Morgunblaðið - 04.01.1966, Side 21

Morgunblaðið - 04.01.1966, Side 21
Þriðjudagur 4. Jarrftar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 21 — Indónesía Framhald af bls 8. ískt stjórnarfyrirkomulag — reynidst oft vera leiguþý, sem fengu 500 rúpíur (indónesísk smámynt) fyrir vikið. Auk þess hafði Aidit líka dregið mjög úr gildi fyrirætlana sinna um stofn- un „fimmta þjóðhers" bænda og verkamanna er hann lýsti því yfir að uppástunguna hefði átt Chou En-lai, forsætisráðherra Kína. Fátt var fremur til þess fallið að vekja almenna fyrir- litningu Indónesa en einmitt þetta. Þessar ályktanaskekkjur urðu til þess, ásamt öðru, að byltingar- tilraunin 1. október fór út um þúfur — mistök þau sem síðar urðu, stóðu hinum fyrri hreint ekki að baki. Höfuðforsenda velheppnaðrar byltingar var stuðningur Suk- arnos forseta, sem mikill meiri hluti Indónesa — jafnt hermenn sem óbreyttir borgarar — tigna sem landsföður og forsjá sinna barna. En hamslaus grimmdin sem sigldi í kjölfar byltingartil- raunarinnar, sem kenndi sig við 30. september kom I veg fyrir að forsetinn gæti stutt hana op- inberlega. Sex af helztu herfor- ingjum landsins voru limlestir og líflátnir af vígdjörfum fé- lögum úr kvennasamtökum kommúnista, blíðeygðum stúlku- börnum, og líkunum fleygt í brunn utan við alfaraleið. Ung- menni úr æskulýðssamtökum kommúnista dönsuðu og sungu í byltingarmóð umhverfis suma herforingjanna meðan þeir voru að gefa upp öndina og ólmuðust of fögnuði á Halima-flugvellin- um yfir miklum og blóðugum dáðunum sem þeirra biðu, í stað þess að halda tafarlaust til Dja- karta er mest reið á að hafa á valdi sínu. Fregnir af byltingunni höfðu þegar borizt mörgum til eyrna. Abdul Haris Nasution, landvarna ráðherra, lagði að vísu ekki ýkja mikinn trúnað á þær upplýsing- ar njósnara sinna að leynileg ■bylting væri í aðsigi, en var þó nógu var um sig til þess að hon- ura tókst að fb'ja heimili sitt er „Gestapo“-samsærismennina bar þar að garði þeirra erinda að skilja ekki við hann lífs. Sú staðreynd, að þeim tókst ekki að drepa þennan erkióvin sinn reyndist þeim örlagarík, en hálfu hrapallegar tókst þeim þó til er þeir svöluðu hefndarþorsta sin- um með því að myrða í staðinn barnunga dóttur Nasutions, fimm ára gamla. Með því níðingsverki áunnu þeir sér ólökkvandi hatur og eilífa fyrirlitningu þess manns er réði fyrir öllum herafla Indó- nesíu, hálfri milljón manna und- ir vopnum og gerðu að engu fyrri tilraunir Sukarnos til að koma á sáttum mil'li hinna and- stæðu afla í landinu. Þessi ódæð- isverk, að viðbættum fjöldamorð um á Mið- og Austur-Jövu og uppljóstruðum fyrirætlunum kommúnistaflokksins um að brenna skóga, valda hungurs- neyð, jafna hús pólitískra and- stæðinga við jörðu, ræna mönn- um, myrða og stela, hafa svipt flokkinn hinni gömlu „þjóðern- islegu“ grímu sinni. Nú er það ekki lengur kommúnistískur múg ur sem ræður lögum og lofum á götum Djakarta. Nú er það of- stæiksfullur skríl'l Múhameðstrú- armanna, sæll í ofbeldi því, sem hann hefur verið beittur, sem hefnir sín á kommúnistum af hjartans lyst, skýtur á hús eþirra og krefst þess að flokkurinn verði leystur upp og formaður- inn, Dipa Nusantara Aldit, hengd ur í hæsta gálga. Sviptur stuðningi hersins hefur Sukarno forseti neyðst til þess að skipa eindreginn andstæðing kommúnista, Suharto hershöfð- ingja (sem Sukarno er mjög í nöp við), yfirmann hersins, og verður að láta sér nægja að halda innantómar ræður um nauðsyn þess að hætta hryðju- verkum og koma aftur á ein- ingu, meðan herinn gengur að því af harðfylgi og með sínum aðferðum að „hreinsa til“ á Mið- og Austur-Jövu og útrýma kommúnistum þar um slóðir. Sveinn Kristinsson skrifar um KVIKMYNDIR Hafnarbió. Köld eru kvennaráð. Líkt og íslenzkir bókaútgef- endur