Morgunblaðið - 18.12.1965, Page 23

Morgunblaðið - 18.12.1965, Page 23
Laugardagur 18. flW. 1965 MORGUN BLAÐIÐ tipp á stofuþili. Við sjáum fólk- ið, eins og við getum trúað það hafi verið, gott fólk og flest all- vel gefið, en margt meira og minna sérkennilegt og sumt spaugilegt. Ég lá handleggsbrot- inn, samansaumaður á haus og allur blár og marinn, þegar ég ias þessar lýsingar, og ég minn- | ist þess, að þá er ég var að lesa ! iýsinguna á kveðjum þeirra Dan- : íels bónda í Ólafsgerði og Hall- gríms á Undirvegg, hristist ég svo og nötraði af hlátri, að mig i verkjaði í skrokkinn — frá hvirfli til ilja, og vist missti ég bókina. sem ég gat raunar naum lega haldið á. Eða þegar Svein- ungi í Byrgi fann á reka stærð- ar fjöl, sem á var letrað gulln- um stöfum Köbenhavn, og inegldi þennan skrautlega kjör- grip á bæjarþilið ofan við dyrn- «r. Var það furða, þó að erlend- um ferðalöngum yrði starsýnt á þessa Kaupmannahöfn svo að segja við dyrnar á hinni furðu- legu og fögru klettahöll Ás- byrgi! í bókinni er lýsing á séra Þorleifi á Skinnastað. Hún er allskýr ,en þó þykir mér þar nokkurs vant — eða ég hef rétt- ara sagt á tilfinningunni, að þar hafi virðingin fyrir hinum aldraða sóknarpresti haldið um of aftur af söguhöfundi. Ég er ekki viss um, að séra Þorleifur eða minning hans græði neitt á þessari háttvísi eða réttara sagt tillitssemi fermingarbams síns. Ég held, að séra Sveinn hefði komizt þannig frá að lýsa þess- um merkisklerki rækilega, að báðum hefði verið til sóma, þeg- ar alls hefði verið gætt, og les- andinn hefði sloppið við þá ónota tilfinningu, sem fylgir því að segja við sjálfan sig eins og með hjálparinn, sem saknaði í sálma- bókinni framhalds af Faðirvor- inu: ,,Nú, hver skrambinn, — hér vantar í!“ En hvað sem þessu líður, vænti ég góðs af framhaldinu frá séra Sveini. Guðmundur Gíslason Hagaún Á bakkanum viö ána M Jakob V. Hafstein. Laxá i Að- I aldal. Bókaútgáfa Menningar- j sjóðs. 1965. Ég kom í fyrsta skipti á æv- Inni að Laxá í Aðaldal haustið £1929, þá í fylgd með vini mínum ekáldinu Friðriki Ásmundssyni Brekkan. Áður en kæmi að ánni höfðu haustlitir hraunsins heill- nð okkur báða, en efst var mér | í huga, þegar ég hafði farið af baki og staðnæmdist á brúnni yfir Laxá, að við þessa elfu bjó hún, ekkjan, sem Guðmundur ekáld á Sandi hafði gert ódauð- lega í ljóði — og að niður árinn- ar hafði verið vögguljóð Jó- hans skálds Sigurjónssonar. En ég hafði ekki lengi staðnæmzt á brúnni, þegar áin sjálf hafði heillað mig. Nei, ég sá ekki lax etökkva og lax kom mér ekki til hugar, þrát fyrir það, að ég hafði þá þegar heyrt mikið róm eð, hve stórgjöful áin væri á þennan fagra fisk, enda nafn hennar við hann bundið. En hvers konar litbrigði, mér lá við að segja littöfrar voru á vatninu í þessari elfu? Eins og ég hef áður getið, var þetta að haustlagi, og veður var rysjótt, annað veifið helliskúrir, hitt glitrandi sólskin. Og svo var sem sóltöframir, sem raunar nutu sín dásamlega á hinurh marglita gróðri hólmanna, væru hvergi eins heillandi og í vatni að standa á brúnni og virða