Morgunblaðið - 11.01.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.01.1966, Blaðsíða 21
r.ORGU NBLADIÐ 21 f»r!Síudagur 11. janúar 1966 Fólk úr víðri veröld Á veðurstofunni: — Nei, nei, frú. Ég get alveg fullvissað yður um það, að hæð- in yfir Grænlandi er hvorki til sölu né leigu. Nýbakaður hæstaréttalög- maður átti nú að fá að reyna sig í fyrsta skipti sem verjandi og áður en réttarhöldin hófust ráðfærði hann sig við stéttar- bróður sinn um hvað varnar- ræðan skyldi vera löng. — Eins löng og þú mögulega getur haft hana, svaraði sá. — En hvers vegna? — Jú, því lengri sem hún er J>eim mun lengur tekst þér að halda skjólstæðing þínum utan Við fangelsismúrinn. Andrúmsloftið við morgun- verðinn var lævi blandið. — Ertu svona vond út í mig, að því að ég kom heim með biátt auga í nótt? spurði hann. — Nei, þegar þú komst heim 1 nótt, hafðirðu ekki neitt blátt auga, svaraði hún ískalt. Pétur litli kom hlaupandi heim úr skólanum og skýrði móður sinni frá helztu atburð- um dagsins. — Já, og í dag lærðum við að draga frá í skólanum. Það var enginn vandi, því kennslukonan segir það nákvæmlega sama og pabbi. — Nú, hvað þá? — Þetta gengur ekki — við neyðumst til að fá lánað. ' — Hvers vegna gangið þér um með þetta hræðilega glott? — Jú, það skal ég segja yður. Ég var málaður af einum af þessum mjög svo nýmóðins málurum, og nú reyni ég af fremsta megni að líkjast mál- verkinu. — í dag hafið þér engan hita, herra Jón, sagði hjúkrunarkon- an við sjúklinginn. — Nei, yfirhjúkrunarkonan var nefnilega hérna áðan og tók hann. — Þú ert eitthvað svo óróleg- ur. — Já, það er vegna þess að ég stend hérna og veiði. — En það á nú að hafa róandi áhrif á taugarnar? — Já, en það er bannað að veiða hérna. — Síminn hringdi hjá yfir- manni fangelsisins um nótt. — Afsakið, sagði röddin í sím- anum, en ekki gæti ég fengið að tala við náungann, sem játaði á sig innbrotið á heimili mínu í janúar í fyrra. — Það held ég sé ómögulegt •— en hvers vegna viljið þér tala við hann? — Jú mig langaði til þess að spyrja hann, hvernig hann hefði komizt inn í húsið án þess að vekja konuna mína. — Og þér hljótið að vera herra Páll, sem biðjið um að vera látinn vita, þegar fiugvói- ia fer yfir Monoo? Leikarar ársins Nýlega fór fram í New York hið árlega val „leikara ársins“. Leikkona ársins varð að þessu sinni Julie Christie, en þennan eftirsóknarverða titil hlaut hún fyrir leik sinn í kvikmynunum „Dr. Zhivago" og „Darling“. Lee Marvin, sem kunnur er orðinn af kvikmyndunum „Cat Ballou“ og „Ship of Fools“ var kosinn kvikmyndaleikari ársins. Ameríska kvikmyndaráðið, sem er einkastofnun, komst einnig að þeirri niðurstöðu að bezta kvik- mynd ársins 1965 væri myndin um Eleanor Roosevelt. Kvikmynd Fellinis, „Juliet of the Spirits“, væri bezta erlenda kvikmyndin það ár. John Schlesinger fékk fyrstu verðlaun fyrir leikstjórn á kvikmyndinni „Darling“ og Harry Andrews og Joan Blondell voru kosin beztu aukaleikarar ársins. Níu beztu amerísku kvikmynd- irnar á eftir þeirri um Eleanor Roosevelt voru samkvæmt skoð- un kvikmyndaráðsins þessar í réttri röð: „The Agony and the Ecstasy", „Dr. Zhivago“, „Ship of Fools“, „Njósnarinn, sem kom inn frá kuldanum", „Darling", „The greatest story ever told“, „Þús- und trúðar", „Hraðlestin" og „The sound of music“. Vinsælasti söngvari allra tíma Hver er maðurinn? í 20 ár hefur hann verið vin- sælasti dægúrlagasöngvari sinn- ar tíðar og út af fyrir sig er það frábært afrek. Hann hefur