Morgunblaðið - 11.01.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.01.1966, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. janúar 1966 Langt yfir skammt eftir Laurence Payne Eknlítill sólargeisli Iæddist inn um gluggann að baki honum og lenti á glerinu yfir mynd, sem á borðinu var og endurkastaðist rétt aðeins andartak. Hann hall- aði sér fram, eins og hann reidd- ist sneri myndinni ofurlítið til svo að geislinn hvarf af andlitinu. — Þetta er alveg rétt hjá yður, hr. Lamotte, sagði ég lágt. Ég tautaði eitthvað og rétti út höndina eftir byssunni, en velti um leið myndinni um koll með jakkaerminni — ég reyndi að láta það líta út eins og tilviljun, en líklega hefir það nú tekizt betur en vel. Sem snöggvast lá myndin upp í loft á borðinu, en svo rétti hann hana við afur. — Fyrirgefið þér, sagði ég. — Þetta var minn klaufaskapur. Tveim mínútum seinna var viðkunnanlegi hávaðinn af um- ferðinni í Piccadilly aftur í eyr- um mér. Ég gleymdi öllu, sem kring um mig var en gekk að bílnum, hægt og hægt. Ég sá ekki annað en andlitið á mann- inum bak við skrifborðið — andlitið tilheyrði öðrum manni, sem ég hafði einhverntíma þekkt — yngra manni. Ég vissi víst, að ég hafði verið að tala við föður Rodney Herters. Andlitið á myndinni á borð- inu var andlit Yvonne Lavalle 16. kafli. Þegar ég kom aftur í Scot- land Yard, sat Saunders bak við hurðina í skrifstofunni minni — steinsofandi Ég gekk hljóðlaust að skrif- borðinu mínu, settist, studdi hönd undir kinn og horfði á hann þegjandi. Þreytan fór nú aftur að gera vart við sig og allar flækjumar í þessu bölvaða máli hringsnerust í hausnum á mér. Ég horfði á alla hrúguna í „óafgreidda" kassanum með við- bjóði. Mér fór að detta í hug bolli fullur af sjóðheitu te en hugsunin dó í fæðingunni. Hrossaleg höggin í Big Ben, sem sló fimm, glumdu í eyrunum á mér og kæfði annan hávaða, sem þarna var. Éinhver í næstu skrifstofu öskraði eitt- hvað hvað í símann sinn, ein- hver annar glamraði á ritvél, en fluga suðaði genvonzkulega í glugganum. Ég var eitthvað utan við mig og órólegur. Ég lokaði augunum og beið. Síminn vakti mig harkalega. Það var Thamesdeildin við Waterloobryggjuna, sem sendi áfram skilaboð frá Jim. Vél- bátur að nafni Ariadne hafði rétt áðan verið bundinn við hliðina á Giuseppe; — maður hafði gengið á land og hvort ég vildi hlusta áfram, þar eð Blackwell fulltrúi væri í stöð- ugu sambandi við þá gegn um talstöðina sína. Lengra burtu gat ég heyrt röddina í Jim, málm- □---------------------------□ 71 □---------------------------□ kennda og ópersónulega, eins og í manni, sem er að lýsa kapp- leik. Ég leit á Saunders, sem hafði opnað augun og deplaði þeim nú til min fölur og tekinn í andlitinu. Eftir því, hvernig hann kyngdi munnvatninu, gat ég séð, honum var illt í háls- inum. Ég veifaði til hans, hug- hreystandi. Röddin í símanum var að endurtaka orð Jims, tónlaust: — Grunaði er farinn inn í bragg- ann. Hann er stór kraftalega vaxinn maður, miðaldra, ber- höfðaðup, gengur álútur. Ef hann er okkar maður, vildi ég leggja til . . . bíddu andartak.. hér er hann . ... og ber .... ja, þú veizt hvað hann ber. Það er áreiðanlega okkar maður. Jim hafði hækkað röddina ofur- lítið, en hin röddin breyttist ekkert. — Ef hann fer upp eftir ánni, legg ég til að fulltrúinn komi niður á Waterloo-bryggj- una, þar sem við ættum að geta tekið hann. En hann verður að flýta sér! — Ertu ferðbúinn? spurði ég Saunders lágt og lagði höndina yfir trektina. Hann kinkaði kolli og brölti á fætur. Röddin hélt áfram: — Grunaður er kominn út í Ariadne með árarnar með sér. Vélin fer í gang. Nú losar hann . . . og . . . já . . . hann stefnir upp eftir ánni. Segðu fulltrúanum að flýta sér. — Segðu honum, að ég sé að fara af stað, öskraði ég í símann á móti, um leið og ég stökk á fætur. Af stað með okkur! sagði ég og greip hattinn minn og þaut «út. Með bjölluna í gangi, þutum við innan um þétta umferðina á árbakkanum og eftir réttar þrjár mínútur snarstönzuðum við undir boganum á