Morgunblaðið - 02.11.1965, Page 31

Morgunblaðið - 02.11.1965, Page 31
ÞriðjucFagUr 2. nóvember 1965 MORCUNBLAÐIÐ 31 ’ FJÓRIB harðir árekstrar urðu um helgina, allir utan Reykjavík- ur. í þeim urðu slys á fólki og tjónið á bifreiðunum nemur hundruðum þúsunda. Fyrst af þessum slysum varð um kl. 8 á laugardagskvöld á hinum malbikaða kafla Kefla- víkurvegarins milli Ytri- og Innri Njarðvíkur. Þar hafði leigubíll af Taunus-gerð úr Keflavík num ið staðar til að hleypa farþega út, en í því bar að Skoda-bíl, sem einnig var úr Kefiavík. Steig ökumaður hans á hemlana, én við það sveigði bíllinn til hægri inn á veginn, en þar sem áætl- unarbíll kom á móti, reyndi öku- ma'ður að sveigja bílinn aftur til vinstri, en vegna hálku snerist híllinn, lenti með hægri aftur- enda á leigubílnum og kastaðist á nokkurri ferð út af veginum. Tvær systur, 13 og 14 ára, sem voru í Skodabílnum, köstuðust út úr honum við höggið og hlutu áverka á höfði. Þær voru fluttar til skoðunar í sjúkrahúsið í Kefla vík. Báðir bílarnir skemmdust tals vert. Árekstur austan við Skíðaskálann Skömmu eftir kl. 10 á laugar- dagskvöld var tilkynnt til lög- reglunnar á Selfossi og í Reykja- vík um árekstur, sem hefði orðið í brekku og beygju rétt austan við Skfðaskálann-í Hveradölum. Þar rákust saman útleigubíll úr Reykjavík,- sem hefur ein- kennisstafina E-605, og bíll úr Borgarfirði, M-489. í Reykjavík- urbílnum voru maður og kona. Meiddist maðurinn í andliti, hönd um og fótum, en konan hlaut mikið höfuðhögg. Voru þau bæði flutt á Slysavarðstofuna í Reykja vík. Engann sakaði í Borgarfjarð arbílnum. Báðir bílarnir skemmd ust mikið. Árekstur á brú í Holtum Undir miðnætti á laugardags- kvöld rákust saman bíll úr Hafn- arfirði og bíll úr Reykjavík á mjórri brú á Steinslæk í Ása- hreppi í Holtum. í þeim báðum var ungt fólk, sem hafði farið austur vegna dansleiks á Hvolsvelli. í ö'ðrum Murville og Kos- ygin ræðast vi& — gagnrýni á sfefnu Banda- rikjaima í Vietnam, en ekki miimzt á Berlín Moskvu, 1. nóv. — NTB I UTANRIKISRÁÐHERRA Frakka Couve de Murville, átti í dag við ræður við aðalritara kommúnista flokks Sovétríkjanna, Leonid Breshnev. Stóð samtalið í hálfa aðra klukkustund. Murville, sem verið hefur í nokkurra daga opinberri heim- sókn í Sovétríkjunum, átti, að sögn fransks talsmanns, viðræð- ur við Breshnev um sameiginleg hagsmunamál Frakklands og Sov étríkjanna. Breshnev lýsti áhyggjum Sovét stjórnarinnar yfir áætlunum um kjarnorkuflota Atlantshafsríkj- anna, og aðild Bandarikjanna að styrjöldinni í Vietnam. I viðræðunum í dag, var mest rætt um Þýzkalandsmálið, sér- staklega vopnabúnað Þjóðverja. | Ekki mun þó Breshnev hafa farið þess á leit, að Frakkland viður- kenndi A-Þýzkaland. Hins vegar minntist Breshnev ekki á Berlín- armálið. Hann lagði mikla áherzlu á það við Murville,að ástandið í al- þjóðamálum sé ótryggt, fyrst og fremst vegna styrjaldarinnar í Vietnam. Hann ásakaði banda- rísku stjórnina fyrir að standa i vegi fyrir eðlilegri þróun mála þar í landi. Murville kom í dag frá Sochi, við Svartahaf, þar sem hann átti viðræður við Kosygin, forsætis- ráðherra, og