Morgunblaðið - 18.12.1965, Síða 8
8
MORGU N B LAÐIÐ
Laugardagur 18. des. 1965
GULLBRÚÐKAUP
Þórhalla Oddsdóttir og Guðmundur Kr.
Guðmundsson Kvígindisíelli í Tdlknaíirði
ÞANN 18. des. 1915 fór fram
hjónavígsla í kirkjunni í Stóra-
Laugardal í Tálknafirði. Þar
voru gefin saman í hjónaband
Þórhalla Oddsdóttir í Stóra-
Laugardal, sextán ára gömul
heimasæta, og bóndinn á Kvíg-
indisfelli, Guðmundur Kr. Guð-
mundsson, 25 ára gamall.
Foreldrar Þórhöllu voru hjónin
í Stóra-Laugardal, Þuríður Guð-
mundsdóttir og Oddur Magnús-
son, er þangað höfðu flutzt frá
Brekku í Gufudalssveit, þegar
Þórhalla var barn að aldri.
Foreldrar Guðmundar voru
hjónin Svanborg Einarsdóttir og
Guðmundur J. Guðmundsson, er
búið höfðu í Stóra-Laugardal, en
þá voru jarðir þar tvær.
Þegar Guðmundur eldri hafði
misst heilsuna, keypti Guðmund-
ur sonur hans jörðina Kvígindis-
fell. Þar hóf hann búskap með
móður sinni, þótt hann væri þá
aðeins 24 ára að aldri, en faðir
hans lifði þar alllengi hjá þeim
sem sjúklingur.
Það var ekki hversdagslegur
viðburður fyrir 50 árum, að 24
ára gamall bóndasonur festi kaup
á landnámsjörð. Að sjálfsögðu
var Guðmundur enginn efnamað-
ur þá, en hann mun hafa notið
þess, að þá þegar hafði hann á-
unnið sér traust góðra manna.
Og miklu mun hér hafa ráðið, að
mikið var í manninn spunnið
þótt ungur væri. Áræðinn og
kjarkgóður hefur hann verið,
stórhuga, framsýnn og hygginn.
Hann hefur séð að jörðin var bú-
in nokkrum kostum, sem lofuðu
góðu, ef bóndinn var bújörðinni
samboðinn. Fimmtíu ára reynsla
sýnir nú að þar yfirsást honum
ekki.
En meira þarf til myndarlegs
búskapar, en sæmilega bújörð og
dugandi bónda. Ekki skiptir
minna máli, hvernig sæti hús-
freyjunnar er skipað. Hlutverk
sveitakonunnar hefur fram á
þennan dag verið vandasamt, en
þýðingarmikið í íslenzkum land-
búnaði. Það þarf góða hæfileika
til þess, að það verði leyst af
hendi með sæmd.
Þetta gerði Guðmundur sér
ljóst. Hann kaus sér beztu kon-
una, sem hann þekkti, 16 ára
gömlu stúlkuna í Stóra-Laugar-
dal, sem hann hafði svo að segja
alizt upp með um skeið. Ef til
vill hefur einhverjum fundizt
brúðurin helzt til ung, en ekki er
það sennilegt að Guðmundur hafi
litið svo á. Reynslan hefur líka
sýnt að einnig í þessu var hann
framsýnn.
Ung var ég gefin Njáli, sagði
Bergþóra, og kvaðst myndu láta
eitt yfir þau bæði ganga. Ung
var Þórhalla gefin Guðmundi og
traustinu brást hún ekki frekar
en Bergþóra.
Guðmundur reyndist fljótt
dugandi bóndi og mikill athafna-
maður. Fjölskyldan stækkaði ört
og jörðin ein nægði honum ekki.
Stundaði hann þá sjóinn, hvenær
sem bústörfin gáfu hlé til þess.
Ekki reyndist hann eftirbátur
annarra við sjósóknina, fremur
en bústörfin, enda- var hann
henni vanur. Þetta kom sér vel
fyrir fjölskylduna á Kvígindis-
felli. Jörðin var ekkert stórbýli,
Hjónin á Kvígindisfelli með börnunum sínum sautján. Neðri röð frá vinstri: Unnur, Fjóla, Svava,
hjónin frú Þórhalla og Guðmundur, Þuríður, Svanborg. Efri röð frá vinstri: Karl, Helgi, Hörður,
Reynir, Guðmundur, Guðbjartur, Rafn, Oddur, Haukur, Óskar, Magnús, Víðir.
þegar hann hóf þar búskap og
möguleikar til ræktunar og hvers
konar umbóta voru allt aðrir þá,
en þeir eru nú. En Guðmundur
hófst þegar handa að bæta jörð-
ina með ræktun og byggingum.
Þegar býlið Vindheimar fór í
eyði, keypti hann þá jörð og sam-
einaði báðar í eina jörð, enda
lágu túnin saman. Nú eru tún
beggja jarðanna fyrir löngu orð-
in ein samfelld slétta. Ágætt
íbúðarhús byggði hann svo og öll
gripahús. Og nú má segja að
Kvígindisfell sé orðið stórt býli
á mælikvarða þeirrar sveitar.
