Morgunblaðið - 04.01.1966, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 04.01.1966, Qupperneq 3
Þriðjudagur 4. janftSr 1966 MORCU NBLAÐIÐ 3 fyrir nokkrum árum. — Ég held að það sé mjög svipað að styrkleika núna og það var fyrir í fyrra. Við höf- um að vísu misst Kristján Stefánsson, sem verður að öll um líkindum ekki með núna, en yngri menn hafa komið í staðinn, sem eru í stöðugri framför, svaraði Birgir. — Já, ég er þessu alveg sammála, sagði Ragnar, yngri mennirnir eru í geysilegri framför, og ég held að það FH-ingar í stdrræðum Litið inn á æfingu hjá FH og rabbað við nokkra leikmenn um fyrirhugaða leiki við Fredensborg sé mjög svipað að styrkleika og í fyrra. — Hafið þið jafngaman af handknattleiknum núna og fyrir um áratug? — Já, ég er nú reyndar orðinn hálfþreyttur, svaraði Ragnar. — Ekki vil ég segja það, sagði Birgir þá, ég hef alltaf ánægju af honum, enda þótt að geti orðið talsvert arg og þvarg, þegar maður er þjálf- ari líka. — Hvað viljið þið segja um handknattleikinn í dag. Telj- ið þið hann eins góðan núna og þegar við urðum í sjötta sæti í heimsmeistaraíkeppai- inni? — Ég vil meina, að honum fari stöðugt fram, svaraði Birgir. — Það hefur skap- ast meiri breidd í honum, og svo eru félögin farin að leggja meiri rækt við yngri flokk- ana. — Ég er þessu alveg sam- mála, sagið Ragnar. — Það er kannski ekki eins mikill kraft ur í strákunum núna og var, en þeir ráða yfir miklu meiri leikni. — Og að lokum, hvernig leggjast þessir leikir í ykkur. — Ég held, að við eigum möguleika á að ná sigri, enda þótt við gerum okkur grein fyrir því, að Norðmennirnir eru miklu sterkari núna, en fyrir nokkrum árum, svaraði Birgir, og undir það tók Ragn ar. Yngsti leikmaður FH er Geir Hallsteinsson, 1S ára að aldri, sonur Hallsteins Hin- rikssonar, sem við röbbuðum við hér að framan, og bróðir Arnar og Silvíu, sem bæði eru þekkt handknattleiksfólk. — Hvað er langt síðan þú fórst að iðka handknattleik, Geir? — Ætli ég hafi ekki verið svona sex eða sjö ára, og hef síðan verið ákafur handknatt- leiksmaður. Reyndar er mað- aður alinn upp við þetta, því að það má segja að hver ein- asti í fjölskyldunni sé hand- boltamaður, nema móðir mín, enda þótt hún lifi og hrærist í þessu. — Og þú hefur í hyggju að halda handknattleiksiðkunum áfram? — Já, áreiðanlega, maður mun halda áfram meðan þeir geta notað mann, enda tel ég þetta skemmtilegustu íþrótta grein sem völ er á. Aftur á móti hef ég að undanförnu ekki 'getað æft með liðinu sem skyldi, þar sem ég er í íþróttakennaraskólanum á Framhald á bls. 21 Myndirnar hér á síðunni eru allar teknar á æfingu landsliðs- ins og FH. Hér sést hvar Örn Hallsteinsson skorar af línu, en Gunnlaugur Hjálmarsson reynir að hindra árangurslaust. skiptið sem það kemur hing- að. Það kom hér í boði Víkings vorið 1964, og þá sigruðum við það í litla salnum á Há- logalandi með 32—19. — En þið tjaldið nú Mka nokkrum landsliðsmönnum? — Já, hjá okkur hafa báð- ir markverðirnir leikið í lands liði, og svo Birgir, Ragnar, Örn og Fáll, og auk þess þrír ung- lingalandsliðsmenn. — Hverju viltu svo spá um leikinn. — Eg vil helzt engu spá um úrslitin — þetta verður eflaust hörkukeppni, og get- ur farið á hvorn veginn sem er. Þá röbbuðum við líka stund arkorn við þá félaga, Birgi Björnsson og Ragnar Jónsson, sem eru báðir meðal annál- uðustu handknattleilksmanna okkar. Birgir er núna jafn- framt þjálfari FH-liðsins. Þeir eiga báðir langan feril að baki — Ragnar hóf að leika með meistaraflokk FH fyrir 12 árum, en Birgir ári fyrr, og báðir hafa leikið yfir 20 lands leiki. — Hafið þið æft vel fyrir þessa leiki? spurðum við Birgir fyrst. — Já, það má segja það. Við hófum undirbúning fyrir leikina fyrir um fjórum mán- uðum, og höfum notað þennan tíma til þess að byggja upp þrek leikmannanna, og æfa sóknar- og varnarleik vand- lega. Við höfum bæði æft hér í Reykjavík og í íþróttahús- inu á Keflavíkurflugvelli, og yfirleitt verið allvel mætt á æfingar. — Haldið þið að FH-liðið sé eins sterkt nú og það var FIMLEIKAFÉBAG Hafnar- fjarðar hyggur á stórræði núna næstu daga, eða nánar tiltekið dagana 7. og 9. jan- úar, en þá munu þeir heyja tvo kappleiki gegn Noregs- meisturunum í handknattleik, Fredensborg. Eru þessir leikir liður í 1. umferð Evrópubik- arkeppni meistaraliða í hand- knattleik. Fram hefur tvisvar áður