Morgunblaðið - 11.01.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.01.1966, Blaðsíða 10
10 MORGU NBLAÐIO Þriðjudagur 11. janúar 1968 Flugumferðastjórnin hlýtur heiðursviðurkenningu í GÆR boðaði flugmála- stjóri, Agnar Koefoed-Han- sen, blaðamenn á sinn fund og skýrði frá flugumierð hér á landi s.l. ár. Einnig voru mættir á fundi þessum fram- kvæmdarsjóri flugumferðar stjórnar Leifur Magnússon, flugvallarstjóri Reykjavíkur flugvallar Gunnair Sigurðs- son, formaður Fél. ísl. einka- flugmanna Bárðar Daníels- son og flugvallarstjóri valla úti á landi Haukur Claessen. Þessir aðilar svöruðu ýmsum spurningum, er fyrir þá voru lagðar, og kom m. a. í ljós að flug er hér á landi í mjög örum vexti, einkum allskonar einka- flug, en'da ekki tiltakanlega dýrt sport, þar sem vélar með 2 sæt- um kosta um 100 þús. krónur ódýrast, en algengt er að margir sameinist um sömu vélina, sér- staklega, ef um dýrari vélar er að ræ'ða. Þá kom fram að lokið er bygg ingu flugskýlis á ísafirði, sem er 20 x 20 m að stærð. Hafin er bygging flugskýlis á Akureyri, sem er 37 x 25 m. að stærð og dyr 11 m. háar. Flugfloti íslendinga er nú 72 vélar af 39' tegundum. Ennfrem- ur kom fram að lendingar og flugtök á Reykjavíkurflugvelli hafa komist upp í 178 á einni klukkustund á góðviðrisdegi að sumarlagi. Meðfylgjandi mynd af línuriti sýnir glöggt hvernig flugumferð hefir verig hér frá árinu 1950. Meðfylgjandi tafla sýnir flug- umferðina eins og hún var s.l. ár. Flugmálastjóri skýrði frá því að flugumferðarstjórar landsins ingu frá Flight Safety Foundation í Bandaríkjunum, sem er þar hálf opinber stofnun, með fjárfram- lagi frá flugvélaverksmiðjunum og annast allar rannsóknir í sam bandi við flugöryggi og hefir af- skipti af þeim málum um heim allan. Kva’ð flugmálastjóri mik- inn heiður að þessari viðurkenn- ingu og lauk blaðamannafundin- 1965: 1964: breyting: Flugumferff um íslenzka flu gstjórnarsvæðið: a) Farþegaflugvélar 14.972 (12.333) + 21% Herflugvélar 5.511 (6.372) 4-13% Samtals: 20.483. (18.705 + 10% Reykjavíkurflugvöliur: a) Flugvélar: Farþegaflugvélar — innanlands 8.863 (5.839) + 52% Farþegaflugvélar — millilanda 639 (1.046) -í-39% Smáflugvélar (3-sæta og minni) 9.823 (6.278) + 56% Herflugvélar 77 (128) 4-40% Samtals 19.399 (13.291) + 46% b) Flugtök og lendingar: Áætlunarflug — innanlands • 4.492 (3.703) +21% Áætlunarflug — millilanda 1.182 (1.983) ■4-40% Herflug 215 (268) -4-20% Annað flug 1) 131.474 (68.417) + 92% Sa mt.: 137.361 (74.371) + 85% I 1) Annað flug: Óreglubundið farþegaflug, kennslu flug, æfingaflug, einkaflug og sjúkraflug Keflavíkurflugvöllur: a) Farþegaflug — millilanda 1.889 (1.218) + 55% b) Flugtök og lendingar: Farþegaflug 18.491 (12.683) + 46% Herflug 38.516 (37.433) + 3% Samtals 57.007 (50.116) + 14% um með því að hann afhenti vakt hefðu hlotið sérstaka viðurkenn- stjóranum í flugturninum skjalið með stuttri ræðu, þar sem rann kvaðst vænta þess að fram mætti halda þeim orðstír, sem íslenzk flugumferðastjórn hefði hlotið með viðurkenningu þessari. Dí$tinguished Service Award Citation TRANS ati.antic air traffic controllers for outstanding servlce in the promotion of safety in air travel, By conscientious dedieated service combin- ing skill and intelligence, they have successfully directed the heavy flow of air traffic across the North Atlantic, The outstanding safety and dependabilxty record of the trans-oceanic carriers is in no small jneasure due to the assistance provided by the person- nel in these control centers. The air travelling public which has come to accept as routine the safety and rapid flight from one continent to the other, owes a great debt to the largely unno- ticed efforts of these competent and devoted men, and it is in recognition of their contribution to air safe- ty that this award is made. November 9, 1965 „Viðurkenning fyrir afburðaþjónustu. Flugumferðarstjórar flugferða yfir Atlantshaf. (Viðurkenning þessi er veitt) fyrir framúrskarandi þjónustu í þágu öryggis í flugferðum og því til efllngar. Með samvizkusemi og trúmennsku, samfara leikni og hæfni