Morgunblaðið - 18.12.1965, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 18.12.1965, Qupperneq 20
20 MORGUNBLADIÐ Laugardagur 18. des. 1965 Oddur Valentínusson HafnsÖgumaður — Minningarorb HINN 12. þ.m. andaðist I Landa- kotsspítala Oddur Valentínusson, hafnsögumaður frá Stykkishólmi 89 ára. Hann var fæddur í Hrappsey hinn 3. júní 1876. For- eldrar hans voru þá vinnuhjú í Hrappsey hjá Skúla Sivertsen. Þau fluttust svo til Stykkishólms sama árið og Oddur fæddist og bjuggu þar upp frá því. Valentínus faðir Odds, var fæddur í Ólafsvík, en Oddur Ögmundsson afi hans, var fædd- ur á Ingjaldssandi, Vestfirðingur að ætt. Hann fluttist ungur til Flateyjar og var þar skipherra LYNGS ALUMINIUM bílskúrshurðir norsk framleiðsla. Aðalkostir: Létt, laus við viðhald og ódýr. Auðveld og einföld uppsetning. Sýnishorn á staðnum. Aðalumboð: Ó. V. JÓHANNSSON & CO Hafnarstræti 19 Söluumboð í Reykjavík: Helgi IViagnússon & Co Hafnarstræti 19. Dönsku Cox orange eplin eru komin. KLEIN Baldursgötu — Leifsgötu — Hrísateig. hjá Benediktsen í Flatey og síð- ar formaður á háskarlaskipum hjá Árna Thorlacius í Stykkis- hólmi. Gróa Davíðsdóttir, móðir Odds, var fædd í Eyrarsveit og ættuð þaðan. Að Oddi Valentínussyni stóðu því vestfirzkir og breið- firzkir ættstofnar. Var afi hans, sem fyrr getur, dugandi skip- herra hjá dugmestu höfðingjum við Breiðafjörð á þeim tímum. Foreldrar Odds áttu 10 börn en aðeins fjögur komust upp. Voru það bræðiu- þrír: Oddur, Sigvaldi og Sören og ein dóttir Málfríð- ur. Öll eru þau systkin nú látin og lifði Oddur lengst þeirra. Oddur Valentínusson kom sem smábarn til Stykkishólms og dvaldi þar öll sín æsku- og manndómsár, en fluttist til Reykjavíkur, er hann lét af hafn sögumannsstörfum rúmlega sjö- tugur að aldri. Var hann þá enn léttur á fæti og unglegur í útliti, enda lagði hann ekki árar í bát, þótt hann hætti sjómennsku, heldur gerðist hann þá vöku- maður í skipum Eimskips, er þau lágu í höfn í Reykjavík. Heilsan var ágæt og glaðværð hans og ljúflyndi var óbreytt þótt árin fjölguðu. — Breiðfirðinga og Vestfirðinga hefur löngum verið getið sem ágætra sjómanna, en sjómennska hefur verið þeim í blóð borin, og frá barnæsku hafa þeir kynnzt sigrum sjómannsins og ósigrum. Oddur Valentínusson hafði erft alla beztu kosti forfeðra sinna og ekki skorti hann æfinguna, því að lö ára réðist hann háseti á seglskútu, og var orðinn skip- stjóri á fiskiskútum er hann var tuttugu og eins árs, áður en hann hafði gengið í sjómannaskóla. Er hann lét af hafnsögumannsstörf- um árið 1951, hafði hann stund- að sjóinn í 60 ár, og er það löng vertíð. Árið 1903 lauk Oddur skip- stjóraprófi í R0nne á Borgundar- ■hólmi og tók strax við skipstjóm á fiskiskipum, er hann kom heim frá námi, en skipstjóri hafði hann reyndar verið áður ólærð- ur, eins og fyrr var sagt. Sýnir þetta óvenjulega sjómanns-hæfi- leika hjá Oddi að útgerðarmenn skyldu trúa honum ungum og próflausum fyrir skipi og áihöfn. Fyrsta skipið sem Oddur tók við skipstjórn á, ungur og ólærð- ur, hét Svend og var gert út frá ísafirðL Þegar Breiðafjarðarbáturinn Svanur var byggður í Danmörku, fór Oddur Valentínusson utan til að taka við bátnum og sigla hon- um heim til íslands. Var öll skipshöfnin frá Stykkishólmi. Næstu tvö árin var Óddur skip- stjóri á bátnum á ferðum hans milli Breiðafjarðarhafna og Reykjavíkur. Svanur var 70 lesta skip og þótti glæsilegur farkost- ur á þeim árum. En þótt Oddur væri lengi skip- stjóri á ýmsum skipum, sem gerð voru út frá Stykkishólmi eða Vestfjörðum, þá lifir hann í minningunum fyrst og fremst sem hinn lánsami, gætni og ör- uggi hafnsögumaður. Og líklega hefur enginn hafnsögumaður á íslandi leiðbeint eins mörgum skipum um hættu'legar siglinga- slóðir og Oddur Valentínusson. I>eir sem þekkja leiðirnar inn á Hvammsfjörð og Gilsfjörð munu ekki rengja þetta, en á þessa báða firði hefur Oddur leiðbeint skipum af öllum stærðum, oft í