verið kosinn kvikmyndaleikari ársins fimm ár í röð, þar að auki oft verið kosinn söngvari ársins, sjón varpsstjarna ársins, útvarps- stjarna ársins og þannig mætti lengi telja. Hann verður 62 ára gamall í ár og enn er hann með vinsæl- ustu dægurlagasöngvurum sem uppi eru. Tekjur hans í dag nema hátt í 700 milljónir króna og er talinn auðugasti kvikmyndaleik- ari sem uppi er. Hann heitir Bing Crosby og er ennþá í fullu fjöri og ferðast enn um víða veröld til þess að halda söngskemmtanir. Sjálfur segir hann um plötur sínar, sem út hafa verið gefnar í 200 milljónum eintaka síðan árið 1920: — Ég á eitt eintak af hverri þeirra, en ég hlusta aldrei á þær. Ástæðan? — Þær eru svo leiðinlegar! Hæslu vSnning- ar í DAS- happdrætti SL. laugardag var dregið í 9. fL Happdrættis DAS um 200 vinn- inga og féllu vinningar þannig: íbúð eftir eigin valdi, krónur 500.000.00, kom á nr. 7085 í aðal- umboði. Bifreið eftir eigin vali, krónur 200.000.00, kom á nr. 18704 í aðal- umboði. Bifreið eftir eigin vali, krónur 175.000.00, kom á nr. 16925 í um- boði Siglufjarðar. Bifreið eftir eigin vali, krónur 130.000.00, kom á nr. 15124. Bifreið eftir eigin vali, krónur 130.000.00, kom á nr. 42340. Húsbúnaður eftir eigin vali fyr ir kr. 25.000.00 kom á nr. 42818. Húsbúnaður eftir eigin vali fyr ir kr. 20.000.00 kom á nr. 30646 og 49799. Húsbúnaður eftir eigin vali fyr ir kr. 15.000.00 kom á nr. 38533 40607 og 58386. Eftirtalin númer hlutu húsbún- að fyrir kr. 10.000.00 hvert: 4137 11324 17653 34254 38542 42217 45605 49589 49602 52527 (Birt án ábyrgðar) JAMES BOND James Bond 6Y IAN FIEMIN6 DRAWING BY JOHN McLUSKY Efíir IAN FLEMING Klukkustund fyrir sólarupprás . . . — Stjóri! Vaknaðu! Það er drekinn! - Nokkurskonar dulbúinn traktor SOME KIMD Of AMPMIBIOllS TRACTOR, PRESSEP Up TO FRIGWTEN/ YOU AIM FOR TUB MEAPLIGUTS, QUARREL— ' Tll GO FOR TUE TYRES Þú miðar á ljósin, Quarrel — ég skal sj um hjólbarðana. J Ú M B Ö Teiknari: J. M O R A — Eg geri mér alveg grein fyrir því, að þið eigið inni hjá mér skýringu á komu minni hingað, svaraði Fögnuður. — Það er bezt að ég byrji á byrjuninni og . . . — Ah, engar málalengingar, sagði Júmbó óþolinmóður. — Hver sendi þig hingað? — Sjáið þið nú til — ég er eiginlega fórnarlamb samsæris nákvæmlega eins og þig og prófessor Mökkur, sagði Fögnuður. — í bæ einum langt héðan í burtu búa tveir auðkýfingar, sem leiðist lífið ákaf- lega, vegna þess að þeir eiga svo mikla peninga, að þeir hafa ekki hugmynd um, hvað þeir eiga að gera við þá. — Ég var þjónn hjá öðrum þeirra, og dag einn spurði hann mig, hvort ég hefði áhuga á því að vinna mér inn svolítinn aukapening. Hefði ég vitað það þá, um hvað það snerist hefði ég aldrei sagt já. KVIKSJA —-k- --k- —-*« Fróðleiksmolar til gagns og gamans 1 UAIÖANN MEÐ BROS Á VÖR Hinn afkastamikli og frábæri enski málari Thomas Gainsbor- ough (1727—82) lagði ætíð mesta áherzlu á dugnað og vinnu jafnvel fyrir hina mestu snillinga. Hann lét eftir sig 220 andlitsmálverk, um 80 lands- lagsmálverk og ótal margar teikningar og uppköst. Þegar hann lá á banabeði, voru hugsanir hans enn bundn- ar málaralistinni og ekki sízt hinum mikla Van Dyck, sem dáið hafði 147 árum áður, en haft úrslitaáhrif á þróun hans sjálfs. Sjúkdóminum tókst ekki að buga kímnigáfu Gainsbor- aughs og hið síðasta sem hann sagði (með breiðu brosi á vör): „Við erum allir á leið til himna og Van Dyck er með í félagsskap okkar".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.