Morgunblaðið - 18.12.1965, Side 22
22
IMORGUNBLADIÐ
Laugardagur 18. des. 196
— Um bækur
Framhald af bls. 17
kvöldsönginn mínn“, segir annað
skáld, og Bragi yrkir að mínum
dómi sitt bezta kvæði, Það hlýt-
ur enginn .. . einmitt út frá þess-
«m geig. Læt ég slag standa og
leyfi mér að birta þetta kvæði í
heild:
„Mig vakti ára morguns, að vetur
hefði kvatt,
í viði fyrir glugga lék sunnan-
þeyrinn hlýi.
Og vonleysið og deyfðin, sem
vetrarlangt mig batt,
voru-þegar horfin með einu og
sama skýi.
Ég klæddi mig í skyndi og glaður
gekk á leið,
garðshliðið stóð opið og rétt fyrir
sunnan bæinn
með lausan hest í taumi hinn ljósi
dagur beið
og lokka sína greiddi við sól-
skinið og blæinn.
Hann bending gaf að koma, en
löngu liðna stund
bar leifturskjótt í hug mér og
skipti á tjaldi og sviði,
og fyrir innri sjónir bar okkar
fyrsta fund
á fögrum sumarmorgni hjá öðru
og týndu hliði.
Þá varð mér ljóst, að annar hlaut
að eiga hinn lausa hest,
og öðrum væri boðið að þeysa
á dagsins leiðum,
svo ég gekk inn í hús mitt og
hafði tæpast setzt, '
er hófaskellir dundu á vegi
farargreiðum.
— Og úti sólin kyssti og blærinn
beggja spor,
en bundinn læðing tímans þann
sannleik glöggt ég kenndi,
að enginn maður hlýtur nema
einu sinni vor,
æsku og vor úr drottins
náðarhendi.
Og dagur minn og vor höfðu að
fullu gerzt í gær,
þar gat ég engu þokað, og brátt
að verki sínu
ber hljóðan gest úr fjarska á
hröðu brokki nær,
og hann mun rata leiðina að
dyraþrepi mínu“.
Já, svona er það, honum farið,
þá hallar sumri, komnir ágúst-
dagar, en hann fagnar jafnt vori
— því vori, sem hann sér að
aðrir eignast. Og það er sama,
hvort vorgróðurinn er blátt, lítið
blóm eða hún, sem:
„... .fer hér um götur, og gjall-
andi, hlæjandi röddin
glymur í húsum í kring,
svo ráðsettar konur setja á sig
svip og hvísla
um siðleysi og fordæming...."
Hann veit og nýtur þess, að:
„Nýtt blóð hefur vaxið í jarð-
lífsins jurtagarði
jarðneskt og himneskt í senn úr
skaparans hendi,
svo finndu til, dáðstu, fagnaðu,
sölnaða gras
fegurð þess blóms, er höfundur
lífsins sendi“.
Og loks hin „auðleysta gáta“:
Er þér ráðgáta,
ungi maður,
hve fagurt er vorið í vor,
að sólin er bjartari,
og allur jarðargróður sem gu'll?“
blærinn heitari
Finnst þér landið sunnar?
Færist sólin ofar?
spyr þú eins og álfur út úr hól.
Ölum öðrum
er auðleyst gátan:
Ástin hefur vitjað þín í vor.
Upphaf
Sveinn Víkingur: Myndir dag-
anna. I. Bernskuárin. Kvöid-
vökuútgáfan. Akureyri 1965.
HÖFUNDUR þessarar bókar
er löngu orðinn kunnur alþjóð
sem ágætur fyrirlesari í útvarp,
höfundur ævisagna og þýðandi
ýmissa góðra bóka, um þetta líf
og hið tilkomanda. Nú hefur
hann hafið að rita ævisögu sjálfs
sín.
