Morgunblaðið - 11.01.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.01.1966, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. Janðar 1968 Hariur árekstur í Grafningnum Fernt slasast, einn alvarlega HARÐUR árekstur varS um tvö leytið s.l. sunnudag á Graín- ingsvegi, — nánar tiltekið milli Alviðru og Torfastaða — er Landroverbifreið austan úr sveitum og Volkswagen-bifreið úr Hafnarfirði rákust saman þar á blindhæð. Talsverð hálka var á veginum og mun hún hafa átt sinn þátt í hvernig fór. Við áreksturinn siasaðist þrennt í Hafnarfjarðarbifreið- inni — fullorðin hjón talsvert mikið — en unglingspiltur slapp með skrámur. í Landrov- er-bifreiðinni slasaðist telpa, en meiðsli hennar munu ekki vera alvarlegs eðlis, að því er lögreglan á Selfossi tjáði Mbl. Hin slösuðu voru öll flutt á sjúkrahúsið á Selfossi, þar sem gert var að meiðslum þerira til bráðabirgða, en síðan voru ’ Hafnfirðingar fluttir suður til Hafnafjarðar — og þaðan var Lækkun far- gjalda yfir l\i-Atlantshaf Stoklkíhólmur, 10. janúar — NTB. IATA, Alþjöðasamiband flug- félaga, gerði nýlega ályktun um laekkun flugtfargjalda á N-Atlantshafsleiðinni, er gerir ráð fyrir a-Ut að 12% lækikun, þegar um er að ræðaj farþega, sem ljúka ferðalagi sínu, fram og til baka, inn- an 21 dags. Jafnframt mun lækkunin, sem gert er ráð fyrir, að allir meðlimir sam- takanna fallist á, ná til hóp- ferða, sem fleiri en 15 taka þátt í. Talsmaður norrænu flug-1 félagasamsteypunnar, SAS, skýrði fréttamönnum frá fyr- irhugaðri laekkun í gær, og sagði m.a., að lækkunin byggð ist aðallega á tvennu: flug- vélum, sem væru ódýrari í rekstri en flestar þær, sem nú eru í notkun, og þeirri trú, að lækkuð fargjöld mundu leiða til aukins fjölda ferðamanna. Talsmaðurinn, Ingve Wessman, sagði, að SAS hefði undanfarið bariat fyrir þessari lækkun. Mbl. ræddi við Kristj'án Guðlaugsson, stjórnarfor- mann Loftleiða, um þessa C . lækkun í gær. Sagði hann, að / Loftleiðum hefði verið kunn- J ugt um samþykkt IATA, en I hún rnyndi engin áhrif hafa íá starfsemi flugfélagsins. j LÆGÐIN 1000 km. SSV í hafi fór minnkandi í gær og hreyfðist hægt NV, en hæðin norður undan var nokkuð stöðug og eins hæðin yfir Bvrópu. Lílklcga fer lægðin austur af Nýfundnalandi fyrst norðaustur, en staðnar svo fyrir sunnan land. Ríkjandi átt hér yrði þá austlæg næstu daga. ökumaðurinn loks fluttur á Landakotsspítalann. Báðar bifreiðirnar skemmdust mikið við áreksturinn, sérstak- lega þó Volkswagenbifreiðin, sem var algjörlega óökufær á eftir. Á Landroverbifreiðinni bognaði grindin að framan, en þó mátti aka bifreiðinni eftir á- reksturinn. Landsmót skáta næsta sumar LANDSMÓT skáta verður haldið að Hreðavatni í Horgar- firði dagana 25. júlí til 1. ágúst 1966. Búizt er við miklum fjölda þátttakenda bæði innlendra og erlendra skáta. Þar á meðal verða hópar fiú Norðurlöndum, Bretlandseyjum, Bandaríkjun- um og Kanada auk minni hópa frá meginlandi Evrópu, í allt lík lega 200-300 erlendir skátar. Undirbúningur að mótinu er þeg ar í fullum gangi, enda í mörg horn að líta, þegar undirbúa skal jafn fjölmennt mót. Þarna verða skátar á öllum aldri, frá hinum yngstu er lokið hafa ný- liðaprófi til hinna elztu. Til þess að gera eldri skátum og fyrr- verandi skátum hægara um vik, verða staðsettar fjölskyldubúðir á mótinu þar sem þeir geta dvalist með fjölskyldu sinni lengri eða skemri tíma. í því sambandi verður þarna líka leik völlur með fjölda leikstækja fyrir yngstu mótsgestina. Mótsstjóri verður Ingólfur Ármannsson. „Kronprins Frederik". Hinn nýi bunaður skipsins á að geta minnkað velting skipsins í slæmu sjólagi um allt að 70%. IMýjung ■ íslandssiglingum; Sérstök tæki tryggja stööug- leika „Kronprins Frederik" Hafa gefið framúrskarandi drangur í reYnslusiglingum — Sameinaða og þrjú önnur skipafélög standa að baki tilraunarinnax DÖNSKU blöðin skýrðu frá því fyrir helgina, að Samein- aða gufuskipafélagið (DFDS) myndi í vor færa verulega út kvíarnar í siglingum til Fær- eyja og íslands. Verður hætt að nota skipið „Kronprins Ol- av“ á þessari leið, en í notkun verður tekið skipið „Kron- prins Frederik ‘, sem til þessa hefur verið í siglingum milli Englands og Danmerkur. — Segja blöðin, að þetta þýði aukið farþegarými, svo og hraða og stöðugleika á leið- „Sameinaða hefur gengið eins langt og hægt er — varð- andi síðasta atriðið. í sam- vinnu við