Morgunblaðið - 11.01.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.01.1966, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. janúar 1966 Þrjár nýjar gerðir David Brown dráttarvéla NÝLEGA kvaddi fyrirtækið Glóbus h.f. blaðamenn á sinn fund til að sýna þeim þrjár nýjar gerðir af David Brown dráttarvélum og fór sýning- in fram í anddyri Háskóla- bíós. skýrðu í stórum dráttum frá sögu fyrirtækis David Brown, en það er stofnað árið 1860 og hefir aðsetur í Huddersfield í Yorks- hire. Framleiðsla þess á dráttar- vélum mun nema um 30 þús. vélum árið 1965 og hefir fram- leiðslan aukizt um 150% á síð- ustu 5 árum. 80% vélanna eru flutt út til um 100 landa víðs- vegar um heim. Hingað til lands var fyrst farið að flytja vél- arnar að marki 1964. Fréttamönnum var gefinn kost ur á að sjá kvikmynd af starf- Frá sýningu David Brown dráttarvélanna í anddyri Háskólabiós. Árni Gestsson forstjóri t Glóbus h.f. (annar frá vinstri) ásamt tveim starfsmönnnm sín um við eina vélina. David Brown að störfum. semi David Brown vélar við landbúnaðarstörf. Þess má ennfremur geta að David Brown og Harry Fergu- son höfðu fyrir síðustu heims- styrjöld með sér náið samstarf og voru fyrstu Ferguson drátt- arvélarnar framleiddar í David Brown verksmiðjunum. Þá fram leiðir fyrirtækið margar gerðir gíra og er með stærstu fram- leiðendum þeirra tækja í Bret- landi. Auk þess smíða verk- smiðjurnar Aston Martin bílana og Lagonda bíla. Hinir fyrr- nefndu bílar eru þekktir kapp- akstursbílar. Til gamans má geta þess að Aston Martin er orðinn frægur í einhverjum kunnustu reifurum nútímans. Var það furðubíllinn í James Bond sögunni „Goldfinger.“ Að síðustu gátu forráðamenn Glóbus þess að Stofnlánadeild landbúnaðarins lánaði nú bænd- um 30% af verðmæti dráttar- vélar, en sækja þyrfti um slík lán fyrir 15. jan. nk. í stað 15. marz áður. Þá bentu þeir á að ekki þyrftu bændur að hafa ákveðið gerð vélar sem þeir hyggðust kaupa áður en þeir sendu inn lánsumsókn. Kvaðst fyrirtækið reiðubúið að aðstoða við lánsumsóknir þessar ef ósk- að væri. Vélar þessar voru fyrst til sýn is almenningi á „Smithfield“- sýningunni í London í des. sl., en það er stærsta árleg land- búnaðarsýning Breta. Það sem fyrst vekur athygli á hinum nýju vélum er ger- breyttur litur þeirra og mest- allt útlit. Þær eru nú beinhvít- ar í stað rauðar áður. Ýmsar aðr- ar breytingar hafa verið gerðar á vélunum og er vökvakerfið að- al tæknibreytingin. Hið nýja vökvakerfi nefnist „Selectamat- ic“ og er á öllum gerðum vél- anna. Kerfi þetta hefir þegar verið þrautreynt. Það er einfalt að allri gerð og byggt upp á fá- um hreyfihlutum og gefur völ á fjórum mismunandi stillingum, dýptarstillingu, hæðarstillingu, þungastillingu og stillingu fyrir átengd vökvatæki. Með einum ■ snerli er stillt á hvert kerfi fyr- ir sig og síðan stjórnað með venjulegri stjórnstöng. Þetta er sögð mikil framför en geta má þess að David Brown tók fyrst í not vökvakerfi í dráttarvélar árið 1936. Afl þessara þriggja vélagerða er sem hér segir: Gerð 770 er 36 hö., var 33. — Verð ca. 111 þús. kr. Gerð 880 er 46 hö. var 42,5. — Verð ca. 122 þús. kr. Gerð 990 er 55 hö., var 55 hö. Verð ca. 134 þús. kr. Vélarnar eru nú búnar öflugri vökvadælum og afl á tengidrifið aukið