Morgunblaðið - 17.11.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.1965, Blaðsíða 2
MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 17. nóv. 1965 Sýnishorn stóryrða UNDANFARNA. da«a hafa skrif Timans einkennzt af ofsafengmum stóryrðum veffna embaettisveitingarmnar í Hafn arfirði. Hafa menn talið, að lengra yrði vart komizt í sví- virðingarskrifum, en greini- legt er að skriffinnar Tímans gefn alltaf baett fyrri verk. Forystugrein Tímans i gaer lýsir sérkennilegu hugar- ástandi þeirra, sem þar halda um pennann. Greinilegt er, að hugarvíl Framsóknarmanna er orðið slikt, að þeir kunna sér ekki lengur hóf. í sildardeil- unni í sumar gengu þeir fram af sliku offorsi, að síldarskip stjórunum blöskraði. Nú ÍMtfa Timamenn talið, að embættis- veitingin í Hafnarfirði gæfi þeim höggstað á rikisstjórn- inni, en sjást ekki fyrir i skrif um sinum og skjóta yfir mark ið. Virtor læknir og borgari, Páll Kolka, er skv. forustu- grein Tímans í gær „ofstækLs fullur æsingabelgur". Um það Mær alger samstaða f brezka þinginu — nm að veita stjórninni heimild til þess að beita tilskipunum í Rhódesíumólinu getur hver og einn dæmt hvort grein Páls Kolka hér í blaðinu s.I. sunnudag gefur til efni til slíkra skrifa. Síðan er þvi haldið fram í forustugrein Tímans, að sú staðreynd, að Mbl. birti nokkr ar tilvitnanir í grein Páls Kolka í forustugrein sJ. sunnu dag, sýni að „hér er af aðal- málgagni stærsta stjórnmála- flokks landsins reynt að brjóta á bak aftur heilbrigða gagnrýni á rangláta embættLs veitingu með því að stimpla þá, sem hafa gagnrýnt hana, geðtruflaða og móðursjóka. Ameríski ofstækismaðurinn McCarthy lét sér nægja að stimpla alla andstæðinga sína kommúnista, enda þótt marg- ir þeirra væru sizt minni and kommúniistar en hann. Páll Kolka og Mbl. ganga feti lengra að stimpla allia þá, sem gagnrýna Hafnarfjarðar- hneykslið geðtruflaða og móð- ursjúka". Þessi orð stóðu i for ustugrein Timans í gær. Til gamans ,-ná svo bæta hér við nokkrum sýnishornum þeirra stóryrða ,setn birzt hafa í Tímanum undanfama draga. Skrif blaðsins hafa ekki ein- kennzt af rökum, heldur upp- hrópunum og slagorðum á borð við „gróft pólitiskt hneyksli“; „reginhneyksli; — „siðlaus misbeiting“; „hrotta- leg misbeiting“; „glórulaust pólitískt ofstæki”; „illa þokk- að gerræði“; „frekleg vald- niðsla“; „fasistisk árás“; „við- bjóðsleg skrif“. Þetta eru aðeins örfá dæmi um munnsöfnuð Timamanna undanfarna daga. Lengra verður tæplega komizt i ósæmilegum skrifum og skyldi þó enginn fullyrða að Timiun geti ekki enn bætt nm fyrir sér. En óskóp hijóta þeir nvenn að vera illa á sig komnir, sem birta slik skrif. Málstaðurinn er slæmur, sam- vizkan ekki hrein og rökin á þrotum. Þá er tekið hið auð- velda skref inn á braut sorp- blaðamennskunnar. London, 16. nóv. NTB—AP. BREZKA leyndarráðið, sem er æðsta ráðgefandi samkunda Bretadrottningar, staðfesti í dag lagafrumvarp það, sem báðar deildir brezka þingsins sam- þykktu í nótt. Þar með er brezku stjórninni veitt heimild til þess að gripa til þeirra til- skipana, er hún telur nauðsyn- legar vegna sjálfstæðisyfirlýs- ingar Rhodesíustjórnar. Tilskip- anir stjórnarinnar taka gildi, þegar er þær hafa verið settar, -*en falla aftur úr gildi eftir 28 daga, hafi þingið ekki rætt þær og samþykkt fyrir þann tíma. Nær alger samstaða var í báð- um deildum þingsins um að veita stjórninni umboð þetta. í neðri málstofunni stóðu umræð- ur sleitulaust í hálfa níundu klukkustund, áður en málið var afgreitt og sent til lávarðadeild- arinnar. Margir þingmenn íhalds flokksins voru andvígir því, að stjórnin fengi slík völd í hend- ur, en beygðu sig — allir nema einn — fyrir eindreginni ósk flokksleiðtogans, Edwards Heath, um, að Bretar stæðu sam- einaðir í þessu máli. Ahorfendabekkir voru þétt- setnir meðan á umræðum stóð og kom til nokkurra óláta, að