reyna að tosa á sig sjald- hafnarfötum um jólahátíðina, á sama hátt reyna kvikmyndahús- in að tjalda því bezta fáanlega um jól og nýár. Þessi viðleitni getur auðvitað miheppnazt hjá báðum aðiljum, en einnig lánazt með ágætum á stundum. — Kvikmyndahúsin hafa að því leyti erfiðari aðstöðu, að þau verða að sækja efnivið allan í fjarlæg lönd. Við höfum enn ekki komið upp innlendum kvik myndaiðnaði, þótt merkilegt sé, eins og leiklist virðist eiga mikl- um vinsældum að fagna hér á landi, auk þess sem heimildar- myndir um íslenzka atvinnu- hætti og þjóðlíf ættu að geta orðið arðsöim útflutningsvara, ekki síður en skreið og niður- lögð síld. Það nægir ekki minna en sá gamli hristi heila eyju upp á yf- irborð jarðar til þess, að við grípum til kvikmyndatökuvél- arinnar. Og þá kemur glögglega í ljós, að við eigum einstaka færleiksmenn í kvikmyndagerð, sem hlaða á sig verðlaunum og hrósi innan lands 'Sem utan. Það nægir bara ekki minna en land- plágur, til að snúa þá í gang. Mynd sú, sem Hafnarbíó sýn- ir um þessar mundir og kallar ,,Köld eru kvennaráð“, nefnist á frummálinu „Man’s Favorite Sport“ og er framleidd af hin- um þekkta, bandaríska kvik- myndaframleiðanda Howard Hawks. Mun mörgum í minni kvikmyndin ,,Hatari“, sem Laugarássbíó sýndi fyrir tveim- vir árum við miklar vinsældir, en hún var eirinig framleidd af Hawks. Og margar fleiri þekkt- ar myndir hefur hann framleitt. Efni ofangreindrar myndar hefur verið rakið nokkuð hér í blaðinu (á aðfangadag) og því ekki ástæða til að dvelja við það hér. — Þetta er ósvikin gamanmynd — ef við vildum reyna að finna henni eitthvert hema utan þess hlátraheims, er hún skapar, þá gætum við kannske skoðað hana sem háð Paula Prentiss og Rock Hudson. um notagildi bóklegrar bekk- ingar, einnar saman, í verklegri útfærslu. En hér er þó engin mótuð ádeila enginn broddur, allt græskulaust gaman, lík- legast minni íronía en í biblí- unni, ef grannt er leitað í þeirri helgu bók af sérfróðum mönn- um Rock Hudson og Paula Prent- iss fara með vandasömustu hlut verkin í myndinni og farnast vel í þeim. Hið rólega, æðru- lausa yfirbragð Hudsons nýtur sín vel, er hann flýr undan á- sókn fiskanna í veiðikepþmnni og stendur í höggorustum við kvenlega kompleksa og afbrýði- semi, sem ásamt með fágætum óhappatilvikum hefðu fariS langt í að ráða niðurlögum manns með órólegri skapgerð. — En Hudson flýtur yfir öll ó- höpp í örugga höfn í lokin, og myndinni lýkur eftir tveggja tíma sýningu með skemmtileg- heitum, sem allir áhorfendur verða hluthafar L Múgurinn færir fram háværar kröfur um brottvikningu dr. Sub- andrios, fyrsta varaforseta lands ins, sem haft hefur vinsamleg samskipti við kommúnistaflokk- inn á síðustu árum og aðeins nýverið látið til leiðast að lýsa því yfir, að atferli hans „jaðra við landráð“. Að því er „Bylting- arráðið" sáluga varðar, sem for- vígismenn byltingartilraunarinn- ar ætluðu það hlutverk að und- irbúa valdatöku kommúnista á sómasamlegan máta, fór svo fyr- ir því, að þeir er sagðir voru eiga í því sæti neituðu hver um annan þveran að hafa átt að því nokkra aðild og það af þvílíkri skyndingu að varla var þornað blekið á skrá byltingarleiðtog- anna yfir nöfn þeirra, áður en mótmælin bárust. Nú er farið veldi kommúnista- flokskins í Indónesíu. Þúsundir félaga hans hafa verið hand- teknir, grunaðir um aðild að byltingartilrauninni og ósam- hljóða fregnir berast um það æ ofan í æ að Aidith sé ekki leng- ur lífs. Starfsemi flokksins hef- ur verið bönnuð á Vestur-Jövu, Celebes sunnanverðri og á Mol- úkakeyjum og hart er lagt að Súkarno forseta að banna starf- semi flokksins um gjörvalla Indónesíu. Víðtækar „hreinsan- ir“ fara fram í ölum ráðuneyt- um, hjá hinu opinbera, í hernum, í háskólunum og meira að segja í fjölda