Morgunblaðið - 04.01.1966, Side 19

Morgunblaðið - 04.01.1966, Side 19
Þriðjudagur 4. janúar 1966 MORGU N BLAÐIÐ 19 Ormur Ormsson rafvirkja- meistari — Minningarorð A ANNAN dag jóla lézt í Borgarnesi Ormur Ormsson raf- virkjameistari þar, á sjötugusta og fimmta aldursári. Ormur var fæddur í Efri-Ey í Meðallandi, Vestur-Skaftafells- sýslu, 4. marz 1891. Foreldrar hans voru Ormur bóndi Sverr- isson og kona hans Guðrún Ólafsdóttir í Efri-Ey. Þau áttu auk Orms sjö önnur börn. Með- al systkina hans voru bræðurn- ir Eiríkur og Jón, sem lands- kunmr eru á sínu sviði, en þeir stofnsettu í Reykjavík fyrirtæk- ið „Bræðurnir Ormsson“ sem um áratugi hefur starfað að rafmagnslögnum og sölu á efni til slíkra framkvæmda. Er at- hyglisvert að svo margir úr sömu fjölskyldunni skyldu leggja fyrir sig störf á sviði raforkunnar og sýnir að þeir hafa gert sér glögga grein fyr- ir þeim breytingum, sem myndu fylgja ■ í kjölfar raforkufram- kvæmda og gefa myndu fram- kvæmdasömum mönnum ný og heillandi viðfangsefni. Ormur heitinn stofnaði hins- vegar ekki til félags með öðrum mönnum um atvinnurekstur, en starfaði lengst einn eða með son um sínum, sem lögðu rafvirkja- störf fyrir sig. Ormi var snemma Ijóst að ekki væri rými þar heima í Efri Ey fyrir þá bræður alla og yrði hann að leita gæfu sinnar ann- ars staðar. Hann lagði því fyrir sig sjómennsku á unga aldri, eins og títt var um ungmsnni, sem leituðu að 'heiman. Svo þótti hann lagtækur og bera gott skyn á vélar að hann var fljótlega ráðinn vélstjóri á mótorbáta, þótt hann hefði *litla tilsögn fengið í þeim efnum og nær enga reynslu. Sýnir það traust það, ^em snemma var til hans borið. Sjómennsku stundaði Ormur til ársins 1915, er hann réðst til starfa hjá Halldóri Guðm- undssyni í Vestmannaeyjum. (Halldór hafði einmitt orðið einna fyrstur íslenzkra manna til þess að kynna sér rafmagns- fræði og leggja þau störf síðan fyrir sig í Eyjum. Þar komst Ormur í kynni við þau fræði og þá iðngrein, sem hann átti síð- an eftir að leggja fyrir sig ævi- langt. Má nærri geta að það hef ur yerið honum mikið happ að læra og starfa undir stjórn þess hæfa manns, sem Halldór Guð- mundsson var. Mun Ormur hafa búið að þeirri handleiðslu upp frá því. 1 Vestmannaeyjum dvaldi Ormur um fimm ára skeið. Kynntist hann þar konu sinni, Helgu Kristmundsdóttur. Gengu þau í hjónaband 1. júní 1910. Upp úr 1920 fluttu þau hjónin til Reykjavíkur og áttu þar heima næsta áratuginn. 1 Reykjavík stundaði Ormur nær einvörðungu rafvirkjastörf. Á órinu 1931 flutti hann búferl- um á ný og þá vestur á Snæ- fellsnes. Gerðist hann þar bóndi í Hofgörðum og síðan á Laxár- bakka, en stun^feði iðngrein skia jöfnum höndum. Árið 1941 hætti Ragnar heit- lnn Stefánsson frá Svignaskarði störfum við rafveitu Borgar- ness. Varð þá úr að Ormur tók við starfi rafveitustjóra og ann- aðist hann það starf til ársíns 1047, er hann stofnaði til sjálfs- stæðs atvinnurekstrar í Borgar- nesi. Andakílsárvirkjunin var þá að hefja orkuvinnslu og þurfti víða að leggja rafmagns- leiðslur og annan útbúnað í sam bandi við tengingu bæja við orkuverið. Orrnur var um allmargra ára skeið eini starfandi rafvirkinn í Borgarnesi. Leituðu margir til hans bæði um nýlagnir og við- gerðir. En auk þess tók hann að sér að koma upp vatnsafls- stöðvum á bæjum, sem