En ekki lét Guðmundur við
þetta sitja. Lítil á rann til sjávar
skammt frá bænum. Þessa á virkj
aði hann til framleiðslu rafmagns
og svo vel hagnýtti hann sér
þetta litla vatnsfall, að raforkan
fullnægir heimilinu til ljósa, eld-
unar og upphitunar. Þannig gerði
hann heimilið, hið ytra sem innra,
að fögrum, gagnlegum, hlýjum og
björtum reit.
En þetta allt fékkst ekki með
sitjandi sælunni. Mikið varð hús-
bóndinn á sig að leggja, ekki sízt
á þeim tímabilum, er fiskafli
brást. En þá leitaði hann fanga
til annarra staða, einkum til Pat-
reksfjarðar, en þar var þá blóm-
leg togaraútgerð. Varð hann þá
jafnvel að vera langdvölum að
heiman. Þarfir heimilisins gáfu
ekki grið, enda voru börnin orð-
in átta eftir tíu ára hjúskap.
Hann var þó öruggur um afkom-
una heima fyrir. Hann vissi hver
gætti bús og barna.
Þáð sem hér hefur verið nefnt,
mætti ætla að verið hefði ærið
verkefni fyrir barnmarga bónd*
ann. En fleiri urðu viðfangsefni
TAKIfí INNIMYNDIR Á JÓLUNUM
Allir geta tekið góðar myndir með KODAK
INSTAMATIC — l'afnt lit sem svart hvítar.
Æ&
ft
I mvmmmá
Vélin hlaðin á augnabliki... tilbúin til notkunar.
|KODAK INSTAMATIC 200
KR. 1058-
KODAK INSTAMATIC 100
KR. 864.'
ígjafakassa — 983.*
með filmu.og fl
Allar vélarnar eru
með innbyggðum flashlampa og taka
jafnt lit, sem svart hvítar myndir
- ................
HANS PETERSENf
SiMi 20313 BANKASTRJETl 4
220
KODAK INSTAMATIC
iaJc
hans en þetta. Sveitungar hans
og samferðamenn kunnu að meta
hæfileika hans og farsæla for-
ystu. Þessvegna kvöddu þeir
hann til hvers trúnaðarstarfsins
á fætur öðru, í stjórn kaupfélags-
ins, búnaðarfélagsins, í fræðslu-
nefnd, hreppsnefnd, sýslunefnd,
sóknarnefnd, skattanefnd og
hreppstjóri var hann í mörg ár.
Það merkasta af öllu í fimmtíu
ára hjúskaparlífi hjónanna á
Kvígindisfelli tel ég vera það, að
þau eignuðust og ólu upp sautján
börn, sem öll náðu hinum bezta
þroska og eru hin mannvænleg-
ustu. Og nú kann einhver að
spyrja: Hvernig má það vera að
Guðmundi skyldi takast að af-
kasta því ævistarfi, sem hér hef-
ur lauslega verið drepið á? Ég
held að þessu sé auðsvarað. Stúlk
an frá Stóra-Laugardal, sem
sextán ára gömul gerðist önnur
hönd hins unga bónda, reyndist
sú húsmóðir og móðir, að fáum
myndi fært að feta í sporin henn-
ar.
Ég ætla mér ekki þá dul, að
fara að lýsa þeim verkefnum,
sem frú Þórhalla hefur leyst af
hendi sem húsmóðir í hálfa öld.
En sautján börn og störfum hlað-
inn eiginmaður, er næg vitneskja
til þess, að menn sjái hvert afrek
hér hefur verið unnið. Menn geta
kannske gert sér grein fyrir
annríki og erfiði bóndans en geta
menn gert sér ljóst, hverju þar
var afrekað innanhúss? Hvaða
umhyggju þar þurfti að hafa?
Þeir einir geta um það dæmt,
sem eru nógu kunnugir og sáu,
að þar voru móðurskyldurnar
ekki vanræktar, þar voru hús-
móðurstörfin unnin af snilld og
með glæsibrag. Trjálundurinn
sem hún ræktaði í hlíðinni ofan
við bæinn er táknrænn um græð-
andi hendur hennar.
Fimmtíu ár eru liðin. Búskap
hjónanna er lokið og sonur
þeirra er tekinn við jörð og búi.
Þar dvelja þau hjónin í skjóli
sonar og tengdadóttur. Börnin
þeirra sautján eru flest gift og
öllum hefur þeim farnazt veL
Nú líta þau hjónin, frú Þórhalla
og Guðmundur, til baka yfir far-
inn veg. Margir munu gleðjast
yfir fimmtíu ára farsælu ævi-
starfi þeirra. En ég held þó að
enginn geti verið glaðari en þau
sjálf. Þau eru auðugri, en séð
verður hið ytra. Þau hafa unnið
af trúmennsku fyrir börn sín,
byggðarlag og þjóð. Þau hafa
fært þjóð sinni heilan hóp dug^
andi manna og kvenna. Þjóðfé-
lagið skuldar þeim dýrmæta eign.
Það var gaman að koma að
Kvígindisfelli. Þar var alltaf hlítt
og bjart. En það var fyrst og
fremst gaman vegna þess, að hún
frú Þórhalla var þar húsmóðir og
hann Guðmundur húsbóndi.
Ég sendi þeim hjónum heilla-
óskir mínar á þessum hátíðisdegi
þeirra og árna þeim blessunar á
komandi árum.
Sigurvin Einarsson.