tekið þátt í slíkri keppni, en FH tekur nú þátt í henni í fyrsta skipti. Þar sem okkur lék nokkur hugur á að vita, hvernig þessir leikir leggðust í FH-inga, brugðum við okk- ur kvöld eitt fyrir skömmu í íþróttahöllina í Laugardal, og hittum þar að máli nokkra af leikmönnum og forvígis- mönnum FH. Fyrst náðum við tali af Hall steini Hinriksson, sem hand- knattleiksunnendur kannast við. Hann er einn af frum- herjum handknattleiksins hér á landi, og á ekki hvað minnstan þátt í þvií, hve langt handknattleikurinn hefur’ náð hér. Hann var þjálfari ís- lenzka landsliðsins, sem náði sjötta sæti í heimsmeistara- keppninni í handknattleik í Tékkóslóvakíu fyrir fáeinum árum, en nú hefur hann að mestu látið af þjálfarastörf- um, enda þótt hann fylgist Hér tekur Guðjón Jónsson allhraustlega í handlegg Ragn- ars Jónssonar, sem kominn er í dauðafæri, og auðvitað er dæmt vítakast. með handknattleiknum í Hafn arfirði, já, og reyndar hér í Reykjavík, af sama áhuga og fyrr. , — Hvemig lýst þér á mót- herjana, Hallsteinn? — Ég held að þetta sé al- Guðlaugur Gíslason leggur alla sína orku í skotið, eins og sjá má á andliti hans, og knötturinn þcytist framhjá varnarleikmanninum og í mark. Skyldi þetta verða al- geng sjón í leiiknum gegn Fredensborg? (Ljósm.: Sv. Þorm.), veg tvímælalaust bezta liðið í Noregi núna, hafa átt mjög góða leiki núna að undan- förnu. Fimm leikmenn liðsins leika í landsliðinu, en allir fyrir utan varnarmarkvörð- inn hafa einhvern tímann leikið í landsliði. — Fredensborg hefur kom- ið hingað áður. — Já, þetta er í annað STAKSTFIMAR Sjávarútvegurinn í hættu vegna verðbólgunnar Emil Jónsson, utanríkisráð- herra, formaður Alþýðuflokksins skrifaði athyglisverða áramóta- grein í Alþýðublaðið, og ræddi þar m.a. um verðbólguþróunina og komst svo að orði: „Verðbólguna hefur ekki tek- it að stöðva. Og afleiðingarnar komu í Ijós, bæði við samninga verkalýðsfélaganna * júlímánuði síðastliðnum og við ákvörðu* búvöruverðsins sáðastliðið haust. Er þó athyglisvert, hversu verka lýðsfélögin stilltu kröfum sínum í hóf m.a. að ég ætla vegna víðtæks samkomulags við rákis- stj. um sérstakar og umfangs- miklar aðgerðir í húsnæðismál- um. Vísitala framfærslukostnað- ar var 1. nóv. 180 stig móti 167 stigum í ársbyrjun, og hafði því hækkað á árinu um 13 stig, eða tæp 8%. Er augljóst, að aðal- útflutningsatvinnuvegur okkar, sjávarútvegurinn, er í mikilli hættu vegna þessarar sífelldu verðbólguþróunar. Það sem hefur bjargað honum hingað til og forð að þvi, að þurft hafi að gripa til róttækra ráðstafana, er mjög hækkandi verðlag á söluvörum okkar á erlendum markaði, eins og áður hefur verið að vikið“. Sameiginlegt ótak „Vanidamálið verður sjálfsagt ekki leyst nema með sameigin- legu átaki ríkisstjórnarinnar og verkalýðssamtakanna og naunar fleiri aðila. Þær tilraunir, sem gerðar hafa verið í þessa átt, hafa meira og minna mistekizt vegna þess, að samvinna hefur ekki verið nægilega mikil. Þó má á það benda, að stunidum hefur tekizt að stemma stigu fyrir verðbólguvextinum um stuttan táma, eins og þegar framfærslu- vísitalan hækkaði aðeins um tvö stig frá miðju ári 1952 og til árs- loka 1954, og hún hækkaði að- eins og 4 stig frá apríl 1959 til miðs árs 1961. Þetta er því hægt að gera ef vel er að því staðið, og það verður með einhverjum hætti að gerast.“ Nýr og styrkur þáttur í atvinnu- lífi okkar Emil Jónsson ræddi einnlg fyrirhugaða Búrfellsvirkjun og alúmínbræðslu í sambandi við hana og sagði: „Stórfelld raforkuvirkjun er nú í undirbúningi, í sambandi við byggingu allstórrar verksmiðju til alúmíníumbræðslu, og er þeim unidirbúningi nú það langt komið að ákvarðanir geta orðið teknar fyrrihluta næsta árs. Hér er um að ræða stórfelldari verksmiðju- rekstur og stærri virkjun en áð- ur hefur verið stofnað til á ís- landi. Með svo stórri virkjun sem hér er fyrirhuguð fæst raf- magnið fyrir lægra verð en unnt mundi að fá það á nokkurn ,ann- an hátt með smærri virkjunum, og alúmíníumbræðslan á að geta orðið nýr og styrkur þáttur í at- vinnulífi okkar íslendinga. Þó að sjávarafli verði væntanlega í framtáðinni, eins og hingað til, aðaluppistaðan í atvinnulifi þjóð arinnar, er að því ómetanlegur styrkur að nýjar atvinnugreinar komi einnig til, er geri afkomu- möguleikana fjölbreytilegri.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.