Morgunblaðið - 02.11.1965, Side 3

Morgunblaðið - 02.11.1965, Side 3
IrítTJudagur 2. nóvembcr 16S5 Ílð A n if* li » R I A AIA 3' [ i ágætis prestur aftur hingað suður 1624, en það ár lék ég fyrst hjá Leik- félagi Reykjavíkur. — Skálholtssveinninn hef- Ég hefði líklega orðið L.EIKLISTARVERÐL.AUNXJM Minningarsjóðs Swffíu Guð- laugsdóttur var úthlutað s.l. laugardagskvöld að lokinni sýningu á leikriti Durren- matts, „Sú gamla kemur i heimsókn“, en verðlaunin eru styttan „Skálholtssveinn- inn“ eftir Aage Nielsen Edw- in. J»etta er í fimmta skiptið, sem verðlaun þessi eru veitt, en fyrir valinu að þessu sinni varð hinn mikilhæfi og vin- sæli leikari Gestur Pálsson. Af þessu tilefni hafði frétta- maður blaðsins stutt viðtal við þennan verðskuldaða verð- launahafa. Gestur fékk „Skálholts- sveininn“ fyrir leik sinn í hlutverki Alfred IUs í áður- nefndu leikriti, en um frammistöðu hans segir m.a. í gagnrýni eftir Sig. A. Magn- ússon: „Gestur Pálsson var sem skapaður í hlutverk Uls. Hann Gestur Pálsson og Regína Þórðardóttir i hlutverkum sín- túlkaði þennan lífshrjáða, um í „Sú gamla kemur í heimsókn“. — segir Gestur PáBsson í viðtali falska og hrædda mann af stakri nærfærni og sló á marga strengi í byrjun, en stærstur var hann í þriðja þætti, þegar hann hafði unnið bug á óttanum og beið þess sem vera vildi. I>ar nálgaðist persónan tragíska reisn harm- leiksins. Atriðið þar sem hann stendur andspænis dauðanum, gripinn skyndilegri felmtri, var snilldarlega af hendi leyst“. — Hvaðan eruð þér ætt- aður Gestur? — Ég er fæddur í Ólafs- firði en uppalinn í Hrísey. Ég er dóttursonur merkismanns sem þar bjó og var kallaður hákarla Jörundur. — Hvernig og’hvar hófst leikferill yðar? — Árið 1621—’22 vár ég við nám í Menntaskólanum hér í Reykjavík og byrjáði ég að leika í leiksýningum sem hann stóð fyrir, en leiksýningar þessar voru í Iðnó. Vegna fjárhagsörðugleika hvarf ég frá námi í eitt ár, en kom Gestur Pálsson. urnú verið veittur yður, hvað viljið þér segja um þessa viðurkenningu? — Mér finnst ég ekki eiga þennan heiður skiíinn, en þar sem Skálholtssveinninn vek- ud upp hjá mér ljúfar endur- minningar, um Soffíu Guð- laugsdóttur þá þykir mér vænt um að taka við þessari viður- kenningu. Soffía Guðlaugs- dóttir hafði séð mig í Mennta skólasýningunum 1921 og 1922 og árið 1924 var verið að leita að ungum manni fyrir hlut- verk í leikritið Þjófurinn, sem Leikfélagið setti upp, og ein- hverra hluta vegna valdi frú Soffía 'mig í þetta hlutverk. Frú Soffía fór með aðalhlut- verkið í Þjófnum og er það mín skoðun að leikur hennar í þessu leikriti hafi verið það stórkostlegasta sem hún nokkru sinni gerði. Ég á marg ar ijúfar minningar um frú Soffíu og Skálholtssveinninn hjálpar mér til að rifja þær upp, og þessvegna er ég bæði hrærður og þakklátur vegna þessarar viðurkenningar. — Var það alltaf markið hjá yður að gerast leikari? — Nei, ég flæktist út í þettá, eða réttara sagt, ég tók leikhúsbakteríuna þegar ég var í Menntaskólanum. Eftir að ég tók stúdentspróf fór ég í Háskólann og ætlaði að verða prestur. Ég hætti við það og fór í lögfræði. Ég hefði áreiðanlega átt kost á því að fá ágætis stöður á ýmsum sviðum, en leiklist- in hefur átt hug minn allan frá byrjun. Ég hefði líklega getað orðið ágætis prestur, ég hef gert mikið af því að leika geistlega menn, allt frá munk um og upp í kardinála. Ég minnist þess nú, að eitt sinn skrifaði Sigurður Grímsson um frammistöðu mína í prest hlutverki á þá leið, að presta- stéttin hafi farið mikils á mis að hafa mig ekki innan sinna vébanda. Vel má vera að Sigurður hafi haft rétt fyrir sér, en við erum þeirrar skoðunar, að ís- lenzkir leikhúsgestir hefðu farið enn meira á mis, ef Gestur Pálsson hefði lagt fyrir sig prestskap. Stórgjöf tíl ronnsóltnastarfa Bandarikjamaourlnn pror. Paul Bauer, sem oft hefur komið hingað til lands síðan gos hófst í Surtsey haustið 1963 hefur styrkt mjög rannsóknir þar, afhenti nýlega enn eina peningagjöf til Surtseyjarfélagsins. Er hann var hér síðast hafði hann gefið um þetta fyrirheit, og 25. oktober 6l. afhenti hann Pétri Thorsteinsson, sendiherra íslands í Washington ávisun