Morgunblaðið - 04.01.1966, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 04.01.1966, Qupperneq 23
Þriðjucfagar 4. janúar 1966 MORCU NBLAÐIÐ 23 Cuðmundur Frímann skrifar um: Grímu hina nýju Útgefandi: Bókaútgáfan Þjóðsaga — Helgi Hjörvar Framhald af bls. 10. ar hafði sína galla eins og aðrir, ef til vill suma meira á- berandi en verður hjá meðal- fnönnum, en mannkostir hans voru slíkir, að eigi aðeins tókst honum að tryggja sér viðurkenn- ingu sem einum eftirtektarverð- asta persónuleika sinnar samtíð- ar, heldur eigi síður að verða kær og ógleymanlegur þeim, er voru svo harr.ingjusamir að kynn ast honum náið og eignast vin- áttu hans. Mesta hamingja Helga Hjörvar í lífinu var að eignast frábæra eiginkonu, sem hvorki í blíðu né stríðu vék frá hlið hans. Fyrir mann með jafn viðkvæmt og mikið geð og Helgi Hjörvar er naumast hægt að hugsa sér æski- legri lífsförunaut en frú Rósu Daðadóttur. Ljúfmennska henn- ar og mildi, en þó um leið reisn og skörungsskapur hefir í senn veitt hinum stórbrotna manni styrk og hvíld í erilsömum störf- um og að loknum löngum vinnu- degi til að geta alið önn fyrir stórri fjölskyldu. Vinur minn, Helgi Hjörvar, fékk lausn frá löngu veikinda- stríði á sjálfan jóladaginn, hátíð ljóssins. Aðeins nokkrum dögum áður hafði annar sona hans, Egill, í blóma lífsins, verið á brottu kallaður úr þessum heimi. Þótt sárt sé að kveðja góða vini, er þó á vissan hátt notalegt til þess að hugsa, að feðgarnir fá að fylgjast að yfir elfuna miklu, yfir á strönd himinblámans. Minni elskulegu vinkonu, Rósu Hjörvar, börnum þeirra hjóna og ástvinum öllum bið ég guðs bless unar. Magnús Jónsson. t GÓÐXJR vinur og gamall starfs- l'élagi er fallinn í valinn. Sem slíks langar mig til að minnasit hans í fáuim orðum. Aðrir eru betur fallnir til að rekja starfs- feril hans og æviatriði. Hitt dylst mér þó ekki — og erugum sem til Iþekkir, að þjóðlóf vort og menn- inigaiilíf er snauðara og svip- minna eftir fráfa.ll Helga Hjör- var; siíkur persónuileiki var Ihamn, meðan hann naiut sín. En það er í anda hans að óska þess, að þjóð vor „eigi menn að missa meiri og betri en aðrar þjóðir“. A þessu nýbyrjaða ári verða réttir þrír áratugir, síðan ég kynntist Helga Hjörvar fyrst. Til jþess lágu hversdaglegir viðburðir í embættissögu útvarpsins og verða ekki raktir hér. En minnis- stæður er hann mér frá fyrstu sýn, og rnyndin frá fynstu kynn- um átti ekki eftir að breytasit til muna. Síðan var þess skammit að biða, að leiðir okkar Helga Hjörvar lægju nánar saman. Og það átti raunar fyrir okkur að liggja að báðir voru starfsmenn sömu Btofnunar, Ríkisútvarpsins. Hann var húsbóndi minn um árabiil, ekrifetofustjóri Útvarpsráðs, en ég var kallaður fulitrúi. — í>ótt ekkí værum við alltaf sammála, þá tóikst með okkur á þeim árum vinátta, sem entist. Ef hægt er að tala um marg- breytilegan persónuleika, þá var Helgi það. í hversdagslegri um- gengni svipaði honum til islenzks 6umarveðurfars; otftast heið- ríkja og sólfar bjart; en stundum hvasisviðri — jafnvel óljagangur. Fáa menn veit ég skemmtilegri í daglegum skiptum en hann var, þegar honum tóksit upp; mælsk- an var leiftrandi; fyndni í bverri setningu. Og svo var mál- farið, íslenzkan! Hann er sá maður, sem ég veit fegursta ís- lenaku talað hafa hvern dag, annan er Árna Pálsson. Mátti um þessa tvo snillinga segja eitt- Ihvað svipað og Guðmundur Frið- jónsson kvað um Kristján ferju- mann: „Málsnil'ldin var móður- tur.gu/mótað guLl frá Sturlung- um.