haustmyrkri og vondum veðr- um og aldrei varð neitt að. Sama árið og Oddur lét af hafn sögumannsstörfum og fluttist til dætra sinna í Reykjavík, birtist í tímaritinu Breiðfirðingi smá þáttur um hann, en þar segir svo: „Það tel ég víst, að í byggðum Breiðafjarðar, sé enginn maður þekktari eða kunnari héraðsmönn um en Oddur Valentínusson. Hann hefur alið allan sinn aldur í Stykkishólmi og um nær þrjá- tíu ára skeið hefur hann leið- beint skipum af mismunandi stærðum á allar hafnir, víkur og voga, sem skip sigla á við Breiða fjörð, en þar eru leiðir vandrat- aðar, og víða þröngar og háðar sjávarföllum. Hefur farið saman hjá Oddi glögg þekking á leið- um, leikni í sjómennsku og lán í störfum." Oddur Valentínusson lét jafn- an lítið yfir sér og sagði ógjarn- an af sér sjóferðasögur. Vitan- lega hafði hann oft lent í lífs- háska og stundum bjargað lífi sínu og skipshafnar með snar- ræði og leikni í sjómennsku en um þetta vildi hann lítið tala, og sagði, að þetta væri ekki frásagnarvert. Slík áhætta fylgdi jafnan sjómennskunni en um ^ófu^u^ir ^ru mORPHY-RICHRRDS Brauðrist Strokjárn Brauðrist annað var honum Ijúft að tala, og það var, hve lánsamur hann hefði jafnan verið í sínum sjó- ferðum, og fannst honum stund- um „sem hulin hönd héldi um mund á stýrL“ En Oddur taldi sig ætíð hafa verið lánsmann allt sitt líf bæði á sjó og landi. Ungur að aldri giftist Oddur ágætri konu, Guðrúnu Hallgríms dóttur frá Látravík í Eyrarsveit. Hún var fædd 23. sept. 1875, en andaðist í Stykkishólmi hinn 18. desember 1950. Þau hjón eignuðust sjö börn og komust sex þeirra til fullorðins ára, en einn dreng, Harald, misstu þau 7 ára gamlan. Gróa, gift Þorvaldi Böðvars- syni bónda á Þorvaldsstöðum i Hrútafirði, Svava, gift Sigurði Jónassyni kaupmanni í Stykkis- hólmi, Júlíana, gift Magnúsi Guð brandssyni fulltrúa hjá Olíu- verzlun íslands, Rvík, Anna, gift Sigurði SteinþórssynL fulltrúa hjá raforkumálastjóra, Reykja- vík, Sigurborg, gift Ólafi Kristj- ánssyni, bæjargjaldkera í Hafn- arfirðL Hallgrímur útgerðarmað- ur í Reykjavík. Auk þess átti Oddur son utan hjónabands, Geir Ólaf húsasmið í Reykjavík. Sigurður Sörensson bróðursonur Odds ölst upp hjá þeim hjónum frá fyrsta aldurs- árL öll eru börn Odds fríð og mannvænleg eins og þau eiga kyn til. Fjölskyldan er nú orðin mjög fjölmenn og eru börn, barnabörn og barna-barna-börn nú um eitt hundrað talsins. Er þetta myndarlegur stofn, sem á glæstar framtíðarvonir. Nú er hann fallinn í valinn hinn valinkunni skipstjóri og ágæti hafnsögumaður. Hann sigl- ir nú skipi sínu um nýjar leiðir, og ég hef þá trú, að ljúflyndi hans og hafnsögumannshæfileik- ar, endist honum vel sem áður á siglingaleiðinni. Það var skarð fyrir skildi við Breiðafjörð, er Oddur lét af störfum og hvarf burt úr hér- aðinu, frá firðinum fagra og breiða, sem hann unni svo mjög. Og það er líka skarð fyrir skildi á götum höfuðborgarinnar, og við höfnina, þegar Oddur Val- entínusson sést þar ekki fram- ar. Hann taldi sig ætíð hafa ver- ið lánsmann, og ég tel líka að lánið hafi leikið við hann til síð- ustu stundar. Eftir að hann missti konu sína í Stykkishólmi og fluttist til Reykjavíkur, átti hann skjól hjá Stefán Jónsson. börnum sínum, sem hér eru bú- sett, en öll fjölskyldan unni hon- um og lék við hann til æviloka, þótt Júlíana dóttir hans annað- ist hann mest síðasta áratuginn. Ég sagði að Oddur Va'lentínus- son hefði verið lánsmaður og ián ið hefði leikið við hann til ævi- loka. Hann sigldi yfir landamær- in, æðrulaus og rólega eins og oft áður út á brimsollum sæ eða hið blikandi haf. Öll söknum við ferðafélagans, sem gott var að ferðast með, en mest sakna hans hinn fjölmenni hópur afkom- enda. Þeim samhryggist ég. — Um Odd Valentinusson á ég góð- ar minningar. Minningarathöfnin um Odd Vaientínus9oin fór fram í gær, en jarðisettur verður hann í Stykik- ishókni í dag. Stefán Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.