Morgunblaðið - 02.11.1965, Síða 10

Morgunblaðið - 02.11.1965, Síða 10
MORCU N BLAÐIÐ Þrlðjudagtir 2. ndvember 1M5 » VÍNLANDS - KORTIÐ Um efni bókarinnar og sögu í stuttu máli A rangri leið til Japan l)m Kólumbus og Cabot og ferðir Bristolmanna Kólumbus, hinn ítalskættaði sæfari, sem f inn fyrir Isabellu Spánardrottningu og Ferdinand hin auðugu lónd handan hafsins og lagði undir veldi þeirra eftir að margir þjóð- höfðingjar aðrir í Vesturálfu höfðu hafnað tilboðum hans. I NÆSTA kafla, „Vínlandskort- ið sem söguleg heimild", fjallar Skelton fyrst um sögulegt gildi kortsins og segir það mjög rýr- ast sökum þess að hvorki sé á því neitt ártal, né heldur gefi það neinar upplýsingar um hver sé höfundur þess, afritari eða hvaðan það sé upprunnið. Ekki takmarkist það heldur við neitt afmarkað svið eða tímabil 1 sögu kortagerðarinnar, heldur sé það byggt á mismunandi gömlum upplýsingum, sem þó séu allar töluvert eldri en af- ritið sjálft. Hann minnir á, að margt sé skylt með korti ítalska sæfarans Andrea Bianco, sem áður hefur verið frá sagt, og Vínlandskortinu, þó e k k e r t verði að vísu um það sagt nú, hversu muni háttað þeim skyld- leika, og segir, að ekki sé vitað um aðrar heimildir þess er Vín- landskortið gerði en ofangreint frumrit að korti Biancos og frá- sögn Carpinis af Mongólum, sem sé töluvert eldri. I>á ræðir hann lönd þau og eyjar, sem á kortinu séu sett niður í Atlantshafi norðan- og vestanverðu og segir að lítt sé á þeim að byggja um aldur kortsins. Teikningin af íslandi sé svo nærri lagi, að hún gæti hæglega verið samtíma íslands- verzlun Englendinga og Hol- lenainga á fyrra helmingi fimmtándu aldar, en ef frum- teikningin að íslandi hafi verið norræn eða jafnvel íslenzk, eins og telja verði nær fullvíst að verið hafi um Grænland og Vín land, sé ekki ósennilegt, að ís- landsteikningin hafi einnig ver- ið töluvert eldri. Um teikning- una af Grænlandi hafi áður ver «5 rætt, en sjálfur kveðst Skelton þeirrar skoðunar, að sennilegast sé, að upplýsingar þær sem hún byggist á hafi borizt til fslands eða Noregs áður en Grænlendingar hættu ferðum sínum vestur á bóginn til Baffinsflóa og rofnuðu sam- göngur þeirra við ísland og Evrópu og segir að ef til vill mætti rekja sögu kortsins allt aftur til 13. aldar. Um Vín- landsteikninguna segir Skelton, að hún hefði í fyrsta lagi getað verið gerð eitthvað um það bil sem Eiríkur biskup fór vestur um haf erinda Pascals páfa, 1117 eða 1121. þ.e. skömmu eft- ir að ritöld hófst á slandi, en hún gæti einnig verið frá þeim tíma — fyrri hluta fjórtándu aldar — er annálaritun hófst á íslandi og skráðar voru helztu frásagnir af Vínlandi. Meðai merkustu heimilda Skelton segir, að yfirleitt beri teikningunum af löndum í Atl- antshafinu saman við siglinga- leiðbeiningar norrænna manna til forna, er færðar voru í letur á 13. öld og segir að það bendi einnig til þess að frummyndin sé íslenzk og ekki eldri en frá þessum tíma, þó ekkert verði um það sagt eða á gizkað, hve- nær og á hvern máta frum- teikningin hafi borizt suður í álfu. Ályktar Skelton að lokum af því sem á undan er gengið, að Vínlandskortið byggist á tveimur frumkortum öðrum, sem hvorugt sé nú til svo vitað sé, og hafi frumkortið af Gamla heiminum sennilega verið frá síðustu tugum fjórtándu aldar, en kortið af löndunum í Atl- antshafi og vesturheimi að öll- um líkindum verið eitthvað eldri og hafi kannski verið gert 7. Vín- lands- grein: á þrettándu öld eða snemma á þeirri fjórtándu. Þarna renni saman tvennir straumar land- fræðilegrar þekkingar og ýmis- legt bendi til þess að samruni þeirra hafi orðið í Basel suður þegar þar var háð kirkjuþing það er frá hefur verið sagt á öðrum fjórðungi fimmtándu aldar. Hann bætir því við, að ef Vínlandskortið sé — eins og allt bendi til — afrit af korti norræns manns og þá sennilega íslenzks af löndunum norður og vestur í Atlantshafi, megi óhikað telja það meðal merk- ustu heimilda um könnunar- ferðir og landnám norrænna manna vestanhafs á miðöldum. Skelton segir, að svo margt eigi sammerkt Vínlandskortið og kort Andrea Biancos, að tæpast komi til mála að sam- eiginleg frummynd þeirra hafi haft að geyma teikningu af löndunum vestanhafs, það hefði þá varla getað farið hjá því að Bianco hefði tekið þau með í kortabók sína. Því megi það nær fullvíst heita, að upplýs- ingar þessar hafi fyrst komið saman á Vínlandskortinu. Hann minnir á hinar sögufrægu eyjar í Atlantshafi og ræðir nokkuð, að hvaða leyti komið gæti til mála, að frásagnir af þeim ættu sér