Morgunblaðið - 17.11.1965, Qupperneq 31
J MiðvTfcuðfagur 17. nóv. 1965
MORG U N BLAÐIÐ
31
Úr nýgerðri áætlun Fræðsluskrifsiofu Reykjavíkur:
Fjöldi skólafólks yfir 98
þúsund aldamótaárið
Meira en tvöfaldur nemendafjöldjnn árið 1970
— Þið gangið
| Framhald af bls. 14
[ stjórnmálamakki við ýmis
j kapítalistisk lönd sem miðað
' er gegn Kína?
j Þið boðuðuð til Moskvu-fund
arins í marz (hér er átt við fund
(þann sem Krúsjeff átti hug-
myndina að, en arftakar hans
frestuðu og var ætlað að vera
fyrsta skrefið á* þeirri braut að
•gera Kína útlægt) og genguð
I með því feti framar því að
breikka bil það sem upp var
I komið sökum ágreinings innan
hinnar alþjóðlegu kommúnista-
hreyfingar. I stað þess að gera
Iþá einhverja tilraun til þess að
leiðrétta mistök ykkar haldið
þið áfram að auka klofninginn.
Og fyrst svo er hvað þýðir þá
að fara fram á sameinaðar að-
gerðir?
Það virðist Ijóst vera, að með
sameinuðum aðgerðum eigið
þið við það, að bræðraflokkun-
um beri að hlýðnast skipunum
„Pöðurflokks" ykkar . . .
Ykkur væri nær að hætta
þegar í stað leynimakki ykkar
við bandaríska heimsveldis-
sinna bæði fyrir opnum tjöldum
og að tjaldabaki og hætta líka
öllum tilraunum til hrossa-
kaupa við Bandaríkin um grund
vallarhagsmuni vietmönsku
þjóðarinnar.
Þið ættuð heldur að veita
vietnömsku þjóðinni raunveru-
legan stuðning, senda henni
meiri hergögn og betri og gagn
legri birgðir annars varnings,
en ekki aðeins gamlar vörur
og úr sér gengnar, óhagkvæmar
og illa úr garði gerðar til þess
eins að heimurinn megi sjá að
þið bregðist ekki skyldu ykkar.
Það er ekki rétt af ykkur, að
notfæra ykkur þessa svoköll-
uðu aðstoð með það fyrir aug-
um að ná fyrir hennar tilstilli
allt öðru settu marki.
Ykkur verður ekkl treyst.
Þið ættuð að beina barátt-
unni fyrst og fremst gegn
bandarískri heimsveldisstefnu
snúast gegn henni með oddi og
egg. Þið ættuð ekki að fjand-
skapast við hið sósíaliska Kína
með því að ganga í bandalag
við bandaríska heimsveldis-
sinna, indverska afturhalds-
menn og klíku Títós. Þið ættuð
að láta af óhróðursherferð ykk-
ar gegn Kína í Vietnam-mál-
inu, hætta allri lygasmið um
Kína og láta lönd og leið fyrir-
litlegar tilraunir ykkar til að
stofna til missættis og klofn-
ings með bræðralöndunum.
Að öðrum kosti verður ykkur
ekki treyst, hversu mörg og
fögur orð, sem þið hafið um
hlutina og hversu mörgum
brögðum þið kunnið að beita.
Skyssur þær, sem ykkur hafa
orðið á, eru óhjákvæmilega af-
leiðing þrákelkni ykkar og
þrjózku í að halda fram endur-
skoðunarstefnu þeirri, sem sett
var fram á 20. og 22. flokks-
þinginu og í framkvæmdaáætl
wa sovézka kommúnistaflokks-
ins. Meðan þið haldið fast við
þessa röngu stefnu hljótið þið
að mæta andspyrnu í öllum
meginmálum. Þið komist ekki
upp með svona háttalag".
Bréfinu lýkur í sönnum
bræðralagsanda með svofelld-
um orðum: „Við vonum, að þið
skoðið nú hug ykkar rækilega
og af sjálfsgagnrýni og hverf-
ið aftur inn á rétta braut þá
«r mörkuðu Marx og Lenin og
ftlþjóða verkalýðshreyfingin hef
ur gengið til þessa.
