Morgunblaðið - 23.11.1965, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.11.1965, Blaðsíða 31
/ Þriðjuðafur 23. nðv. 1965 MORCUNBLAÐIÐ 31 Þjóð sem þarfnast hjálpar AUSTRI Þjóðviljans vendir allt í einu sínu kvæði í kross á sunnudag og gerist mikill aðdáandi konungsættar einn- ar á Madagaskar, sem meðal annars tókst það hlutverk á hendur að stjórna þegnum sín um með ofurvaldi og leyfa þrælasölu í landi sínu. Til á- herzlu þessari nýju ást sinni á austrænu kóngafólki birtir Austri hvorki meira né minna en tvær myndir af stjórnend- um á eyjunni, konungi ein- um, Radama I, og drottningu sem lézt í Algeirsborg 1917. Jafnar hann þessu fólki og stuðningsmönnum þess við Fjölnismenn og telur að einn af ritstjórum Morgunblaðsins hafi mjög skotið yfir markið þegar hann sagði í grein hér í blaðinu fyrir skömmu, að óvíst væri, hvort fólkið á Madagaskar hefði nokkru sinni eignazt hugsjónamenn og skáld á borð við Fjölnis- menn. Var meðal annars bent á í þessu sambandi, að íslend- ingar hefðu átt fornar bók- menntir og merka menningu að bakhjalli sögu sinni og sjálfstæðisbaráttu. Var í grein inni ósagt látið, hvort íbúarnir á Madagaskar ættu svo merka menningu og sögu sér til trausts og halds í sinni sjálf- stæðisbaráttu, en þó gert ráð fyrir að svo mundi ekki vera. í þessu sambandi má geta þess, að ekki þykir hinni miklu alfræðiorðabók Encyclo pædia Britannica mikið fara fyrir menningar- og bók- menntaarfi íbúanna á Madaga skar frá umliðnum öldum, því enginn kafli fjallar þar sér- staklega um menningu þeirra þjóða sem eyjuna byggja og bókmenntirnar eru afgreiddar í tveimur línum, engin nöfn merkra skálda eða rithöfunda nefnd og því siður minnzt á menntafrömuði. Þessu til samanburðar má benda á að sérstakur kafli í Encyclopædia Britannica fjall ar um íslenzkar bókmenntir allt frá fyrstu tíð og tekur yfir hálfa áttundu síðu. Segir þessi samanburður sína sögu. Aftur á móti er stuttur kafli í Britannicu um sögu Madag- askar og skipar þar höfuðsess- inn fyrrnefnd kóngaætt, sem ritstjóri Þjóðviljans ber nú svo mjög fyrir brjósti og virð- ist hafa tekið ástfóstri við. Um konu Radama I, sem Austri birtir mynd af í þess- ari nýju Konungsskuggsjá sinni (og virðist hafa verið sæmilegasti maður), Ranava- loknu drottningu, sem tók við völdum af manni sínum látn- um segir m.a.: Hún leit grun- semdaraugum á hugmyndir Evrópumanna, sem áttu fylgi að fagna meðal þegna hennar og árið 1835 lýsti hún kristna trú ólöglega. Létu þá 200 kristinna landsmanna lífið, en mörg hundruð hlutu refsingu með því að þeir voru látnir gjalda sektir, auðmýktir eða seldir í þrældóm. Kóngaætt þessi hélt völdum eftir dauða drottningarinnar og ástandið batnaði nokkuð, án þess þó starfi konungsætt- arinnar verði með réttu líkt við vakningu Fjölnismanna á íslandi. Síðan leið hún undir lok, Þjóðviljaritstjóranum augsýnilega til sárra von- brigða. — ★ — Um samband Madagaskar við Frakkland segir m.a. í al- fræðiorðabókinni: En í kjöl- far heimsstyrjaldarinnar fyrri komu efnahagslegir erfiðleik- ar og tók fyrir útflutning. Eyj an lýsti yfir stuðningi við Vichy-stjórnina 1940 og til þess að koma í veg fyrir inn- rás Japana hertóku Bretar hana 1942 og afhentu Frjáls- um Frökkum 1943. En á eyj- unni hafði orðið töluvert um- rót vegna þessara atburða. Ár- ið 1946 höfðu allir Malagasar fengið franskan ríkisborgara- rétt, en 1947 gerðu þjóðernis- sinnar á austurhluta eyjarinn- ar uppreisn. Síðan var án erf- iðleika komið á fót pólitískum stofnunum, einkum