til þess höfðu skilyrði. Slíkum stöðv- um kom hann upp t.d. á Hjarð- arfelli, Borg, Dalsmynni, Mýr- dal á Snæfellsnesi og víðar. Hann starfaði á þessum árum víða um Vesturland. Áður hef- ur verið vikið að störfum hans á Snæfellsnesi, en hann lagði rafmagnsleiðslur víða annars staðar. T.d. lagði hann endur- nýjunarleiðslu í flest hús í ,Búð- ardal á vegum rafveitimnar þar. Einnig lagði hann á fjölda bæja í Borgarfjarðarhéraði svo og annaðist hann allar raflagnir í Húsmæðraskólann að Varma- landi, er sá skóli var byggður. Það er álit þeirra, sem bezt þekkja til, að Ormur hafi ver- ið einstaklega vandvirkur og samvizkusamur við störf sín og leyst þau vel af hendi i alla staði. Talar þar skýru máli hversu mjög var til hans leitað. Þóttist hver vel settur, sem fékk Orm sér til liðveizlu við raflagnir eða viðgerðir. Það má nærri geta að oft hef- ur verið erfitt að sinna störf- um svo víða út um sveitirnar, fjarri heimili og verkstæði. Einkum hefur verið erfiðleikum bundið að koma öllu efni og tækjum á vinnustaði, því sam- göngur voru einatt litlar og oft hefur verið við ófærð að stríða á vetrum. Það var t.d. erfið ferð, sem Ormur þurfti að fara veturinn 1947, er hann varð að brjótast í ófærð með stállunga til Reykholtsskóla, í því skyni að reyna að bjarga lífi nem- anda þar, sem fengið hafði löm- unarveiki. Er til Reykholts kom reyndi á hugvit Orms og verk- lagni að tengja tækið og að- stoða við að láta það ganga. Það tókst og hafði hann þó aldrei séð slíkt tæki fyrr, en ekki var eins og á stóð, kostur sérfróðs manns til þess að annast verk- ið. Þessi ferð reyndi mjög á heilsu Orms. Hann veiktist eft- ir ferðina og lá sjúkur um hríð. Það er álit læknis hans að Orm- ur hafi að líkindum sjálfur feng ið lömunarveiki í ferðinni og raunar aldrei' náð heilsu sinni til fulls, upp frá því. Ormur heitinn starfaði eins og sagt var víða um Vesturland. Hann varð að leggja fram bæði vinnu og efni til þeirra verk- efna, sem hann tók að sér. Oft bar þá við að greiðslur lágu ekki á lausu og áttu margir, sem voru að basla við að koma yfir sig þaki í greiðsluerfiðleikum. Þessu fólki sýndi Ormur oft langlundargeð. Hann reyndi að lána vinnu sína, raunar stund- um um efni fram, því framan af ævinni hafði hann fyrir stór. um hóp að sjá. Þetta var Ormi þó í rauninni með vissum 'nætti styrkur. Hann gladdist af því að geta greitt götu annara og víst er um það að margur maðurinn er Ormi þakklátur fyrir hjálp fýsi hans. En ekki er víst að Ormi hefði auðnast að létta öðrum þannig skeiðið, ef kona hans hefði eigi verið honum svo samhent. Þau Helga Kristmundsdóttir eignuð- ust tólf börn, sem öll hafa kcm- izt upp og eru öll myndarfólk. Ekki þarf að lýsa því hvílíkt á- tak það hefur verið fyrir hjón- in að koma þessum stóra barna- hóp til manns. Þá sannaöist hver gæfumaður Ormur var að eiga slíka konu sem Helga er, því ljóst er að oft hefur á hana reynt, er húsbóndinn var tim- unum saman fjarri heimili sinu, bundinn við störf. Rétt ,ýsing á þessari konu er sú að segja um hana það, sem íslendingar meta einna mest í fari fólks, að hún er drengur góður. Fjórir sona Orms fetuðu i fót- spor hans og gerðust rafvirkjar. Kenndi Ormur þeim öllum og út skrifaði þá. Voru það þeir Guð- jón á Hellissandi, Sverrir í Reykjavík, Helgi í Borgarnesi og Karl