“ Það verður seint fullmetið, að Blíkui: íslenzkumaður sem Helgi Hjörvar skyldi veiljasit til þess að móta dagskrárstarfisemi Rikis- úbvarpsins fyrstu áratugina. Hann þótti stundum dómlharður og kröfuharður í efnisvali, en fyrir hans ti'Ls<tilli varð útvarps- dagskráin líka, í meginstefnu sinni, framvörður vandaðs máls og þess bezta í þjóðlegri menn- ingu. Sumum fannst svo sem mál- vöndunarstefna * Helga Hjörvar væri á stöðnunarleið. Svo gat líka óneitanlega virzt stundum. Kröfur hans voru oft harðar og gengu út í aesar. En þeim, sem halda því fram, vil ég gjarnan benda á þýðingu hans á gaman- sögu Falkbergets, Bör Börson, sem úir og grúir af slettimáli — slangi — til að aðhæfa þessa dægursögu sínum tima. Það tókst með slíkum ágætum, að fégæ'tt má teljast. (Sú þýðing er merki- legt dæmi þess, hversu snjall þýðandi megnar að gera gamJa sögu að sögu samtíðar sinnar, þótt ekki sé djúpt rist.) Það er beinlinis ótrúlegt, að það skuli vera sami maðurian, sem þar heldur á penna, og sá sem talar í yngstu frumsömdum sögum Helga Hjörvar, þar sem hann fyrnir mál sitt sem mest. En þetta tvennt sannar aðeins það, að Helgi var sízt neitt nátttröil í málvöndunarviðleitni sinni. Hvorki vil ég né get skilizt svo við þetta greinarkorn, að ég minnist ekki á heimiiið í Suður- gö'tu 6. Fyrir mörgum árurn sagði Hjörvar eitfihvað á þessa leið við okkur tvo unga samstarfSmenn sína, eftir langt og strangt strit við að berja saman dagskrá næstu viku: „Jæja, drengir, nú er fimmitudagur, og þið komið með mér heim í Suðurgötu 6 — mig grunar að konan eigi baunir og saltkjöt í dag.......“ Og það var eins og við mann- inn mælt: Sú venja upptókst, að við fórum oft heim með honum í Suðurgötuna um hádegið og sátum jafnan þar í dýrlegum fagnaði. Var þá ekki alltaf, að skrifstofustjórinn fengisf um það, þótt klukkutíminn yrði aðeins lengri! Þessara hádegisverða rnunum við lengi minnast. Heimilið var fjölmennt, borðstofan stór og borðSitofulborðið langt og ætlað mörgum, sem ýmist voru að koma og fara, sökum fjö'l'breyttra starfa. Húsibóndinn sat í öndvegi fyrir borðsenda, lék á alg oddi, og hygg ég að þeim mun reifari hafi hann verið sem borðgestir hans voru fleiri, þvi að sliíkur var höfðingsskapur hans og skaplyndi allt. Og gestir voru oft margir og góðir. (Ég minnist þess, að einu sinni var samstarfs- bróðir Helga gestur hans og sat á hægri hönd, Pálil ísólfsson. Þeir voru góðir vinir og eldu oft saman grátt silfur í gamni. Og nú sáitu höifðingjarnir þarna saman. Og hvílík Ásareið! Það var eins og hvor sæti á sínum Sleipni, og stjörnuihröpin hrytu undan sex- tán hófum í senn!) Er að furða, þótt slíkar stundir og slilkir menn verði minnisstæðir? En yfir þessu fjölmenna heim- ili og glaðværa gestaboði vaikti hinn góði andi mikillar húsfreyju og mildrar móður. Frú Rósa er yndisileg kona, ævinlega jafn ljúf og falleg. Mig grunar, að slundum hafi fullþungt ok verið lagt á hennar fíngerðu herðar, í