héraðs- þingum. Þing sameinaðra hér aðsþinga lýst svo yfir sjálf- stjórnarlýðveldi á Madaga- skar í október 1958 innan franska ríkjasambandsins og Philibert Tsiraana af ætt- flokki Tsimihety-manna, var kjörinn forseti. Árið 1960 fékk Malagacy-lýðveldið fullt sjálf- stæði, en var þó áfram innan |i franska ríkjasambandsins. Þess má geta, að ekki er ein hlítt að tala um eina þjóð áý Madagaskar því íbúar hennar skiptast í 18 ólíkar þjóðir, sem * fyrr á tímum lutu hinum ýmsu * konungdæmum á eyjunni, en/ þau eru nú löngu liðin undir lok. Af þessum þjóðum eru t fjölmennastir Merinamenn, 1.200.000, Betsimisaraka-menn, 800 þúsund talsins og Betsi- leo-menn, sem eru 600.000. Betsimisarakar og þjóðir þeim skyldar, Antemoro-menn, Tanalar, Antesakar og Antan- osy-menn búa á austurhluta eyjarinnar. Þeir eru yfirleitt meðalmenn á vöxt og hörunds dökkir. Merinar byggja eink- um hásléttuna umhverfis höf- uðborgina, Tananarive. Þeim svipar mjög til Indónesa og eru æðri stóttir Merina oft að sjá sem hreinræktaðir Indó- nesar. Betsielo-menn búa á hásléttunni þar sem heitir Fianarantsoa, Tsimihety- menn norðar á henni, en sunn ar eru Bara-menn, sem eru há vaxnir og aifrískrar ættar. Vestan til á eyjunni búa Saka lavar, Vezo-menn, sem eru fiskimenn, Mahafaly-menn og Antandroyar sunnar þar sem þurrast er og nokkuð er um Makoa, sem forðum komu frá Afríku seldir mansali, meðal Sakalava-manna. Umhverfis Alaotra-vatnið á hásléttunni búa Sihanakar, en það' eru hinir fátæku fiski- Hið nýja átrúnaffargoð Austra — Radama L menn, sem íslendingar hyggj- ast nú hjálpa. Er ekki til þess vitað ,að þeir hafi enn eign- azit sína FjöLnismenn, eins og sjá má af lýsingu þeirri sem „Herferð gegn hungri“ hefur gefið af þeim. Þar segir m.a.: „Umhverfis vatnið búa nær 100 þúsund manns, sem leggja stund á fiskveiðar að meira eða minna leyti, sumir ein- vörðungu. Veiðarfærin eru frumstæð, færi og net úr baðmullarþræði sem grotnar niður á skömmum tíma á þess um breiddargráðum. Fleyturn ar eru holuð innan tré, ein- trjáningar gerðir úr mevrum viði. Þeir endast skamma hríð, aðeins nokkra mánuði. Fiskimennirnir við Alaotra leggja mikið af vinnukrafti sínum í að viðhalda þessum frumstæða búnaði, en með honum draga þeir á land um 4000 smálestir af fiski ár hvert.“ Síðan er skýrt frá því, að fólk þetta búi við mikla fátækt og næringarskort, eirulc um sé því vöntun á eggja- hvítuefnum. Þá séu aðferðir þeirra við fiskveiðarnrr og I ó einkum verkun á afianum mjög úreltar og m.a. sé fisk- urinn reyktur við opinn eld þannlg að hann brennist og næringarefni fari forgörðum. Ritstjóra Þjóðviljans væri nær að efla stuðning við þetta fátæka fólk en lofsyngja óverulegt menningarframlag kóngafólks og gamallar yfir- stéttar á Madagaskar. í fyrrnefndri grein í L'-'Tbl. (sem aðeins að litlu leyti fjall aði um Madagaskar), sagði m.a. að líklegt væri að fólk- ið á eyjunni væri enn verr á vegi statt en við ís- lendingar hefðum nokkurn tíma verið og þarf ekki annað en líta á sögu eyjarinnar tit þess að fullvissa sig i m það. Ekki er frekari ástæða til aS rekja hér menningu eða aögu eyjar þessarar austan unáan Afríkuströndum, enda eWki um auðugan garð að gresja. En þess má þó geta, dægur- sál Magnúsar Kjartanssonar til gleði og uppljómunar, að konungur einn á átjándu öld, sem sameinaði hið sundraða konungdæmi Merina, hratt árásum Sakalava á það og lagði undir sig Betsileo-menn, var samtímamaður Bjarna Thorarensens og léat um svip- að leyti og Jónas Hallgrímssoti fæddist. Vafalaust hefur