Morgunblaðið - 04.01.1966, Side 28

Morgunblaðið - 04.01.1966, Side 28
28 MORGU NBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. Janúar 1966 Langt yfir skammt eftir Laurence Payne — Hvað finnst þér sjálfum um farkostinn? — Mér finnst hann auðvitað hábölvaður, svaraði hann og settist á brúnina og ruggaði þar fram og aftur eins og dúkka með blý í bakhlutanum. Tíminn leið og við Saunders gerðum ekki annað en stara á mjólkurlitað vatnið, sem streymdi með síðum bátsins og freyddi í kjölfarinu. Það dró heldur úr rigningunni. Jim Blackwell var á þönum milli okkar og ,,brúarinnar“, og færði okkur nýjustu fréttir, meðal annars þær, að skipstjórinn væri farinn svolítið að jafna sig. — O, hann er ekki annað en gamall þrákjálki! Þetta er það skemmtilegasta, sem hann hef- ur komizt í í h-eilan mannsaldur og ég skal bölva mér uppá, að hann hefði ekki viljað snúa við þótt allt te Kínaveldis hefði ver- ið í boði. Þegar við vorum komnir fram hjá Viktoríu-skipakvínni, gaf Skeljaskröltur gamli frá sér gleðióp, sem þýddi það, að hann hefði aftur komið auga á Gi- useppe. Það dró úr mesta háv- aðanum í vélinni er hann hægði á sér og kom sér fyrir þannig að ekki var nema hálf kapal- lengd milli okkar og hins sem við vorum að elta. Ég var orðinn ískaldur inn í bein — ég minntist ekki, að mér hefði nokkumtíma orðið jafn- kalt. Ég var rennblaubur í fæt- urna. Ég hafði orðið þess var um seinan, að með því að leita til þessa opna rúms í bátnum, hafði ég stigið í spannardjúpt lekavatn. — Hann er að sökkva sagði Saunders hræddur en hresstist ofurlítið við þegar Jim fullviss- aði hann um, að farkostur á borð við Jolly Roger þyldi allt niður í sex þumlunga fríborð, án þess að sökkva. Það er nú svo, hugsaði ég með sjálfum mér — Barney átti bátinn og hann mátti gjarna sökkva með honum, en ég mundi synda til lands sem allra fljótast. — Ertu syndur? spurði ég Saunders, nokkru seinna. — Nei. svaraði hann og reyndi að dylja hræðsluna í röddinni. — Hversvegna spyrðu? Ég yppti öxlum. Ekki svo sem blikuðu tvisvar og hurfu síðan rétt í hug. Hann starði út á ána sem fór síbreikkandi og til strand- anna, sem fjarlægðust stöðugt. — Kannski hefði ég átt að læra það, tautaði hann, og fór svo eitthvað að tala lágt við sjálf- an sig, en hafði ekki augun af björgunarbelti. sem hékk þar nærri. Nú sáust Tilbury skipa kvíamar framundan á bakborða, og Jim fór upp í brúna. — Frændi! kallaði hahn and- artaki seinna, hann er að leggjast að. 65 □- Ég staulaðist fram eftir og Saunders á eftir mér, og greip x hvað sem hönd á festi. Giuseppe var að smjúga að bakkanum Kentmegin — inn í Gravesend! — Hvern fjandann er hann að gera þangað? sagði ég. — Biddu hann Barney að slá vélinni frá. Nú varð þögn á litla farkost- inum, og meðan við rugguðum og veltumst í þungri ylgjunni, horfði ég á Giuseppe, sem enn var í gangi og beygði nú fyrir ferjubryggjuna í Gravesend. En allt í einu, þegar hann var vel laus við bakkann, sneri Barker honum við, fór frá stýrinu, og við gátum heyrt ofurlítið skrölt, þegar hann lét akkerið falla. Hadh dró léttibátinn að, steig niður í hann og reri áleiðis til lands. — Hvaða staður er þetta, veiztu það? spurði ég Jim, og beindi augum að langri, hvítri byggingu, sem Barker stefndi að. — Það er Cresta-róðraklúbb- urinn. greip Barney fram í. — Það er einskonar hótel, þar sem menn geta fengið gistingiu yfir nóttina. — Höfum við nokkurn létti- bát. — Þið þurfið engan bát. Ég get vel komizt