Morgunblaðið - 18.12.1965, Qupperneq 24
24
MORGU N BLADIÐ
Laugardagur 18. des. 1965
KIRKJAN W
HRAUNINU'
effir EIRlK SIGURBERGSSON
Hafsteinn Björnsson
xnanna. Og meðan ekki tekst að
útiloka þann möguleika til fulls,
sé heldur ekki unnt að fullyrða,
að samband við framliðna eigi
sér stað, enda þótt margt bendi
tíl, að svo sé. Það sé eðlilegasta
skýringin og sú, sem beinast
liggur við“.
Sjálfur hef ég átt þess allgóðan
kost að kynnast þessum fyrir-
bærum og hef haft talsverðan
áhuga á þeim, fyrst og fremst
frá sálfræðilegu sjónarmiði. Virð-
ist mér séra Sveinn Víkingur
fara þarna með rétt mál. Vel
veit ég, að svik geta átt sér stað
og hafa átt sér stað, en mér virð-
ist ósanngjarnt að tortryggja þá,
sem ekki hafa til þess unnið og
aldrei - hafa orðið uppvísir að
klækjum. Fyrirbrigði þau, sem
ég hef kynnzt hjá Hafsteini
Björnssyni, þola vel að fullri at-
hygli sé beitt og ósljóvguð varúð
við höfð. En hitt hef ég orðið
var við, að tortryggnin spillir
fyrir skilyrðunum til að fyrir-
brigðin geti gerzt og þarf ekki að
undra. Þar sem tortryggni ríkir,
situr dauðinn að völdum. Það er
ekki næmur maður, sem skynjar
ekki skjótt, hver munur er á
vökulli varúð og tortryggni.
Virðist mér bókin í heild vera
allgreinargóð heimild um það,
sem gerist hjá Hafsteini Björns-
syni, þegar vitund hans er I
þessu afbrigðilega ástandi, sem
við kunnurn lítil skil á og vitum
varla, hvað nefna skal. Við meg-
um ekki gleyma því, að við
þekkjum ekki fyrirbrigðin, þó að
við gefum þeim nöfn, nefnum,
t. d. miðilssvefn, trans eða
leiðslu. Þarna er fjöldi frásagna
af fyrirbrigðum, sem ég kannast
vel við, af því að ég hef orðið
fyrir hliðstæðri reynslu á fund-
um hjá Hafsteini og víðar. Mér
er sagt, að það geti komið fyrir,
að fyrirbrigðin bregðist eða
gangi treglega. Sjálfur hef ég
ekki verið viðstaddur, þegar slíkt
hefur komið fyrir. Það segir vit-
anlega ekkert annað en það, að
skilyrðin séu ekki ævinlega fyrir
hendi. Oftast úir og grúir af því,
sem ekki verður skýrt á venju-
legan hátt. Þráfaldlega er sagt
frá því, sem enginn veit, sem
viðstaddur er, og jafnvel enginn
lifandi maður á jörðinni, en reyn
ist þó rétt vera, þegar grennslast
er eftir.
1 bókinni eru slík fyrirtorigði
oftast nefnd „sannanir“ (sann-
anir fyrir framhaldi lífsins).
Ekki fellur mér sú notkun orðs-
ins, því að jafnvel svo furðuleg
atvik geta ekki talizt algildar vis-
indalegar sannanir fyrir fram-
haldslífi, að minni hyggju. En
erfitt mun að finna einfaldari og
eðlilegri skýringartilgátu en ein-
mitt þá, að þarna séu a.m.k. oft
að verki framliðnir menn — al-
veg bráðlifandi.
Frásögnin af altaristöflunni,
sem Ólafur á Hellulandi eignað-
ist, týndi og fann aftur, er mjög
skemmtilegt dæmi um, hvað get-
ur gerzt. Ef þú lest bókina,
skaltu spreyta þig á því að skýra
það allt samkvæmt kenningunni
um, að þar hafi „fjarhrifasam-
bönd við vitund og undirvitund
lifandi manna“ verið að verki.
Mig hefur tíðum undrað, hversu
furðuleg andleg heljarstökk
menn fremja í stað þess að ganga
á fótunum, þegar einfaldasta
skýringin er þeim-sízt að skapi.
Sumir grípa til þess ráðs að af-
neita því, að þetta geti gerzt. Ég
er þess fullviss, að þeirra hlut-
skipti mun Þykja sýnu ógiæsi-
legra en búandakarlanna, sern
riðu til höfuðborgarinnar að mót-
VONDUÐ FÖT
SKAPA VELLÍÐAN,
OG ÖRUGGA
. FRAMKOMU i
Leitið og þér munuð finna
AfmælLskveðjur til Hafsteins
Bjömssonar, miðils. Útgef-
andi: Skuggsjá 1965.
