Morgunblaðið - 04.01.1966, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagar 4. janúar 1966
Útgefandi:
Framk væmdas t j óri:
Ritstjórar:
Ritst j órnarf ulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 95.00
I lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
ROTTÆKRA
AÐGERÐA ÞÖRF
Áramótin eru liðin og nýtt
ár gengið í garð. Á slík-
um tímamótum leitast þjóðir
og einstaklingar við að meta
árangur þess, sem gerzt hefur
á gamla árinu og gera sér
grein fyrir verkefnum hins
nýja. Árið, sem nú er að hefj-
ast, mun verða viðburðaríkt
fyrir íslenzka þjóð. Innan
skamms verður endanlega lok
ið samningaviðræðum um
* alúmínverksmiðju, og benda
líkur til, að niðurstaða verði
jákvæð. Verði svo, munu í
sumar hefjast byrjunarfram-
kvæmdir við Búrfellsvirkjun
og framkvæmdir í Straums-
vík fylgja síðan í kjölfarið.
Af verkefnum hins nýja árs
gnæfa þessi án alls efa hæst.
En þótt ný verkefni komi
til sögunnar með hverju ár-
inu sem líður, eru önnur sem
fylgja okkur jafnan eftir, ó-
leyst vandamál, sem stundum
tekst að halda í skefjum og
stundum ekki. Og þegar við
lítum yfir farinn veg um þessi
áramót og skyggnumst til
framtíðarinnar, er ljóst, að
okkar margumtalaða verð-
bólga er enn á sínum stað og
dregur ekki af sér.
Sú skoðun hefur verið látin
í Ijós fyrir nokkru, að verð-
bólga síðustu tveggja til
þriggja ára, væri nokkuð sér-
staks eðlis, hún væri tæki,
sem notað hefði verið til þess
að dreifa hinum miklu upp-
gripum síldveiðanna út um
allt þjóðlífið, svo að allir
fengju nokkuð í sinn skerf af
þeim.
Vera má að svo sé, og sjálf-
sagt er það ekki bara bölvun
sem verðbólgu fylglr. Samt
sem áður er hyggilegt, að við
gerum okkur fullkomlega
grein fyrir því nú í upphafi
nýs árs, að þótt heppnin hafi
verið með okkur hingað til og
verðbólgan ekki valdið því
tjóni, sem ella hefði orðið, ef
stöðugar hækkanir hefðu
ekki orðið á útflutningsvör-
um okkar, eru takmörk fyrir
öllu, og við getum ekki vænzt
þess, að þjóðfélagið standi
öllu lengur undir þeim miklu
verðhækkunum, sem stöðugt
verða.
Eitt höfuðverkefna þessa
árs, sem nú fer í hönd er því,
að þjóðin staldri við og spyrji
sjálfa sig að því, hvernig losna
eigi við þennan gamla fylgi-
fisk okkar. Við þeirri spurn-
ingu eru engin einföld svör,
en ljúst er, að á tveimur af-
mörkuðum sviðum ætti að
véra hægt aö fá nokkru áork-
að með skynsamlegum vinnu-
brögðum.
Annars vegar er nauðsyn-
legt, að sá andi sem ríkt hef-
ur í kjarasamningum síðustu
tveggja ára ríki áfram í þeim
kjarasamningum, sem gerðir
verða á þessu ári, og kröfu-
gerð verði í hóf stillt. Hins
vegar er ekki ólíklegt, að rót-
tækar ráðstafanir til þess að
draga úr byggingarkostnaði,
sérstaklega hér í höfuðborg-
inni og næsta nágrenni henn-
ar mundu fá verulegu áorkað
í þá átt að hamla gegn verð-
bólgunni, og koma þar ýmsar
leiðir til greina. Innflutning-
ur tilbúinna húsa og tollalækk
un á þeim, innflutningur á
ýmsum byggingarvörum, svo
sem eldhúsinnréttingum og
tollalækkanir á þeim, og á-
kveðnar aðgerðir til þess að
tækniframfarir, sem orðið
hafa í byggingariðnaðinum
komi ekki einungis iðnaðar-
mönnum til góða, heldur og
einnig húsbyggjendum.
Hér hefur aðeins verið
drepið á örfá atriði, en nú
verða menn að gera sér alyöru
lífsins ljósa, og að ekki verð-
ur lengur hjá því komizt, að
stemma stigu við þessari þró-
un. í þeim efnum verður hver
og einn að líta í eigin barm
og athuga hvað hann sjálfur
getur gert til þess að draga úr
verðbólguþróuninni. Með sam
huga viðbrögðum þjóðarinn-
ar gegn henni verður við
hana ráðið.
HLEYPIDÓMAR
OG STAÐ-
REYNDIR
¥^að er öllum ljóst, að mikil
* átök hafa orðið innan
Framsóknarflokksins um þá
ákvörðun þingflokksins að
leggjast gegn byggingu alú-
mínverksmiðju á íslandi, og
nokkur hópur manna hefur
greinilega lagzt gegn því, að
sú ákvörðun yrði tekin. Þrátt
fyrir ítrekuð tilmæli hefur
enginn þessara þingmanna
látið til sín heyra síðan, en
nú vill svo til, að hægt er að
leiða til vitnis málgagn Fram-
sóknarflokksins í Reykjanes-
kjördæmi, en í jólablaði, sem
út kom um líkt leyti og yfir-
lýsing Framsóknarflokksins
var gefin á Alþingi, er rætt
um alúmínmálið í forustu-
grein, sem heitir: Kall hins
nýja tíma, og þar segir m.a.