þungri ómegð, og stundum sáru anidis'treymi. En sá granni reyr bognaði ekki og brotnaði sízt. Og enn er lögð á hana tvöföld harm- byrði, sonarmissir og eiginmanns. En hún á af miklu að taka, mik- ilii reynslu og miklum kærleika. Frú Rósu og börnum hennar sendi ég hlýjar samúðaróskir og þakka alLar ljúfar minningar í Suðurgötu 6. Og Helga Hjörvar, gömlum húsbónda, lærimeistaea og vini, ser.di ég hinztu kveðju og þokk. En vænzt og veigamest mundi honum sjálfum þykja sú þökk, sem islenzk tunga á tuttugustu öld á Ihonum að gjalda. Ragnar Jóhannesson. t HELGI HJÖRVAR er allur. Með honum er horfinn af jarðnesiku ÞEGAR Þorsteinn M. Jónsson bókaútgefandi á Akureyri hóf útgáfu þjóðsagna og þjóðfræða- safnsins Grímu síðvetrar árið 1929, minnist ég þess, að ýmsir töldu það þarflítið verk, því að dagar þjóðsögunnar væru taldir og yfrið nóg væri búið að gefa út af hjátrúar og hégiljusögum í þessu landi. Margir töldu einnig, að sá brunnur þjóðfræða, sem jafnósleitilega hafði verið ausið úr um áratugi, mundi senn þurrausinn, og þessi nýja útgáfa yrði aðeins dægurbóla, — Gríma mundi ekki kemba hærurnar. Að vísu lét fyrsta Grímuheftið, sem boðið var falt í búðum, á heimil- um og á vinnustöðum, ekki mikið yfir sér. En allar hrak- spár urðu sér til skammar. Vegna efnis síns og annarra verðleika, átti Gríma langt líf fyrir hönd- um. Alls komu út af henni 25 hefti eða 5 þykk bindi á árun- um 1929—1950. Og í dag leikur ekki á tveim tungum, að Gríma er eitt af fjórum gagnmerkustu þjóðsagnasöfnum, sem gefin hafa verið út með þjóðinni. Og ef til vill hafa vinsældir Grímu verfð mestar þeirra allra hjá nú- lifandi kynslóð, sennilega vegna þess, að efnisleg tengsl hennar við nútímann eru nánari en hinna eldri safna, og eins hins, hve geysifjölbreytt hún hefur verið. Sú varð og raunin á, að Gríma birti hlutfallslega minna af hreinum hjátrúarsögum en hin eldri söfn, svo sem safn Jóns Árnasonar, en meira af almennri þjóðfræði og persónusögu. í fyrstu heftum Grímu voru sumar sögurnar úr óprentuðu þjóð- sagnasafni Odds Björnssonar prentsmiðjustjóra, hins merka brautryðjanda í íslenzkri bóka- gerð, þess manns, sem 1897 gaf þjóðinni Þyrna Þorsteins Erlings sonar og hinar yndislegu Sibiríu- sögur Korolenkos í viðhafnarút- gáfum, ásamt öðrum kjörgripum í Bókasafni alþýðu. — Með öðru bindi lauk innleggi Odds í Grímu; var henni þá breytt í tíma- rit og skráðir ritstjórar þess þeir Jónas J. Rafnar og Þorsteinn M. Jónsson. Við lestur Grímu dylst engum, að þeir félagar hafa erjað garð þjóðsögunnar með miklum og góðum árangri, enda samvinna þeirra með ágætum, svo sem Gríma sannar berlega. En Þor- steinn M. Jónsson hefur ekki reynzt einhamur, þegar um hefur verið að ræða elsku til þjóðlegra fræða! Enda þótt hann væri um tugi ára einn stórvirk- asti útgefandi annara bóka, gaf hann út tveggja binda útgáfu af Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar á árunum 1935—1939. Og árið 1945 gaf hann út og bjó undir prent- un í félagi við Jónas J. Rafnar lækni í viðhafnarútgáfu hið mikla heildarsafn þjóðsagna Ólafs í þrem bindum. Mér er kunnugt um, með hve mikilli alúð Þorsteinn vann að þessu verki og af hve miklum stórhug. Af óskiljanlegri oftrú á hæfileika