Morgunblaðið - 11.01.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.01.1966, Blaðsíða 14
14 MOHGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. Janúar 1966 Útgefandi: Framk væmdastj óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 95.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. FÁHEYRT UPPÁTÆKI |>itstjóri Alþýðublaðsins skýrir frá því síðast- liðinn sunnudag, að undan- farnar vikur hafi einhverjir spekingar setið á rökstólum til að réyna að finna úrræði til að bjarga dagblöðum sín- um frá hordauða, og hefur þeim dottið ýmislegt í hug í því sambandi, en þó virðist engum hafa hugkvæmzt að gera tilraun til að bæta blöð- in og gera þau þannig úr garði að einhverjir hefðu gagn og ánægju af að lesa þau. Nei, útgerðarkostnaðinn eiga aðrir en þeir að borga, og engin ástæða talin til að leggja harðar að sér til þess að bæta blöðin. En sannleik- urinn er sá, að bláðaútgáfa er erfitt verk, og þar hefur enginn bjargazt nema menn legðu hart að sér. Um eina af tillögum spek- inganna segir svo í Alþýðu- blaðinu: „Önnur hugmynd er um að léggja skatt á auglýsingar, láta hann renna í sjóð, sem styrkir þau blöð, er eiga í erfiðleikum. Þetta þýðir að þriðjungur af auglýsingatekj- um Morgunblaðsins væri tek- inn til að greiða hallann af I?jóðviljanum, Tímanum, Al- þýðublaðinu og Vísi.“ En raunar dæmir greinar- höfundur þessa leið úr leik, þegar hann bendir á, að slík- ur skattur mundi lenda á Morgunblaðinu einu og því vera stjórnarskrárbrot. Morgunblaðið bendir snill- ingunum á að kynna sér hæstaréttardóm frá 29. nóv. 1958, en af honum ætti að mega ráða að slík aðför að Morgunblaðinu mundi dæmd lögleysa, enda um hreina eignaupptöku að ræða, en ekki almennan skatt, því að yfirlýst er að einn eigi að bórga hann, en tekjurnar að renna til keppinautanna. Slík ar hugrenningar héldu menn satt að segja að hvergi þekkt- ust nema á meðal kommún- ista. Það mun rétt vera að blöð þau, sem stjórnmálaflokk- arnir gefa út, eiga við fjár- hagsörðugleika að etja. En samt dettur stjórnendum þeirra ekki í hug að leita að ástæðunum fyrir því, hvers vegna svo illa gengur að út- breiða þessi blöð. Voru þau þó harður keppinautur Morg- unblaðsins fyrir fáum árum. En ástæðan er hér eins og annars staðar, að flokksblöð veslast upp, vegna þess að til- gangur þeirra, sem að þeim standa, er ékki blaðamennska og fréttaflutningur, heldur pólitískur áróður, og fólkið finnur það fljótlega, þegar fréttir eru falsaðar í pólitísk- um tilgangi, eins og Tíminn er þekktastur fyrir hér á landi. Þetta skilur ritstjóri Alþýðublaðsins raunar, því að hann segir í grein sinni: „Vandamál blaða er alvar- legast, þar sem þau hafa ver- ið flokkspólitísk í marga mannsaldra eins og á Norður- löndum. í Bretlandi, Banda- ríkjunum og jafnvel Vestur- Þýzkalandi eru blöð þjón- ustufyrirtæki, þar sem heið- arlegar frásagnir eru birtar af ræðum og gerðum manna úr öllum flokkum eftir frétta gildi og greinar birtast hlið við hlið eftir menn úr mis- munandi flokkum.“ Eðli flokksblaða er slíkt, að þau geta ekki þokast í þessa átt, en hinsvegar hefur Morg- unblaðið í vaxandi mæli, eins og mönnum er kunnugt, birt mismunandi sjónar- mið á síðum sínum, þótt það hafi að sjálfsögðu sína á- kveðnu stefnu, eins og blöð t.d. í Bretlandi, Bandaríkj- unum og Þýzkalandi. En ekki er því til að dreifa, að snillingarnir vilji styðja að þessari þróun, heldur vilja þeir halda áfram gamaldags blaðamennsku. En það verður þó að virða það við ritstjóra Alþýðu- blaðsins, að honum hefur ver- ið órótt þegar hann ritaði þessa grein sína, því að í nið- urlagi segir: „Umræður um þær ráð- stafanir, sem að ofan getur, hafa farið fram í fyllstu al- vöru. Þetta er að sumu leyti hvimleitt mál, en lengur verð ur ekki unnt að stinga hausn- um í sandinn." Er ekki að furða, þótt ástæða hafi verið talin til að geta þess, að menn ræddu þetta mál í atvöru úr því að sú er raunín, og ekki er það ofsagt, að þetta er „hvim- leitt mál.