Morgunblaðið - 17.11.1965, Page 17

Morgunblaðið - 17.11.1965, Page 17
Mitfvflrudagur 17. nóv. 1965 MORGU N BLAÐIÐ 17 Óbirl Ijoð eftir Davíð í nýrri bók: „Þaö var æskuunnustan mín sem annar gaf brúöarskart" Davíd Stefánsson EINS og frá hefur verið skýrt í Morgunblaðinu, er komin út á forlagi Kvöldvöku útgáfunnar bókin Skáldið frá Fagraskógi, endurminningar samferðamanna um Davíð Stefánsson. Bók þessi er fall- ega úr garði gerð og í hana rita 16 höfundar sem voru skáldinu að góðu kunnir. í bókinni eru allmargar mynd- ir úr lífi Davíðs Stefánssonar og þeirra á meðal ýmsar sem almenningi hefur ekki áður gefizt kostur á að sjá. Fá skáld hafa orðið eins ástsael með þjóðinni og Davíð Stefánsson og allt sem varð- ar líf hans og störf er eftir- sóknarvert lestrarefni fyrir allan almenning. Ekki verður hér fjallað um bók þessa til neinnar hlítar, en þó þykir blaðinu rétt að grípa niður í henni fyrir for- vitnisakir. Með leyfi útgef- anda verður hér minnzt á nokkur ljóð sem í bókinni eru og ekki hafa áður komið fyrir almenningssjónir. I grein eftir Sigurð Nordal, Litið í gömul bréf, segir hann m.a.: „Með bréfunum sendir Dav íð mér talsvert af kvaeðum, alls seytján að tölu. Níu af þeim eru birt í Svörtum fjöðr um, en átta hafa aldrei verið prentuð. Meðal þeirra er lang ur flokkur um Hrúí Herjólfs- son (og Gunnhildi konunga- móður) í fimm hlutum, „fyrsta kvæði sögulegs efnis, sem ég hef reynt að yrkja“. Ekki er vafi á því, að þessi átta kvæði standa yfirleitt að baki þeim, sem tekin voru í bókina, og verður fróðlegt að vita, hvort Davíð hefur varðveitt þau sjélfur. Fyrir utan flokkinn um Hrút, eru þau þessi: Æskuunnustan min, Langspilsleikarinn, Aug- un þín, Fjörbrot, í»ú veizt, hvað veldur því, Svanurinn, Vísa um kvæðabók Hannesar Hafsteins (inni í bréfi). Lengst þessara kvæða eru Fjörbrot, sem eins og fleiri Ijóð Davíðs eru um ást konu til karlmanns: Svo sá ég hann eitt sinn suður á við sveifla orfinu til og frá og óskaði, að ég væri orðinn strá fyrir egginni á ljánum hans, svo ég mætti deyjandi falla frá að fótum þess sláttumanns. Tvö styttri kvæðanna eru vel þess virði að tilfæra þau: I>ú veizt, hvað veldur því, drottinn, að ég vaki einn og bið og horfist hræddur í augu við helkalt náttmyrkrið. Ég veit, hvað veldur því, drottinn, að þú vilt ekki svæfa mig. -----Ég á að vaka og verr á verði og finna þig. >ú veizt, hvað veldur því, Drottinn, að ég vaki einn og bið, og leita í myrkrinu að ljósi, í lyginni að frið. Enn betur hefði samt eftir- farandi smáljóð sómt Svört- um fjöðrum: f>að var æskuunnustan mín, sem í augu mér biðjandi leit, þegar hún settist á brúðarbekkinn hjé biðli framan úr sveit. f>að var æskuunnustan mín, sem óhuggandi grét, þegar hún eina óvini mínum að eilífu tryggðum hét. I>að var æskuunnustan mín, sem annar gaf brúðarskart -----og grætur og kyssir mig í meinum, þegar mýrkrið er nógu svart. Fátt er um flest kvæði sagt. >ess vegna skal ég til gamans tilfæra þennan bréfkafla (des. 1916): „f>ú lofar „Dökku miðin“. Satt að segja vissi ég að þú mundir gera það. Breyt ingar þínar á því líka mér sumar ágætlega. En þessi setning: „f>á verður sálin að þorski“ — líkar mér ekki reglu lega vel. Ekki heldur hin upp- haflega „f«á fer sálin i þorsk- líki í sjóinn“. — Um „sköpun" þessa kvæðis er þetta að segja. Ég orti það á rúmum klukku- tíma í sumar. f»á var ég á Hjalteyri — mitt á meðal norskra syndara og svívirð- ingar. Ég fór á handfæri, þá datt mér efni kvæðisins í hug. Eg fékk eitt blákóð, reri heim og skrifaði kvæðið“. Og Sigurður Nordal heldur áfram: „Um eitt af Ítalíukvöldum Davíðs verð ég að láta fáein orð hans fljóta hér með, þótt þau séu úr yngra bréfi (frá Róm, 13. apríl 1921): „Ef þú kemur til Caprí á undan mér, þá heilsaðu frá mér svart- hærði smémeyju með föla vanga. Ef þú segir henni, að ég hafi kysst hana og dansað með hana í fanginu af gleði