í Reykjavík. Önnur börn þeirra hjóna eru Hrefna gift í Reykjavík, Georg trésmið- ur í Keflavík, Vilborg gift í Borgarnesi, Þórir trésmiður í Borgarnesi, Sveinn í Keflavík Gróa gift í Reykjavík, Guðrún gift á Snæfellsnesi og Árni tré smiður í Borgarnesi. Ormur Ormsson var hlédræg- ur maður og flíkaði hvorki sjálf um sér né verkum sínum. Hann var heimakær og eigi oft mannamótum. Helzta félagsþátt taka hans síðari árin var innan Rotarysamtakanna, sem voru honum einkar kær. Einnig mun Ormur hafa tekið talsverðan þátt í starfi iðnaðarmannafélags ins í Borgarnesi og var hann heiðursfélagi þess. Þótt hann léti aldrei til skarar skríða sviði opinberra málefna, hafði hann þó fastmótaðar skoðanir landsmálum og einkenndist við- horf hans í þeim efnum sem öðrum af sanngirni og sterkari réttlætisvitund. Ormur var fróður vel og las jafnan mikið. Einkum unni hann íslenzkum ljóðum, þjóð sögum og ýmsum öðrum þáttum þjóðlegra fræða og mennta Hann átti sér einnig ríka átt hagatryggð. Talaði jafnan hlý- lega um allt sem var Skaft- fellst. Viðhélt kynnum sínum við menn og málefni þar eystra eftir föngum og síðasta ferð hans að heiman var einmitt far in þangað austur. Hafði hann mikla gleði af því að feta á ný bernskusporin í fæðingarsveit sinm. Ormur var maður góðgjarn og vildi gott úr öllu gera. Ekki ur' voru heldur illmælin um ná ungann. Grandvarleiki og hóf- semi einkenndu framkomu hans og kunni hann þrátt fyrir milt viðmót vel að halda virðingu smni, hver sem í hlut átti. Með Ormi er genginn einn af brautryðjendum á sviði raf- magnsiðnaðar í þessu landi. Þess verður án efa lengi minnst. Hitt verður ekki síður munað hvern mann Ormur hafði að geyma. Hann gat sér góðan orð- stír. Þeir sem þekktu hann bezt mátu hann mest. Ásgeir Pétursson. meira fyrir lífinu en nú virðist almennast, og ekki alltaf af miklu að taka. Árið 1905 fluttust foreldrar Orms út í Mýrdal og settust að Kaldrananesi. Hjá þeim dvald- ist hann svo áfram nokkra hríð. En brátt kom að því, að hann fór að sjá um sig sjálfur. Vann hann framan af alla algenga vinnu og var m.a. um skeið á skútum, og eins stundaði hann sjó á Suður- nesjum og víðar. Ormur hlaut í vöggugjöf verk- lagni og áhuga á smíðum og tækni eins og bræður hans fleiri. Af þeim sökum var eigi að undra, þótt hann hrifist af þeim nýjung- um og framförum, sem komu fram um síðustu aldamót. Hóf hann ásamt bræðrum sínum tveimur, Jóni og Eiríki, vinnu við raflagnir hjá fyrsta lærða ís lenzka raffræðingnum, Halldóri Guðmundssyni, sem einnig var Skaftfellingur. En hugur Orms leitaði víðar. Árið 1916 gekk hann mótornámskeið í Vestmanna- eyjum og öðlaðist réttindi til vél- stjórnar. Eins hlaut hann full réttindi sem rafvirkjameistari með vinnu sinni við þá iðn, enda átti hann ekki fremur en aðrir jafnaldrar hans kost á skólalær- dómi í þessum greinum. Á heimsstyrjaldarárunum fyrri réðust Skaftfellingar í það ein- stæða stórvirki að stofna hluta- félag til að bæta samgöngur sjó við Skaftafellssýslur, en þá var ekki um aðra leið að ræða til aðdrátta fyrir sýslubúa, svo sem kunnugt er. í þessu skyni létu þeir smíða vélskipið Skaft felling, og kom það til landsins vorið 1918. Ormur var ráðinn vél stjóri á þetta nýja skip, og var hann úti í Danmörku veturinn 1917—1918 og fylgdist með smíði skipsins ásamt