Morgunblaðið - 17.11.1965, Síða 6
6
MORCU N BLAÐtÐ
Miðvikudagur 17. nóv. 1965
>
>
Sigfús Blöndahl - Minning
MINN kæri vinur, Sigfús Blön-
dahl, andaðist á Landsspítalanum
7. þ. m., eftir stutta en stranga
sjúkdómslegu.
Sigfús var fæddur 11. ágúst
1885 í Hafnarfirði. Foreldrar hans
voru merkishjónin, Guðrún Gísla
dóttir, og Magnús Blöndahl, al-
þingismaður. Magnús faðir hans
var mikill athafnamaður á sínum
tíma, og hefir Sigfús fengið þá
eiginleika í vöggugjöf.
t Að loknu námi hér heima og
erlendis, gerðist Sigfús mikill
athafna- og umsvifamaður, aðal-
lega í stórútgerð og verzlunar-
rekstri. >á varð hann einnig
fyrsti aðalræðismaður Þjóðverja
hér á landi, og gegndi því starfi
um árabil.
Hinn 26. janúar 1922, kvæntist
Sigfús Áslaugu Johnsen. En því
miður varð hjónaband þeirra
skammvinnt, því að Áslaug and-
aðist 23. nóv. 1925. Sigfús var
erlendis þegar kona hans veikt-
ist. Brá hann þá skjótt við
heimleiðis. En samgöngurnar
voru aðrar í þá daga heldur en
nú, og þegar hann kom heim,
var kona hans önduð. Mun þetta
hafa verið þungbærasta stundin
í lífi hans, að missa með svo
iviplegum hætti sína góðu konu.
Sá er þessar línur ritar, er
það mikið yngri maður, að aðrir
mér færari, og sem betur til
þekktu, munu skrifa nánar um
þennan tíma í ævi Sigfúsar.
Sigfús, foreldrar hans og syst-
kini, voru mikið vinafólk og áttu
margt sameiginlegt með ömmu
minni, Katrínu Ármann, föður
mínum og bræðrum hans. Var
tSigfús tíður gestur á heimili
þeirra á Klapparstíg. Og þar
kynntist ég fyrst Sigfúsi, barn
að aldrL
Fyrir um fimmtán árum
átti undirritaður við töluverða
sjúkdómsörðugleika að etja. Kom
þá Sigfús til mín og bauð mér
alla sína aðstoð og hjálp. Gerði
hann allt sem í hans valdi stóð
mér til hjálpar. Upp frá þvi
mynduðust mjög sterk vináttu-
bönd milli okkar.
Áttum við margar gleðistund-
ir saman, og var eins og að þessi
þróttmikli maður gæfi manni
mikinn andlegan styrk. Þegar ég
kom á heimili hans, var þar allt-
af sömu hlýjunni að mæta frá
hans hendi og ráðskonu hans,
Steinunnar Guðlaugsdóttur. Fann
ég þá ætíð, hve mikinn hlýhug
þau báru til mín og fjölskyldu
minnar.
Um miðjan september síðast-
liðinn var í síðasta skipti sem
Sigfús vinur minn kom á mitt
heimili til að kveðja okkur. Var
hann þá að fara til útlanda. Hann
var þá að vanda jafn glaður og
reifur sem endranær. Vonuðum
við að sjá hann aftur heilan
heilsu að ferð lokinni. En sú
varð önnur raunin á. Hann kom
heim sjúkur, og varð fljótlega
að leggjast inn á sjúkrahús til
uppskurðar. Endaði þar ævi
hans eftir stutta en erfiða legu.
í Sigfús var mjög trúaður mað-
ur, og sagði oft við mig, að það
væri einn sem því réði, hvenær
kallið kæmi.
Ég og fjölskylda mín vottum
Kristjönu systur hans og fjöl-
skyldu hennar, okkar innileg-
ustu samúð. Og einnig Steinunni
Guðlaugsdóttur og Þórunni syst-
ur hennar.