hafa þeir stjórnað hinni þungu flugumferð yfir Norður Atlantshafið. Frásagnarvert ör- yggi og áreiðanleiki flugfélag- anna, sem annast ferðir yfir At- lantshafið, er að mjög miklu leyti að þakka aðstoð þeirri sem starfslið flugumferðarmiðstöv- anna á þessu svæði lætur í té. Almennir flugfarþegar, sem nú or'ðið taka sem sjálfsögðu að þeir geti notið öruggra og skjótra flugferða heimsálfanna í milli, eiga mikla skuld að gjalda við- leitni þessara miklhæfu og sam- vizkusömu manna, sem er á fárra vitorði og það er í viðurkenn- ingarskyni fyrir framlag þeirra til öryggis flugsins sem viður- kenning þessi er veitt.“ — Leikhús Framhald af bls. 6 djöfulskap og dró upp sérlega hnyttna mynd af þessum fégír- uga og hégómlega valdaræningja. Agga prinsessa á Limbó var leik- in af Sigríði Þorvaldsdóttur, og var leikur hennar áferðargóður, en litlaus og tilþrifalítill. Árni Tryggvason lék slökkviliðsstjór- ann af talsverðum eldmóði og fékk góðan stuðning hjá Valdi- mari Lárussyni sem lék Brand varðstjóra og fjandvin hans. Varðmennirnir Alli og Nalli voru í höndum Jóns Júlíussonar og Sverris Guðmundssonar, sem gerðu úr þeim skringilegar og skemmtilegar fígúrur. Fyrri hluti leiksins var í heild mun nýstárlegri, viðameiri og hugtækari en seinni hlutinn. Söguþráðurinn varð rýrari eftir Iþví sem á leið, og utidir lokin snerist hann í bláþráð sem vart varð greindur. Átökin við fals- konunginn, einkanlega þegar hann var sviptur kórónunni, voru barnalegri en börnum væri bjóðandi. Var engu líkara en höf undurinn hefði gefizt upp við að spinna söguna. Lok leiksins voru ófullnægjandi. Þar hefði Limbó- ferðin að réttu lagi átt að tengj- ast við tilgang sinn með ein- hverjum hætti, í stað þess að verða að marklausu gríni, sem sagði í rauninni enga sögu, hvorki um geimferðir, bolta, mýs né menn. Upphafleg hugmynd leiksins var sem sagt snjöll, úrvinnsla hennar lök, sýningin furðugóð miðað við allar aðstæður, og börnin hæstánægð. Spurningin Árlegur fjöldi flugvél um ísle nzka úthafsflugstjórnarsvæðiff. Ein hinna heims- kunnu Peterssystra syngur á Sögu A HÓTEL Sögu syngur nú hin heimsþekkta, bahdaríska blökkukona Matty Peters en hingað kom hún frá Kaup- mannahöfn þar sem hún á heim- ili. Með Matty Peters er eigin- maður hennar, Dani að nafni Hérmann Wolsgaard Iversen, rit höfundur. Matty Peters var ein af hinu heimsfræga tríói Peterssystra, en þær systur hafa nú verið að- skildar í nokkum tíma, Ann Peters lézt um síðustu jól og Virginia býr í París með manni sínum og börnum. Peterssystur vöktu á sínum tíma heimsat- hygli fyrir öryggi í sönglist sinni og var fagnað hvarvetna þar sem þær komu. Matty Peters hefur ferðast með manni sín- er bara, hvort allt sé fengið með því að gera börnin ánægð. Söngtextarnir voru afar ein- faldir og komust, að ég held, flestir til skila við mjög áheyri- leg sönglög Ingibjargar Þorbergs, og átti hún að sjálfsögðu líka sinn góða þótt í heildaráhrifum sýningarinnar, enda þótt söngv- arnir væru í rauninni utangarna við rás leiksins, eins og fyrr segir. Hljdmsveitinni stjórnaði Carl Billieh af alkunnri smekk- vísi. Sigurffur A. Magnússon. um um víða veröld og virðist ekkert lát á vinsældum hennar. Fréttamaður blaðsins fékk tækifæri að spjalla við söng- konuna í herbergi hennar á Hót- el Sögu. Hún kvað það hafa komið sér á óvart að snjólaust er á íslandi þessa dagana. Að- spurð kvaðst hún kjósa fremur að búa í Evrópu en Bandaríkj- unum þar hefði ferill þeirra systra náð hámarki og þar hefði hún dvalist lengst af. Matty Pet- ers hefur sungið síðan hún man fyrst eftir sér og fór snemma á námskeið í söng og steppdans og 13 ára að aldri var hún fynr- liði í steppkennslunni. Hún er fædd í Santa Monica í Kaliforn- íu og á æskuheimili hennar þar voru sex litlar Peterssystur. Matty Peters ferðast enn mik- ið veröldina og syngur og nýtur enn þann dag í dag sömu hylli' og hún naut er hún söng í Foli- es Bergére í París með systrum sínum. 1 ATHUGIÐ að borjð saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa ( Morgunblaðinu en öðium biöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.