“ Það er hinsvegar sprottið af því að í Svíþjóð hefur ver- ið ákveðið að greiða 23 millj. þarlendra króna til stjórn- málaflokka, og skiptist féð eftir þingmannatölu þeirra. En ekki líkar lýðræðishetj- unum, sem um þetta mál fjalla hér, vel sú lausn, enda segir í Alþýðublaðsgreininni um hana: „Undanfarnar vikur hefur verið rætt uni ýmsar leiðir til þess að leysa þetta mál. Ein er hið sænska kerfi, rík- isstyrkur til þeirra flokka, sem eiga fulltrúa á Alþingi, mismunandi eftir þingmanna fjölda. Þá mundu þeir fá mestan styrk, sem minnsta pörf hafa fyrir hann.“ Alþýðublaðið hefur talið að- ferðina í Svíþjóð mjög rétt- láta og sjálfsagða, en nú er hún allt í einu orðin óréttlát, af því að hún hentar ekki eins Halberstam vísað úr landi Mikið öngþveiti ríkir í læknamálum Póllands Stjórnarvöldin í Póllandi vísuðu fréttaritara banda- ríska stórblaðsins „The New York Times“ úr landi þann 27. desember. Var honum gef ið að sök að skrifa niðrandi greinar um stjórnmál í Pól- landi, og honum skipað að yf irgefa landið innan viku. Fréttaritari þessi er David Halberstam sem á sínum tíma fékk Pulitzer verðlaun- in fyrir greinar, er hann skrif aði um Vietnam, en þar var hann staðsettur um nokkurt skeið. Halberstam hefur alla tíð þótt hreinskilinn og ó- væginn fréttaritari, og fór á sínum tíma mörgum hörðum orðum um aðstöðu banda- rískra fréttamanna í Vietn- am. Einkum snerti þetta slæmt samband milli þeirra og bandarísku herstjórnarinn ar, sem oft varð til þess, að fréttaritararnir sendu grein- ar um atriði, sem komu ráða mönnum í Washington í vanda. Frásagnir frétta- manna í Vietnam, af atburð- um, sem þar áttu sér stað, voru oft harla frábrugðnar þeim upplýsingum, er stjórn- inni í Washington bárust frá herstjórninni. Þetta varð meðal annars til þess, að tals- menn stjórnarinnar tilkynntu á blaðamannafundi í Wash- ington, að þessir fréttamenn í Vietnam, væru „ungir og óreyndir“ og ekki hægt að treysta dómgreind þeirra, enda kæmu þeir hvergi nærri þeim svæðum sem barizt væri á. Halberstam hefur aft- ur á móti gert skilmerkilega grein fyrir því, að frétta- menn í Vietnam hafi í raun- inni mun betri upplýsinga- þjónustu en herstjórnin. Að- alheimildir fréttamannanna eru Vietnambúarnir sjálfir, og telur Halberstam að laus- mælgi sé þjóðareinkenni þeirra. Halberstam er 31 árs og var sendur til Póllands fyrir u.þ.b. ári síðan. Hann er ann- ar fréttaritari „The New York Times“, sem vísað eru úr Póllandi á síðustu sex ár- um. Hinn fréttaritarinn var A.M. Rosenthal, honum var vísað úr landi árið 1959 og gefið að sök að hnýsast um of í innanríkismál landsins. Halberstam hefur sagt, að aðal brottrekstrarsökin hafi verið grein er hann skrifaði nýlega um pólska kommún- i*ta. í grein þessari fór hann mörgum orðum um það, að pólskir kommúnistar væru hugmyndafræðilega að nálg- ast Moskvu línuna meir og meir. Á síðasta ári kvæntist Hal- berstam pólskri kvikmynda- leikkonu Elzbieta Czyz- ewska. Fyrir skömmu var gefin út í Bandaríkjunum bók eftir Halberstam og fjall ar hún um Vietnam styrjöld- ina og þátt Bandaríkjanna í henni. Snemma á síðasta ári skrif- aði Halberstam í all hvass- yrtri grein, að gyðingahatur væri ennþá við lýði í Pól- landi, og fékk hann miklar átölur í pólskum blöðum fyr- ir þessi skrif sín og talið að þau ættu ekki við nein rök að styðjast. Maður sá er tilkynnti Hal- berstam um brottreksturinn, var Wojciech Chabasinski, en hann er yfirmaður frétta- deildar utanríkisráðuneytis- ins, sem ritskoðar allar frétt- ir, er erlendir fréttamenn senda úr landi. Síðasti er- lendi fréttaritarinn, sem vís- að var úr landi á undan Hal- berstam, var Jean Wetz frá franska stórblaðinu „Le Monde“. í dag eru aðeins átta erlendir fréttamenn í Póllandi. Hér fer á eftir seinasta greinin, sem Halberstam sendi frá Póllandi og birtist hún í „The New York Times“ 26. des. s.l. Vandræðaástand í lækna- málum Póllands Staða og afkoma lækna 1 þessu kommúnistiska þjóðfé- lagi — langt nám og lág laun — hefur vakið sívaxandi at- hygli. í óvenju opinskárri grein í vikuritinu „Kultura“, er