Morgunblaðið - 28.01.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.01.1966, Blaðsíða 21
íostudagur 28. janúar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 21 Á SUNNUDAG koma hingað 5 ungir menn, sem ætla að spila og syngja fyrir bítilglaða íslenzka æsku. Ungu mennirnir fimm, sem nefna sig The Hollies, eru ættaðir frá Englandi eins og aðr- ir góðir bítlar og hefur tekizt á undraskömmum tíma, að vinna sig upp í efstu sætin á vinsælda- listanum beggja vegna Atlants- I>að var í háhýsi inni á Klepps vegi. — Fyrirgefið, ég á heima á hæðinni hérna fyrir neðan. Ekki mynduð þér vilja vera svo elskulegur að lána okkur útvarpið yðar í kvöld? — Jú, jú, það skal ég gera. Eigið þið von á gestum? — Nei, við vorum nú bara að hugsa um að sofa. Mamma var búin að hátta Mumma litla, og nú átti hann að fara að sofa. Eftir litla stund kallar hann: —• Mamma, get ég fengið svo- lítið vatn? — Nei, nú áttu að fara að sofa. Mummi snöktir svolítið. Svo kallar hann aftur: — Mamma, get ég fengið svo- lítið vatn? — Nei, þú átt að fara að sofa, strákur, annars kem ég og flengi þig. f>ögn. Þá heyrist enn rödd Mumma: — Mamma, þegar þú kemur að flengja mig, viltu þá koma með svolítið vatn handa mér? Hann lá á litlu sjúkrahúsi austur á Fjörðum. Vinur hans kom í heimsókn og hlustaði á harmatölur hans. — Æ, ég er svo kvíðinn núna. Læknirinn varð að skera sjúkl- ing upp í annað sinn í vikunni sem leið, af því að hann hafði gleymt skærum inni í honum. — En þarft þú nokkuð að hafa áhyggjur út af því? — Já, það var nefnilega sami læknirinn, sem gerði uppskurð- inn á mér, og í morgun heyrði ég, að hann fyndi hvergi hatt- inn sinn. í>au voru í Nauthólsvíkinni á heitum júlídegi. Bæði roskin. Allt í einu fór hann að leita að einhverju í sandinum. — Að hverju ertu að leita? spurði hún. — Hefur þú misst eitthvað? — Já, tyggigúmmíið mitt. — Hvað er þetta, maður, það er auðvitað orðið fullt af sandi núna. Það tekur því ekki að vera að leita að því. — Jú, tennumar mínar voru feistar við það. Fjölskyldan var öll í sumar- fríi í tjaldi austur í Hreppum. Þau voru nú í kurteisisheimsókn hjá bóndanum, sem seldi þeim mjólkina. Bóndinn sýndi þeim fjósið. — Er það ekki skrítið eigin- lega, sagði frúin, sem hafði alla tíð alizt upp á malbikinu, — að kýrnar skuli rata aftur á bás- inn, þegar þær koma heim á kvöldin. — Nei, það er ekkert merki- legt, anzaði eiginmaður hennar. Þú sérð að nöfnin þeirra eru á spjaldi yfir öllum básunum. Þegar dýrin voru að ganga út úr örkinni hans Nóa, sneri fíllinn sér að flugunni, sem kom á eftir honum, og sagði: MÝttu ekki »vona á mig!“ hafsins. Telja bítilfróðir menn að þeir standi næst The Beatles og The Rolling Stones, og mun þá mikið sagt. Vinsælasta lag þeirra hér á landi hefur eflaust verið I’m alive, sem mundi útleggjast — Ég er í fullu fjöri — og það eru þeir svo sannarlega, ef eitt- hvað er að marka erlend bítla- blöð. Nú mun nýjasta lagið þeirra — Look through any window — vera á hraðri leið upp í efsta sæti vinsældalistans í Bandaríkj- unum. Piltarnir fimm, sem skipa The Hollies, heita Graham Nash, Allan Clark, Tony Hicks, Eric Haydock og Bobby Eliot. Héðan koma þeir 'frá Englandi, eins og fyrr greinir, en héðan fara þeir til Póllands og þaðan rak- leiðis til Bandaríkjanna. Er þessi Einn af fren.stu og þekktustu fornleifafræðingum Frakk- lands, Breuil ábóti, kom til Lascaux níu dögum eftir að drengirnir höfðu fundið þessar einstæðu minjar um lif frum- manna. Breuil sagðist seinna hljómleikaför þeirra vafalaust einn liður í margyfirlýstri stefnu Bretlandsstjórnar, að bæta sam- búðina milli austurs og vesturs, hversu giftusamlega sem það svo frá: — Tveir drengjanna lágu ætíð í tjaldi við hellismunnann. Enginn fékk að fara þar niður, án þess að einn drengjanna fylgdi honum, og það er ár- vekni þeirra að þakka, að eng- um gafst ráðrúm til að eyði- leggja neitt niðri í hellinum. tekst. Að minnsta kosti er engin hætta á því, að pólsk æska grýti þá félaga, sem auðvirðilega út- sendara vestræns kapítalisma, ef pólskri æsku svipar eitthvað til Enginn vafi lék á því, að listaverkin í hellinum voru upp runaleg og ófölsuð. Breuil ábóti gizkaði á að þær væru um 15—20.000 ára gamlar. All- ur hinn siðmenntaði heimur var furðu lostinn yfir því list- ræna öryggi og tækni, sem jafnaldra sinna, bítilæskunni á ía landi. Piltarnir margnefndu leika 1 Háskólabíói á mánudag og þriðju dag, kl. 7 og 11:15 báða dagana. frummennirnii höfðu beitt við gerð myndanna. Bisonuxar, villihestar og hreindýrahjarðir virtust bráðlifandi á vcggjun- um og menn höfðu það á til- finningunni, að stóðið mundi taka á rás hvenær sem væri. JAMES BOND James Bond BY IAN FLEMIN6 BRAWINE BY JOHN MclUSXY -Æ ■*- Eftir IAN FLEMING Hlýt að hafa sofið í 4 klukkustundir ... klukkan er nærri því sjö. Ah, þú ert vakandi James! Sjáðu! Ég var að JÚMBÖ —K— —K snyrta á mér neglurnar! Nú skulum við mæta til kvöldverð- --K — ar hjá Dr. No. Og vertu ekki of virðu- leg, Honey, það fer þér ekki vel. Teiknari: J. MORA Júmbó og Fögnuður gengu marga hringi i kringum fallna trjástofninn. Þeir voru sannfærðir um að Spori lægi þarna ein- hvers staðar undir — en hvar? Svo heyrðu þeir allt í einu veik hljóð . . . svo lág að það var eins og sá sem gaf þau frá sér, hefði korktappa í munninum. — Þarna er hann, hrópaði Júmbó. — Ég hef fundið hann — hann liggur þarna í holu niðri í jörðinni. Ertu meiddur, Spori? — Þ-það veit ég ekki, svaraði Spori rugl- aður. — Ég er nýkominn hingað niður . . . ég meina, hjálpið mér upp, þá skal ég segja ykkur allt. Holan var djúp, og Spori var allt of máttfarinn til þess að geta hjálpað til þegar vinir hans reyndu að toga hann upp. — Vertu bara rólegur, sagði Júmbó, við náum þér áreiðanlega upp, og ef það gerist ekki í dag, þá áreiðanlega á morg- un, þegar við höfum náð í prófessorinn. K V I K S J A *-K> --K- Fróðleiksmolar til gagns og gamans ALDUR MYNDANNA ÁKVEÐINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.