Morgunblaðið - 23.11.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.11.1965, Blaðsíða 30
30 MQkZUNSLABIÐ T>riðjudagur 23. nóv. 1965 Ármann jafnaði 6 marka forskot Vals á 15 mínútum KR vann BR 12-10 og Vikfingur vann Þrótt 18-10 ÞRÍR leikir voru leiknir í meist araflokki karla í Reykjavíkur- mótinu í handknattleik á sunnu- daginn. Hörkubarátta var milli Vals og Ármanns, ]>ar sem Ár. menningar unnu upp 6 marka forskot Vais frá fyrri hálfleik. Hins vegar átti Víkingur öll völd í leiknum við Þrótt og vann meö yfirburðum. KR : ÍR 12—10 J>að kom á óvaent hve ÍR-liðið stóð í KR-ingum. Var leikur liðanna oft skemmtilegur en eigi var alltaf um að ræða vel leikinn handknattleik. KR liðið náði forystunni og hélt henni yfirleitt í fyrri hálf- leik og í hléi var staðan 5 — 4 KR í vil. 1 síðari hálfleik náðu ÍR-ingar nokkrum sinnum að jafna, en náðu aldrei forystu í leiknum. Undir lokin voru KR-ingar heldur sterkari og tryggðu sig- ur sinn 12—10. En víst mega KR-ingar vera uggandi um hag sinn í 1. deild í vetur. Það verð- ur ekki auðhlaupið að >ví að tryggja sig gegn fallinu ef dænoa má af núverandi getu liðsins. Tveir gamlir og reyndir leik- menn ÍR sem ekki hafa verið með að undanförnu styrktu lið- ið. Valsmenn voru sannarlega í Fyrsta sundmótið I kvöld: Keppt í 6 greinunt og í sundknattleik FYRSTA sundmót vetrarins fer fram i Sundhöll Reykjavíkur í kvöld og nefnist það „Haustmót SRR.“ Fer þar fram keppni í 6 sundgreinum, karla, kvenna og unglinga, og auk þess fer fram úrslitaleikur í haustmóti sund- knattleiksmanna og stendur úr- slitabaráttan nú sem undanfar- in ár milli Ármanns og KR. ir Sundkeppnin Sundgreinarnar sem í verður keppt eru 200 m Skriðsund karla, 100 m skriðsund kvenna, 100 m bringusund karla og 100 m bak- sund kvenna. Þá fer fram keppni hildur Kristjánsdíóttir Á, sem á dögunum setti tvö ísi. sundmet eins og skýxt er frá á öðrum stað í blaðinu. ■ár Sundknattleikurinn í sundknattleiksmótinu hafa farið fram tveir leikir. KR vann Ægi með 9 mörkium gegn 1 í fyrsta_ leiknum og í gærkvöldi áttu Ármenningar að keppa við Ægi. Úrslitin verða svo í kvöld milli KR og Ármanns og nú er spurningin: Tekst KR að brjóta óslitna sigurgöngu Ármenninga um meir en 2 áratugi? essinu sínu framan af gegn Ár- manni og juku forskot sitt jafnt og þétt svo að leit út fyrir stórsigur þeirra. í hálfleik höfðu þeir 6 marka forskot 10—4. En Ármenningar höfðii ekki gefizt upp og með Hörð Kristins son í broddi fylkingar tóku Ár- menningar að saxa á forskotið og varð leikurinn undir lokin mjög spennandi. En svo fór að Ármenningum tókst að jafna og tryggja sér stig og jafnframt að binda endi á veikar vonir Vals um sigurmöguleika í mótinu. Má furðulegt heita, hvernig Valsliðið féll og fékk ekki tryggt sigurinn með 6 marka forskoti á 15 mínútum. Víkingar höfðu tögl og hagld- ir í leiknum við Þrótt. Munaði þar mestu að Guðmundur Gúst- afsson vantaði í mark Þróttar.. Var aldrei um keppni að ræða heldur sívaxandi forskot Vík- ings og sigurinn varð 18—10. Fram er nú efst á mótinu með 8 stig (alla leiki unna), KR hefur 6 stig, Valur og Ár- mann 5, Víkingur 4, Þróttur 2 og ÍR ekkert. „Ég er tilbúinn ef hann er til“ í GÆRKVÖLDI (að ísl. tíma) voru leiddir á vigtina hnefa- leikakapparnir Clay og Patt- erson sem í nótt (aðfaranótt þriðjudags) kl. 3,30 að ísl. tíma áttu að hefja keppni um heimsmeistaratitilinn. Clay vó 95.25 kg. en Patterson 89.24 kg. — Þegar Clay mætti hjá vigt- armanninum fylgdu honum hópar múhameðstrúarmanna. Vakti það athygli. Friðsælla var kringum Patterson, sem nú stendur á þrítugu og er fyrsti maðurinn sem reynir að vinna heimsmeistaratitil í þungavigt þriðja sinn. Veðmálin standa Clay í hag 3 móti 1. Búizt var við því er sól rann í Las Vegas keppn isdaginn að útselt yrði og inn kæmu 300 þús. dalir i kass- ann í aðgangseyri — auk annarra tekna. Á nýafstöðnum blaðamanna fundi hafði einn fréttamanna spurt Clay: „Af hverju raup- ar þú svona mikið“. Clay vafðist ekki tunga um tönn en svaraði: „Til þess að þú haldir atvinnu þinni.“ Cassius Clay hafði lofað að segja keppinaut sínum, sem hann kallar „kanínuna" eitt- hvert spaugsyrði við vogar- skálina. En það loforð sveik hann og var hljóður. Er vigt- armaðurinn sagði: „Ertu til- búinn“, svaraði garpurinn: „Ég er tilbúinn ef hann er til- búinn.