Waterloo- brúnni, skildum svo bíl- inn eftir í umsjá ein- hvers annars og þutum niður á bryggjuna. Þeir voru að búast við okkur. Ég kinkaði kolli til allra og við stóðum allir þegjandi við dyrnar á lítilli skrif stofu, álútir og hlustuðum á brakið í talstöðinni. — Hann er nýfarinn undir Towerbrúna — fer hægt — Millers bryggja hægra megin við okkur . . . við erum svo sem 300 stikur frá honum. Ég gekk fram á bryggju- brúnina. Fölleit sólin, sem var lágt yfir Shellhúsinu, kastaði stórum skugga af brúnni yíir vatnið. Tveir lögreglubátar lágu þar við festar. Röddin að baki mér sönglaði áfram: — Það sést illa núna, því að ég hef sólina beint í aug- vm. Við emm að fara framhjá Tower. Þarna er hann, rétt að koma að Lundúnabrúnni, halló, Waterloobrú! Er fuÚtrúinn kominn þarna til ykkar? Ég stikaði fram og aftur um mjóu bryggjuna, í þungum þönkum, kveikti mér í vind- lingi fleygði umbúðunum í sjó- inn og horfði á þær hossast upp og niður eins og korktappa. — Nú er hann móts við Cann- on Street-stöðina. Ég horfði á tvær svörtu hvelfingamar á stöðinni, sem bar við himinn yfir Svartmunkabrúnni og saug vindlinginn minn fast. Saunders stóð við hliðina á mér. Ég leit við og á hann. — Guð minn góðurlsagði ég. — Ertu nú kominn með annan hatt? Þetta var reyndar flöt grá húfa sem hann hafði dregið alveg niður undir augu. — Mér fannst hún ekki eins áberandi, sagði hann. Hann var hræðilegur útlits þar sem hann stóð þarna í dimmum skugg- anum af brúnni — og ég var f eg- inn, að hann skyldi vera okkar megin. — Hvernig líður þér? — Ég verð í góðu lagi, þegar loftbelgurinn fer upp svaraði hann hressilega. — Þú treystir mér alls ekki, eða hvað? — Hvað áttu við? — Ég sagði, að ég skyldi hringja til þín. — Mér fannst ég verða að spara þér ómakið, svaraði hann snöggt. Tilbreytingarlausa röddin að baki okkur sagði: — Svart- munkabrúin. Við rýndum út í myrkrið, sem færðist sífellt í aukana. — Nú koma þeir á hverri stundu! Það lá einhver einkennilega gulleit dimma yfir allri borg- inni. Dráttarbátur kom hóstandi til okkar og tveir prammar aftan í honum, en á þilfarinu blikaði á málm. — Halló, Waterloo, sagði röddin í Jim, — það er dráttar- bátur að koma móts við ykkur, með rauðan reykháf. Rétt á eftir honum er Ariadne, 16 feta vél- skúta, græn og hvít. Við höfum fært okkur hundrað stikur upp- eftir, því að skyggnið er að versna. Við getum hoppað um borð, hvenær sem er, frændi! Mig hitaði í eyrun. Einhver þarna inni í skrifstofunni sagði: — Hver skrattinn er þessi ,,frændi“? í skjóli dyragangsins þarna, beindi ég kíkinum að dráttar- bátnum sem var að nálgast. Ég gat ekki séð, að neitt væri á eftir honum. Iskaldur vindurinn þaut yfir vatnið og hvítt löður gaus upp. — Hann er að kæla, tautaði ég. Undir vestinu hafði ég, svo að lítið bar á, eina ,,{>eysuna“ hennar Mildred, og nú var ég í fyrsta sinn þakklátur fyrir óhóf- lega stærðina á henni, því að hún náði alveg niður á læri og veitti þægileg hlýindi. Nú var dráttarbáturinn kom- inn alveg á móts við okkur, og Allt í einu datt mér nokkuð í hug, sem kom illa við mig. — Hvað er hann að segja? Skolhærður lögregluþjónn las úr merkinu: — Hvernig gengur með glæpina . . . hjálp . . . það er verið að elta okkur, sagði ég, án þess að brosa. Það er ekki nema rétt hjá honum! Og svo kom Ariadne. Ég beindi kíkinum að henni og á manninn sem stóð við stýrið. Jafnvel úr þessari fjarlægð sýndist hann risavaxinn. Eitt- hvað var að brjótast um í huga mínum. Pat Hilton hafði sagt: „Stærri en þú og þar til þrek- inn“. Ég starði fast á hendurnar á manninum. ,,Hann hafði tatt- óveringarmerki á báðum hand- arbökum" hafði Pat sat, en nú voru hendurnar á honum í skugga og ermamar á frakk- anum hans svo langar, og „hann hefði geta verið sjómaður". Já sannarlega hefði hann getað verið sjómaður. Og meira að segja morðingi líka. Ariadne fór nú undir brúna og hvarf sjónum. Ég sneri aftur inn í skrifstofuna, þar sem varð- mennirnir fjórir voru að fara í yfirhafnirnar. — Er allt til? Munið þið nú að fara vel á eftir okkur og