að landi dálítið neðar — fyrir aftan dráttarbát- ana þarna. Barker hafði lagt inn árarn- ar sínar og rann nú hljóðlega að lágri bryggju. Það var svo Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Skerjai sunnan Ingólfsstræti flugvallar Tjarnargata Háteigsvegur Aðalstræti Vesturgata, 44-68 Túngata Freyjugata Þingholtsstr. Lambastaðahverfi F ramnesvegur Laufásvegur 58-79 Laugarásvegur Bræðraborgarstígur Kjartansgata Snorrabraut Laugarteigur Langholtsv. frá 110-208 Kerrur undir blöðin fylgja hverfunum SÍMI 22 -4-80 hljótt, að við gátum heyrt ofur- lítinn dynk, þegar báturinn snerti bryggjuna og ofurlítið urg, þegar hann skreið fram með henni. Svo steig Barker á land, batt bátinn tók með sér árarnar, lagði þær á öxl sér og stikaði upp að bátahúsinu og hvarf inn í það. — Við skulum leggjast að þarna, sagði ég, en gnísti tönn- um við tilhugsunina um gaura- ganginn í vélinni, þegar hún færi af stað aftur ,enda fældi hún fjölda máva, þegar hún fór af stað. — Skárri er það nú djöfla- gangurinn, hvíslaði Jim í eyrað á mér. Barney rétti Jolly Roger við og við fórum hægt framhjá bryggjunni. Einum tvö hundruð stikum neðar færðum við okk- ur hægt að bakkanum og nú malaði vélin eins og ánægður köttur. Barney stjómaði þessum risapramma aðdáanlega vel og við komum loks hljóðlaust að steinvegg. Jim batt bátinn í járnhring, sem þar var og Barn- ey stöðvaði vélina. Ekkert hljóð heyrðist nema gjálpið í vatn- inu og svo einstaka skrækur frá geðvondum mávi. Við klifruð- um í land, allir þrír. Jim sagði lágt: — Bamey verður um borð þangað til við látum hann vita. Hann ætlar að fá sér lúr í káetunni. — Ættum við að gefa honum það, sem eftir er af viskíinu? — Hann snertir aldrei við á- fengi. Ég leit á hann, tortrygginn, en sagði ekki neitt. Við losuðum okkur við olíugallana og fleygð um þeim til Barneys, sem stóð miðskips, og var að kveikja í pípunni sinni og leit út eins og hann væri nýbúinn að koma okk ur heilum á húfi fyrir Kap Horn. — Þakka yður fyrir, Barney, sagði ég. — Ekkert að þakka, svaraði hann og svo gengum við áleiðis til róðraklúbbsins. Jim benti yfir ána á Tilbury, sem var í hálfgerðu hvarfi fyr- ir hafnarmannvirkjunum í Gravesend. — Þetta mun vera Peruslavia — þessi með öfuga þríhyrning- inn á strompinum. Hún er kom- in fyrr en við bjuggumst við. Hún er nokkuð stór, finnst þér ekki? Það var hún, en engu að síður eins og dvergur við hliðina á heljarstóru skipi með gulum reykháf og skjannarhvítri yfir- byggingu. Við gengum hægt og töluðum í hálfum hljóðum. — Hversvegna erum við eins og við værum að fara í nætur- áhlaup, sagði ég allt í einu. En ég hafði varla sleppt orðinu, þegar lögregluþjóni skaut upp í myrkrinu. Hann skellti á okkur jósinu sínu. Gott kvöld, sagði ég. Jl I1 iTT s A Jk COSPER Jð*2. — Gott kvöld herra ,sagði hann, hálf-tortrygginn og hélt áfram. Allt í einu vorum við komnir í námunda við hvítu bygginguna. — Við byrjum á bátaskýlinu. Við stigum varlega á brak- af neinu. Mér datt það svona vik, sem tveir mjóir plankar lágu yfir og vorum þá komnir á bryggjuna, þar sem Barker hafði bundið léttibátinn sinn. Ég beindi vasaljósinu mínu niður í bátinn. Hann var galtómur. — Líttu inn í geymsluhólfið, sagði ég við Jimmy. Þar var hönk af digrum kaðli, eitthvað af olíufötum og verk- færum og ekkert annað. Við gengum nú að húsinu og fundum innganginn. Yfir honum var ofurlítill lampi með hlíf yf- ir og ljósið frá honum skein á nafnspjald, með nafninu