Morgunblaðið - 04.01.1966, Page 5

Morgunblaðið - 04.01.1966, Page 5
T>rWjudagur 4. janúar 1966 MORGU N BLAÐIÐ 5 I SOLISTI VENETI t. . Italska strengjasveitin, sem hér var á ferð fyrir 2 árum er væntanleg1 hingað til lands seinni hluta þessa mánaðar. Sveitin er á leið til Bandaríkjanna í hljómleikaför og þar mun koma út plata hjá CBS nú í lok mánaðarins. I SOLISTI VENETI er ein fremsta hljómsveit sinnar tegundar og hefir hróður hennar farið vaxandi með hverju ári. Nú fyrir skömmu hlaut hljómsveitin verðlaun ársins 1965, „Diapason“ ásamt Mario Del Monaco og píanóieikaranum Benedetti Michelangeli. Hljóm j sveitin heldur hér eina tónleika á vegum Péturs Péturssonar. VÍSUKORIN) UM ÁBAMÓT Áfram dagsins annir híða örlaganna gátan hljóð nýársdagsins birta og blíða boðar farsæld vorri þjóð. Við skulum ætíð verkin vinna vera í hverju starfi trú, og sigurgleði síðar finna í sameiningu ég og þú. Sólveig frá Niku. Akranessferðir með sérleyfisbifreið- um ÞÞÞ. Frá Akranesi mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugar- daga kl. 8, miðvikudaga og föstudaga kl. 12, sunnudaga kl. 4. Frá Rvík alla daga kl. 5:20, nema laugardaga kl. 2 og sunnudaga kl. 21:00. Afgreiðsla ( Umferðarmiðstöðinni. Eimskipafélag íslands h.f.: Baikka- foss fer frá Reyðarfirði 4. til Ant- werpen, London og Hull. Brúarfoss fr frá Hamborg 4. til Bremerhaven. Dettifoss fer frá Rotterdam 3. til Hamborgar og Rvikur. Fjallfoss fer frá NY 4. til Rvíkur. Goðafoss fer frá Akranesi 3. til Vestmannaeyja. Guil- foss fór frá Reykjavík 30. til Cux- haven, Hamborgar ' og Kaupmanna- hafnar. Lagarfoss kom til Rvíkur 30. frá NY. Mánafoss fer frá Hólmavík S. til Raufarhafnar, Þórshafnar og Bakkafjarðar. 'Reykjafoss fer frá Hafnarfirði kl. 06:00 i fyrramálið 4. til Keflavíkur. Selfoss fór frá Súganda firði 3. til Húsavíkur, Siglufjarðar og Hríseyjar. Skógafoss kom til Rvíkur 28. frá Ventspils. Tungufosts fer frá Hull 4. til Rvíkur. Askja fór frá Ham- borg 31. til Rvikur. Utan skrifstofu- tíma eru skipafréttir lesnar í sjálf- virkum símsvara .2-14-66. Skipaútgerð ríkisins: Hekla var á Akureyri í gærkvöld. Esja er á aust- fjörðum á norðurleið. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum kl. 21:00 í kvöld til Rvíkur. Skjaldbreið fer frá Rvíkur 1 dag vestur um land til Akureyrar. Herðubreið fer frá Rvík á morgun austur um land til Kópa9kers. H.f. Jöklar: Drangajökull kenjur til Vigo í dag frá Charleston. Hofsjökull kemur til NY i kvöld frá Dublin. Langjökull lestar í Danmörku. Vatna- Jökull lestar á Auatfjörðum. Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell er vænt- anlegt til Rvíkur 8. þ.m. Jökulfell fer í dag frá Huli til Rotterdam. Dísarfell fór frá London 30. des. til Rvíkur, Litlafell er væntanlegt til Rvíkur á morgun. Helgafeli er í Gufu nesi. Hamrafell er 1 Rvík. Stapafell er í Þorlákshöfn. Mælifell er í Bayonne, fer þaðan til Spánar og Rvíkur. Sven Sif fer í dag frá Djúpa Vogi. Asp fer í dag frá Fáskrúðsfirði. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f. — Kaila er á Eskifirði. Askja er á leið til Rvíkur frá Rotterdam. SÖFN Ásgrímssafn, Bergstaða- stræti 74 er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga, frá fcl. 1:30—4. Listasafn fslpnds er opið þriðjudaga, fimmtudaga, laug- ardaga og sunnudaga kl. 1.30 — 4. Listasafn Einars Jónssonar er lokað um óákveðinn tíma. Þjóðminjasafnið er opið eft- talda daga þriðjudaga, fimmtu daga, laugardaga og sunnu- daga fcl. 1:30—4. Minjasafn Reykjavíkurborg ar, Skúlatúni 2, opið daglega £rá kl. 2—4 e.h. nema mánu daga. urinn sagði Gleðilegt nýtt ár, og þetta blessaða áramótaveður . spáir góðu um gæftir hins nýbyrjaða árs, mínir elskanlegu. Þegar ég kom út í morgunsvalann