Kæri vinur. Ég þakka þér allt
sem þú hefir fyrir mig gert og
mína fjölskyldu. Við geymum í
huga okkar margar bjartar og
gleðiríkar minningar um þig.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi. Hafðu þökk fyrir allt og
alIL
... Magnús Ármann.
t
ÉG KYNNTIST fyrst Sigfúsi
Blöndahl fyrir um það bil
fimmtán árum. Urðu þó kynni
okkar nánari síðustu árin. Sýndi
hann mér ávallt mikla og fals-
lausa vináttu, og vildi allt fyrir
mig gera. Lærði ég fljótt að
meta, hvílikur öðlingur og ágæt-
ismaður Sigfús heitinn var.
Hann mun ávallt standa mér
fyrir hugskotssjónum sem mjög
sterkur og eftirminnilegur per-
sónuleiki. Var hann hið mesta
glæsimenni í sjón og reynd. Fas
allt og framkoma bar vott um
meðfæddan höfðingsskap og
reisn.
Sigfús var um skeið á sínum
yngri árum, aðalræðismaður
Þjóðverja hér á landi Má ætla,
að hann hafi sómt sér vel í þeirri
stöðu. Diplómatiskir hæfileikar
hans voru ótvíræðir, og er eng-
inn vafi á því, að hann hefði
orðið hinn glæsilegasti fulltrúi
við hverskonar sendiráðsstörf.
★ Stórt hundrað fs-
lendinga í einu flugi
Hér kemur bréf um flug-
slysin að undanförnu:
„Flugslys vekja alltaf mikla
athygli, enda sjaldan hægt
að koma björgun við og
orkar það mjög á hugi manna.
í ráði er, að Flugfélag íslands
festi kaup á þotu, áður en langt
um líður. Hlýtur sú ráðstöfun
að verða mikið áhugaefni öllum
þeim, sem lei'ð eiga milli ís-
lands og Evrópu.
Sagt er, að þota af gerðinni
Boeing 727 þyki helzt koma til
greina. Svo óheppilega hefur
viljað til, að þrjár þotur af þess
ari gerð hafa nú farizt með
stuttu miliibili. Ekki er líklegt,
að þetta rýri ágæti farkostsins,
en þetta leiðir hugann þó óneit-
anlega að því, áð 120—130 ís-
lendingar væru komnir um
borð í eina slíka vél. Að missa
svo stóran hóp manna væri
reiðarslag fyrir þjóðina. Það
væri sambærilegt við það, að
120—130 þúsundir manna fær-
ust í einu í Bandaríkjunum. En
Bandaríkin munu hafa misst
240 þúsundir fallna í allri sí'ðari
heimsstyrjöldinni.
Um Loftleiðavélar gildir öðru
máli. í ferðum þeirra er sjaldan
nema lítill hluti farþeganna ís-
lendingar. Auðvitað eru slysin
jafnstór hverrar þjóðar menn
það eru, sem farast. En íslenzka
þjóðin er svo örsmá, að stórslys
Hann var allra manna skemmti-
legastur í vinahópi, kunni vel að
segja frá og koma fyrir sig orðb
en var þó laus við hverskonar
áreitni. Tvískinnungsháttur var
fjarri eðli hans.
Einurð og karlmennska voru
ríkir þættir í skapgerð hans.
Skoraðist hann aldrei undan því,
að reka sín og annara erindi
af festu og myndarskap.
Sigfús var mjög hlýr og ein-
lægur vinum sínum og vensla-
fólki. Hann hafði einnig til að
bera viðkvæmni, og fann sárt
til með þeim sem áttu við veik-
indi og önnur bágindi að stríða.
Mannkostir hans komu skýrast í
ljós, þegar vinir hans og kunn-
ingjar áttu við erfiðleika að etja.
Þá var hann alltaf boðixm og
búinn til að rétta þeim hjálpar-
hönd.
Ég vil svo ljúka þessum fáu
orðum með því, að votta Krist-
jönu systur hans og fjölskyldu
hennar, og Steinunni Guðlaugs-
dóttur, mína innilegustu samúð.
Ég þakka þér, Sigfús vinur
minn, að leiðarlokum, fyrir góða
og ánægjulega viðkynningu.