Mikoyan, forseta. Haft er eftir talsmanni franska utanríkisráðherrans, að yfirlýs- ing um viðræðurnar verði gefin út á morgun, þriðjudag. bílnum voru fjórir piltar, en þrjár stúlkur og þrír piltar í hin- um. Brúin er um 20 metra löng með járnhandriðum og er innanmál hennar um 3,5 metrar, svo von- laust var fyrir bílana að mætast. Annar ökumaðurinn ber, að báð- ir bílarnir hafi lækkað ljósin, en hann kváðst ekki hafa gert sér grein fyrir að þarna var brú, fyrr en um það bil, sem árekst- urinn varð. f báðum bílunum slösuðust sex manns meira eða minna, hlutu beinbrot, höfuðhögg og fleiri mei'ðsli. Var fólkið flutt á sjúkra húsið á Selfossi fyrst í stað, en þaðan í Slysavarðstofuna í Reykjavík. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir, en litlu munaði að þeir færu út af brúnni. Hékk aft urendi annars út af henni, en I það sem bjargaði því að bíllinn i hélzt á brúnni var að afturendi I hins bílsins lá ofan á frgmenda I hans. Árekstur skammt frá Staupasteini Um hádegisbilið á sunnudag var árekstur á þjóðveginum inn- arlega í Hvalfirði, nálægt Staupa steini, þar sem er blindbeygja og blindhæð. Var mikil ísing á veg- inum. Þrjár konur voru í bíl á leið frá Reykjavík til Akraness, en bíllinn, sem á móti kom var með fjóra farþega auk ökumanns. Við áreksturinn hlaut konan, sem ók fyrrnefnda bílnum, högg á höfuðið og marðist á hand- legg. Hinar meiddust lítið. í síðarnefnda bílnum meiddist enginn, nema kona, sem marðist nokkuð á fótleggjum. Báðir bílarnir skemmdust svo að flytja varð þá af áreksturs- stað. Báðir voru frá Akranesi, en þeir voru á lítilli ferð er árekst urinn varð. Bagdad. 1. nóv. NTB. • Dablaðið „A1 Balad“ í Bagdad skýrði svo frá í gær, að upp hefði komizt um sam- særi gegn stjórn landsins. Bonn, 1. nóv. NTB. • Um það bil 150 manns hafa verið settir í sóttkví í Vestur- Þýzkalandi vegna bólusóttar- tilfellis,' sem vart varð fyrir helgina; Var þar um að ræða þýzkan verkfræðing, sem var að koma frá Tanzaniu. Borgarstjórakosn- ingar í New York baráilan miðði Lindsey* * ©g lieaine New York, 1. nóvember. — AP — NTB — UM tvær og hálf milljón manna munu á morgun ganga að kjörborði í New York, er kosinn verður nýr borgar- stjóri. Er talið, að úrslit borg- arstjórakosninganna nú séu tvísýnni en verið hefur um langt skeið. Tveir höfuðandstæðingarn- ir eru fulltrúi republikana, John Lindsey, og Abraham Beame, fulltrúi demókrata. Síðustu athuganir benda til þess, að atkvæði 200.000 manna muni ráða úrslitum. Þriðji frambjóðandinn er úr flokki demókrata, William Buck- ley, en hann er almennt talinn mjög íhaldssajnur. Flestir stjórn- Háskólafyrir- lesliir í kvöld UM þessar mundir er staddur hér þekktur sovéakur fræðimað- ur á sviði alþjóðamála, German Míkhailovítsj Sverdlof. Hann starfar við þá stofnun Vísinda- akademíu Sovétríkjanna, sem fæst við rannsóknir á sviði efna- hagsmála og alþjóðlegra sam- skipta. G. M. Sverdlof hefur skrifað fjölmar.gar greinar um alþjóðamál í sovézk vísindarit, og í fyrra kom út eftir hann bók er nefnist „London and Bonn“. Hann hefnr farið i fyrirlestraferðir um mörg lönd, þ. á