Morgunblaðið - 23.11.1965, Blaðsíða 17
i' ÞriSjudagur 23. n5v. 1965
MORGUNBLAÐIÐ
17
Ráðstefna um fjármál sveitarfélaga:
Sem nánust samvinna um hagsmunamál ríkis
og sveitaríélaga,
sagði flármálas'áðherra
í GÆR var sett í Tjarnarbúð
ráðstefna um fjármál sveit-
arfélaiga og sitja hana um 100
fulltrúar úr velflestum kaup-
stöðum, kauptúnum og
hreppsfélögum landsins.
Ráðstefnuna setti Jónas Guð-
mundsson formaður Sambands
íslenzkra sveitarfélaga. í ræðu
sinni rakti hann hlutverk og
tilgang sambandsins og árangur
af 20 ára starfi þess. í>á rakti
formaður fyrirhuguð störf og
tilgang þessarar ráðstefnu sem
standa á í þrjá daga, frá 22.—24.
nóv. Hann bauð fulltrúa og
gesti velkomna og þá sérstak-
lega ráðherrana Magnús Jóns-
son fjármálaráðherra og Eggert
G. Þorsteinsson félagsmálaráð-
herra.
í lok ræðu sinnar sagði for-
maður:
,,Fyrr á þessu ári beitti Sam-
banda íslenzkra sveitarfélaga
sér fyrir því, að haldin var ráð-
stefna um skipulags- og bygg-
ingarmál. Var hún vel sótt og
hefir þegar borið nokkurn ár-
angur, þó að síðar verði betur.
Nú er enn kvatt til ráðstefnu
og nú um þau málefni sveitar-
félaganna, sem telja má grund-
völl tilveru þeirra, þ.e. fjármál
þeirra og samskipti við æðri
stjórnarvöld um þau efni. Sam-
band íslenzkra sveitarfélaga hef-
ir um mörg ár haft fastmótaða
stefnu í þeim málum og tekizt
að þoka henni nokkuð áleiðis,
sérstaklega hin síðustu ár. Þess
er að vænta að framhald geti
orðið á þeirri þróun. Gott getur
þó verið að staldra við og litast
um og sjá, hvort rétt hefir ver-
ið stefnt og sveigja þá til réttrar
og betri áttar, ef úrleiðis hefir
borið.“
Á fyrsta fundi ráðstefnunnar
var Páll Líndal borgarlögmaður
og varaformaður sambandsins
kjörinn fundarstjóri, en ritarar
þeir Jóhann Hermannsson bæj-
arfulltrúi á Húsavík og Jón
Tómasson lögreglustjóri og sveit
•rstjóri í Jlolungarvík.
Þá flutti Magniis Jónsson
fjármálaráðherra yfirgripsmikla
ræðu um fjármálaleg samskipti
ríkis og sveitarfélaga.