hann einnig verið Fjölnismaður samkvæmt nýjustu kokkabók- um Þjóðviljans. Lesendum til glöggvunar og fróðleiks má geta þess að hann hét Andri- anampoinimerina (1787-1810). Hann var faðir Radama I, sem áður segir frá og nýtur nú þess vafasama heiðurs að fá birta af sér tveggja dálka mynd í Þjóðviljanum þar sem honum er skipað á bekk með Fjölnismönnum. Morgunblaðinu er ókunn- ugt um hvort þessi nýja lína er komin frá Moskvu eða Kína. — Ræða Jóhanns Framhald ax bls. 8 bezta aldri, þó að ég hafi ebin- línis tekið fram, að ég teldi Jó- hann Gunnar Ólaísson hæfan lét ég við mitt mat þessar ástæður ráða, sem mætti þó vissulega deila um. En þá komum við nú að bless- uðuni aldrinum yfirleitt við embættisveitingarnar. Ef við rifjum upp aftur embættaveit- ingu bæjarfógeta Hafnarfjarðar og syslumannsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu 1935, þá var hún veitt manni, sem var miklu yngri að árum og hafði miklu minni starfsreyns'u heldur en mjög marg;.r aðrir sýsiumenn og em- bætb.smenn, sem sóttu um þetta embætti. Það var gengið framhjá Magr.úsi Gíslasyni sýslumanni, en ég vil nefna þessi nöfn hérna, því að sum af þeim þekkja þm. ákaflega vel og gera sér þá betur grein fyrir málinu. Hann varð kandidat 1912. Sá, sem fékk em- bætt.ið varð kandidat 1923. Það var gengið framhjá Gísla Sveins- syni fvrrv. forseta Alþ. og sýslu- manni frá 1918 og kandidat frá 1910; það var gengið framhjá Halldóri Júlíussyni, sem hafði verið fulltrúi frá 1905 og sýslu- ma'ðui frá 1909. Þeir, sem reisa nú þessa vandlætingaröldu yfir þvi, að ég hafi ekki vandað nógu mikið valið í sambandi við mína embættaveitingu, mættu huga nokkuð að þessu. Þegár bæjarfógetaembættið á Akureyri og sýslumannsembætt- ið í Eyjafjar'ðarsýslu var veitt 1945, var það veitt ágætum manni, Friðjóni Skarphéðinssyni. Hann var þá bæjarstjóri í Hafn- arfirði. Hann var sem sagt ekki embættismaður ríkisins, sem menn hafa oft talað um, að skipti nokkru máli, að láta ganga fyrir í embættaveitingum, þó a'ð veitingavald sé ekki skuld- bundið til þess. En það voru miklu eldri og reyndari sýslu- menn og embættismenn á þessu sviði, sem sóttu um embættið. Þá sóttu um embættið Hjálmar Vilhjálmsson, hann hafði orðið kandidat 1929 og hinn 1935. Hjálmar hafði veri'ð fulltrúi og bæjarstjóri frá 1930 og sýslu- maður frá 1936. Jón Steingríms- son sýslumaður sótti um embætt- ið. Hann hafði orðið kandidat 1923 og var búinn að vera sýslu- maður frá 1930. Einnig sótti um j embætti'ð Hákon Guðmundsson ! hæstaréttarritari og svona mætti lengi telja. Vandlætarar sem mættu lítia sér nær. Eins og ég sagði áðan, hef ég ekki vikið að þessum atriðum hér ti1 þess að at'saka á nokkurn hátt þá embættaveitingu, sem ég ! ber ábyrgð á og sem hér hefur verið gerð a'ð umtalsefni. En ég bið aöeins þá menn, sem gera sig að dómurum yfir öðrum og ' vandlæturum yfir þeirra siðleysi ; og þeirra misgerðum í garð ann- j arra a'ð huga svolítið að sér og minncst þess, hvernig þeim ná- komnh- menn og þeirra eigin flokkar og flokksblöð hafa staðið að og varið hluti, sem á engan hátt standast samanburð við það. sem hér hefur gerzt. Þar voru stundum beinlínis brotin lög og miklu „misrétti“ beitt gegn einstókum mönnum, svo ég noti orð þeirra, sem á mig ráðast. Ég ætla mér ekki þá dul, að það sé ekki eðlilegt, að menn hafi á þessari embættisveitingu mismunandi skoðunir. Og méi dettur heldur ekki í hug að halda, áð þ-.