“ Clay er allur stærri en Patt erson. Hæð hans er 190 sm. móti 183 sm. hjá Patterson. — Faðmur Clays er 200 sm. móti 183 hjá Patterson og þannig . mætti lengi telja. Aðeins um- mál ökla þeirra eru eins, eða 24 sm. — 3. deild í knattspyrnu stofnuð - Keppt fyrst 1967 drengja í 50 m bringusundi og stúlkur keppa í 50 m bringu- sundi. Meðal keppenda í þessum greinum verða flestir eða allir beztu sundmenn og konur Reykjavikur að sögn fonmanns Sundráðsins og m.a. hin ný'baik- aða 14 ára „metsitjarna“ Hrafn- Sigríður i 100. leiknum VALSSTÚLKURNAR eru al- gerlega í sérflokki m.fl. kvenna á yfirstandandi Rvík- urmóti og vinna hvern leik- inn af öðrum með miklum yfirburðum. Á laugardags- kvöldið sigruðu þær lið Fram með 6 mörkum gegn 2. Ekk- ert virðist geta skyggt á ör- uggan sigur þeirra í mótinu. Á laugardagskvöldið léku einnig lið Víkings og KR og vann Víkingur með 10—4. Á laugardagskvöldið lék Sigríður Sigurðardóttir sinn 100. Ieik með Val. Ung stúlka úr Val, Hildur Sigurðardóttir færði henni blómvönd í leik- byrjun sem þakklæti frá Vals mönnum / i 1 ÁRSÞING KSÍ var haldið um helgina og þar teknar til um- ræðu ýmsar tillögur og mál er framvindu knattspyrnunnar varða. Merkasta þeirra má telja tillögu er samþykkt var um stofnun 3. deildar í knattspymu hér. Eftir keppni 2. deildar næsta sumar verður úr því skorið hvaða 6 lið sitja í 2. deild 1967 og er þá komið fast mót á ísl. deilda keppnirnar. Björgvin Schram var endur- kjörinn form. KSÍ í 12. sinn og aðrir stjórnarmenn er úr stjórn áttu að ganga voru endurkjörnir. Mikil áherzla var lögð á þjálf- aramálið en minna varð um um- ræður en ætla hefði mátt vegna klaufalegrar niðurröðunar dag- skrármála. Næstu daga verður hér nánar rætt um þingstörfin en hér fer á eftir tillagan sem samþykkt var um stofnun 3. deildar. í landsmóti 1. aldursflokks skal þátttakandi liðum skipt í 3 deild- ir. 1. deild skal skipuð 6 liðum, 2. deild 8 liðum og 3. deild skal skipuð þeim aðilum, sem ekki eiga lið í 1. og 2. deild. I öllum deildum er leikin tvö- föld keppni og leikur hvert lið 2 leiki gegn hverju hinna lið- anna, heima og heiman. í 2. deild skal skipa liðunum í 2 riðla. í 3. deild skal skipta liðunum í riðla eða svæðakeppni viðhöfð, ef þátttaka er það mikil. Keppni er stigakeppni. Verði tvö eða fleiri lið jöfn og efst eða neðst í 1. deild og 2. deild eða efst í 3. deild, skulu þau leika einfalda stigakeppni eða úrslitaleik, þar til úrslit fást. Mótsstórn ákveður keppnisstað. Sigurvegari í 2. deild færist næsta leikár upp í 1. deild og sigurvegari í 3. deild upp í 2. deild. Það lið, sem fæst stig hlýt- ur í 1. deild færist næsta leikár niður í 2. deild, og neðstu liðin í hvorum riðli 2. deildar leika aukaleik um þátttökurétt í -2. deild næsta leikár. Liðið, sem tapar, færist næsta leikár niður í 3. deild. Taki aðili í 1. eða 2. deild ekki þátt í keppninni, færist hann sjálfkrafa niður í næstu deild fyrir neðan næsta leikár. (Fyrsta leikár 1966 skulu öll lið, sem luku keppni í 2. deild 1965 hafa keppnisrétt í 2. deild. Taki 9 lið þátt í 2. deildinni 1966 falla 2 neðstu liðin niður i 3. deild næsta leikár á eftir). Bómoraínndur DÓMARANEFND H.S.Í. efnir til fundar með handknattleiksdóm- urum í félagsheimili Vals, mið- vikudaginn 24. nóvember kl. 8.30. Fundarefni: Breytingar á handknattleiksreglum. Þess er vænst að dómarar fjölmenni. Dómaranefnd H.S.I. Enskn knnttspyrnon 18. UMFERÐ ensku deildar- keppninnar fór fram s.l. laugar- dag og urðu úrslit leikja þessi: 1. dcild. Arsenal — West Ham 3—2 Burniey — Aston Villa 3—1 Chelsea — Sunderland frestað Everton — Leeds 0—0 Manchester U. Sheffield U. 3—1 Newcastle — Leicester 1—5 Northampton — Tottenham 0—2 N. Forest — Blackpool 2—1 Sheffield W. — Fulham 1—0 Stoke — Liverpool 0—0 W.B A. — Blackpool 2—1 2. dcild. Birmingham — Coventry 0—1 Bolton — Manchester City 1—0 Chailton — Norwich frestað Crystal P. — Southamton 1—0 Hudderfield — Derby 1—3 Ipswich — Bristol City 0—0 Leyton O. Carlisie 2—1 Middiebrough — Cardiff 3—4 Plymouth — Wolverhamton 2—2 Portsmouth — Rotherham 1—1 Preston — Bury 2—1 f Skotlandi urðu úrslit m. a. Celtic — Hamilton 5—0 Rangers — Kilmarnock 5—0 St. Mirren — Partic 2—0 Dundee — St. Johnstone 3—1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.