þá kannast hún við mig. Hvislaðu að henni Katrinu litlu, að ég gleymi henni aldrei og sigli með hana í huganum inn í bláu sæhöll- ina undir berginu“. Davíð kom aldrei aftur til Capri. Og ég hef ekki haft tækifæri ennþá til þess að skila kveðjunni. Enda mé búast við, að það sé nú orðið heldur seint að ætla sér að töfra feimnisroða fram á föla vanga Katrínu með því að bera henni kveðju frá skáld- inu úr Norðurvegi í grein Arna Kristjánssonar Fáeinar minningar um Davíð, segir m.a. svo: „Stundum fann hann þó samt til einverunnar. í>á sakn aði hann vina. í skammdeginu sótti að honum beygur. Hann sendir mér jólabréf og gaf í þeim tilfinningum sínum mál. I einu þeirra, rituðu 19. des. 1059, segir svo: „Oft er ein- veran þung, en dagarnir líða, skammdegið styttist, senn fer sól að hækka á lofti, — eng- inn flýr örlög sín, og senn tek ur þetta allt enda, dauðinn nélgast hægt og hægt eins og vorið. Ég er hættur að láta mér blöskra um of háska og hatur mannanna." Og í síðasta jólabréfinu, sem skrifað er tíu árum síðar „Hér eru rafstjörnur hengdar á hvert hús, stjörnur himins nægja mönnum ekki lengur, þetta á að tákna jól . . . Eng- inn minnist vitringanna, sem eru á leið yfir eyðimörkina, eða barnsins í jötunni, sem gaf heiminum hina guðlegu speki . . . En ég fer heim í Fagraskóg; ég fer með hjarð- mönnunum inn f fjárhúskofa og vegsama stjörnu Austur- landa'* Að lokum má geta lítillar vísu sem tilfærð er í grein Huldu Á. Stefánsdóttur, fré æskudögum, en um hana segir svo: „Á leið sinni til Ítalíu orti Davíð margar vísur, sem hann sendi mér. Eina gerði hann í Berlín, þegar hann fór út að skemmta sér með Helga Skúlasyni, sem þar var við nám: Frjálsir menn á frjélsum stað fara ekki að lögum; þar var tíðum brotið blað í beztu ástarsögum.“ Ekki verður fleira tilfært að sinni úr þessari nýju bók um þjóðskáldið Davíð Stefáns son, en margvíslegra grasa, og margra nýrra, gætir í henni og má óhikað segja að ýmis- legt er þar að finna sem varp ar nýju ljósi á skáldið frá Fagraskógi, t.d. falleg saga um það hvernig sélmurinn óborganlegi, Ég kveiki á kert- um mínum, og ljóðaperlan um lindina urðu til. Andlegt kölduflog í Hafnarfirði GAMALL OG reyndur læknir, Páll V. G. Kolka, ritar grein í Morgunblaðið sl. sunnudag, þar sem hann m.a. gerir grein fyrir því, að alvarlegur faraldur hafi gripið um sig í Hafnarfirði. Ætla má, að engum sé ljós- ara en reyndum lækni, að sjúk- dómsfaraldur sé ekkert gaman- mál, og að uppgötvun hans vekji því nokkra athygli, ekki sízt í hópi þeirra, sem tekið hafa sjúkdóminn, eftir sjúkdóms- greiningu hans. Að dómi læknisins eru við- brögð manna hér í Hafnarfirði vegna veitingar í bæjarfógeta- embættið, hin greinilegu sjúk- dómseinkenni. Þessi viðbrögð séu mun sjúklegri þegar þess sé gætt, að með þessari ráðstöfun ,,er hinum setta fógeta auðvitað ekki kastað út á gaddinn eða vísað úr embætti", eins og lækn irinn kemst að orði. í þessari fullyrðingu læknis- ins kemur einmitt fram skoð- anamunur okkar, þessara and- legu kölduflogssjúklinga, og þeirra, sem læknirinn virðist geta gefið heilbrigðisvottorð með góðri samvizku. Ég skal strax taka það fram, að ég tel það vítavert, að steini sé kastað að þeim manni, sem skipaður hefur verið í bæjar- fógetaembættið í Hafnarfirði. Hann á það ekki skilið að dómi þeirra, er bezt þekkja. En hitt má hver lá okkur sem vill, þótt okkur virðist sá maður hart leikinn, sem ,,vísað er úr em- bætti" eftir að hafa í nærri ara- tug haft alla ábyrgð þess á hendi og rækt embættisstörf sín öll með þeim ágætum. að vakið hefir aðdáun og virðingu hvers manns. Og um almennar vinsældir hans þurfa þeir ekki að spyrja sem fylgzt hafa með því, sem nú að undanförnu hefir gjörzt í sambandi við þetta mál. Formlega var hann ékki skip- aður í embættið af gildum og kunnum ástæðum. En af því hér var orðið um allt annað íÍ5 ræða en venjulega