einhverja stoð í raunveru- leikanum og segir m. a. að land- fræðingar suður í álfu hafi til dáemis ekkj haft hugmynd um að Grænland væri til fyrr en Claudius Clavus hélt suður til Ítalíu og að Vínlands sé aðeins getið í skrifum tveggja manna utan Norðurlanda fyrir fimmt- ándu öld, þeirra Adams bisk- ups af Brimum (um 1070) og Ordericusar Vitalis (um 1140ý Og beri þetta því órækt vitni að slæmar h e i m t u r hafi verið suður í álfu á landfræðilegri þekkingu norð- an að og samgöngur milli Skandinavíu og rómönsku land- anna á þessum tímum ekki upp á það bezta. Þetta einstæða skjal, sem eingöngu byggist á skráðum heimildum um sæfarir norrænna manna er eina sann- anlega heimildin um fund Am- eríku fyrir daga Kolumbusar og þeirri spurningu er enn ósvar- að, hvort það kynni að hafa haft einhver áhrif á hugi og gerðir landfræðinga, könnuða og kortagerðarmanna í Evrópu suður umfram allar „vísbend- ingar um lönd í vestri“ sem finna mætti á kortum og í text- um víða er kom fram á fimmt- ándu öld og þá þar með, hvort það hafi etf til vill á einhvern hátt orðið til þess að brúa „bilið milli tveggja skeiða eða tímabila" í sögu landafunda vestanhafs. 1 næsta kafla fjallar Skelton um fund Ameríku og sögulegar afleiðingar hans og er sá kafli endursagður hér lauslega: Vesturhluti Vínlandskortsins setur fram kort yfir Atlantshaf aðfengið úr tveimur áttum. Að sunnan liggja Kanaríeyjar, Mad eira og það sem haldið er að muni eiga að vera Azores-eyjar; norðan þeirra eru eyjarnar Mayda og Brasil undan suð- vesturströndum Englands og ír- lands og vestan þeirra tvær stærri eyjar, Antillia og Satan- axes, sem kallaðar eru einu nafni Magnae Insulae Beati Brandani, í minning heilags Brendans sem þær var sagður hafa fundið forðum daga. Allar eru eyjar þessar kunnar af ít- ölskum kortum frá því snemma á fimmtándu öld, en norður- hlutinn, þ. e. Island, Grænland og Vínland, höfðu ekki á kort komið suður í álfu. BrLstoI-menai og eyjan Brasil Af kortinu má marka þrjár siglingaleiðir vestur um Atlanta haf og er syðsta leiðin sú er Kólumbus fór er hann lagði upp í vesturför sína síðsumara 1492 og gerði þá ráð fyrir að ná fyrst landi á eynni Antillia að sagt var. Nyrzta leiðin var alfaraleið norrænna manna frá Noregi til íslands og Grænlanda eða beint frá Noregi að suður- odda Grænlands. Þriðja leiðin fór að norðvestanvindum þeiin er ríkja á þessum slóðum vor og sumar og lá í átt vestur frá Englandi eða írlandi suðvestan- verðu, með landsýn af Brasil eða Mayda á leiðinni að því er talið var, allt til landtöku vest- anhafs (á Vínlandi). Þessa sjó- leið sigldu Brisfol-menn upp úr 1480 að leita „The Island of Brasylle“ og að þessari leið fundu þeir nokkru fyrir 1494 meginland eitt vestanhafs er þeir nefndu Brasil. * Bristol var líka staður sá, er John Cabot kaus til að leggja upp frá í vesturferðir sínar að leita Kína (er hann nefndi Cathay). Þar hafði hann hvort- tveggja í senn, beztan stað til brottfarar yfir hafið og áhafnir manna, sem þegar höfðu fengið Engin mynd er til af John Cabot, sem reyndar mun hafa verið ítalskrar ættar og heitið Giovanni Caboto, en hér kemur mynd af syni hans, Sebastian, sem fetaði í fótspor föður síns um farnvennsku og landafundi og er af ýmsum ruglað saman við hann. mikla reynslu I siglingum á þessum slóðum. í maí-júní árið 1497 hélt Cabot vestur, eflaust að fyrri leiðum Bristol-manna, eftir suðurströnd írlands og í norðurátt „í nokkra daga“ og síðan vestur í þrjátíu og fimm daga fyrir norðaustlægum vindi. Land það er hann þá kom til ,,var talið að væri meg- inland það er Bristol-menn fundu“ nokkrum árum áður. Á heimleiðinni í júlí blés Cabot byrlegar að vestan og komst yfir hafið frá Nýfundnalandi (Cape Race að talið er) til Bretagne á Frakklandsströnd á fimmtán dögum. Leiðir þessara „frumherja" yfir hafið og landafundir þeirra skv. vitnisburði heimilda eru í samræmi við landaskipan þá á Atlantshafinu sem lýst er á Vínlandskortinu. Því fer þó fjarri, að það sé nokkur sönnun þess. að þeir er að ferðum þess- um stóðu eða fóru þær sjálfir, hafi haft einhverjar spurnir af kortinu eða upplýsingum þeim sem þar er á byggt. Ýmsar heimildir greina frá ferðum Framhald á bls. 12. m: • .L ■•'•'■ .i á ÍK rmíM>m'I | •• "■ * * “ ‘Á H' \ : / j . . ■ .> „ / ‘: i'> s. . '-t\. J" , .;?:■ ' 1,5 I® »—,,, ,i... /j/' v... „••• •d6''-'V. • wmP WtkáiWÍiMi / ^ . ...... .•''•■' - Sióleiðir Kólumbusar yfir hafið. Önnur strikaiínan að ofan er fyrsta ferðin 1492

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.