ÞAÐ stendur ekki til að rita
lofgrein um bók þessa. Hér er
aðeins tilraun til ærlegs einstak-
lingsmats á bók og málefni, sem
hún fjallar um. Ég virði vin
minn, Hafstein Björnsson, meira
en svo, að ég vilji bera hræsnis-
fullt auglýsingaskrum á bókina,
sem fimmtíu vinir hans settu
saman í þakklætisskyni, þegar
hann varð fimmtugur. Því síður
stendur til að gera samanburð á
honum og öðrum, sem svipaða
gáfu hafa til að bera.
Hvað má um bókina segja?
Jú, þetta er enn ein bókin um
Hafstein Bjömsson, og fjallar
hún sem hinar fyrri einkum um
þá sérgáfu hans, sem almennt er
nefnd miðilsgáfa hér á landi.
Höfundar eru margir og flestir
þeirra vel ritfærir, konur og
karlar, sem margir þekkja að ráð
vendni og góðvilja. Bókin er
mjög vel læsileg. Lýsingar af
miðilsfundum, skyggnilýsingum
og öðru, sem þarna er fært í
letur, eru eins og við er að
búast, einföld frásögn af því,
sem fólkið skynjar, lituð af hugs
anavenjum, sem það hefur tamið
sér. Við slíkt er ekkert að athuga
annað en það, að gott er að gera
sér grein fyrir að svo er ætíð.
Enginn sér annað en ihynd þá,
er speglast í meðvitund hans. Sú
mynd, hugmynd mannsins um
það, sem vitundinni er beint að,
er ævinlega háð fyrri reynslu
einstakhngsins, tilfinningalífi,
hugsanavenjum og meðfæddu
upplagi — svo eitthvað sé upp
talið af öllu því, sem áhrif hefur
á vitund einstaklingsins um fyrir
brigðið, sem á hann orkar. T.d.
er augljóst, að myndin, sem
Margrét á öxnafelli sér, er tals-
vert fyllri en þær, sem fjöldinn
sér. En jafnvel hennar mynd er
ekki óháð þeim áhrifaöflum, sem
fyrr var getið.
Á þessu verður að átta sig
fyrst, því að flestum hættir til
að halda, að hugmynd þeirra sé
óbjöguð mynd af raunveruleik-
anum. Það er tolekking. „Því að
nú sjátim vér svo sem í skuggsjá
í óljósri mynd“, sagði postulinn
Páll (I Korintubréf, 13, 12.) og
fór þá ekki með fleipur.
Nútímavísindin viðurkenna
þetta og stuttlega má orða það
svo: Athugunin er ekki óháð at-
hugandanum. Þessvegna er það
skylda ráðvandra manna, vis-
indamanna ekki sízt, að vera var-
fæmir í ályktunum sínum. Það
er ekki nóg að einbeita athygl-
inni að fyrirbrigði því, sem ork-
ar á vitundina. Einnig þarf að
grandskoða sjálfan sig. Áður en
stjömufræðingur beinir kíki sín-
um að himingeimnum, þarf hann
að athuga sjóngler og spegla.
Þekkingin hefur aukizt og
vitneskjan um vanlþekkinguna
l'íka. Nú fer ekki milli mála, að
hin síðari er þúsundfalt meiri.
Um aldamótin síðustu voru til
vísindamenn, sem héldu því
fram, að allt væri vitað, sem vit-
að yrði. Nú veit hvert manns
barn, að þeir sáu skakkt. Þessir
menn gleymdu að fægja lær-
dómshrokann af spegli vitundar
sinnar. Þessháttar gleymska get-
ur enn átt sér stað, en gerist
sjaldgæfari meðal vísindamanna.
Um afstöðu nútíma sálvísinda
til sálrænna fyrirbrigða ræðir
séra Sveinn Víkingur skilmerki-
lega í framlagi sínu til bókarinn-
ar, sem er einskonar formáli
hennar um leið. Hann segir
þar meðal annars: „Margir
Iþeirra dulsálfræðinga (parap-
sychologa), sem nú njóta mests
álits í heiminum fyrir rannsókn-
ir sínar á þessum sviðum, eru
ekki í vafa um, að fyrirtoærin
gerist í raun og veru og séu
merkilegt rannsQknarefni. En
'þeir telja, að enn sé ekki um
óvéfengjanlegar og algildar sann
anir að ræða fyrir framhaldslífi
og sambandi við látna menn.
Þeir benda á, að rannsóknir á
dulhæfileikum manna og svo
kallaðri undirvitund bendi til
þess, að sálarlífið sé svo marg-
þætt og hin svonefndu ESP
áhrif einnar vitundar á aðra svo
fjölbreytileg og flókin og lítið
rannsökuð, að eins og nú standa
sakir sé ekki með öllu útilokað,
að miðilsfyrirbærin kunni að
vera unnt að skýra sem nokkurs
konar fjarhrifasambönd við vit-
und og undirvitund lifandi
BÓKAFORLAGSBÓK
/