Morgunblaðið - 17.11.1965, Qupperneq 13
MiSvífcuÆagur 17. nóv. 1965
MORGU N BLAÐIÐ
13
Áttræður I dag
Jón Árnason
frv. bankastjóri
ÞAÐ er ekki vandalaust að skrifa
um þá ménn, sem staðið hafa í
fylkingarbrjósti með þjóð sinni
Janga æfi og aldrei lagt til mál-
anna annað en það, sem þeir
ejálfir töldu sannast og réttast
og sömdu aldrei um sannfæringu
isína. Slíkur maður er Jón Árna-
eon fyrrv. bankastjóri, sem í dag
er áttræður.
Þessar fáu línur eiga hvorki
®ð vera eftirmæli né ævisaga,
heidur vinarkveðja til hans frá
manni, sem lengi hefir þekkt hann
og metið mannkosti hans og hæfi
lleika því meira sem hann hefir
kyiinzt honum betur.
Jón er þeirrar kynslóðar, sem
í byrjun áldarinnar hóf og und-
irbjó þá vakningu og efnahags-
iegu byltingu, sem síðar gerði
þjóðinni fært að standa á eigin
fótum og öðlast fullt sjálfstæði.
Þau umskipti sem orðið hafa á
högum landsmanna undangengna
hálfa öld, eru ævintýri lík.
Jón Árnason var virkur þátt-
takandi í hinni efnahagslegu þró
un með margháttuðum trúnaðar-
etörfum fyrir þjóð sína á þessu
tímabili. Með skapfestu, dugnaði
og skarpri greind hófst hann til
forustu í mörgum greinum efna-
hagsmálanna og stóð þar fremst
í fylkingu um langt skeið. Lífs-
ferill hans er að mörgu leyti
eérstæður og í rauninni gott
dæmi um það, hvað vitsmunir og
heilsteypt skapgerð fær áorkað,
þótt ekki sé langskólalærdómur
eð baki.
Jón var nærri þrjá áratugi einn
eðalfor-ustumaður Sambands ísl.
eamvinnufélaga og var þá flest-
om kunnugri landbúnaði og út-
flutningsverzlun landsmanna. Á
þessu tímabili var hann af ýms-
um ríkisstjómum skipaður i
eamninganefndir um miilirikja-
viðskipti, sem miklu máli skipti
um afkomu þjóðarinnar á tíma-
bilinu milii heimsstyrjaldanna.
Við áttum báðir sæti í samninga-
íiefnd utanríkisviðskipta í byrj-
un síðasta stríðs. Sú nefnd ann-
aðist þá nær alla samninga við
önnur ríki Jón var manna fróð-
astur um allt er að málunum
laut. Hann hafði fastmótaðar
ekoðanir og var harður og rök-
fastur samningamaður um þau
etriði, er hann taldi mestu varða
fyrir þjóð sina. En aldrei varð
ég þess var að hann færi með
ekoðanir sínar út í öfgar.
Formaður bankaráðs Lands-
bankans var hann skipaður 1929
cg gegndi hann því starfi þang-
eð til hann var skipaður banka-
etjóri í þeim banka í byrjun
érs 1946. Ég hygg að hann hafi
verið bankanum góð kjölfesta á
þessu umbrota tímabili í fjár-
málum landsmanna.
í mörg ár var Jón í bankaráði
Alþjóðabankans og hann varð
fyrstur íslendinga einn af banka
etjórum þess banka, og gegndi
því embætti tveggja ára tíma-
bil. í það starf eru ekki valdir
aðrir en menn, sem taldir eru
skara fram úr á fjármálasvið-
inu. Þetta er vandasamt starf og
ekki áukvisum hent. Jón leysti
það starf af hendi sér og landi
sínu til sóma.