einkafyrirtækja. Til þess að koma samsærismönnum út úr húsi og fylgismönnum þeirra, hafa höfuðstöðvar kommúnista- flokksiris í Djakarta verið brenndar til grunna og tengsl flokksins við félagana úti um landið rofin að mestu. Vilhöllust skýring á þessu mikla afhroði, sem kommúnista- flokur Indónesíu hefur nú goldið er sú, að flokkinn hafi rekið til þessa sú sannfæring að ef ekki yrði brugðið skjótt við, myndi hann feigur. Sagt hefur verið, að kínversku læknarnir, sem stunduðu Sukarno forseta í veik- indum hans, hafi látið það ber- ast, að boði Peking-stjórnarinn- ar, að forsetinn ætti skammt eft- ir ólifað. Þetta telja margir að hafi hvatt öðru fremur til að- gerða þá foringja flokksins sem vissu það fyrir, að fráfadl for- setans myndi leiða til átaka vfð Nasution og herinn og hafi þeir talið sér þann kostinn vænni að verða fyrri til. Kínverjar töldu Indónesíu sanna flestum öðrum löndum betur kenningu þeirra um „ævarandi heimsbyltingu" og þótti sem í Djakarta myndi önn- ur jarðfesta öxuls þess er öll Suðaustur-Asía myndi einn góð an veðurdag snúast um. Þeim var því mikið í mun að vel tækist til um allt. Það var ekki að ástæðulausu sem þeir höfðu boð ið nær heilu hundraði hershöfð- ingja frá Indónesíu til Peking til að vera við hátíðahöldin á Þjóð- hátíðardegi Kína 1. október, og siðan gefið í skyn að mikilla breytinga væri von í Djakarta. Indónesískir kommúnistar fengu frá Kínverjum vopn, en líka mið ur holl ráð, að því er séð verð- ur, þvi byltingin bar allan svip af höfuðgalla kínverskra komm- únista — of miklu sjálfstrausti. Sú saga hefur einnig verið sögð, að andkommúnistar í hópi indónesískra ráðamanna hafi ein ■mitt haft á prjónunum ráðagerð- ir um að ganga milli bols og höf- uðs á kommúnistum eða að það hafi að minnsta kosti verið trú kommúnista sjálfra og hafi þeir því, með hálfum huga þó, fyrstir gripið til vopna. Loks segja mál- svarar Aidits, að Njoti og Luk- man, helztu samstarfsmenn hans innan flokskins hafi verið hálfu áhuagsamari um byltingu en um að efla einingu þjóðarinnar og ná völdum með hægð og spekt og hafi þeir með afstöðu sinni hrundið foringja sínum til fljót- ræðisverkanna. Ekkert er þó víst um þetta. Aidit hafði sjálfur fordæmt til- lögur manna um að kommún- istaflokknum væri bezt að bíða átekta unz landið rambaði á barmi glötunarinnar af völdum duglítilla og spilltra leiðtoga þess, því þá þyrfti ■ hann ekki annað en blaka hendi til þess að koma af stað byltingu. Sagt er að hann hafi haft við orð á síðasta flokskþingi kommúnista- floksk Indónesíu, að þegar sá tími væri kominn, myndi flokk- urinn taka í sníar hendur öll völd í landinu og til þess myndi hann ekki þurfa nema fjóra daga. Áður hafði Aidit sagt eitthvað á þá leið að „mikilvægasti þáttur allra byltinga er sá sem vopnin skera rú um“. Viku fyrir bylt- ingartilraunina hafði hann enn- fermur hvatt indónesíska verka- menn og bændur til „hugdirfsku, hugdirfsku og enn meiri hug- dirsfku, til að ná undir sig æ meiri völdum.“ Aidit gaf í skyn, að NASA- KOM-samsteypustjórnin, sem flokkurinn hafði áður barizt fyrir og í áttu sæti fulltrúar þjóðernissinna, ýmissa trúflokka og kommúnista, nægði ekki leng ur — nú yrði að skipa stjórri sem í ættu sæti þeir menn einir sem „þjóðin styddi og elskaði." Vera kann að Aidit hafi í bylt- ingunni fylgt um of hinum ófar- sælu en hefðbundnu leikreglum floksk síns. Skömmu eftir stofn- un Kommúnistaflokks Indónesíu kom til átaka með honum og holelnzku nýlendustjórninni og hefti hún mjög starfsemi hans með því að gera landrækan einn flokksleiðtogann, sem verið hafði of bráðlátur í flokksstarfinu. Ári síðar var öðrum flokksleiðtoga vísað úr landi. Þá reyndu komm- únistar að hefja ótímabært alls herjarverkfall, en höfðu það eitt upp úr krafsinu