Morgunblaðið - 11.01.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.01.1966, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLAÐID Þriðjudagur 11. janúar 1966 Múrarameistarar - Verktakar Höfum fyrirliggjandi STEINWEG upphífingarspil. Einnig 3 gerðir af steypuhrærivélum. Verð frá kr. 8.032.— A. Wendel Hf. Sörlaskjóli 26 — Sími 15464. Sölumaður óskast Starfandi sölumaður, sem vildi taka að sér að selja vandaðar vefnaðarvörur, tilbúinn fatnað o. fl. beint til kaupenda frá erlendum framleiðendum, gegn prósentum, óskast sem fyrst. Umsókn merkt: „Prósentur — 8227“ afh. Morgunblaðinu. Söngmenn Kirkjukór Laugarnessóknar óskar eftir söngmönnum (tenórum). Upplýsingar gefa, organistinn Gústaf Jóhannesson simi 11978 og form. kórsins, Magnús Einarsson sími 30911 milli kl. 7—8. arry Ssítaines LINOLEUM PARKET GÓLFDÚKUR 10 mismunandi mynztur Vönduð vara 22- 24 (HÖRNI MIKLUBRAUTAR) SlMAR 30280 & 32262 Aðalfundur félags myndlistarmanna Aðalfundur Félags íslenzkra myndlistamanna var haldinn hinn 6. desember s.l. Sem að líkum lætur var skála byggingin á Miklatúni efst á baugi og þótti nú vænlegar horfa en fyrir ári, þegar menn veltu vöngum yfir einmana bíl- skrjóð í vonlitlu happdrætti. Stjórnin taldi góðar vonir til þess að hafizt yrði handa jafn- vel á næsta vori og með lög- málið í huga, að hálfnað sé verk þá hafið er, ríkti bjartsýni á fundinum. í stjórn voru endurkjörnir Sigurður Sigurðsson formaður, Valtýr Pétursson gjaldkeri, en í stað Harðar Ágústssonar, sem baðst undan endurkjöri varð Kjartan Guðjónsson ritari. í sýningarnefnd voru kosnir málararnir: Jóhannes Jóhannes- Utan úr heimi Framhald af bls. 14. slysavarðstofum á sunnudög- um, því fyrir það væri greitt sérstaklega. Það sem einkum hefur vak ið athygli manna á þessu al- varlega vandamáli í dag, er að læknar, og þó sérstaklega skurðlæknar, eru oft settir í slæma aðstöðu að því er varð ar lækniseiðinn og lögin, og þiggja þeir iðulega mútur af sjúklingunum. Þetta á stér stað þegar sjúklingur gerir tilraun tli að greiða aukalega til að tryggja sér þjónustu ákveðins lækn- is. son, Steinþór Sigurðsson, Eirík- ur Smith, Sigurður Sigurðsson og Hafsteinn Austmann, og myndhöggvararnir Sigurjón Ólafsson, Guðmundur Benedikts son og Magnús Á. Árnason. Fulltrúar í Bandalagi ísl. lista- manna urðu: Magnús Á. Árna- son, Kjartan Guðjónsson, Kristj án Davíðsson, Eiríkur Smith og sjálfkjörinn Sigurður Sigurðs- son formaður. Talsvert fjör hefur verið i sýningum utanlands og innan og sýningar framundan erlendis. M.a. er í bígerð æskulýðs-,,bi- ennale“ á vegum Norræna iist- bandalagsins þar sem aldurstak- mark verður 30 ár og sýningar á Norðurlöndum til skiptis. Samþykkt var að bjóða þrem nýjum mönnum að ganga í fé- lagið og eru það málararnir Hringur J óhannesson, Sveinn Snorri Friðriksson og mynd- höggvarinn Jóhann Eyfells. karlmannafot Algengt verð frá 2.800,00 til 3.300,00. 1. flokks ensk efni. Munið auk þess okkar SÉRSTAKA VERÐFLOKK þar sem vér seljum sterk og góð föt úr alull og ull/ terylene á aðeins 2.250,00. Zlltima Skrifstofufólk óskast til starfa á raforkumálaskrifstofunni. Kvenna skóla, Samvinnuskóla, Verzlunarskóla eða stúdents- próf æskilegt. Umsóknir með uppl. um menntun og fyrri störf sendist starfsmannadeildinni. „Margir sjúklingar vilja velja sér skurðlækni“ segir prófessor nokkur. ,,Þeir kjósa að greiða mútur til að fá þjónustu ákveðins skurð- læknis.“ Höfundur greinarinnar í „Kultura", lýkur henni með þessum orðum: „Ég hef rætt við fjölmarga lækna og oft- sinnis hef ég heyrt þessi orð: Siðfræði læknisins? Já, hana þekki ég. Ég er mótfallinn mútum, en þigg þær samt. Hvað get ég gert, skipt um starf? Bonn, 3. jan. NTB. • Hinn kunni þýzki prestur, Martin Niemöller, hefur í ný- útkomnu trúartimariti sakað kirkjuna í V-Þýzkalandi um að hafa litið með velþóknun á endurvígbúnað V-Þýzka- lands eftir heimsstyrjöldina. Segir Niemöller, að kirkjunn- ar menn þar í landi hafi frá því árið 1950 forðast að segja nokkuð eða gera sem talizt gæti gagnrýni á stjórn lands- ins. Skuldobréf Tökum í umboðssölu ríkis- tryggð og fasteignatryggð skuldabréf. Fyrirgreiðsluskrifstofan Fasteigna- og verðbréfasala Austurstr. 