Jón hefir ekki ætíð siglt í
lygnum sjó. Mörgum hefir hann
þótt hrjúfur á manninn og stund-
um harður í horn að taka. En
þéir sem þekkja hann, vita að
undir skelinni slær hlýtt hjarta
sem ekki má aumt sjá. Jón hefir
ætíð þótt nokkuð sérstæður per-
sónuleiki og hann hefir jafnan
komið til dyranna eins og hann
er klæddur. Ekki veit ég til þéss
að það hafi orðið honum að fóta-
kefli í lífinu. Drengskapur hans
og góðvilji hafa aflað honum
margra vina — og þeir árna hon-
um í dag allra heilla.
Björn Ólafsson.
Kveðja frá
Eimskip
FYR.1R nokknum árum hóf ég
máis á því við Jón Ámason, að
hann ætti að skrásetja atvinmu-
sögu íslenzkiu þjóðarinnar á
þeirri öld, sem nú er vel hálfn-
uð. Er hvorttveggja, að fáir
eða engir raúlifandi islendinga
gjörþekkja þessi mál sam hann
og hitt, að hann er manna lík-
legasitur tiil að klæða hugsanir
sínar þeim 'búningi, að eftir verði
tekið. Veit ég að ég segi hug
margra er ég ítnöka hér þossi
tilmæli.
Jón Ámason tók sæti í stjóm
Eimskipafélags íslands árið 1923.
Heifir hann átt sæti í stjóm þessa
umsvifamikia félags í rúma fjóra
áratugi eða lengur en nokkur
maður annar. Á Eirnskipafélagið
og raunar íslenzka þjóðin öll
honuun mikla skuld að gjakla
fyrir mikilvæg og heillarilk störf
fyrr og síðar.
Ég flyt hinum áttræða dreng-
skaparmanni og fjölskyldu haœ
hugheilar hamingjuóskir Eim-
skipafélags Islands.
Einar Baldvin Guðmundsson.
Blaðburðarfó vantar í eftirtalin hverfi: Ik
Laugarteigur Tjarnargata
Skerjaf. sunnan Suðurlandsbraut
flugvallar Skólavörðustígur
Hjarðarhagi Freyjugata
Lambastaðahv. Barónsstígui
f
SÍMI 22 o 00 1 1
Leður kuldaskór
KÚREKA STÍGVÉL
SVARTIR
STÆRÐIR: 27—33
LOÐFÓÐRAÐIR
FRAM í TÁ.
BRUNIR
STÆRÐIR: 24—38
LOÐFÓÐRAÐIR
FRAM í TÁ.
SVARTIR MEÐ
RAUÐU LOÐFÓÐRI
Munið oð kuldaskór elga oð vera úr leðri
SKÓHÚSIÐ
Hverfisgötu 82 — Sími 11-7-88.
Bankastræti á horni Þingholtsstrætis.
Kjósarsýsla
Árshátíð sjálfstæðisfélaganna í Kjósarsýslu verður haldin í Fé-
lagsgarði Kjós laugardaginn 20. nóv. n.k.
[ Ræður flytja:
1. MAGNÚS JÓNSSON fjármálaráðherra. Xí&fÍ'- *»
2. ODDUR ANDRÉSSON, Hálsi. V '
Skemmtiatriði:
1. Savanna tríóið. ' ■■ ■ ■■
2. Dans. — Hljómsveitin Kátir félagar leika. jTr '
Allir velkomnir.
BYGGINGAMEISTARAR
MÚRARAMEIST ARAR
PÍPULAGNINGAMEISTARAR
VERKSTJÖRAR
Efnt verður á næstunni til
stuttra kvöldnámskeiða í
meðferð og notkun hallamæla
í byggingariðnaði. — Kennsla
á námskeiðunum verður ókeypis.
Þátttaka tilkynnist hið allra fyrsta.
WILD
HEERBRUGG
UMBOÐIÐ
Á ÍSLANDI
Ib
H. F. Brautarholti 20. — Simar 15159 og 12230.