Með bróðurlegri kveðju,
Miðstjórn
Kommúnistaflokks Kína
Ríkisráð
Alþýðulýðvldisins Kína.
Þarf frekar vitnanna við
um vanda þann sem Sovétstjórn
inni er nú á höndum?
(OBSERVER
— öll réttindi áskilin).
— Við treystum
Framhald af bls. 1.
skap þeirra í garð Kína.
„A3 baki þessari árás Kínverja
er löng saga“, segir Crankshaw og
skýrir síðan frá bréfunum tveim-
ur, sem farið hafa á milli stjórn-
anna í Moskvu og Peking og
OBSERVER hefur nýlega fengið
í hendur. Segir hann bréf þessi
varpa skýru ljósi á það hversu
breitt sé bilið milli stjórnanna.
Þar komi ljóst fram, á hverju
Pekingstjórnin byggir þær stað-
hæfingar sínar, að Sovétstjórn-
in hafi haft samvinnu við
Bandaríkjamenn um stefnuna
í Víetnam. — Segi þar enn
fremur, að Rússar hafi ekki ein-
asta svikið málstað kommúnista
og reynt að slökkva „hið bjarta
byltingarbál“ þjóðarinnar í N-
Vietnam, heldur miði þeir einnig
að því í samvinnu við Banda-
ríkjastjórn að ná heimsyfirráð-
um.
Bréfin gefa mikilsverðar upp-
lýsingar um leynimakk Rússa í
Víetnam-málinu og ferð Kosy-
gins, forsætisráðherra, til Hanoi
og Peking um sama leyti og
Bandaríkjamenn hófu loftárásir á
Norður-Víetnam. — Ennfremur
skýra bréfin á athyglisverðan
hátt tilraunir Sovétstjórnarinnar
til þess að koma í veg fyrir, að
Víetnamstríðið færðist út og við-
leitni hennar til þess að fá
stjórnina í Norður-Víetnam til
þess að ganga til samninga við
Bandaríkjastjórn — jafnframt
því að hún hefur reynt að koma
í veg fyrir beina innrás Banda-
ríkjanna í Norður-Víetnam.
Sveil Páls efsl
HAFNARFIRÐI. — Síðastliðinn
miðvikudag lauk hraðkeppni
(sveitakeppni) Bridgefélags Hafn
arfjarðar. Efst varð sveit Páls
Ólasonar með 596 stig; Böðvars
Guðmundssonar 582; Ólafs Guð-
mundssonar 572 og Gunnlaugs
Guðmundssonar 541 stig. — í
efstu sveitinni ásamt Páli spiluðu
Jón Pálmason, Sverrir Jónsson,
Sæmundur Björnsson, Bragi Jóns
son og Agnar Jónsson.
Firmakeppni hefst svo hjá fé-
laginu í Alþýðuhúsinu í kvöld
kl. 8 og eru menn beðnir að
fjölmenna.
Eldur í bátff
á Akureyri
Akureyri, 16. nóv.
EL.DUR kviknaði í v.b. Kára
Sölmundarsyni RE 2 kl. rúmlega
11 í morgun, þar sem báturinn
var til viðgerðar í Slippstöðinni
hér í bæ. Báturinn, sem er 66
tonna, hefur verið í slippnum
röska tvo mánuði vegna fúa-
skemmda ,og enn fremur er verið
að skipta um aðalvél í bátnum.
Gamla vélin hafði verið tekin
burtu og sú nýja ókomin, en ver-
ið var að undirbúa niðursetningu
hennar, meðal annars var unnið
með logsuðutækjum niðri í vélar
rúminu. Talið er, að kviknað hafi
út frá þeim tækjum. Allmiklar
skemmdir urðu af eldi og vatni,
sérstaklega í vélarrúmi og stýris-
húsi, en ekki eru þær fullkann-
aðar enn. Slökkviliðið réð niður-
lögum eldsins á skömmum tíma.