svo:
„Fyrir dyrum stendur, að
Alþingi taki afstöðu á næstu
vikum til þess, hvórt lands-
menn eigi að efna til stóriðju
í samvinnu við útlendinga og
ráðast í fullnaðarvirkjun í
Búrfelli. Á miklu veltur, að
afstaða manna og flokka býgg
ist á skynsamlegu mati stað-
Á ÞESSUM jólum eins og
endranær hefur María mey
með Jesúbarnið á armi eða í
jötunni við hlið sér skipað
öndvegi í ótal kirkjum og á
fjölda heimila og samkomu-
staða kristinna manna og þá
einkum kaþólskra. Flastar
eiga myndir þessar af Guðs-
móður með barnið það sam-
eiginlegt að vera annaðhvort
mjög komnar til ára sinna
ellegar þær eru eftirlíkingar
af Maríumyndum fyrri alda.
María mey hefur alla tið
skipað sérstakan sess í huga
kaþólskra. Hún hefur verið
tignuð í löndum þeirra um
aldir sem drottning himn-
A. : „Gullna meyjan“, stytta frá 10. öld, geymd í dýrgripa-
safni dómkirkjunnar í Essen, elzta Maríumyndin sem til er
á Vesturlöndum.
B. : Mariumynd, sem vesturþýzka listakonan Hilde Schiirk-
Frisch gerði árið 1953.
María mey og Jesú-
barnið í höggmyndalist
horfinna alda
anna, mikilsráðandi fyrir eig-
in verðleika en ekki aðeins
vegna sonar síns. í rómanskri
list er María jafnan sýnd
sem himnadrottningin, fjar-
læg og hátignarleg. Þegar
gotnesk list tók við af róm-
anskri fóru myndlistarmenn
nokkuð aðrar götur, þeirra
Guðsmóðir var ekki eins
C. : Maríumynd — Guðsmóðir með skikkju náðarinnar á
herðum — frá því um 1470, gerð í S-Þýzkalandi.
D. : Maríumynd frá miðri 18. öld, í barokk-stíl, gerð af Mart-
in Ziirn.
drottningarleg, mynd hennar
varð þokkafyllri, kvenlegri,
mildari. f lok þessa tímabils
var mikið um myndir af
Maríu með skikkju náðarinn-
ar á herðum og undir faldi
skikkjunnar ýmsa þá sem
hennar ásjár báðust. Og það
var ekki einasta að kóngar
og keisarar færu bónarveg til
drottningar himnanna heldur
gerði það páfinn líka ef svo
bar undir og biskuparnir und
irsátar hans, að ógleymdum
fátækum farandriddurum,
vesölum bændum og búand-
körlum og annari alþýðu.
Þegar barokka listin stóð
sem hæst var María Guðsmóð
ir á fjölda mynda eins og
hver önnur hefðarfrú þeirra
tíma, skartbúin stássleg,
þokkafull og kvenleg — en
virðuleg engu að síður.
Nú á tímum ber það sjald-
an við að listamenn leiti þar
fanga um verkefni sem María
er eða barnið Jesú, og fátt
listaverka frá síðari tímum
er beri mót þeirra. Örfáar
nútíma myndir af Maríu
mey með Jesúbarnið eru þó
til og eru sviplikastar hin-
um fábrotnu og nokkuð
stranglegu myndum frá tíma-
bili rómönsku listarinnar.
reynda en ekki á hleypidóm-
um. Það er fyrst nú eftir að
samningum er að mestu lokið
og niðurstöður liggja fyrir í
meginatriðum, að hægt er að
taka afstöðu til þessa máls
efnislega. Tímann þar til mál-
ið verður lagt fyrir Alþingi
ætti að nota ti1 þess að kynna
það þjóðinni efnislega og
draga fram kosti og galla.
Þingmenn t.d. gætu í janúar-
mánuði nk. rætt mál þetta á
fundum í kjördæmum sínum,
og þannig kynnzt sjónarmið-
um kjósenda sinna, áður en
þeir taka afstöðu til þéss í
býrjun þinghalds eftir jóla-
leyfi. Hvórt málsmeðferðín
verður þessi skal ósagt látið,
en víst væri það æskilegt“.
Um líkt leyti og Eysteinn
Jónsson barði niður andstöðu
nokkurra þingmanna í þing-
flokki Framsóknarflokksins
gegn hinni neikvæðu afstöðu
flokksins til alúmínmálsins,
lagði því málgagn Framsókn-
arflokksins í Reykjaneskjör-
dæmi til, að tíminn eftir ára-
mótin yrði notaður til þess að
kanná hugi kjósenda til máls-
ins áður en endanleg afstaða
til þess yrði tekin. Ög óneitan
lega hefðu það verið skynsam
legri vinnubrögð heldur en
þau sem Framsóknárflokkur-
inn kaus að taka upr
Þessi tilvitnun í málgagn
Framsóknarflökksins í Réykja
neskjördæmi sýnir hinsvegar
glögglega þann skoðanamun,
sem er og hefur verið um
þetta mál innan Framsóknar,
og undirstrikar enn sjónar-
mið þeirra, sem hafa furðað
sig á aumingjahætti og ræfil-
dómi þeirra þingmanna
Framsóknarflokksins, sem
látið hafa gamla og aftur-
haldssama forustu knýja sig
til andstöðu gegn máli, sem
þeir í hjarta sínu og sam-
kvæmt skynsamlegu mati á
staðreynúum, eru hlynntir. _