Ráðherrann benti á í upphafi
máls síns, að fjárhagsleg við-
fangsefni ríkis og sveitarfélaga
væru í stórum dráttum svipaðs
eðlis þar sem hæst bæri marg-
vísleg þjónustustarfsemi við
borgarana og ráðstafanir til að
skapa atvinnurekstri landsmanna
viðhlýtandi starfsskilyrði. Ráð-
herrann sagði ennfremur:
„1 nútíma velferðarríki, eins
og við lifum í, hefir þessi starf-
semi með hverju ári orðið við-
tækari og lagt þyngri kvaðir á
herðar ríkis og sveitarfélögum,
og er það að sjálfsögðu mikil-
vægt rannsóknarefni, hversu
langt megi ganga í slíkum fjár-
kröfum, því að þessir aðilar
verða að sjálfsögðu að sækja
féð aftur í einhverju formi í
vasa þjóðfélagsborgaranna. I
þessu sambandi verður einnig
að íhuga hlutverkaskiptinguna
milli ríkis og sveitarfélaga og
hversu eðlilegt sé með hliðsjón
af þeirri skiptingu að skatt-
heimtutekjurnar skiptist milli
þessara aðila. Ekki verður sagt,
að neitt fastmótað lögmál gildi
úm verkefnaskiptingu milli rík-
is og sveitarfélaga. Mun ég síð-
ar víkja að nauðsyn þess að
kanna þá hlið málsins og ýms-
um öðrum atriðum, sem reynsl-
an hefir sýnt okkur, að nauð-
synlegt er að taka til rækilegrar
yfirvegunar, en áður mun ég
gera nokkra grein fyrir þeim
viðfangsefnum þar sem um er
að ræða fjárhagslega samvinnu
milli ríkis og sveitarfélaga og
reyna að draga upp nokkra
mynd af því, hversu ástatt er
nú um þau samskipti.“
Síðan rakti ráðherrann í ein-
stökum liðum hin ýmsu fjár-
hagsmál, sem ríki og sveitar-
félög eiga sameiginlega, fyrst
skólamál og skólabyggingar þar
með mál tónlistarskóla, rekstur
almenningsbókasafna, leiklistar-
starfsemi og fyrirgreiðslu um
ýmis félagsmál íþróttamannvirki
og félagsheimilabyggingar. Þá
kom ráðherrann að hafnarmál-
um og síðan vegagerð. Heil-
brigðismál bar næst á góma, þá
lögreglumál, vinnumiðlun, heim-
Jónas Guðmundsson form. set ur ráðstefnuna. Við borðið sitja ráðherrarnir Magnús Jónsson
og Eggert G. Þorsteinsson og Páll Lindal borgardómari varaform. Samb. ísl. sveitarfélaga-
ilishjálp, kostnaður við gerð
skipulagsuppdrátta, ríkisábyrgð
til vatnsveita, byggingarstyrkir
til elliheimila, Bjargráðasjóður
íslands, Byggingarsjóður verka-
manna, Húsnæðismálastofnun, að
stoð vegna landakaupa, raforku-
mál, jarðhitamál. Rakti ráð-
herrann hlutdeild ríkissjóðs í
öllum þessum greinum og kvað
athugandi hvort hlutaskiptingin
væri eðlileg. Kvaðst hann reiðu-
búinn til viðræðna um þau mál
ef stjórn sambandsins óskaði.
Næst kæmu tekjustofnarnir
til athugunar og innheimta opin-
berra gjalda, sem væri orðin allt
of flókin.
Þá sagði ráðherrann:
„Myndun Jöfnunarsjóðs sveit-
arfélaga er án efa mikilvæg-
asta spor, sem stigið hefur ver-
ið til þess að skapa breiðari
grundvöll undir tekjuöflun sveit-
arfélaganna. Má þó raunar segja,
að þar sé stefnt í öfuga átt við
þá hugmynd, sem ég áðan gat
um, að aðgreina tekjustofna
ríkis og sveitarfélaga, því að
með lögunum um Jöfnunarsjóð
er sveitarfélögunum veitt aðild
að stærstu tekjustofnun ríkis-
sjóðs, söluskatti og verðtolli.
Renna þannig 5% af verðtolls-
tekjum ríkissjóðs til Jöfnunar-
sjóðs og hluti af söluskatti, sem
nú mun vera 8%. Hófust sölu-
skattsgreiðslurnar árið 1960, en
verðtollsgreiðslurnar árið 1963.
Hafa greiðslur ríkissjóðs til
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á ár-
inu 1960—1964 numið samtals
461.9 milljónum króna. Þarf ég
naumast að lýsa fyrir sveitar-
stjórnarmönnum, hversu þýðing-
armiklar þessar greiðslur hafa
orðið sveitarfélögunum, enda
hafa framlög úr Jöfnunarsjóði
gert fjölda sveitarfélaga mögu-
legt að lækka stórlega útsvör.