— Sv. P.
Dnglingaskóli
á Kirkjubæ#ar-
kSaustri
HOL.TI á Síðu, 16. nóv. — í vet-
ur verour træoslusicyidu í fyrsta
■skipti framtylgt í sKolaneruoum
Kiricjubæjar- og Hörglands-
hrepps. Ij nglingasicóli er i vetur
á Kirkjubæjarkl. Kennslu annast
prestshjónin á Kirkjubæjar-
klaustri, frú Jóna Þorsteinsdótt-
ir og sr. Sigurjón Einarsson. Nem
endur eru þrettán. Kennt er í
húsakynnum gistihússins á
Kirkjubæjarklaustri.
— Fréttaritari,
UNNIÐ hefur verið á vegum
Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur
að áætlun um relativa skólasókn
og skólaþörf á íslandi öllu árið
1970, 1980 og 2000 og í Reykja-
vík og Stór-Reykjavík árin 1970
og 1980. Dr. Wolfgang Edelstein,
sem starfar við vísindastofun í
Berlín, er vinnur að margháttuð-
um rannsóknum á ýmsum þátt-
— Rússar
Framhald af bls. 1.
ráðagerðir um að halda næsta
vor meiriháttar fund kommún-
istaleiðtoga víðsvegar að úr heim
inum og sé þegar næsta víst, að
kínverskir kommúnistar verði
ekki þar með.
Greinin í „PRAVDA“ í dag er
í blaðinu sögð koma frá frétta-
ritara þess í Peking, en ekki er
talinn leika á því nokkur vafi,
að hún hafi verið samin í stjó.rn-
arbúðunum í Kreml. Blaðið seglr
m.a., að greinarnar í Peking-
blöðunum hafi einkennzt af hin-
um ótrúlegasta og tilhæfulaus-
asta lygaþvættingi og storkandi
staðhæfingum. Þær hafi jafn-
framt verið gegnsýrðar fjand-
skap í garð sovézku þjóðarinnar,
kommúnistaflokksins sovézka og
stefnu hans sem byggist á því
fvvst og fremst að reyna að sam
eina öll framfarasinnuð öfl og
þau öfl, sem andstæð séu heims-
valdastefnunni.
í síðustu g.rein „Dagblaðs al-
þýðunnar", sagði meða.1 annars,
að Sovétstjórnin ynni að því í
samráði við Bandaríkjastjórn
að ná heimsyfirráðum og
hjálpaði Bandaríkjamönnum eft
ir mætti til þess að finná út-
gönguleið úr hinni erfiðu að-
stöðu. sem þeir væru í nú í Viet
nam. Var þar tekið svo til orða,
að núverandi ráðamenn í Kreml
v-æru sýnu meira út undir sig og
meiri hræsnarar en Nikita Krú-
sjeff hefði nokkru sinni verið.
Þessi síðasta grein segir
„PRAVDA," að hafi algera sér-
stöðu í blaðaheiminum — árás-
irnar þar séu harðari og ósvífn-
ari og orðbragðið grófara en
dæmi séu til, jafnvel samanborið
við fyrri árásargreinar kínversk-
ar.
Þá fá sovézkir blaðalesendur
nú í fyrsta sinn, að því er NTB
segir, upplýsingar um, að Kín-
verjar kalli stefnu Sovétstjórnar
innar endurskoðunarstefnu. Seg-
ir „PRAVDA,“ að Pekingstjórn-
in kalli stefnu Sovétstjórnarinn-
ar í innanríkismálum og hinar
fyrirhuguðu endurbætur á sviði
efnahagsmálanna „endurskoðun-
arstefnu“ og „d'ul'búinn kapital-
isma“, — enda geri Kínverjar
allt sem í þeirra valdi stendur
til þess að auka ágreininginn
milli ríkjanna og viðhalda hon-
um.