samsvarandi aukinni hestaflaorku. Allar vélarnar eru með tvöföldu tengsli, innbyggð- um lyftulás, fjölhraða aflúttaki, mismunadriflás, svo og ýmiskon- ar öryggisútbúnaði. Gerð 770 er með 12 skiptum gírkassa og er hann einnig fá- anlegur með hinum gerðunum. Eykur þetta vinnuhæfni vélanna sérstaklega við erfiðar aðstæð- ur. Þá eru fáanleg ýmiskonar hjálp artæki með vélunum bæði varð- andi iðnað og landbúnað. Forráðamenn Glóbus h.f. Cangþýðari gerðir DEUTZ - dráttarvéla NÝLEGA var fréttamönnum boðið að skoða nýjustu gerð- ir DEUTZ-dráttarvélanna, sem hlutafélagið Hamar flyt- ur hingað til lands. Hóf það innflutning þessara dráttar- af þeirri árgerð. Einn áfangi í þróunarbraut þessara véla er smíði árgerðarinnar 1936 þar sem dráttarvélin er 11 hö. með sláttu- vélardrifi, reimskífu og loftfyllt- um hjólbörðum. Framleiðsla dráttarvéla af þessari gerð með Starfsmenn Hamars h.f. við eina hinna nýju véla. loftkældum mótor hefst árið 1950 og sú gerð vélarinnar er bezt þekkt hér á landi. Síðan hefir vélin ekki tekið neinum stökkbreytingum en unnið að endurbótum á henni frá ári til árs. Útlit vélanna er svipað og var. Samræming hefir verið gerð milli vélastærða þannig að heild arsvipur er sá sami og nær sam- ræmingin til annarra vélahluta og er þetta gert til að auðvelda varahlutaþ j ónustu. Hreyfilgerð í öllum stærðarflokkum er hin sama, en strokkafjöldinn er mis- munandi. Stærsta breytingin sem verður á þessum nýju vélum er sú að gangþýðleiki vélanna er mun meiri en áður var. Það hefir jafn an þótt mestur galli við loft- kældar dieselvélar hve hávaða- samar þær eru. Þetta byggist á nýjum uppgötvunum 1 sambandi við hljóðbylgjur í sprengirúmi dieselvéla. Ýmsar aðrar endurbætur eru á stýrisbúnaði, hemlum, vökva- kerfi og ekilsæti. Auk venjulegs búnaðar dráttarvéla svo sem 12- ganghraða ökudrifs, staðlaðs þrí- tengibeizlis, mismunandrifspláss og vinnudrifs, hafa loftkældu DEUTZ-dráttarvélarnar ýmsan fastan sérbúnað. Má þar nefna hliðarsæti fyrir farþega, dráttar- króka bæði að aftan og framan og styrkt kúplingshús fyrir áfest ingu moksturstækja. Sérstakt vinnudrif er fyrir sláttuvél og úrtaksgreinar vökvakerfisins eru óháðar hver annari. Einnig er fá- anlegt DEUTZ-Multimat gír- skiptibúnaður. Af þeim sjö stærðarflokkum, sem á boðstólum verða, eru tveir framleiddir sem iðnaðartraktor- ar. Ámoksturstæki á dráttarvélar auka notagildi þeirra mjög við bústörfin. Samhliða innflutningi á slíkum tækjum, hóf vélsmiðja Hamars h.f. síðastliðinn vetur eigin framleiðslu á moksturstækj um fyrir DEUTZ-dráttarvélar. Hyggst Hamar h.f. halda þess- ari framleiðslu áfram. Einnig Framhald á næstu síðu. véla árið 1951. Hinar nýju vélar eru a£ árgerðinni 1966. í tilefni komu þessara nýju véla skýrðu forráðamenn Ham- ars fréttamönnum frá ýmsu í sambandi við vélarnar, svo og starfsemi DEUTZ-verksmiðj- anna. DEUTZ-dieselverksmiðj urnar eru hinar elztu í heiminum í sinni grein, áttu aldarafmæli sl. ár og hlutu við það tækifæri margvíslegar viðurkenningar fyr ir brautryðjendastörf sín. Fyrsta DEUTZ-dráttarvélin var teiknuð árið 1907, en framleiðsla vélanna hófst ekki að ráði fyrr eri 1923. Enn í dag eru til nokkr- ar dráttarvélar í nothæfu ástandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.