að þriðja flokks- leiðtoganum var vísað úr landL Árið 1926 hófu kommúnistar uppreisn í Indónesíu, lögðu und- ir sig símstöðvar í höfuðborg- inni og reistu virki og aðrar tor- færur í bæjum úti á landsbyggð- inni. Hollendingar réðu niðurlög- um samsæris þessa innan viku- tíma, hengdu níu höfuðpaura þess og vörpuðu þúsundum fylg- ismanna þeirra í fangelsi. Árið 1948 hóf flokkurinn enn vopnaða byltingu í Madium á Austur- Jövu. Hún var bæld niður á þremur mánuðum, foringjarnir handteknir og frumkvöðull bylt- ingarinnar, Tan Malaka, líflát- inn. Kommúnistar svöruðu þessu með frekari óeirðum, morðum og íkveikjum. Árið 1951 höfðu 15 þúsundir þeirra verið handtekn- ir. Ætlar þessi gamla saga nú að endurtaka sig? Til þessa hefur Sukarno neitað að reka dr. Subandrio og banna kommúnista flokiknn, en það er mál þeirra sem til þekkja, að áhrif Sukarnos fari þverrandi og ekki verði gripið fram fyrir hendurnar á þeim Nasution og Suharto — er hafa sem minnst saman við Su- karno að sælda — í framkvæmd ætlunarverks þeirra: að eyði- leggja kommúnistaflokkinn, ganga milli bols og höfuðs á hon- um, með blóðsúthellingum ef þörf krefur. Verði stofnaður í Indónesíu nýr marxistaflokkur einhverntíma í framtíðinni — eins og flestir telja líklegt, meira að segja leiðtogar Múhameðstrú- armanna — með það fyrir aug- um að greiða götu NASAKOM- samsteypustjórnar síðar meir, verður sá flokkur vafalítið sam- tök þjóðernissinna og sósíalista og ekki líkari samsærisgjömum fyrirrennara sínum en maðurinn apanum. Nasution hefur hins vegar varað við því, að vopnaðir stuðn- ingsmenn byltingarsinan séu enn starfandi með leynd víðs vegar í landinu og leggi á ráðin um hefndarárás á Jövu. Aidit hafði mælt svo fyrir, að undirstaða byltingarinnar hlyti að vera bændurnir og sveitirnar — því þar væri forðabúr matar og þar væri hermennina að fá, þar væru beztir griðastaðir er í nauðir ræki og beztir árásarstaðir til nýrrar sóknar á bæina, þegar að því kæmi. Vera kann að langær skæru- hernaður leiki Jövu grátt og byltingin gæti breytt um stefnu ef kommúnistar sæktu allt í einu í sig veðrið og geystust fram á vígvöllinn með auknu afli og beittu fyrir sig nýjum baráttu- aðferðum. En sigurlíkur Aidits virðast í svip hverfandi litlar. Þegar hershöfðingjarnir, fulltrú- ar Múhameðstrúarmanna og and kommúnistísk alþýða Indónesíu líta til kommúnistaflokksins þessa dagana sjá þeir ekki leng- ur í honum flokk framfarasinn- aðral anda sinna, sem rétt gæti reynzt að semja við, í þágu þjóð- areiningar og friðar í landinu, — þeir sjá einfaldlega rautt. (OBSERVER — öll réttindi áskilin). — FH-ingar Framhald af bls. 3. Laugarvatni, en vona að það kæmi nú ekki að sök. — Hvað er langt síðan þú hófst að leika með meistara- flokki. — Það eru tvö ár — ég byrjaði sumarið 1964, en hef síðan leikið um 30 leiki með liðinu. — Nokkra landsleiki? — Nei, ekki nema fjórir leikir með unglingalandslið- inu. — Og ert þú bjartsýnn fyrir leikina við Fredens- borg? — Mér lízt fremur vel á hann — held að okkur muni ganga vel, því að við höfum æft það vel. Loks hittum við fjóra gam- alþekkta leikmenn FH, þá örn Hallsteinsson, Pál Eiriks- son og Guðlaug Gíslason, og spurðum þá hvaða möguleika þeir FH hafa í leikjunum við Fredensborg. Örn svaraði: — Ég býst við að þetta verði mjög jafn leik- ur, en vil engu spá um úr- slitin. Páll svaraði: — Síðast þegar við lékum við þá unnum við með 13 marka mun, en það verður eflaust minna núna. En ég tel okkur eiga góða sigur- möguleika, ef okkur tekst að sýna sæmilega góðan leik. Guðlaugur svaraði: — Við vitum allir, að Norðmönnun- um hefur farið mikið fram síðan við lékum við þó en ég held að þetta verði jafn leikur, og reikna frekar með að vinna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.