14. — Sími 16223. — Gangþýðari ætlar fyrirtækið að smíða örygg- isgrindur á traktora, sem sam- kvæmt nýrri reglugerð um ör- yggisbúnað er krafist á allar nýj ar dráttarvélar. Þá nýjung í þjónustu við við- skiptamenn sína ætlar Hamar h.f. að taka upp, að allir kaup- endur DEUTZ-dráttarvéla árið 1966 fái vélar sínar stilltar og eftirlitnar einu sinni innan árs frá afhendingardegi, þeim að kostnaðarlausu. Með þessu vilja umboðsmenn DEUTZ-dráttarvéla tryggja viðskiptavinum sínum fulla nýtingu véla sinna og leið- beina jafnframt með viðhald og meðferð traktoranna. RAFORKUMÁLASKRIFSTOFAN Starfsmannadeild Laugavegi 116, Rvík — Sími 17400. — Rannsóknir Framhald af bls. 15 stefnu, en ofar verða drætt- ir landslagsins norðlægir. Um miðja ísöld hefur landslags- stefhan breytzt. Breiðafjörður þurrlendi? — Af hverju hefur þessi breyting orðið? — Um það hefi ég mínar kenningar. Mér þykir senni- legt, að Breiðafjörður hafi ekki verið til snemma á ís- öld. Með tilkomu hans við landssig eða rof, tóku ár og jöklar að renna til norðurs. Jóhannes Áskelsson telur líka í ritgerðum sínum, að er Bú- landshöfðalögin voru að mynd ast, hafi land verið þar fyrir norðaustan. Þar ber að sama brunni. Þá hefur Breiðafjörð- ur verið þurrlendi. — Svo við snúum okkur snöggvast aftur að fjallinu horfna og svæðinu þar í kring. Hvað gerðist þar eftir ísöld, þegar jöklar höfðu sorf- ið niður fjallið? — Á þessu svæði gerðist mjög lítið eftir ísöld. Engin eldgos voru á svæðinu sjálfu, en finna má öskulög frá Snæfellsjökli og frá eldstöðv- unum í Berserkjahrauni. — Hafa slíkar rannsóknir nokkuð annað en fræðilegt gildi? — Aldrei er hægt að full- yrða umsvifalaust hvort slík- ar rannsóknir .kunni að hafa hagnýtt gildi eða ekki. Ég hefi t.d. rekið mig á það í samibandi við jarðgangagerð- ina gegnum Stráka, sem eru fyrstu vegajarðgöng hér á landi, að athuganir á slíku svæði sem að ofan greinir, hjálpa manni til að skilja eðli basaltganganna, sem ara- grúi er af á jarðgangaleiðinni. Þessir basaltgangar hafa sfcot- izt þvert gegnum hraunlögin og flagað og ummyndað grunnbergið. Niðurstöðum af athugunum á aðgengilegu svæði, eins og Setbergssvæð- inu, er hægt að beita við rannsókn á torveldu svæði, eins og Strákafjalli. Eins gæti hent sig, að einbverjir hagnýtir hlutir fyndust hér í jörðu. Um það vitum við ekki nema landið sé vel kannað. Því er nauðsynlegt að gera nokkuð nákvæma jarðfræðilega könn- un á öllu landinu. — Og þú hefur hugsað þér að halða áfram rannsóknum á þessu svæði? — Já, við erum þrír jarð- fræðingar, sem einkum höfum áhuga á jarðfræði á Snæfells- nesi og höfum haft samvinnu. Þorleifur Einarsson vinnur mest að myndunum frá isöld, en við Sigurður Steinþórsson vinnum einkum að almennri jarðfræðikönnun og gerum bergfræðiathuganir á þeim. Auðvitað geta 3 menn afkast- að meiru saman en hver í sínu lagi. Nú í október vorum við t.d. við rannsóknir í Drápu- hlíðarfjalli. Þar fengum /ið sannanir fyrir því, sem Jakob Líndal hafði bent á, að fjallið er myndað á ísöld. Líparítið í fjallinu hefur komið upp við gos á hlýviðrisskeiði. Milli líparítlaga í fjallinu finnast t.d. trjádrumbar, sem eru allt að 40 sm í þvermál, og eru steingerðar leifar af trjám, sem vaxið hafa á hlýviðris- skeiði á ísöld. Það sem ég hefi drepið á hér, eru aðeins örfá dæmi um þann gííurlega fróðleik, sem ; er að finna í fornum jarðlög- um á Snæfellsnesi og raunar landinu öllu og sýnir ljóslega það mikla starf, sem ógert er, sagði Haraldur í lok samtals- ins. — E. Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.