sjónarsviði sterkur og sérkenni- legur persónuleiki. íslenzk tunga og íislenzk saga ei'ga á bak að sjá einum af ástmögum sínum. Hann elskaði móðurmálið af ástríðuhita æakumannsins all't til hinztu stundar, og sagan var honum sístreymandi lind unaðar og lífsfyllingar. Hann var prýðilega ritfær, giaf út tvö smásagnasöfn og íslenzk- aði nokkrar útlendai- bækur. Hann var málsnjall svo að af bar. Mun lengi *í minnium hafður flutningur hans í útvarp, bæði á þingfréttum og eigin þýðin.gum á erlendum skáldverkum. Visei ég til þess, að harvn hlaut blessun mína fékk hann mig til að lýsa þessar fallegu bækur, þær hefðu sannarlega verðskuldáð feg- urri skreytingu en ég hafði hæfi leika til að láta þeim í té. Enn má geta þess, að á árunum 1928—1936, gaf Þorsteinn M. Jónsson út í fjórum heftum Grá- skinnu þeirra Sigurðar Nordals og Þórbergs Þórðarsonar, for- kunnargott safn, sem síðar kem- ur hér við sögu. Þannig hefur Þor steinn staðið a'ð og kostað tvö af höfuðverkum islenzkra þjóð- fræða, auk Gráskinnu. Nú hefur Gríma verið uppseld um árabil og orðin næsta torgæt. 1 En íslenzkum þjóðfræðum verður enn sem fyrr eitthváð til bjargar. Fyrir nokkrum árum kom nýr maður til sögunnar, sem virðist hafa nægan áhuga og stórhug til að taka við merkinu af hinum eldri, þegar um útgáf- ur þjóðfræða er að ræða. Þáð er Hafsteinn Guðmundsson, prent- smiðjustjóri í Hólaprentsmiðju hinni nýju og aðaleigandi bóka- útgáfunnar Þjóðsögu. Hafsteinn hefur látfð skammt stórra högga milli. Á árunum 1954—1859 kost- aði hann viðhafnarútgáfu af höfuðriti íslenzkra þjóðsagna, Þjóðsögur og 'ævintýri Jóns Árna sonar, er komu út í sex stórum bindum, búnum til prentunar af tveim merkum fræðimönnum, Árna Böðvarssyni og Bjarna Vilhjálmssyni. í kjölfar þeirrar útgáfu fylgdi síðan Gráskinna hin meiri, safnrit Nordals og Þór- bergs. Nú hafði riti’ð verið stækk- að um nærfellt helming. Ekki var útgáfu Gráskinnu hinnar meiri fyrr lokið en Haf- steinn tók að skyggnast eftir nýju verkefni á sama sviði og við sitt hæfi. Og Gríma varð fyrir valinu, góðu heilli. Árið 1962 samdist þannig milli hans og Þorsteins M. Jónssonar, að Hafsteinn tæki að sér endurút- gáfu Grímu. Og núna á haust- dögunum 1965 kom síðustu bindi Grímu hinnar nýju á bókamark- aðinn, öllum unnendum þjóð- legra fræða til mikillar gleði. 3 Hinn aldni útgefandi Frum- Grímu, Þorsteinn M. Jónsson, hefur haft mestan hampann af undirbúningi Grímu hinnar nýju. Og hann hefur á engan hátt kastað til hans höndunum, enda Gríma verið óskabarn hans frá öndverðu. Hverju hefti Frum- Grímu fylgdi efnisyfirlit, þar sem sögunum var ráðað eftir stafrófs röð fyrirsagnanna og flokkaðar eftir efni, svo ssm tíðkazt hefur um hliðstæð söfn þar var einnig skrá yfir frásagnarmenn og skrá- setjara. í Grímu hinni nýju hefur Þorsteinn svo sem sjálf- sagt var, flokkað sögurnar að nýju, og bersýnilega lagt í það mikið starf og vandasamt, því að alltaf getur orkað tvímælis, hvar í flokki hver saga á heima. Hin nýja flokkun hefur tvímælalaust tekizt með miklum ágætum; hún er rökrétt og mjög nákvæm, og roargra aldraðra sem heyrnar- deyfa meinaði að njóta annarra radda í útvarpi. Rödid hans og framsögn féll einkar vel að lestri fornsagna, og