum.
Fært fyrir
Klofning
BÚÐADAL, 21. okt. — f gær
fóru vegagerðarmenn strax og
gerðu til bráðabirgða við
skemmdir þær, sem urðu í vatns-
veðrinu á veginum á Fjallinu,
við Reykjadalsá, við Hörðudalsá
og á Skógarstrandavegi hjá
Narfeyri. Er nú fært um vegina,
en fullnaðarviðgerð fer fram
seinna.
Vegurinn um Svínadal er aftur
á móti slæmur enn, og er hann
ófær. Byrjuðu þeir viðgerð
seinni hluta dags í dag og vonast
til að koma veginum í lag seinni
hluta dags á morgun, ef vel
gengur. Það er þó bót í máli, að
leiðin til Vestfjarða lokast ekki
af þessum sökum, því hægt er að
fara út fyrir Klofning, en það
munar hálfum öðrum tíma.
— K.A.
Sýning á
sænskum
læknatækjum
NÚNA stendur yfir í lækna-
húsinu nýja, Domus Medica,
við Egilsgötu sýning á sænsk-
um læknatækjum. Fjögur
fyrirtæki sýna þarna og
meðal tækja, sem eru á sýn-
ingunni má nefna ýmiss kon-
ar blóðrannsóknartæki, svo
KlAAIroenoinl iora KlnA-
blandara og tæki sem skilur
blóð, auk tækis til þess að
mýlja frumur. Þá gefur þarna
einnig að líta margvísleg
borð til þess að geyma á
skurðáhöld og hjólaborð.
Einnig er á sýningunni súrefn
istæki til notkunar á sjúkra-
húsum og þá má nefna sótt-
hreinsaðar grisjur, auk margs
fleira.
Sýningin er, eins og áður
segir, í Domus Medica og fer
fram, þar sem fundarsalur
læknanna kemur til með að
vera. Sýningin mun standa
yfir í viku og verður hún
nnín irlnn-q