ð hafi engin áhrif haft á veitinguna hjá mér kynni mín af Einari Ingimundarsyni og það, hvernig ég hef vitað hann rækja sitt embætti og það, hvernig ég hef vitað hann rækja sína þing- mennsku. Mér dettur ekki í hug að halda því fram, að það hafi ekki haft sín áhrif, enda tel ég réttast, að slíkt hafi áhrif. Ef mað ur er sjálfur sannfærður um mannkosti manns, á maður ekki að láta hann gjalda þess, þó að hann sé í sama flokki og maður sjálfur. Vandamál, sem þarf aff lagfæra Eg skal ekki á þessu stigi máls- ins hafa þessi orð miklu fleiri. Það er enginn vafi á því, eins og ég sagði í upphafi, að frv. felur í sér tilraun til þess að leysa mikið vandamál, sem við búum við. Þegar menn, eins og hér hefur verið um að ræða, eru skyndilega beðnir um að taka áð sér ráðheriaembætti, sem eins og kunnugt er, enginn veit, hve langan tíma tekur og menn eiga þess tæplega kost að losa sig umsvifalaust við embættið sem þeir gegna. Menn þurfa að hafa nokkurt tóm til ráðstöfunar, þegai svo stendur á. Að þessu leyti stefnir til)., sem hér er flutt alveg í rétta átt að gefa mönnum vissan aðlögunartíma, til þess áð átta sig á því, hvort þeir séu reiðubúnir til þess að láta laus eldri störf eða stöður. Ýmis önnur atvik geta einnig I komið til greina til þess að greiða ! úr þessum vanda. í okkar litla | þjóðfélagi, þjó'ðfélagi kunnug- skaparins, hefur alltaf reynzt auðvelt fyrir menn, sem kvaddir hafa verið til ráðherrastarfa að fá þá, sem þeir þurfa að sækia mál undir, að leyfa þeim að vera frá starfinu í bi'.i. Ég er einn af þeim mönnum, sem hef þurft að sækja undir mína yfirboðara um þetta. Þegar ég var staddur úti í London í nóvembermánuði 1963 og forsrh hringdi í mig til þess að spyrja mig, hvort ég væri reiðubúinn að taka að mér ráð- herraembætti, varð ég einfald- lega að segja honum, að þessú gæti ég ekki svarað nema fyrir lægi áður frá bankaráði Útvegs- bankans, hvort mér væri heimil- að, þsngað til annað yrði ákveðið, áð fá frí frá störfum og halda réttindum til starfans áfram, ef svo vildi atvikazt. Þannig stóð líka á hjá Guðmundi í. Guð- mundssyni og þannig hefur staðið á hjá fleiri mönn- um. Ég er hins vegar alveg sammála því sem hér hefur komið fram, að það þarf a'ð setja um þetta einhverjar reglur og finna þessu einhver mörk og ég vil fyrir mitt leyti vera með í því að reyna áð finna beztu leiðir til úrlausnar í þessu efni, svo að menn ekki síðar meir risi upp til ásökunar á hendur mönnum t. d. fyrir a'ð hafa farið þannig að, sem allir töldu þó sjálfsagt á sínum tíma. Það tekst vonandi að leysa úr þessum vanda. Hitt geta menn svo endalaust deilt um, hversu vel eða illa mér hafi tekizt um embættisveitingu þá, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni. Ég hef sjálfur góða samvizku í sambandi við pessa embættis- veitingu, og ef menn gera sér far um það að líta svolítið á eðli þessara mála og gang þeirra í okkar þjóðfélr.gi fyrr og síðar held ég, að það sé alveg öruggt, að mönnum er óhætt a'ð draga dálítið úr þeim ásökunum, sem fram hafa verið bornar 1 minn garð. - Afli Framhald af bls. 2: áttunum er sífelldur vindbelg- ingur þarna austur með landinu. Stöku bátur rekur í góðan afla öðru hverju. Aðtins einn bátur stunúar nú línuveiðar héðan úr Eyjum Er það Þnstur. Afli hefir verið í betra lagi miðað við það sem vani ce á þessum tíma. Hefir hann fengið 4—5 tonn á liðlega 20 stampa í veiðiför. — Bj. Guðm. Mýkomið Skozkar peysur og peysusett úr ull og kasmir. Sérlega vönduð vara. Ennfremur pils úr terylene og-criplyn. Hattabúð Reykpvíkw Laugavegi 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.