var unún á að h/lýða. Svo var innlifun hans sterk, að það var sem hann gengi sjálfur bardaga með söguihetjum og ætti drjúgan þátt í, þegar vel skipaðist um sættir fyrir milligöngu göfugra manna. Ast sína á íslenzku máli sýndi HeJgi Hjörvar meðal annars með því, að hann, ásamt eigirukonu sinni, sfiofnaði gjóð til minningar um son þeirra látinn. Úr þessum sjóði skulu varðlaun veitt fyrir Þorsteinn M. Jónsson gefur hinu mikla ritsafni heil- legri og gleggri svip en unnt var að gefa því áður fyrr, meðan það var að koma út á löngu árabili. í hinni nýju útgáfu eru aðalflokk ar 20 og undirflokkar 100. Hver aðalflokkur hefur sitt sérstaka titilblað. Fyrsta bindi hefst á ýtarlegum formála Þorsteins, þar sem hann segir sögu hennar frá upphafi til útgáfudags Grímu hinnar nýju. Að formála lokn- um taka við skrár yfir sögurit- ara og aðalheimilidarmenn sögu- ritara. Alls taka þær yfir tuttugu blaðsíðúr fyrsta bindis. Það er ekkert efunarmál, að þessar skrár eru einhverjar þær full- komnustu og greinarbeztu sem fylgt hafa nokkru þjóðfræðasafni til þessa. Við lestur þeirra kemur í ljós, að margir hafa orðið til þess að leggja Grímu lið. Við lauslega talningu hafa þessir lagt mest af mörkum: Þorsteinn M. Jónsson (101 sögu), Þorsteinn Þorkelsson, fræðaþulur, frá Hvarfi (57 s.), Baldvin Jónatans- son frá Víðaseli (43 s.), Jónas J. Rafnar, yfirlæknir (42 s.), Hannes bóndi Jónsson í Hleiðar- garði (31 s.), Konráð Erlendsson, kennari (27 s.), Guðmundur Frí- mann (17 s.), Jón Jóhannesson, fræðimaður á Siglufirði (17 s.), Guðjón Brynjólfsson (16 s.), Friðrik Á. Brekkan, rithöfundur (15 s.) og Hannes Ó. M. Berg- land (15 s.). Sögur sumra skrá- setjaranna hafa þeir Jónas J. Rafnar og Þorsteinn M. Jónsson umskrifað til prentunar. Aðal- heimildarmenn söguritara eru samkvæmt skrá 270. Verða að- eins taldir fjórir, sem mest hafa lagt til af heimildum: Jón Jóns- son blindi á Mýlaugsstöðum (12 s.), frú Jóhanna Jónsdóttir frá Þrastarhóli (10 s.), frú Arnna Jónsdóttir á Útnyrðingsstöðum (9 s.), og séra Kristján Eldjárn á Tjörn (8 s.). Alls eru í Grímu hinni nýju 705 sögur, voru 555 í Frum-Grímu. í upphafi fyrsta bindis Grímu hinnar nýju er ritgerð Þorsteins M. Jónssonar Um íslenzkar þjóð- sögur, sem upprunalega var prentuð í sérstöku riti í tilefni af afmæli Steindórs Steindórs- sonar, yfirkennara, frá Hlöðum, og síðar birtist í bók Þorsteins, Skráð og flutt, sem Kennarafé- lag Gagnfræðaskóla Akureyrar sá um útgáfu á, er Þorsteinn varð sjötugur, hinn 20. ágúst 1955. Þessi ritgerð er gagnmerk, þótt ekki sé hún nema 14 bls. Mér er til efs, að betur hafi nokkru sinni verið skrifað um ís- lenzkar þjóðsögur í jafnstuttu Framh. á bls. 14 snjailda meðferð móðurmálsins i útvarpi. Helgi Hjörvar var lengi for- maður Ribhöfundafélags ís- landis og heiðursfélagi síðusitu árin. Hann var einni.g um áratoil í stjórn Bandalags isilenzkra listaimanna. Hann vann að alúð og ósérplægni að hugsmuna'mál- um rifihöfunda. Fyrir það eru honum nú að leiðarlokum færðar hjartans þakíkir. Megi hann umtoun hljóta sinna ævisitarfa. Rithöfundafélag íslands sendir ástvinum hans innilegar saimúð- arkveðjur. Ragnheiður Jónsdottir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.