Hann ritar alllangan formála,
og legg ég einna minnst upp úr
honum af því, sem þessi bók
flytur. Frá mínum bæjardyrum
séð þarfnast það hvorki skýr-
inga né afsakana, að Sveinn
Víkingur ráðist í að skrifa sögu
sína — eða hvern hátt hann hef-
ur á því. Ég hefði getað sagt
mér það fyrir fram, að sú saga
Ég er að vona, að „hinum
hljóða gesti“ sækist seint förin að
dyraþrepi Braga Sigurjónssonar.
I Guðmundur Gíslason Hagalín.
ævisögu
yrði ekki aðeins saga hans, jafn
vel ekki fyrst og fremst hans
saga, heldur umhverfis hans og
samtíðar, og ég vissi, að hann
er svo gáfaður maður, athugull,
glöggskyggn og áhugasamur um
Sveinn Víkingur
allt, sem gerzt hefur og gerist
með þjóð hans og í umheiminum
að ég vænti mér góðs af sög-
unni.
Þetta fyrsta bindi nær fram
að því að höfundur missir móð-
ur sína 15 ára gamall, en með
þeim hefur verið mjög mikið
ástríki, enda var faðirinn látinn
fyrir allmörgum árum. Þarna
verða svo þáttaskil.
Sveinn lýsir rækilega bernsku
sveit sinni, Kelduhverfi í Öxar-
firði, sem er ein hin fegursta
og sérkennilegasta af sveitum
þessa fagra og fjölbreytilega
lands, og kostasveit að fornu og
nýju, þó að harðbýlt væri þar
hér fyrrum, þegar óáran var i
landi bæði af völdum veðráttu
og verzlunar- og stjómarhátta.
Þá lýsir hann og í litríkum
dráttum sambýli og sveitarbrag
og er yfir þessum lýsingum hans
notalegur blær, sem minnir
eldri menn á þær hugnanlegu
stundir, þegar við seinförulum
og þreyttum ferðamanni blöstu
bæjarþil með roða kvöldsóla? i;
gluggum og að vitum hans bar
golan eim af viðarreyk.
Hann gefur glögga mynd af
bernskuheimili sínu, föður sín-
um, móður sinni, sem hefur ver-
ið mikil kona og góð, og systkin
um sínum, og kemur glöggt í
ljós heimilisbragur og hugsunar-
háttur, hin daglega lífsönn og
samlíf fólksins við dýrin. Eitt-
hvað sérstætt og heillandi er yf-
ir kaflanum FreLsið kallar, enda
minnist ég þess vart að hafa séð
og fundið greinilegar lýst þeirri
eðlishvöt, sem er ærið rík hjá
dýrunum; að meta meira frels-
ið við kröpp kjör en þá velsæld
sem fjötrar fylgja, og væri vel,
að æðsta skepna jarðarinnar
hugleiddi, hverju hún glatar,
þegar hún drekkir með öllu 1
kjötkötlum hvöt sinni til frum-
stæðs frelsis — já, jafnvel þjóð-
ir mættu hyggja að því, hvar
þær standa, þegar þær sjá asna
klyfjaða gulli fara inn um borg-
arhliðin og þeim er ekki einu
sinni gefinn kostur á að velja
á milli gullsins og þeirrar heið-
ursfátæktar, sem eitt af góð-
skáldum okkar getur.
Séra Sveinn lýsir og nágrönn-
um og öðrum sveitungum, og
eru þær lýsingar eitt það listi-
legasta í þessari bók. Hann sýn-
ir okkur sem sé alls ekki neinar
ánalegar og sparibúnar persón-
ur í ramma á kommóðu eða
POSTULÍN FRÁ KARLSBAÐ
í TÉKKÓSLÓVAKfU
MJALLHVÍTT — GAGNSÆTT hið áberandi einkenni á postulíni frá Karlsbað.
Þetta einkenni kemur greinilega fram í gerðinni ANITA.
f þessari gerð er hægt að fá keypta staka hluti í skreytingu nr. C-2399 Platin
(með tveimur silfurröndum). — Biðjið um postulín frá KAKLSBAÐ.
Útflytjendur: Czechoslovak Ceramics, P r a g .
Innflytjendur: Jón Jóhannesson & Co. — Heildverzlun. — Sími 15821.
Munið frímerki Rau&a Kross íslands