koma ekki nærri okkur, nema ykkur verði sagt til. Það er trú- legt, að þeir hafi auga með okk- ur. Skolhærði maðurinn var að gægjast yfir'öxlina á mér, hálf- gapandi og einsog hann tryði ekki sínum eigin augum. Ég vissi mætavel, hvað hann var að glápa 'á, svo að ég herti mig upp og horfði í sömu áttina. í hundrað stikna fjarlægð kom Jolly Roger, slagandi eins og hann væri drukkinn. Ég starði á hann dauðhræddur og stillti mig um að skjálfa. — Hananú! stundi Sanders. Roger hélt sig fast upp að bakkanum og reyndi að líta ekki út eins og lögreglubátur, og eft- ir andartak var hann kominn upp að. — Hæ! kallaði Jim glaðlega. — Hæ!, sjálfur svaraði ég geðvonzkulega, um leið og ég steig um borð og hjálpaði svo Saunders yfir erfiðasta kaflann. — Hvern ertu með þarna? — Ja, hvern heldurðu? — Hann er kominn með nýjan hatt. Hann talaði um Saunders, rétt eins og hann væri þarna alls ekki. — Haldu kjafti . . . og áfram. Við Barney heilsuðumst með því að humma eitthvað og svo lögðum við af stað. Jim var nú heldur í essinu sínu og kynnti mig tveim persónum, sem ég kannaðist við sem verkamenn- ina, sem voru að spila, en reyndust nú vera Harding og Hobson, leynilögreglumenn — þetta var harðsnúið lið. Jim dró mig til hliðar. — Hvað um þennan kall þarna um borð í Ariadne? Hann virðist hafa krafta í kögglum. — Þú hefur víst ekki tekið eftir höndunum á honum? — Hefði ég átt að gera það? — Ef þær eru tattóveraðar, er hann morðingi. — Æ vertu ekki að þessu. Hvern hefði hann átt að myrða?, — David Dane. Hann leit skáhallt á mig. —- Ja, við stöndum svei mér í stór- ræðum, finnst þér ekki? — Já, víst gerum við það, svaraði ég kuldalega. Næsta klukkutímann rann mikið vatn undir brýr og við streittumst á móti því — við fór- um undir aUar brýr Lundúna- borgar með tölunni Eftir því sem dimmdi, kólnaði um leið og enda þótt rigningin héldi sér nú í skefjum, var mikill raki í loft- inu. Og hvorki var tungl né stjörnur til að draga neitt úr sortanum á himninum. Við héldum á eftir Ariadne og nú, er við vorum komnir langt upp- eftir ánni, voru ekki nema svo sem fimmtíu stikur á milli okkar og hennar. Ég fór að hafa orð á því, hvort rétt mundi að byfgja siglingaljósin okkar, en Barney tók þessu illa og þver- neitaði öllum slíkum aðgerðum gegn lögum og reglugerðum þeim, er giltu þarna á ánni. Ég hugsaði, önugur í skapi, um öll þau lög og reglugerðir, semAri. adne var þegar að brjóta, en sagði ekkert. — Hvar er fyrsti skipastig- inn? — Teddington, svaraði ,Barney hiklaust. Jim greip fram í: — Er ekki annar í Richmond? — Jú, en það er bara smá- straumsstigi — við þurfum ekkert að vera að súta hann. — Ég vona bara, að við þurfum ekki að vera að súta neinn þeirra, sagði ég innilega. — Ef við hleypum honum í gegn á undan okkur, missum við af honum, og ef við verðum honum samferða, kynni hann að gerast forvitinn. Þetta var talsvert áhyggju- efni, en ég hefði nú samt ekki þurft að vera neitt að súta það, því að þegar kom á beina kafl- ann við Syon. fór að draga úr ferðinni á Ariadne. Og við dróg- um úr okkar ferð sem því svar- aði. — Barney! sagði ég og með rödd, sem þoldi engin mót- mæli. — Byrgðu ljósin! Ég horfði á bakkann gegn um kíkinn. — Það er Golfvöllurinn í Mið- Surrey, tautaði Jim við hliðina á mér. — Hvaða steinvarði er þetta þarna? — O, það er bara gamall steinvarði. Fyrir framan okkur kvíslaðist áin snögglega, þannig að kvíslin til hægri hvarf í bugðum inn I mikla ljósadýrð, en sú til vinstri lá áfram inn í myrkrið. — Isleworth Ait, sagði Barney. — Það er eins og hann stefni til London Apprentice. — Hvað er það? — O, það er bara knæpa. — Hvert liggur þessi kvísl? — Ekki neifct. Um fjöru er hún bara smálón. En svo sam- einast hún aftur ánni svo sem hálfri mílu neðar. Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Vesturgata, 44-68 Tjarnargata Lambastaðahverfi Laufásvegur frá 58-79 Ingólfsstræti Aðalstræti Túngata Þingholtsstr. Kerrur undir blöðin fylgja hverfunum SIMI 22-4-80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.