AP-fróttastofan minnir á, að 6.
nóvember sl. lýsti Dimitry Poly-
ansky, fyrsti varaforsætisráð-
herra Sovétríkjanna því yfir í
ræðu, að Sovétstjórnin hefði gert
allt, sem í hennar valdi stæði til
þess að bæta sambúðina við
Kína — nú gæti hún ekki gengið
lengra og næsta skrefið yrði að
koma frá Pekingstjórninni. Töldu
sumir fréttamenn ræðu þessa
benda til þess, að Sovétstjórnin
væri að reyna að sættast við
Pekingstjórnina og minntu þá á
skeyti það er Pekingstjórnin
sendi til Moskvu á 48 ára afrnæli
byltingarinnar. En það sem næst
heyrðist frá Peking var, að „Dag
blað alþýðunnar" hefði birt sína
s,ræsnustu árásargrein til þessa
á Sovótstjórnina.
um skólamála, hefur unnið verk-
ið. Þarna er fróðlegar tölur að
finna, en þær eru settar fram
með miklum fyrirvara, bæði af
hendi höfundar og fræðslustjóra,
vegna ónógrar skýrslugerðar á
ýmsum sviðum hér, og kveðst
höfundur af þeim sökum mikið
hafa tekið þann kost að nota
samanburð við hliðstæð lönd og
þróun þeirra til að túlka þær
tölur, sem fengust hér og draga
ályktanir af þeim. Verður hér
gripið niður í þessa umfangs-
miklu skýrslu, sem er 60 blað-
síður og teknar nokkrar heildar-
tölur.
Á öllu landinu er árið 2000
gert ráð fyrir að í skóla verði
98.563 börn og unglingar á land-
inu og þurfi 3709 skólastofur.
Þar af eru 70.013 á aldrinum 7—
14 ára, 12.622 á aldrinum 15—16
ára og 21.237 á aldrinum 16—19
ára.
Árið 1970 er gert ráð fyrir að
á öllu landinu verði á skólaaldri
44.290 börn og unglingar í 1648
skólastoíum. Stærsti hópurinn á
aldrinum 7—14 ára eða 36.727,
á aldrinum 15—16 ára verða
5134 og 16—19 ára 3239. f Stór-
Reykjavík verða þá 24.133 nem-
endur í 899 skólastofum, þar af
19.634 í barnaskóla á aldrinum
7—14 ára, 4573 á aldrinum 15—
16 ára og 8656 á aldrinum 16—19
ára.
Árið 1980 verður nemenda-
fjöldinn til 19 ára á öllu landinu
kominn upp í 59.782 í 2241
kennslustofu, þar af 7—14 ára
44.150. Og í Stór-Reykjavík
34.934 alls, þar af 25.059 á aldrin-
um 7—14 ára.
Einnig eru tölur fyrir Reykja-
vík á þessum árum. í álitsgerð-
inni segir m.a.: Séu bornir saman
árgangarnir 1970 og 1980 kemur
í ljós nokkur vöxtur í aldurs-
flokkum í landinu, svo og í
—■ Síldin
Framhald af bls.32
Dagfari, Húsavík 44.738
Þorsteinn, Reykjavik 43.094
Þórður Jónasson, Akureyri 42.395
Súlan. Akureyri 41.305
Lómur, Keflavík 41.088
Jörundur III. Reykjavík 40.268
(Skv. frétt frá Fiski-
félagi íslands).
— Listin verði
Framhald af bls. 3
standa í því að selja myndir
eftir sjálfan mig. Maður gæti
kannske gert það fullur,
þegar karlagrobbið kemur
upp í rnanni.
— Fyrir stríð sýndi ég
stundum með Kammeraterne
í Den Frie í Kaupmannahöfn
en eftir stríðið hef ég slegið
slöku við að sýna þar. >ó hef
ég gert það stöku sinnum,
t.d. sýndi ég með Kammerat-
erne á s.l. ári og fékk þá
mjög góða dóma. En maður
er ekki eins hégómagjarn nú
orðið og á yngri árum, svo ég
held góðri „krítik“ lítið á
lofti.