skipstjóranum, Jóni Högnasyni. Vorið 1918 sigldu þeir hinu nýja skipi heim, og var Ormur vélstjóri á Skaftfellingi til árs ins 1929. Ekki var unnt að láta Skaftfelling sigla með vörur að vetri til, og vann Ormur þá að raflögnum þann tíma, lengst af hjá fyrirtæki bræðra sinna. Árið 1918 kvæntist Ormur eft- irlifandi konu sinni, Helgu Krist- mundsdóttur, ættaðri- úr Vest- mannaeyjum. Settust þau að í Reykjavík og bjuggu lengi að Baldursgötu 31 í félagi við móður bróður Orms, Svein Ólafsson frá Hvammi í Mýrdal, og hir.a mætu konu hans, Vilborgu Einarsdótt- Á ANNAN jóladag síðastliðinn lézt að heimili sínu í Borgarnesi Ormur .Ormsson rafvirkjameist- ari, nær 75 ára að aldri. Með honum er genginn góður þegn þeirrar kynslóðar, sem venjulega er kennd við síðustu aldamót og þau straumhvörf, sem urðu í ís lenzku þjóðlífi á fyrstu áratug- um þessarar aldar í flestum greinum. Ormur var fæddur 4. marz 1891 i Efri-Ey í Meðallandi og var af traustu skaftfellsku bergi brotinn. Voru foreldrar hans Guðrún Ólafsdóttir frá Eystri- Lyngum í Meðallandi og Ormur Sverrisson frá Grímsstöðum í sömu sveit. Var hann næstyngst- ur átta systkina, sem upp kom ust, fimm bræðra og þriggja systra. Ormur ólst eins og önnur sveitabörn upp við alla algenga vinnu og fremur kröpp kjör í Meðallandinu á þeim árum. Kom honum sá skóli vel síðar á lífs- leiðinni, því að hann þurfti eins og flestir af hans kynslóð að hafa Þau Helga og Ormur eignuðust tólf mannvænleg börn, sem öll lifa. Fara má nærri um það, að þau hafa orðið að vinna hörðum höndum við að framfleyta barna- hópi sínum á árunum eftir fyrri heimsstyrjöld og svo á kreppu- tímunum fyrir og eftir 1930. Er engin von til þess, að við, sem lifum nú við styrki og öryggi ís- lenzks velferðarríkis, fáum skil- ið þá erfiðleika og þá baráttu, sem foreldrar okkar og forfeður áttu við að glíma. Nei, baráttan var hörð á þessum árum og vafa laust ekki alltaf mikið fyrir hendi til að seðja tápmikil börn. Að því kom lika, að Helga og Orm- ur sáu enga að.» leið til að ala sæmilega önn fyrir börnúm sín- um en flytjast frá Reykjavík og fá sér einhvers staðar jarðnæði. Eftir nokkra athugun fluttust þau vestur aC Hofgörðum í Stað arsveit árið 1931. Þar bjuggu þau sem leiguliðar til ársins 1936. Þá festi Ormur kaup á jörðinni Lax- árbakka í Miklaholtshreppi, og þar bjuggu þau til ársins 1946. Vitanlega var þessi búferla flutningur mikil breyting í lífi húsbóndans, sem um árabil hafði helgað sig nýrri tækni, eins og áður segir, enda þótt hann væri fæddur í sveit og gerþekkti til allrar sveitavinnu. En hverju varð ekki að fórna á þessum ár- um til þess að sjá sér — og ekki sízt sínum — farborða? Hér reyndist samt ekki nauðsyn að hverfa alveg frá hugðarefnum sínum. Þegar börnin uxu úr grasi, tóku þau mjög að létta undir við bústörfin, og auk þess var hús- freyjan einstök dugnaðarkona. Varð þetta til þess, að Ormur gat við og við horfið að vetrarlagi suður til Reykjavíkur og unnið sem rafvirki hjá bræðrum sínum, Mun hvort tvegjja hafa stuðlað að þessu: þörf heimilisins fyrir rekstrarfé og svo það, að bræður Orms sóttust mjög eftir vinnu hans, því að hann var einstakur verkmaður og trúr í öllum störf- um. Nokkru eftir að Ormur flutt- ist með fjölskyld i sína að Laxár- bakka, eða áriö 1940, gerðist hann stöðvarstjóri