m. Bandaríkin, Austurríki, Sviss, Júgóslavíu og Norður- lönd. G. M. Sverdlof heldur fyrir- lestur í boði Háskóla Islands um efni úr fræðigrein sinni miðviku- daginn 3. nóv. kl. 5.30 e.h. í 1. kennslustofu Háskólans. Fyrir- lesturinn verður fluttur á ensku. Öllum er heimill aðgangur. Guatamala, 1. nóv. NTB. • Mario Mandea Montenegro, einn af helztu frambjóðend- um til forsetakosninga í Guatamala fannst sl. sunnu- dag látinn af skotsári. Af op- inberri hálfu segir, að hann hafi sjálfur ráðið sér bana, en margir eru þeirrar skoðun- ar að hann hafi verið myrtur. Montenegro, sem var 55 ára að aldri var talinn liklegastur tii sigurs í forsetakosningunum, sem fram eiga að fara í marz nk. , demckr. málafréttaritarar eru þeirfar skoðunar, að Buckley hafi enga möguleika á að verða kjörinn, en muni hins vegar að öllum líkind- um taka mörg atkvæði frá Be- ame. Síðasta skoðanakönnun í New York sýnir,að 18% kjósenda styðja Buckley, en um 40% hvorn. hinna frambjóðendanná. „New York Herald Tribune" heldur því hins vegar fram í dag, að Beame njóti stuðnings fleiri en Lindsey. Nelson Rockefeller, ríkisstjóri, sem hafði áhuga á að vera í fram boði, sneri blaðinu við, og dró sig til baka, vegna tilmæla Lindseys. Lindsey er 43ára, og á sæti í fulltrúadeild bandaríska þings- ins. Nái hann nú kosningu, er gert ráð fyrir, að vegur hans inn- an Repúblikanaflokksins muni mjög aukast, og kunni hann jafn- vel að verða i framboði til næstu forsetakosninga fyrir flokk sinn. Lindsey var einn af hörðustu andstæðingum Barrys Goldwaters, í síðustu forsetakosn ingum vestra. — Alsir Framhald af bls. 1 að þurfa að snúa heim aftur, þar eð Alþýðulýðveldið Kína og nokkur önnur ríki hafi á- kveðið að kollvarpa fundin- um. Stjórnmálafréttaritarar í Al- geirsborg segja, að meginástæð- an fyrir því, að tilkynning utan- ríkisráðherrFrma hefur ekki enn verið birt, sé sú, að í dag hafi verið minnzt 11 ára afmælis alsírsku byltingarinnar, sem leiddi til aðskilnaðar Frakklands og Alsír. Að lokinni hersýningu í Al- geirsborg í dag, hélt Houari Boue dienne, forsætisráðherra, ræðu, þar sem hann bað almenning að herða mittisólina, og taka hönd- um saman um uppbyggingu efna- hagskerfis landsins. Á hersýningunni voru sýnd margs konar nýtízku vopn, m.a. sovézkar eldflaugar, sem beita má gegn flugvélum, og skotmörk um á jörðu niðri. Flugvélar þær, sem sýndar voru í dag, voru einnig allar sovézkar. Boumedienne lagði á það á- herzlu, að efnahagsörðugleikar þjóðarinnar væru arfur frá stjóra artíð Ben Bella, fyrrum forseta. Boðaði Boumedienne strang- ara eftirlit með sjálfseignarbænd um, en öðrum bændum myndi gefinn kostur á að taka í sinn hlut ágóða af landbúnaðarfram- leiðslu. HÉR var vetrarlegt í gær, en fjörðum. í Frakklandi var hiti var þó víðar yfir frost- um 15 st. hiti, nálægt 10 st. marki en undir um miðjan hiti á Bretlandseyjum og á daginn. Fyrir norðan voru Norðurlöndum. Væntanlega smáél einkum þó á NA-landi hefur hiti verið um frostmark en bjart veður sunnan lands í NeW York í nótt. og vestan og einnig á Aust-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.