það- an fyrir mér vatnið, heldur gekk ég góðan spöl fram með ánni og starði og starði á straum kast og lygnur, og eins var fé- laga mínum farið. Síðan hefur Laxá verið hjá mér í sérflokki meðal hinna fjölmörgu elfa, sem ég hef séð og dáð á ferðum mín- um um svo að segja allt þetta land, sem af engu er ríkara en af breytilegum fallvötnum. Ég var ekki í Reykjavík, þeg- ar bókin um Laxá kom út, en sannarlega lék mér hugur á að sjá hana. Og mér fannst það síður en svo illa til fallið að Menningarsjóður gæfi hana út, ekki sízt eftir að ég hafði séð hana og handleikið. Þetta þótti mér falleg bók og fegurð Laxá samboðin, auðsætt, að höfundur hennar hafði lagt ást og alúð við að hún mætti verða sem glæsi legust að ytri búnaði — og að útgefandinn hafði kunnað að meta vilja hans og fegurðarskyn. En það var ekki nærri strax sem ég tók bókina í hönd mér til lestrar, en þá er ég hafði gert það, ákvað ég að láta hennar getið. En þetta var á þeim tíma, sem ég var á faraldsfæti víðs vegar um landið, og svo dróst þá úr hömlu að lesa bókina með það fyrir augum að skrifa um hana nokkur orð. En nú — kom hún á ný upp í hendurnar á mér, og þrátt fyrir gnægð ann- ars lesefnið greip ég hana og las hana. Ég er ekki laxveiðimaður, og ber sitthvað til þess, en máski helzt það, að ég óttist þann seið, sem laxveiðum virðist fylgja, en samt sem áður hreif mig sú hrifni, sem fram kemur hjá höf- undi bóikarinnar og viðmælend- um hans á leyndardómum þess arar mjög svo tíðkuðu íþróttar. Þó dáði ég miklum mim meira þeirri ást hans á Laxá sjálfri og umhverfi hennar, sem bregður ljóma yfir frásagnir hans, á gróðrinum, fossum, strengjum árinnar, lygnum hennar og hylj um, með öllum þeirra undur- samlegu litbrigðum í ánni og hrauninu í grennd við hana, — hinu fjölskrúðuga og unaðslega fuglalífi. Þá eru og fróðlegar frásagnirnar um, foma veiði- hætti og um selinn og varpið í Laxá og nágrenni hennar, en þar ber af viðtalið við Bjartmar alþingismann Guðmundsson um fuglana. Til bókarprýði eru ljósmyndir sumar í mörgum litum, ljósprent anir af málverkum og loks teikn ingar eftir bæði bókarhöfund og frænda hans, danska listamann- inn Svein Havsteen Mikkelsen. Aftan við íslenzka textann eru stuttar lýsingar á Laxá og dá- semdum hennar á norsku, ensku og þýzku. Þessi bók hefur tekizt svo vel, bæði að innri og ytri búnaði, að mér kæmi ekki á óvart, þótt hliðstæð rit kæmu hér út á næstu árum um vötn og elfur, og þykir mér það vel, því að hvort tveggja er þetta náttúru- dásemdir og náttúruauðæfi, sem þess eru verð að vera rómuð. En þá mun upphafs slíkra bóka jafnan verða að góðu getið — og það sannarlega að verðleik- um. Guðmundur Gíslason Hagalin IIVÍ BÓKAFORLAGSBÓK NY VerS kr. 92.00. (án söluskatts) Bráoskemmtileg saga fyrir krakka upp ao 10 ára aldri mrTT mi BOKAFORLAG ODDS BJORNSSONAR 'mi^fnn ri rrrni "iií iiTiinf unmiii—im iiiiiMwy-~"—--r STLJLZ f RAFMAGNS HEIMILISTÆKI HENTUG TIL JOLAGJAFA Hrærivélár Braudristar Avaxtapressur ^ . Kaffikvarnir {Harpurrkur. \og fL vidt Odinstorg simfi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.