Morgunblaðið - 23.11.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.11.1965, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞríSjudagur 23. nðv. 1965 Ötgefandi: Frnmkvæmdast j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Asknftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Arni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði ínnanlands. ö.OO eintakið. OFSTJORNAR- STEFNAN |7ramsóknarmenn láta nú liggja að því opinberlega, að á ný eigi að taka upp fjár- festingarhömlur. Þeir eru að reyna að skýra það, sem þeir kalla „hina leiðina“, og virð- ist þar vera átt við það, að á ný verði horfið til hafta- og uppbótastefnunnar, sem hér ríkti um alllangt skeið og verst gafst. -■ Um allan hinn frjálsa heim hafa þjóðirnar keppzt við að hverfa frá haftastefnu og til aukins frjálsræðis í efnahags- og viðskiptamálum. Öflugar alþjóðastofnanir hafa risið upp til að auðvelda aðildar- ríkjum að treysta efnahag sinn og byggja upp heilbrigt viðskiptakerfi, og nutum við íslendingar aðstoðar slíkra stofnana er við endurreistum fjárhag þjóðarinnar og af- námum haftakerfið. En við Skuggasund í Reykjavík sitja nokkrir þreyttir menn, sem þykjast sitja inni með allan fróðleik í efnahags- og viðskiptamál- um. Þeir virðast trúa því að öll reynsla, nám og þekking á sviði efnahagsmála og hag- fræði, sé einskis virði miðað ” við brjóstvit þeirra, og allir aðrir en þeir, hérlendis og er- lendis, hafi rangt fyrir sér í þessum efnum. En auðvitað er ágætt að hafa hreinar línur í stjórn- málum, og þess vegna gott að landslýður viti það, að Fram- sóknarflokkurinn vill á ný hverfa til þeirrar haftastefnu, sem hvarvetna hefir verið kastað fyrir róða, en stjórn- arflokkarnir vilja stefnu frelsis og framfara. FRAMKVÆMD- IRNAR í HÖFUÐ- BORGÍNNI 17'rafa Framsóknarflokksins *■*• um ný fjárfestingarhöft var sett fram í umræðum um borgarmálefni Reykjavíkur, og hefur síðan verið fylgt eft- ir af málgagni flokksins. Rök- stuðningurinn hefur verið sá, að framkvæmdir Reykjavík- urborgar væru alltof litlar, og þess vegna ætti að tak- marka framkvæmdir almenn- , ings, en auka í þess stað borg- arframkvæmdir. Allir Reykvíkingar, og raun ar flestir landsmenn, vita, að framkvæmdir í Reykjavík hafa aldrei áður komizt í hálfkvist við það, sem þær hafa verið síðustu árin, og mestar hafa þær verið í ár, enda heilu borgarhverfin gjörbreytt um svip við nýjar götur. Hitaveituframkvæmd- um hefur fleygt fram, verið er að ljúka við borgarsjúkra- hús, íþrótta- og sýningarhöll, fjöldi skóla er byggður, og svo framvegis. Rétt er það, að einstakling- arnir byggja einnig mikið. íbúðarbyggingar eru veruleg ar, og nokkuð er byggt af nýju og hentugu atvinnuhús- næði til að bæta úr brýnni þörf, vegna kyrrstöðu, sem var á því sviði á haftatíman- um. Þegar vinnuaflsskortur er, hlýtur það ætíð að vera mats- atriði, hve mikið af vinnuafli og fjármagni á að binda í op- inberum framkvæmdum og hvað mikið í framkvæmdum almennings, hvort heldur er við byggingar eða aðra verð- mætasköpun. Framsóknar- menn segja, að opinberu framkvæmdirnar eigi að stór auka á kostnað annarra fram- kvæmda og framleiðslu- starfa, og þeir segja að til þess að ná þessu markmiði eigi að taka upp nýtt skömmt- unar- og haftakerfi. Morgunblaðið fullyrðir, að borgararnir séu á öðru máli. Þeir vilja auðvitað eins mikl- ar opinberar framkvæmdir og unnt er með góðu móti að standa undir fjárhagslega, en þeir vilja ekki að opinberir aðilar sölsi undir sig allt fjár magn og framleiðsluöfl þjóð- félagsins. En fyrst og fremst er fólkið þó mótfallið því, að stórauka hin pólitísku völd og innleiða á ný spillingu þá, sem samfara er ofurvaldi stjórnmálamanna á sviði efnahags- og fjármála. Ofstjórnarstefnan hefur sungið sitt síðasta vers, og hún verður ekki innleidd á ný, af þeirri einföldu ástæðu, að landslýður er andvígur henni. Þess vegna má segja, að það sé gott að fólkið fái um það óyggjandi vitneskju, hvernig forðast eigi stefnu ofstjórnar og spillingar. Það gerir það með því að forðast að veita . Framsóknarflokkn- um brautargengi. DEILURNAR HJAÐNA rkeilurnar um veitingu sýslu- ** mannsembættisins í Gull- bringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógetaembættisins í Hafnarfirði voru býsna harð- ar fyrstu dagana, og var þá ýmislegt sagt og gert, sem menn síðan hafa séð eftir. En þegar fram í sótti urðu um- ræðurnar málefnalegri og Frú Marguerite Oswald við vaxmynd af syni sínum, Lee Harvey Oswald, sem nýlega var sett upp í Southwestern Historical vaxmyndasafninu í Dallas. 