Mun ég ávallt minnast þín með
þakklæti og gleði, sem hins
trausta og einlæga vinar.
Drottinn blessi minningu þína.
Andrés Bjarnason.
myndi skaða hana miklu meira
en aðrar þjóðir.
Aí þessum hugleiðingum
leiðir sú spurning, hvort ekki
væri varlegra fyrir Flugféiagið
að kaupa flugvél, sem ekki tæki
nema 80-—90 manns áð með-
taldri áhöfn. Það er að vísu stór
hópar, en ekki munu minni þot-
ur koma til greina. Ágætar þot-
ur af þessari stærð eru einmitt
á markaðnum. Og fyrir lítið
flugfélag getur oft verið heppi-
legt að hafa fleiri ferðir með
minni farkosti en færri með
stórum. Býður það upp á betri
þjónustu. Einnig væri þá fyrr
hægt að kaupa aðra þotu.
Væri fióðlegt að heyra álit
forráðamanna Flugfélagsins
varðandi það sjónarmið að
senda ekki töluvert á annað
hundrað íslendinga í sömu flug-
véL
V. K.“
'Ar Flugvélar,
sem „hrapa“
Það er alveg rétt hjá
bréfritara, flugslys vekja alltaf
mikia athygli. Þegar 30 manns
farast í flugslysi úti í heimi
birta b’.öðin fréttina undir
stærri fyrirsögnum en fregnir
um slysahelgi í Bandaríkjunum
— þar sem nokkur hundruð
manns biða bana í umferðinni.
Síðarnefnda fréttin birtist e.t.v.
alls ekki í blaðinu, sem er með
flugslysið á forsiðu.
ÞAÐ er mikil gæfa að kynnast
mönnum sem Sigfúsi Blöndahb
fyrrverandi aðalræðismanni,
mönnum, sem elska lífið, dá það
og tigna, sjá fegurð þess alls
staðar, í náttúrunni, hafa yndi af
listum hverskonar, eru opnir og
opinskáir, hreinlyndir og fals-
lausir og tryggðatröll vinum sín-
um og venzlamönnum.
Næstum þrír áratugir eru liðn-
ir síðan fundum okkar Sigfúsar
bar fyrst saman. Það var á há-
skólaárum mínum að ég var eitt
sinn á gangi með föður mínum
í Austurstræti. Þá mættum við
þessum hnarreista mannb svip-
hreina með hið bjarta og inni-
lega bros. Það var rétt eins og
tveir nýútskrifaðir stúdentar
mættust, gáskinn og fjörið ljóm-
aði í kringum þá og húsvegg-
irnir endurómuðu hlátur þeirra.
En úr því að við erum að
ræða um flugslysin verð ég að
koma að einu atriði, sem er
ákafJega áberandi hjá blöðum
og útvarpi á íslandi. Oft og tíð-
um verð ég nefnilega að lesa er-
lend blöð til þess áð fá sæmi-
lega glögga hugmynd um hvað
þar hafi í rauninni gerzt. Út-
varpið segir oft frá flugslysi án
þess að tilgreina flugvélarteg-
undina — og venjulega er skýr-
ingin á slysinu sú, að „flugvél-
in hafi hrapað". Flugvélar
„hrapa“ sárasjaldan, það er
hrein undantekning.
^ Morgunblaðið bezt
Eitt dagblaðanna, sem
var að bera saman þrjú Boeing-
slysin á dögunum, sagði, að
greinilegt værb að sama ástæð-
an hefði verið fyrir öllum slys-
unum“ af því að eldur kom upp
í öllum flugvélunum“. Þetta er
jafngáfuleg fullyrðing og að
segja, áð allir, sem látizt hafa á
þessu ári hljóti að hafa farið
úr iungnasjúkdómi, ef því að
þeir hættu allir að anda. —
Þegar flugvél rekst á fjallshlíð
verður í henni sprengin — og
eldus gýs upp. Þetta þýðir ekki
einfaldlega að flugvélin hafi
rekizt á fjallshlíðina af því a'ð
í vélinni hafi orðið sprenging
og eldur gosið upp. Og, þegar
flugvél rekst á f jallshlíð er ekki
hægt að afgreiða málið á þann
einfalda hátt, að hún hafi
„hrapa'ð“.