frumkvæði nazistaforingjans brezka, Colins Jordans. í lávarðadeildinni, sem var þéttskipuð, fóru fram heitar um- ræður um málið og var helzti andstöðumaður stjórnarinnar Salisbury lávarður, sem kvaðst ekkert athugavert sjá við sjálf- stæðisyfirlýsingu Ians Smiths. Lávarðurinn er barnabarn Rhodes þess, sem Rhodesía er heitin eftir. f umræddu lagafrumvarpi er lögð áherzla á lagalegan rétt Bretlands í málum Rhodesíu. Það veitir brezku stjórninni heimild til þess að lýsa ógild öll lög og tilskipanir, sem stjórn Ians Smiths setur og er þar með talin sjálfstæðisyfirlýsingin og hin nýja stjórnarskrá, er hann hefur sett landinu. í>á heimil- ar það stjórninni að afnema öll forréttindi, sem Rhodesía hefur haft af því að tilheyra brezka samveldinu, þar á meðal víð- skiptasamninga, t.d. sykur — og tóbakssölu — samninga, en áður hafði Rhodesía venð úti- lokuð frá sterlingssvæðinu. Sú ráðstöfun hefur orðið til þess að pundið í Rhodesíu, sem áður var nokkurn vegin jafngilt sterlings pundinu brezka, hefur fallið niður í 16 shillinga. Segir AP það von brezku stjórnarinnar, að hvíta fólkið í Rhodesíu falli frá stuðningi við Smith, er efna- hagsráðstafanirnar byrja að koma við pyngju þess. Jafn- framt hefur brezka stjórnin heit ið að ábyrgjast launagreiðslur til þeirra, sem hætta á að missa laun sín vegna andstöðu við stefnu Smiths. Vegna hinnar ströngu ritskoð- unar í Rhodesíu hafa Bretar nú til athugunar, að auka og styrkja sendingar brezka út- varpsins þangað. Til þessa hef- ur fréttasendingum BBC verið endurvarpað í Rhodesíu en Smith hefur nú látið hætta því. Haft er eftir góðum heimildum, að Bretar hafi leitað ásjár Bandaríkjamanna og V-Þjóð- verja í þessum efnum, en þeir hafi á að skipa sterkum sendi- stöðvum í Liberíu og Rwanda í Afríku. Þá hefur brezka stjórnin harð lega neitað lausafregnum, er borizt hafa frá Salisbury, þess efnis, að Elisabet Bretlands drottning hafi samúð með stjórn Smiths í Rhodesíu og sé ekki samþykk öllum ráðstöfunum brezku stjórnarinnar í málinu. Hafi hún beðið Wilson, er hann fór til Rhodesíu á dögunum, að fara mildilega að Smith og mönn um hans. Sagði Wilson sjálfur í ræðu, er hann hélt í veizlu nýkjörins borgarstjóra Lundúna í gærkveldi að þetta væri hinn mesti þvættingur — ekkert hefði verið gert í Rhodesíumál- inu án vilja og vitundar Breta- drottningar. Skemmtifundur Ferðafél. íslands Á FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ, 18. þ.m. heldur Ferðafélag íslands annan fræðslu- og skemmtifund sinn á þessum vetn. Verður hann í Sigtúni og hefst kl. 8.30. Húsið er cpnáð kl 8. í þetta sinn verða sýndar skuggamyndir í litum, sem tekn- ar hafa verið viðsvegar um land síðustu tvö sumur, bæði í byggð og á öræfum. Myndirnar hafa tekið þeir Einar Þ. Guðjohn sen, Eyjólfur Halldórsson og Sverri Sæmundsson. Auk þess að sýnt er margbreytilegt landslag og náttúra, er miki'ð um manna- myndir, hópmyndir. Þar er fólk á ferð, klifrandi í klettahlíðum, sitjandi við spegifögur fjallavötn eða í tjaldstað o.s.frv. Allar eru myndirnar teknar í ferðum fé- lagsins. Hallgrímur Jónasson mun útskýra þær. Þá verður myndagetraun með verðlaunaveitingum og áð lokum dans til kl. 12. RÉTT eftir kl. 18 í gær varð sex ára tclpa, Lilja Friðriksdóttir, til heimilis á Skúlagötu 66, fyrir bif reið á móts við Laugaveg 163. Telpan var flutt í Slysavarðstof- una og síðan í Landsspítalann. Mbl. er ókunnugt um meiðsli hennar DJÚPA lægðin suðvestur af eða snjókomu víða á Bret- Bretlandseyum þokaðist norð- laiidseyjum. ur á bóginn, en hafði ekki Um hádegið var léttskýjað bein áhrif á veður hér við um mestan hluta landsins og land. Hins vegar var suðaust- víðast frost, mest 7 stig á Þing an hvassviðri með rigningu völlum, Sauðárkróki og Grímsstöðum á Fjöllum. Verzlanarskólonemai skemmla til ápða fyrir HGH I KVÖLD kl. 23 halda Verzlunar skólanemendur