á morgni nýársdags, blasti við mér nýárssólin, og hún dansaði yfir fjallahringnum, og skein á alla kolla, jafnt þá, sem rykaðir voru eftir gamlárskvöld og hina, sem ekki létu áramótin renna saman í lífsins vatni, og minnir þetta sólarháttalag einna helzt á hlut- leysi Rjíkisútvarpsins, sem marg- frægt er orðið. í morgunsólinni hitti hann mann, sem sagði sex Storkurinn: Undur liggur vel á þér, ljúfurinn? Maðurinn, sem sagði sex: Já, nú liggur sannarlega ljómandi vel á mér. Finnst þér þetta ekki „sexy“ ár, storkur minn? 1966 tvígilt sex, og þetta kemur ekki fyrir nema einu sinni á öld. Nú verður ekki lengur talað um BB-ár, eins og þegar Birgitte Bardot setti svip sinn á heiminn, nei, þetta verður Sex Sex-ár, svo mjög, að jafnvel sextugir taka kipp og segja sex með sérstakri áherzlu, og barnalífeyrir og fjöl- skyldubætur Tryggingastofnunar I ríkisins stóraukast, ef að líkum lætur, og ríkisstjórnin verður ] sjálfsagt að grípa til sérstakra ráðstafanna til að afgreiða næstu fjárlög hallalaust. Má mikið vera I ef ékki verða gefin út 66 fjárlög j til lofs og dýrðar þessu sex-ári. Og nú má mannfólkið í henni veröld fara að vara sig, og sjálf- sagt verðúr að auka herferðina gegn hungri og Félagsmálastofn- unin og Hannes verða að fara á stúfana til bjargar offjölgun mannkynsins. Ja, mikið er að heyra þetta, sagði storkurinn, það verður þá j þokkalegt að gera hjá mér þetta árið! Ætli ég verði barasta ekki að fara fá greidda yfirvinnu og leggja mál mitt fyrir hinn al- máttka kjaradóm, sem nú virð- ist vera lausnarorð allra stétta, og með það flaug storkurinn upp á þakið á Arnarhvoli, þar sem Hagstofan er til húsa, því að nú má hún og skýrsluvélar taka á | hinum stóra sínum við að skrá j manntalið. Fuglagetraun Getraunaseðill Jólagetraun barna. Fuglinn heitir: 2. .................. 3 ................... 4 ................... 5 .................... 6 .................... 7 ................... 8 .................... 9.................... 10..................... Nafn ................. aldur og heimili GAMALT og Gon Séra Hannesi á Ríp er eignað þetta vers: Ónýtur maður, ónýt mær ónýtum bænum réð, ónýt börnin þeim eru kær, ónýtt vinnufólkið. Ónýtur hestur, ónýt ær, ónýtt er kýrgreyið. Ónýtur smali eltir þær ónýtum hundi með. Jólatrésskemmtun Glímufélagsins Ármanns verður haldin í Sjálfstæð- ishúsinu föstudaginn 7. janúar kl. 3,45 e.h. Aðgöngumiðar eru seldir í bókabúðum Lárusar Blön dals, Vesturveri og Skólavörðustíg 2, Bókabúð Kron, Bankastræti og Verzluninni Vogaver og við inn- ganginn. Glímufélagið Ármann. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Jólatrésskemmtun verður haldin í Sigtúni laugardaginn 8. janúar og hefst kl. 3 siðdegis. Sala aðgöngumiða er í skrifstofu V.R., Austur- stræti 17, 5. hæð. — Tekið á móti pöntunum í síma 15293. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Bílaeigendur Látið okkur annast viðhald á bifreiðinni. ■ Tökum að okkur standsetningu fyrir sölu. Viðgerðarþjónustan Kárnesbraut 61 — Kópavogi. Sími 40792. Stúlku vantar til afgreiðslustarfa frá kl. 1—6 e.h. í söluturninn, Langholtsvegi 19. Upplýsingar í búðinni. Atvinna uskast Ungur, laghentur maður, óskar eftir atvinnu, nú þegar. — Algjör reglusemi. — Upplýsingar í síma 1-62-40. Asinn við Grensásveg óskar eftir afgreiðslustúlku. — Góðri og ábyggilegri, helzt ekki yngri en 25 ára. Uppiýsingar í Herrafatabúðinni, Laugaveg 87, milli kl. 5 og 6 í dag og á morgun. Gleðilegt nýjár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu- Hf. Ölgerðin Egill Skallagrimsson Óska öllum vinum og viðskiptavinum gleðilegs nýjárs Þakka fyrir viðskiptin á liðnu árL Ó. V. Davíðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.