tekið til meðferðar vanda- mál, sem til þessa hefur að- eins verið rætt í einrúmi: vegna lágra tekna lækna, er að skapast alvarlegt og vax- andi vandamál. Læknir í Póllandi fær góða menntun án endurgjalds, og er hann að sjálfsögðu þakk- látur fyrir það. En fljótlega eftir brautskráninguna fara vandamálin að steðja að hon- um. Til að geta unnið fyrir sér, eru flestir læknanna nauð- beygðir til að vinna tvöfalda vinnu. Þeir hafa stöðu hjá ríkinu og venjulega ýmiskon- ar læknisþjónustu á eigin veg um. Þessir læknar þurfa oft að glíma við viðkvæm sið- ferðileg atriði. Að mestu stafar lækna- vandamálið af trú Pólverj- anna á launajafnrétti og lág- markslaun þegnunum til handa. Þó eru undantekning- ar frá þessu. Til dæmis eru verkfræðingar, sérfræðingar og tæknifræðingar mikils i metnir og þeim greitt í hlut- I falli við gildi það sem þeir j eru taldir hafa fyrir þjóðfé- ' lagið. Lækanar teljast hinsveg i ar ekki til þessa hóps. Afleiðingarnar af þessu j hafa þegar komið í ljós. Vit- að er að starf læknisins er erfitt og ungir menn hafa ekki sýnt mikinn áhuga á þessari starfsgrein. Talið er að um 60% af pólskum lækna nemum séu kvenmenn. Ungir menn, sem hugsanlega hefðu áhuga á læknisnámi, leggja miklu fremur stund á nátt- úruvísindi eða setjast í tækni skóla. í greininni í „Kultura“ er þess getið, að aðeins um einn þriðji pólskra lækna, hafi með höndum eitt starf. Meiri hluti þessa þriðjungs eru kon ur, og eru laun þeirra að- eins hluti heimilisteknanna. í greininni er vitnað í orð dr. Ludwik Paszkiewicz, pró- fessors við læknaskólann í Varsjá: „Ungir læknar eru í vonlausri aðstöðu, og í raun- inni ekki aðeins ungir lækn- ar. Hversvegna? Vegna þess að læknisþjónusta skapar enga raunverulega fram- leiðslu eða verðmæti, en hvernig væri framleiðslu landsins farið, ef ekki væru til læknar? Þegar ungur lög- fræðingur lýkur námi, þá er hann frjáls, en læknir er aldrei frjáls. Ungur verkfræð ingur hefur meiri tekjur en forstöðumaður sjúkrahúss, jafnvel þótt sá síðarnefndi sé sérfræðimenntaður með 20 ára reynslu að baki“. Vandamál skurðlækna Annar prófessor, dr. Leon Manteuffel segir: „ófremdar ástand ríkir meðal skurð- lækna. Þeir eru alltof fáir — enginn hefur áhuga á að ger- ast skurðlæknir, því allir vita að starf hans er erfitt og gef- ur sáralíið í aðra hönd.“ Jan Nobis, 21 árs gamall læknir og tveggja barna fað- ir, ræðir í áðurnefndri grein um erfiðleikana við að sjá fjölskyldu sinni farboða. Föt- in sem hann gengur í, eru orðin nokkuð snjáð „ en ég fékk þau í hernum“ sagir Nobis, „og þau verða að duga“. Hann kveðst hafa starfað í hernum og þegar hann hafði lokið skyldutíma sínum, hafi honum verið gef- ið efnið í þessi föt. Annar læknir sagði, að hjá læknum væri mikií sam- keppni um að fá að vinna á 1 Framhald á bls. 16 vel blaðinu hér eins og sósíal- demókrötum í Svíþjóð. Þarin- ig getur hagsmunastreitan hlaupíð með menn í gönur. FRAMSÓKN OG EINKAREKSTUR Fhns og kunnugt er, hefur Framsóknarflokkurinn frá fyrstu tíð barizt gegn einkarekstri, og um langt skeið voru einkafyrirtæki of- sótt, beinlínis í þeim tilgangi að koma þeim á kné. Það er því meira en lítið ógeðfellt, þegar Framsóknarforingjarn- ir og sérstaklega formaður flokksins eru að reyna að halda því fram, að þeir séu stuðningsmenn einkarekstrar. Það vita allir, sem vilja vita, að megintilgangurinn með kröfunni um að koma á fjárfestingarhöftum og marg háttuðum ríkisafskiptum er einmitt sá að geta ívilnað sam vinnufélögunum á kostnað einkafyrirtækja og náð full- kominni pólitískri stjórn yfir atvinnulífinu, eins og hér var áður fyrr. Stefna Framsóknarforingj- anna í þessu efni hefur áreið- anlega' ekki breyzt þótt þeir þori ekki annað en þykjast stuðningsmenn einkarekstr- ar, meðan þeir eru utan rík- isstjórnar, til þess að reyna á þann hátt að afla sér fylg* is. Ef þeir næðu stjórnar- taumunum mundi þess ekki langt að bíða, að einkarekst- ur yrði fyrir barðinu á kreddukenningum þessara manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.