skemmtun í Há- Spillakvöld í Hafvtcirfirði SPILAKVÖLD Sjálfstæðisfélag- anna í Hafnarfirði er í kvöld og hefst kl. 8.30 i Sjálfstæðishúsinu. Kopavogur Sjálfstæðisfélag Kópavogs heldur aðalfund sinn í kvöld, miðvikudag, og hefst hann kl. 20,30. Auk venju- legra aðalfund- arstarfa mun Axel Jónsson, alþingismaður, ræða bæjarmál. Félagsmenn eru hvattir til þess að fjölmenna á fundinn. FÉLAGSHEIMILI í kvöld: Opið hús Fimmtudag: Opið hús Föstudag: Bridgekvöld Fjölmennið í félagsheimilið HEIMDALLAR ___j___ ___ skólabíói og mun allur ágóði af skemmtun þessari renna til Herferðar gegn hungri. Lands- kunnir skemmtikraftar mumi koma þarna fram, m.a. Bessi Bjarnason og Gunnar Eyjólfsson; Guðmundur Jónsson óperusöngv ari og Kristinn Hallsson, óperu- söngvari; Baldur Pálmason muti lesa upp frumort kvæði og Ólaf- ur Vignir Albertsson leikur á píanó. Allir þessir menn eru gaml ir nem. Verzl.skólans. Núv. nem- endur skólans munu og skemmta með söng, eftirhermum og hljóð- færaslætti. Kynnir á skemmtun- inni verður Ómar Ragnarsson og er hann jafnframt gestuc kvöldsins. Strætisvagnar Reykja- víkur munu vegna skemmtunac þessarar ganga einum klukku- tíma lengur en vant er. Miðar að skemmtuninni verða seldir £ bókabúð Lárusar Blöndal. „Sálfræðiiegar bókmennta- skýringar“ SIGURJÓN Björnsson, sálfræð- ingur, flytur fyrirlestur á vegum Stúdentaráðs Háskóla íslands í kvöld, miðvikudaginn 17. nóv. kl. 21 í 1. kenuslustofu háskól- ans og er öllum heimill aðgang- ur. Fyrirlesturinn nefnist „Sál-^ fræðilegar bókmenntaskýringar** og fjallar m. a. um tilraunir sál- arfræðinnar og þá sérstaklega málkönnunarinnar til að útskýra bókmenntaverk me'ð hliðsjón af skapgerð og æviferli höfundanna. Mun sálfræðingurinn ræða um tilgátur ag upptök skáldgáfunn- ar og hvaða samband geti verið með skáldgáfu og sálsýki. Þesa má og geta, að ekki alls %rir löngu kom ú.t bók eftir Sigurjón Björnsson, sem nefnist „Leiðin til skáldskapar" og fjallar um Gunnar Gunnarsson. Sem áður segir vefður fyrir- lesturinn fluttur í kvöld í 1. kennslustofu háskólans og hefst kl. 21. Öllum er heimill aðgangur. Skýringin fundin á Ijðsfyrirbærunum Jörðin að fara í gegnum loftsteinabelti EINS ogr skýrt var frá hér í dimmt, og bjartviðri hefði ver blaðinu í gaer, hafa menn hér i» um Suður- og Vesturlaod. á landi séð undarleg Ijówfyrir- Jónas kvaðst hafa fengiö bæri á himni, og hafa ýmsar beztu lýsingunia á þessum fyr- getgátur verið uppi um það, irbærum hjá Gunnari Gunn- hvað þetfca væri. arssyni frá Kópaskeri, en Mbl. hafði í gær samband hann hefði verið staddur í við Jónas Jaikobsson, veður- Hvalfjarðarbotni í bifreið um fræðing, og spurðist fyrir um miðnætti á sunnudagskvöld, álit hans á þessum fyrirbær- er hann sá rauðleitan hnött um. Hann kvaðst hallast að með eldhala aftur úr sér, sem því, að þessu yllu vigahnettir, stefndi til vesturs. Varð l»«i. sem væru allstórir, rauðleitir siðan var við minni stjörnu- loftsteinar með eldhala á eftir hröp á u.þ.b. 12 mín. fresti sér, og minni loftsteinar, sem alia leið til Reykjavikur. Síð- hvíthitnuðu strax. Jörðin færi ast varð hann var við þessi á þessu tímabili ár hvert í fyrirbæri, þegiar hann var á gegnum þetta loftsteinabelti. lcið niður Ártúnisbrekku, en steina og mætti þá sjá um þá sá hann aftur hnött i Þk- 15 stjörnuhröp á hverri ingu við þann fyrsta fara eftir klukkustund, en það tekur himninum, í sömu átt og jörðina fjóra daga að fara Miklabraut lægi við þaðan, gegnum þetta loftsteinaebiti. eða til vestsuðvesturs. Jónas kvað ástæðuna fyrir Þá gat Jónas þess, ,að veður- því, hve vel þessi ijósfyrir- athugunarmaður Veðurstof- bæri hefðu sézt nú, vera þá, unnar, sem var á vakt í fyrri- að það stæði mjög vei á þessa nótt, hefði talið yfir 40 stjömu daga.ua, tunglið væri fremur hröp um nóttina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.