2 ár frá moröi Kennedys Washington, 22. nóv. (NTB-AP). Minningarathafnir voru haldnar víða um heim í dag, vegna þess að nú eru tvö ár liðin síðan John F. Kennedy var myrtur i Dallas. Johnson forseti minntist þessa atburð- ar við athöfn sem fór fram í Fredriksburg í Texas. Hann sagði meðal annars: „Enginn, sem lifði þennan hörmulega nóvemberdag, mun nokkurn- tíma geta gleymt hvað skeði, eða hve mikið við' misstum.“ Jaqueline Kennedy dvelur nú í New York, en blóm- sveigur frá henni var sá fyrsti, sem lagður var á gröf mannsins hennar. Edward Kennedy, bróðir hins látna, kom eftir hádegi og lagði blómsveig á gröfina. Víða um heim hafa verið sett upp minn Rhódesía: Tekið fyrir olíu- flutninga frá Iran London, Salisbury, 22. nóv. Ap — NTB. • Michael Stewart, utanríkis- ráðherra Bretlands sagði í Neðri málstofu brezka þingsins í dag, að stjórnin muni gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að sú ákvörðun Öryggisráðsins, að banna olíusölu til Rhodesíu nái fram að ganga. Muná hún hafa samráð við önnur aðildar- ríki Sameinuðu þjóðanna um framkvæmd þar að iútandi. • Stjórn Persíu hefur bannað olíufélögum þar í landi að senda meiri olíu til Rhodesíu, en salan þangað nemur um 700.000 lestum árlega. Er Iran stærsti söluaðil- inn, bæði til Rhodesíu og Zam- bíu. Ákvörðun íransstjórnar kem ur einnig niður á Zambíu sem er algjörlega háð samgöngunum um Rhodesiu. Fregmir herma, að í athugun sé að flytja olíu flug- leiðis til Zambíu. Stjórn landsins hefur mælzt til þess við olíu- félög þar, að þau hefji þegar skömmtun á olíu og benzíni. Fregnir frá Rhodesíu herma, að allt sé þar með kyrrum kjör- um og hinir hvítu íbúar landsins láti ekkert á sig fá samþykkt Sameinuðu þjóðanna. Helginni hafi þeir varið til skemmtiferða að venju og ekki sjáist nein merki þess að fólk reyni að hamstra vörum. Muni flestir þeirrar trúar, að sjálfstæðið sé tryggt og stjórn Ian Smiths muni takast að tryggja bæði næga olíu og aðrar nauðsynjar með aðstoð stjórnanna í Suður- Afríku og Portúgal. Tilraunir til að skipuleggja alls herjarverkfall í Bulawayo, sem er næst stærst borga í Rhodesíu ismerki til minningar um Kennedy, torg og götur hafa verið skýrð eftir honum. Fjölmargir ibúar Vestur- Berlínar komu saman til að minnast Kennedys á torgi því sem hann hélt hina frægu ræðu þar sem hann sagði m.a.: Ich bin ein Berliner", Torg þetta hefur nú verið skýrt eftir hinum látna þjóð- höfðingja. hafa til þessa farið út um þúfur. í morgun vantaði aðeins 20% afrískra verkamanna til vinnu og komu flestír þeirra smám sam an á vinnustað, er á daginn leið. í Lundúnafregnum er haft eftir Judith Todd, 22 ára dóttur Garfields Todd, fyrrum forsætis ráðherra Rhodesíu, sem kyrrsett ur er á búgarði sínum í Rhodesíu, að annar aðalleiðtogi Afríku- marlna þar í landi Joshua Nkomo hafi verið látinn sæta pynting- um, eftir að hann ræddi við Harold Wilson, forsætisráðherra Bretlands. Hafi Wilson ekki fyrr verið úr landinu en Nkomo var handtekinn og látinn finna fyrir tækjum lögreglunnar í Salisbury. Ekki kvaðst ungfrú Todd geta upplýst hverjar heimildir hennar væru, en sagði fréttina frá vin- um sínum í Rhodesíu, er hún yrði að verja gegn ofsókn af hálfu Ians Smiths og stjórnar hans. almenningur gerir sér nú glögga grein fyrir því, að moldviðrinu var þyrlað upp af litlu tilefni, og ekki er um að ræða neitt stórmál eða „pólitískt hneyksli“, eins og upphaflega var reynt að sann færa menn um. Auðvitað greinir menn eitt- hvað á um það hver hinna þriggja umsækjenda hefði átt að hljóta embættið, enda óum deilt að allir séu hæfir, og væri því einkennilegt ef allir væru á einu máli um það, hvaða ákvörðun þeir teldu eðlilegast að ráðherra tæki. En eitt er það í sambandi við umræðurnar um þetta mál sem ekki má gleymast, og það eru skrif Tímans. Þau hafa verið svo ofsafengin og fáránleg, gagnstætt því sem verið hefur um afstöðu og málflutning flestra annarra, að þau hafa opinberað van- metakennd blaðsins og póli- tískt ofstæki, sem menn héldu að heyrði til liðinni tíð, en sýnilega er enn í hávegum haft af leiðtogum annars stærsta stjórnmálaflokksins, enda munu framsóknarfor- ingjarnir sjálfsagt ekki hafa vit á því að láta af þessum skrifum, heldur minna á sig næstu vikurnar, eins og um- ræðurnar á alþingi í gær benda til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.