Auk stofnunar Jöfnunarsjóðs
hafa á síðustu árum verið gerð-
ar mikilvægar breytingar á lög-
um um tekjustofna sveitarfé-
laga. Enn eru uppi raddir um
breytingar á þeim lögum, og
vafalaust þurfa þau frekari lag-
færinga við. En það er þó
óheppilegt, að lögum um tekju-
skatt og útsvar sé breytt á
hverju ári, heldur er æskilegt
að reynslan fái að leiða ótvírætt
í ljós, hvar breytinga er þörf.
Glöggt hefur komið í ljós, að
aðstaða sveitarfélaganna til
tekjuöflunar er mjög misjöfn,
og hefur það vissulega alvarlega
hættu í för með sér, ef sum
sveitarfélög leggja til lengdar
miklu hærri álögur á borgara
sína en önnur. Er mjög mikil-
vægt að leitað verði úrræða, til
þess að leysa þann vanda, má
auðvitað hugsa sér nokkurs
Fullthrúar á ráðstcfnu nm fjármál sveitarfélaga.
. Ljósm. V. Sigurgeirsson.
konar jöfnunarútsvör, eins og
sumir hafa ymprað á, en þá leið
er ekki hægt að fara, nema með
því að skerða það sjálfstæði
sveitarfélaga, sem sveitarstjórn-
armenn munu almennt telja
mjög miklis virði. Ennfremur
er hægt að hugsa sér, að stærri
hluta af framlagi ríkisins til
Jöfnunarsjóðs, sé haldið óskipt-
um, og þetta fé notað til þess
að jafna metin milli sveitarfé-
laganna, en einnig þessi leið
hefur vitanlega sína annmarka.
Kjarni málsins er, að þetta
vandamál verður að skoðast af
fullri alvöru, en ég tel æskilegt,
og raunar alveg nauðsynlegt, að
lagabreytingar í þessu skyni séu
gerðar, án hins fyllsta samráðs
við samtök sveitarfélaganna."
Næst drap Magnús Jónsson á
lánasjóð sveitarfélaga og kvað
nauðsyn að athuga það mál nán-
ar einkum í sambandi við hinar
víðtæku breytingar sem fyrir-
hugaðar eru í landinu á skipu-
lagi stofnlánamála. Kvað hann
sérfróðum mönnum hafa verið
falið að athuga hvort stofnlána-
þörf sveitarfélaganna geti ekki
fallið inn í það lánakerfi.
Að lokum drap ráðherrann á
nauðsyn gerðra framkvæmda-
áætlana og samræmingu þeirra
fyrir sveitarfélög og ríki. Hann
kvaðst vilja leggja á það sér-
staka áherzlu að sér væri það
mikið áhugamál að hafa sem
nánasta samvinnu við samtök
sveitarfélaganna um sameigin-
leg hagsmunamál ríkis og sveit-
arfélaga meðan hann færi með
yfirstjórn fjárhagsmálaefna ríkis
ins og að nokkru leyti sveitar-
félaganna.
Að lokinni ræðu fjármála-
ráðherra urðu nokkrar umræður
og bentu þeir, er til máls tóku,
á ýmis vandamál er úrlausnar
þyrftu.
Hádegisverður var snæddur í
boði fjármálaráðherra, en að
honum loknum flutti Bjarni B.
Jónsson deildarstjóri í Efnahags-
stofnuninni erindi um fjármál
og áætlunargerð sveitarfélaga.
Fundarstjóri var þá Magnús E.
Guðjónsson bæjarstjóri á Akur-
eyri.
Að loknu kaffihléi hófust um-
ræður á ný út af ræðu fjár-
málaráðherra, þar sem frá var
horfið um hádegið.
Fundi verður fram haldið kl.
9.30 f. h. í dag. Þá flytur Hjálm-
ar Vilhjálmsson ráðuneytisstjóri
i félagsmálaráðuneytinu erindi
um lánsfjármál og tekjustofna
sveitarfélaga, en eftir hádegi
talar Eggert G. Þorsteinsson fé-
lagsmálaráðherra um samstarf
ríkis og sveitarfélaga um hús-
næðismál.