Hvílíkt lundarfar, hvílík gleði.
Frá þeim tíma hefur vinátta okljjf
ar Sigfúsar jafnt og þétt orðiif
traustari með ári hverju, þótt
aldursmunur væri mikill, og
aldrei borið á hana neinn skugga.
Ég þekkti ekki Sigfús Blöndahl
þegar umsvif hans voru aðsóps-
mest og framkvæmdir og athafn-
ir miklar og margvíslegar. En
ég kynntist manninum, sem hann
hafði að geyma, vel og býsna
náið, þeim mannb sem hið ytra
var sólskininu líkastur, bjartur
yfirlitum, teinréttur og upplits-
djarfur, glaður og reifur, varp-
andi frá sér birtu, karlmennsku
og kjarki í allar áttir — en
hið innra bjó hrifnæm sál, hlýtt
hjarta, tryggð og kærleikur. Um
þetta bar hið óvenjulega hand-
tak hans ljósast vitni. Slíku hand
taki er ekki hægt að gleyma,
samfara augnaráði skörpu en
hlýju, sem virtist lesa hug manna
allan og um leið vinföstu brosi á
vör.
Við Sigfús áttum mörg sam-
eiginleg áhugamál. Löngum gát-
um við setið saman og rætt um
átivistir, um landið okkar, feg-
urð þess og tign, fuglasöng og
vatnanið en þó mest um veiði-
skap, laxinn, „sem leitar móti
straumi sterklega og stiklar
fossa", um fegurð íslenzkra fall-
vatna og þýðingu þeirra fyrir
þjóðina. Og stundum — á dimm-
um vetrarkvöldum — kom það
fyrir, að okkur fannst báðum
líkt og við værum búnir að flytja
árniðinn til okkar, inn í stofurnar
til Sigfúsar, þessar stofur, full-
ar af hlýju, skreyttar marghátt-
uðum listmunum og úrvals mál-
verkum, og að þessi ljúfi niður
Framhald á bls. 21
Hlýtur að velja
þá hæfustu
Undanfarin 10—15 ár
hef ég fylgzt mjög vel með frétl
um af flugslysum í islenzkum
dagblöðum — og það verður að
segjast, að Morgunblaðið er
nær undantekningarlaust með
langáreiðanlegustu og beztu
fréttirnar á þessu svíði. Ég segi
það ekki vegna þess að ég er
Morgunblaðsmaður, heldur
vegna þess að ég hef venulega
erlend blöð til samanburðar.
En svo að við hverfum aftur
áð efni bréfsins frá V. K, — þá
er ekki hægt að ætlast til þess,
að Flugfélagið kaupi aðra gerð
þotu en þá, sem hæfir félaginu
bezí — svo og öllum aðstæðum.
Minni þoturnar hafa minna
flugþol en þær stærri — og
það er ekki lítið atri'ði, eins og
kunnugt er. Flugfélagið miðar
starfsemi sína ennfremur við
Reykjavíkurflugvöll — og sú
gerðin, sem bezta eigihleika
hefur til þess að athafna sig á
þeim flugvelli, hiýtur að koma
fremur til greina en aðrar þot-
ur.
Farþegafjöldinn
Og hvað farþegafjöldan-
um viðkemur: Flutningarnir
til og frá íslandi aukast stöðugt
— og þess verður væntanlega
ekki langt að bíða, að útlend-
ingar verði jafnmargir Islend-
ingum í flugvélum Flugfélags-
ins — að jafnaði. Hins vegar
eru slys á útlendingum ekkert
skárri en slys á fslendingum,
Framhald á bls. 21
Kaupmenn - Kanpfélög
Gulu rafhlöðurnar
fyrlr segultoöúd, ’
myndavélar og mótora
VestuEgötu .a,.- Jbágmúla 9.