að upphæð 5.000 dollara eða yfir 230 þús. ísl. krónur. Er þessi peningagjöf prófessorsins ætluð Surtseyjarfélaginu til rannsóknarstarfsemi í eynni. Prófessor Bauer hefur áður hvað eftir annað lagt þessum rann. sóknum lið og gefið 2000 eða 3000 dollara til þeirra í hvert sinn. Á myndinni sést Pétur Thorsteinsson, sendiherra taka við ávisuninnni úr hendi próf. Paul Bauers. Jofntefli hjd Tnl og Spttsský TAL og Spassky eru byrjaðir einvígi sitt sem sker úr um það hvor þeirra öðlast . rétt til að tefla við heimsmeistarann Petrosjan um heimsmeistara- titilinn. Einvígið fer fram í Tiflis og var fyrsta skákin tefld í gær. Tal hafði hvítt. Jafntefli varð eftir 37 leiki. Byrjunin var spánskur leikur og samkvæmt Tassfrétt virtist Tal hafa betri stöðu tmdir lokin, en skömmu síðar sömdu þeir um jafntefli. Önnur skákin verður tefld á miðvikudag. Lokið við að hreinsa skriðuna Akranesi, 1. nóvember. NÚ ER verið að enda við að hreinsa hina svakalegu skriðu, sem hrundi á dögunum hátt úr hamrahlið og féll yfir þjóðveg- inn ofan Hvítanes í Hvalfirði. — Oddur. STAKSTHHAR Vond veröld Veröldin er vond í augum rft- stjóra Þjóðviljans. Alls staðar eru vondir menn að reyna að græða peninga á fáfróðum mör- landanum. V'ið megum ekki sjóða niður síld og selja í samvinnu við Norðmenn. Þeir hljóta að hafa skuggaleg áform í huga. Teppa- framleiðsla í samvinnu við Dani er stórhættuleg. Við fyrsta tæki- færi nota þeir „Álafoss fyrir fót- þurrku“. Kísiliðjan er grunsam- legt fyrirtæki vegna þess, að Bandarikjamenn ætla að selja kísilgúrinn. Og Skolli sjálfur leikur lausum hala um þessar mundir í mynd hrikalegrar alú- minverksmiðju. Já, veröldin er vond í augum ritstjóra Þjóðvilj- ans og bezt að við lokum okkur alveg úti frá henni. Þá þurfum við engar áhyggjur að hafa af því ,að illgjarnir og gróðafíkn- ir auðmenn úti í heimi seilist í vasa íslendingsins. Viðskiptaséní Stjómmálaritstjóri Þjóðviljans er sumsé þeirrar skoðunar, að öll samvinna við útlendinga í viðskiptalegum efnum sé þjóð- inni hættuleg. Þótt allit viti að erfitt er að selja niðursoðna sild undir óþekktu vörumerki á neyt- endamörkuðum erlendis segir erfðaprins _ Sósíalistaflokksins, að það sé enginn vandi. Þótt kísilgúrmarkaðurinn í heiminum sé mjög takmarkaður og erfitt fyrir nýja aðila að komast inn á hann, segir stjórnmálaritstjóri Þjóðviljans að ekkert sé auð- veldara. Líklega er þessi maður mesta viðskiptaséní, sem þjóðin á og sjálfsagt að nýta hæfileika hans betur en nú er gert. Þáð nær auðvitað engri átt, að mað- ur sem er öllum betur til þess fallinn að selja síld og kísilgúr o. fl. slíkt verði að hniprast upp á Skólavörðustíg og skrifa nöldursdálka dag hvern í blað, sem fáir lesa. Sjálfsagt er, að þjóðin fái að njóta hæfileika hans í verzlun og hvers kyns fé- sýslu og verður þá greinilega engin þörf á samvinnu við út- lenda menn um sölu á fram- leiðsluafurðum okkar. En meðan slík viðskiptaséní hafa enn ekki fengizt til starfa í þágu útflutn- ingsins verðum við að sætta okkur við samvinnu við útlend- inga og engin ástæða til að harma það. Hún hefur gefizt okkur vel. Hitti naglann á höfuðið f nöldurdálkum sínum ri. sunnudag segir viðskiptaséníið m.a.: .Auðvitað getum við kom- izt inn á alþjóðlega markaði með fullunnar síldarafurðir, sem ekki eru faldar undir sænsku konungsnafni, ef við erum menn til þess að taka þátt í samkeppni með nútímaaðferðum. Þótt sú samkeppni kunni að vera erfið og kostnaðarsöm um skeið mun hún að lokum skila margföldum ábata. Mætti til dæmis minna hina hugdeigu á árangur Loft- leiða, sem haldið hafa til jafns við margfalt auðugri og vold- ugri fyrirtæki á þeim vetívangi, þar sem samkeppni er einna hörð ust og torveldust í veröldinni um þessar mundir“. Stjómmálarit- stjóri Þjóðviljans hitti hér nagl- ann á höfuðið. Hann þarf ekki að fara mörg ár aftur í tímann til þess að rifja upp nána sam- vinnu Loftleiða og norsks auð- manns Braathens að nafni, sem vafalaust átti mikinn þátt í, að Loftleiðir komu undir sig fótun- um. Betri dæmi til sönnunar því, sem hann var að fordæma gat erfðaprinsinn ekki fundið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.