CRESTA á. Sitt hvorum megin við dymar voru gluggar, ann- ar þeirra var á einhverju, sem virtist vera setusalur, þar brann daufur eldur í heljarmiklum arni, þarna voru leðurstólar og mikið af blöðum og tímaritum, en allur salurinn virtist eitt- hvað dauður og yfirgefinn. En gegn um rúðuna á hurðinni gát- um við greint stiga, með kókos- dregli á, sem snerist upp á efri hæðina. Gegnum hinn glugg- ann mátti sjá inn í drykkju- stofu. Þar sat Jordan Barker aleinn á háum stól og starði á almanak sem var þar á veggn- um fyrir framan hann. Jim hvíslaði í eyrað á mér: — Það er rétt eins og hann sé að velta því fyrir sér, hvort þessi ferð hans hafi raunverulega ver ið nauðsynleg. Ég skalf ofurlítið, hundvotur eins og ég var, í næturkuldan- um, og fór að hugsa það sama um okkar eigin ferð. Loksins komum við að tvö- földu dyrunum á bátahúsinu. í annarri hurðinni var grind, sem Hafnarfjörður Blaðburðarfólk vantar í mið- og vesturbæinn. Afgreiðslan, Arnarhrauni 14, sími 50374. Unglingstelpa óskast til sendiferða. Vinnutími 9—12 f.h. eða 1—5 e.h. JNor0iml)IaMfa var í hálfa gátt. Ég ýtti upp hurðinni. Inni fyrir var ekkert nema myrkur. — Stattu fyrir utan, Saunders og hafðu auga á óvininum og blístraðu ef þú heyrir í honum og hafðu vel auga með Barker. Við Jim gengum inn og lögð- um aftur hurðina á eftir okkur. Þef af fernis. tjöru og gömlu timbri sló fyrir vit okkar. Vasa- ljósin okkar leiddu ekki annað í ljós, en þennan venjulega bún- að, sem bátum tilheyrir. Helm- ingur af húsinu var bátasmiða- verkstæði, þar voru breiðir bekkir með mörgum verkfærum á, en ökladjúpt tréspónalag á öllu gólfinu, sem brakaði í. Fest upp á vegginn var vinnuteikn- ing af bát og á stokkunum var langur og rennilegur bátur, hálf smíðaður. Þvert yfir gaflinn voiu margar hillur með alls- konar áhöldum og smíðatólum á. sem náðu alveg upp í báru- járnsþakið. Snyrtilegur bunki af flatbytnum og tveir litlir létti- bátar voru þarna líka. Yfirleitt var þarna allt skipulegt og snyrtilegt, svo að það vakti ó- sjálfrátt virðingu mína. — Laglegt lítið verkstæði, sagði ég. Jim var eitthvað að athuga árarnar. — Þetta hljóta að vera Bark- ers árar, sagði hann, þegar ljós ið skein á ofurlitla vætu á gólf- inu. Ég lét ljósið mitt leika eft- ir árunium endilöngum. — Þær eru nokkuð langar fyr- ir léttibát, finnst þér ekki? Hann hummaði eitthvað, eins og í vafa og horfði á árarnar, sem vætan gljáði enn á. — Kynni að vera. En þetta er nú nokkuð stór léttibátur. Við heyrðum nú einhvern háv aða úti fyrir og er við beindum ljósunum að dyrunum, var hurð inni hrundið upp og inn kom Saunders ,eldrauður í kambinn og á eftir honum lögreglumað- ur úr Kent-lögreglunni — það var kunningi okkar, sem við hittum áður — og sigurgleðin skein út úr augum hans. Hann seildist upp og sneri rofa, sem þar var og samstundis varð al- bjart þarna inni. Hann horfði á okkur stundarkorn, litlum, vökulum augum og þegar hann' var búinn að átta sig, kumraði í honum af ánægju. — Mér datt í hug, að við hefð um ekki neitt gott í huga, sagði Saunders og andvarpaði, en hlægilegur uppgjafarsvipur færðist yfir andlitið. En þá tók hinn til máls og sagði: — Kannski vilduð þið gera grein fyrir erindi ykkar hingað, og svo þreifaði hann eitthvað und- ir regnslaginu sínu, líkastur handalausum manni, en kom að lokum fram með minnisbók og silfurblýant. og svo starði hann á okkur með eftirvæntingarsvip.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.