Flestar myndirnar á sýn-
ingu minni eru til sölu og
ég hyggst selja eins mikið
og ég get, því þetta er dýr
útgerð.
— Ég vona að sýningin
gangi vel, því ég hlakka til
að kasta mér upp á líf og
dauða út í að mála stórar
myndir. ^
Stór-Reykjavík, en í Reykjavfk
sem nú er, eru tölurnar nærri
óbreyttar. Eftir 1980 verður
mjög hraður vöxtur í öllum ald-
ursflokkum, þannig að tölur fyr-
ir aldamótaárið nálgast tvöfaldar
stærðir fyrir 1970.
Og ennfremur:
Hin hlutfallslega hægfara þró-
un aldursflokka til 1980 gerir
mögulegt að sinna betur vax-
andi relatívri skólasókn, einkum
á framhaldsstigum efri, og undir
búa um leið skólarými fyrir ald-
ursflokkabylgjuna, sem skellur á
skólunum upp úr 1980. Það er
varla að efa, að skólasókn
menntaskólanna vaxi upp í 25—
30% af árgangi. Hins vegar bend-
ir öll reynsla og fyrirsjáanleg
þróun í sambærilegum löndum
til verulegrar lengingar skóla-
sóknar einnig utan menntaskól-
anna fram um 17 eða 18 ára ald-
ur, og þýðir slík lenging tvö-
földun framhaldsskólasóknar á
efra stiginu. Er þá eigi fjarri lagi
að heildarskólasókn til 18 ára
aldurs muni nema um 70% að
jafnaði og sennilega hærri tölu í
þéttbýli, einkum í Reykjavík.
Hinn mikli áætlaði vöxtur abso-
lútrar skólasóknar í Reykjaví'k
á 16—19 ára aldri (4 dálkur, A2—
B2) að óbreyttum aldursflokka-
tölum á rót sína að rekja til
vaxtarins í áætlaðri relatívri
skólasókn á tímabilinu.
í heild þarf að taka fram, að
fsland verður að búa sig undir
mjög mikinn vöxt skólaárgang-
anna um leið og undirbúa þarf
skóla til að taka við vexti í rela-
tívri skólasókn. Að þessu leyti
hefur fsland sérstöðu með sam-
bærilegum löndum. Víðast ann-
ars staðar er um nokkra rýrnun
að ræða á aldursflokkatölu, svo
að undirbúningur miðast við
hækkun relatívrar skólasóknar
eingöngu. Þessi sérstaða íslands
krefst sérstakra ráðstafana á
sviði fjárfestingar og skólaáætl-
ana, einkum langdrægra áætlana
gerða, eins og tölurnar sýna.
Verzlunardyr
innsSglaðar
f GÆRKVÖLDI innsiglaði Iðg-
reglan í Reykjavík dyr verzlun-
arinnar Örnólfs, Snorrabraut 48.
Hefur staðið í stímabraki að und-
anförnu milli eigandans og yá£i>
valdanna vegna mismunandi
skilnings á því hvenær loka beri
verzluninni, kl. 18 eða síðar.
Dómur í rnáii þessu mun vænt-
anlegur.
Þriðja Venusar
flaug Russa
Moskvu, 16. nóv. — NTB-AP
• RÚSSAR skutu í dag á loft
þriðju geimflauginni, sem hefur
reikistjörnuna Venus að mark-
miði. Er það önnur Venusarflaug
in, sem þeir senda á loft á fjór-
um dögum og nefnist ,,Venus 3.“
Fyrirrennarinn, „Venus 2.“, sem
send var á loft sl. föstudag, var
í gærkveldi í 1.149.000 kílómetra
fjarlægð frá jörðu og gengur
ferð hennar að ósknm, að því er
Tass fréttastofan segir.
„Venius 2.“ og „Venus 3.“ eru
evipaðar að þyngd ujþJx 960
kiló og eru þáðar á braut uim-
hverfis sólu. Munu þær mætast
á 18-19 mánaða fresti, en pó með
4-500 milljón kílómetra fjarlaegð
á xnilli brauitannau