við Rafveitu Borgarness, en þar var þá mótor- rafstöð fyrir kauptúnið. Ekki hefði honum verið þetta kleift nema vegna þess, að kona hans og börn sáu um búið að miklu leyti. Smám saman fóru börnin að heiman, enda var jarðnæði hvorki til skipta né munu þau hafa verið hneigð til búskapar. Kom þess vegna þar að, að Orm- ur brá búi og fluttist með fjöl- skyldu sína í Borgarnes alfarið haustið 1946. Skömmu síðar reisti hann íveruhús, sem rúmaði mik- inn hluta hinnar stóru fjölskyldu. í þessu húsi bjuggu þau Helga og Ormur síðan alla tíð, en smám saman héldu börnin brott og mynduðu eigin heimili. Var því orðið kyrrlátara í kringum þau hjón síðustu árin. Þeim nægði samt ekki að ala upp sinn fríða bamahóp, heldur ólu þau einnig upp sonardóttur sína, sem nú er uppkomin. Ormur var rafstöðvarstjóri í Borgarnesi um mörg ár eða þar til Andakílsárvirkjunin tók til starfa. Þá sneri hann sér aftur að raflagningavinnu og vanir sem rafvirkjameistari, meðan kraftar entust, lengstum í sam- vinnu við syni sína, einn eða fleiri. Setti hann m.a. upp nokkr- ar heimilisrafstöðvar. Munu marg ir um Borgarfjörð og víðar minn- ast verka hans og áreiðanleika í viðskiptum. Síðustu ár gekk Ormur ekki heill til skógar og varð um tíma að dveljast í ójúkrahúsi. Fram að því hafði hann ekki kennt sér meins. Nokkurn bata fékk hann, en ekki algeran, og smám saman þraut kraftana, unz dauðinn kom ' sem líknandi engill og leysti hann úr hrörnandi líkama. Ormur var dulur að eðlisfari og hafði sig lítið í frammi. En samvizkusemi hans og traust- leiki í hvívetna var slíkur, að aðr ir sóttust eftir honum og verkum hans. Er hann leit yfir farinn veg, gat hann þess vegna verið á- nægður að leiðarlokum. Hann hafði lifað vammlausu lífi og verið mikils metinn af öllum þeim, sem honum kynntust. Hann hafði af eigin rammleik og konu sinnar komið upp stór- um barnahópi á erfiðleikatímum og það aðstoðarlaust af hálfu ríkis og bæjar. Við fráfall hans voru börnin tólf dreifð um byggð ir kringum Faxaflóa og Breiða- fjörð og öll komin til starfa í þjóðlífinu, og sumir sona hans höfðu fetað í fótspor föðurins og unnið með honum um lengri eða skemmri tíma. Þá voru barna börnin orðin .41 og barnabarna- börnin þrjú. Ef þetta er ekki merkilegt dagsverk á langri ævi og þjóðnýtt starf, veit ég ekki, hvað telja má til verulegra þjóð- nytja. Hér er látinn eftir sá auð- ur, sem hvorki mölur né ryð fær grandað, og öll vitum við þó með vissu, að við lifum í afkomend- unum, en förum að öðru leyti með léttan mal af þessum heimi. Að sjálfsögðu er skilnaður allt- af sár þeim, er eftir lifa og lengi hafa notið samvistar góðs drengs, og þá ekki sízt konu, börnum og öðrum afkomendum, sem hér syrgja elskulegan maka, föður, afa og langafa. Huggun 'er það þó harmi gegn uð eiga hér á bak að sjá manni, sem öllu fórnaði fyrir heimili sitt og velferð sinna nánustu og gætti af dyggð hvers þess, sem honum var trúað fyrir á lifsleiðinni, og var alls staðar virtur fyrir mannkosti. Að endingu þakka ég hinum látna frænda mínum góð kynni, og lengi mun ég geyma í minni góðlátlegt bros hans og minnast hlýja handtaksins og þægilega viðmótsins, er fundum bar sam- an. Jafnframt sendi ég aðstand- endum öllum samúðarkveðjur frá mér og mínum J. A. J.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.