setningu í embætti til bráðabirgða, hlaut almenningur að líta svo á, að skipun hans í embætti væri formsatriði eitt, sem hlyti að koma til framkvæmda, þegar fyrirrennari hans segði starfinu lausu formlega. En í þess stað var honum þá ,,kastað út á gaddinn'*. Páll V. G. Kolka er harla ánægður með þessa lausn mála og virðist einblína á það eitt, að í embættið hafi verið skipaður maður, sem um árabil hafi þjón- að við erfiðari skilyrði úti á landi. Allt annað, sem snertir þetta sérstæða mál, virðist auka atriði fyrir Páli Kolka, en það eru aðalatriðin í augum okkar, sem erum á öndverðum meiði. Hitt er svo annað mál, að undir venjulegum kringumstæðum er það sanngjarnt og nauðsynlegt í mörgum tilfellum, að við veit- ingar í embætti í þéttbýli gangi sá fyrir að öðru jöfnu sem á langan embættisferil að baki úti á landi. En svo undarlega bregður við að Páll Kolka, sem virðist vilja gera þetta atriði að meginreglu við embættisveitingar í þétt- býli, minnist ekki einu orði á það, er gengið er fram hjá þeim umsækjendanna, sem hefir nær helmingi lengri starfsaldur í embætti úti á landi en sá sem í embættið var skipaður. Jóhann Gunnar Ólafsson hafði það einnig fram yfir Einar Ingi- mundarson að hann hafði verið 1. fulltrúi hér við embættið í 4 ár við mjög góðan orðstír. Og embættisferill hans hefir allur verið hinn glæsilegasti að dómi þeirra, sem bezt þekkja til. Vestfirðingur hefir sagt mér, að þegar Jóhann Gunnar var skipaður í bæjarfógetaembættið á ísafirði, hafi ísfirðingar sagt ,,það má vel vera að hann reynist gott yfirvald, en aldrei kemst hann til jafns við fyrir- rennara sinn“. Nokkrum árurn seinna hafi sömu menn sagt: „sú hefir nú orðið raunin á, að hann hefur reynzt jafnoki fyrir rennara síns". Fastar varð ekki að orði kveðið um hæfni hans og hæfileika. Ég er ekki í vafa um það, að Jóhanni Gunnari Ólafssyni hefði verið fagnað sem bæjarfógeta hér í Hafnarfirði, ef embættiS hefði verið Iaust með venjuleg- um hætti. Einhversstaðar sá ég þess getið, að honum hefði ekki verið veitt embættið fyrir háan aldur hans. Skyldi Páll Kolka vilja gefa læknisvottorð um það að 62- ára gamall maður, með fullri starfsorku þoli ekki flutn ing milli staða, fyrir aldurs sak- ir? Það gæti skýrt þögn hans um þetta atriði. En svo að ég víki aftur að sjúkdómsfaraldrinum í Hafnar- firði, má ég þá að lokum, <em einn af sjúklingunum, spyrja lækninn hvar hann telji að sótt kveikjan, sem krankleikanum veldur, eigi upptök sín? Það hefir ekki farið dult, að um langt árabil, hafa önnur sjón armið oft ráðið í embættisveit- ingum en hæfni umsækjenda og rétt mat á verðleikum þeirra. Þjóðmálaskoðanir og tengdir við forráðamenn hafa ekki ósjald- an skipt meira máli. Þessi mis- brestur er sízt til þess fallinn að hvetja stárfsmann til að rækja starf sitt af kostgæfni því hvaða tryggingu hefir hann fyr I ir því, að það yrði nokkurs mét ið ef hann skyldi síðar sækja um betra starf? Þetta er alvarleg meinsemd, sem hefir fengið að grafa um sig í næði fyrir skort á „and- legu kölduflogi" þegar nauðsyn bar til. Ef Fáll Kolka, sá mikli hæfi- leikamaður og atorkumaður vildi leggja því lið, að komizt yrði fyrir þessa meinsemd. og ef honum yrði í þeirri viðleitni jafn vel ágengt og í öðrum læknis- aðgerðum sínum fyrr og síðar, þá þyrfti hann ekki að bera neinn kvíðboga fyrir þvi, að ekki myndi sjálfkrafa hjaðna kölduflog okkar Hafnfirðinga eða bakteríufaraldurinn við sunnanverðan Faxaflóa. Hafnarfirði, 16. nóv. 1965. Garðar Þorsteinsson. Heimsókn E.h :rtls færð fram um 3 daga Washington, 15. nóv. (AP) BREYTING hefur verið gerð á heimsóknartíma Erhards kanzl- ara til Bandaríkjanna, og verður hún dagana 3.—4. des. í stað 6.— 8. des. í tilkynningu sem gefin var út frá Hvíta húsinu í dag, var þess getið að þýzka stjórnin hefði farið fram á þessa breyt- ingu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.