skipafélögin J. Lauritzen, A. P. Möller og Austurasíufélagi’ð, hefur tek- izt að smíða sérstakan ú.tbún- að, sem í siglingu á Atlants- hafinu, þar sem „Kronprins Frederik“ mun sigla, getur dregið úr veltingi skipa um 60—70%. Ekki þarf að fjölyrða frek ar um hvað þetta hefur að segja varðandi vellíðan far- þeganna. Við getum bætt því við, að kerfið byggist á tveim ur innbyggðum geymum, en i þeim mun vatnskjölfesta hreyf ast í hlutfalli við hreyfingar skipsins — og vinna gegn þeim. „Kronprins Frederik" er fyrsta skip Sameinaða, sem þessi nýi, danski útbúnaður hefur verið settur í, og fjöl- margar reynsluferðir með jafnvægiskerfið hafa gefið framúrskarandi góða raun. Af öðrum endurbótum á „Kronprins Frederik" má nefna stefnisskrúfu, og með þeim nýtí^kulega siglingaút- búnaði, uppskipunartækjum, o. f 1., sem í skipinu er, verður að telja hið nýja Færeyja og íslandsskip mikla endurnýjun á Atlantshafssiglingaleið Sam- einaða“, segir Politiken. Happdrætti lögreglukórsins DREGIÐ var í happdrætti lög- reglukórs Reykjavíkur 23. des. si. — Upp komu eftirtalin númer: 1. Volkswagen-bifreíð nr. 654 2. Sjónvarpsviðtæki — 4119 3. Saumavél — 6666 4. Flugferð, USA — 9044 5. Tveir farm. Ríkissk. — 2958 6. Farm. Gullfoss — 3601 7. Flugf. Kaupm.h. — 8426 8. Herraföt — 5768 9. Herraföt — 7619 10. Bílfar — 7582 Vinningana skal vitjað hjá Guðbirni Hanssyni, Skeggjagötu 14, aðalumboðsmanna happdrætt isins, Reykjavík. Sími 11888. (Birt án ábyrgðar). í stuttu máli Katla siglir á bryggjuna á Vopnafirði London, Lagos, 10. janúar — NTB. HAROLD Wilson, forsætis- ráðherra Bretlands, hélt í dag til Lagos, í Nígeríu, þar sem hann mun sitja ráðstefnu brezku samv^ldislandanna um Rhódesíu. Við brottförina frá London lagði Wilson á- herzlu á, að ræddar yrðu ráð stafanir til að koma á ný til valda löglegri stjórn í Rhód- esíu. Bujumbura, 10. janúar — NTB. Sendiherra Bandaríkjanna í Burundi var í dag vísað úr landi, og honum gefinn 24 stunda frestur til að halda til síns heima. Tekið var fram í yfirlýsingu ráðamanna í Burundi, að brottrekstur sendiherrans þýddi ekki, að landið hefði slitið stjórnmála- samskiftum við Bandaríkin. New York, 10. janúar — AP. VERKFALL það ,sem lam- að hefur samgöngur í New York frá áramótum, stóð enn í dag, og horfur á sam- komulagi enn sagðar litlar. Ástandið í heimsborginni hef ur aldrei verið verra en í dag og stappar nú nærri algeru öngþveiti. Vopnafjörður, 10. janúar: ÓHAPP það vildi til, þegar m.s. Katla kom hingað til Vopnafjarð ar í sl. viku til þess að taka mjöl hjá síldarverksmiðjunni hér, að Árekstur í Borgarfirdá Borgarnesi, 10. janúar. — MJÖG harður árekstur varð á sunnu- dagskvöld á þjóðveginum við brúna hjá Grjóteyri. Það voru tvær fjögurra manna fólksbif- reiðir, sem rákust þar saman og eru báðar mjög mikið skemmd- ar. Ökumaður var einn í öðrum bílnum, en þrennt í hinum. Ekki urðu teljandi meiðsli á fólkinu. Lögreglan í ,Borgarnesi kom á staðinn. Töluverð hálka var á veginum þarna og mun það hafa m.a. valdið árekstrinum. — Fréttaritari. Leiðrétfing INN í svar dr. Matthíasar Jón- assonar við spurningunni ,,Telj- ið þér að leyfa eigi sölu sterks öls hér á landi?“ í síðasta tölu- bl. hefur misritast. í lok annarar málsgreinar stend- ur: ,,Við eigum ekki að leyfa sölu sterks áfengis hér á landi“, en á að vera . sölu sterks öls hér á landi“. skipið renndi inn í bryggjuna, sem hér er í smíðum, og hefur enn vart verið tekin í notkun. Skemmdi skipið hana nokkuð. Ennfremur rifnaði gat við stefni skipsins. Var gert við það hér á staðnum til bráðabirgða, meðan verið var að lesta skipið. Katla hélt úr höfn strax og hún hafði verið lestuð. — Ragnar. BSikfaxi I tvær ferÓir til Færeyja BLIKFAXI, Fokker Friend- ! ship skrúfuþota Flugfélags ís lands, fór tvær ferðir til Fær- Ieyja á sunnudag og mánudag. Á sunnudag var farið með 110 farþega til Færeyja, en ent var á flugvellinum í Sör- ' vaag. Til baka var komið með I 44 farþega. Svo margir biðu fars, að á- ' kveðið var aukaferð til Sör- ' vaag í gær og kom Blikfaxi I aftur síðdegis með 31 far- : þega þaðan. Blikfaxi lagði af stað í Fær- I eyjaflugið kl. 9 árdegis frá ) Reykjavíkurflugvelli og var kominn til baka fyrir kl. 2 síðdegis. Innanlandsflug hefur gengið vel undanfarna daga, en mikið hefur verið um farþegaflutn- , inga. ' 'I :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.