Morgunblaðið - 28.01.1966, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ
Fðstudagur 28. janúar 1966 V
Landsliðið gegn
Skotum valið
Járnhausinn ■ 50. sinn
NK. ÞRIÐJUDAG verður gam
ansöngleikurinn Járnhausinn,
sýndur. í 50. sinn í Þjóðleik-
húsinu. Aðsókn að leiknum
hefur verið mjög góð.
Leikurinn var frumsýndur
þann 20. apríl sl. á 15 ára af-
mæli Þjóðleikhússins. Það er
mjög sjaldgaeft að leikrit séu
sýnd 50 sinnum í Þjóðleikhús-
inu og eru aðeins örfá leikrit,
sem hafa náð svo miklum sýn
ingarfjölda. í Þjóðleikhúsinu
eru 660 sæti fyrir leikhúsgesti
eða nær því þrisvar sinnum
fieiri en í Iðnó.
Járnhausinn verður aðeins
sýndur þrisvar sinnum enn.
Myndin er af Helgu Valtýs-
dóttur og Vali Gíslasyni í hlut
verkum sínum.
Verður Nasution vara-
forseti Indónesíu?
LANDSLIÐSNEFND KKÍ, sem
er skipuð þeim Jóni Eysteinssyni
og Þóri Guðmundssyni, hefir val-
ið landsliðið, sem mætir Skotum
nk. laugardag og sunnudag í
íþróttahöllinni í Laugardal.
Liðið skipa þessir menní
Agnar Frfðriksson ÍR 191 sm.
6 landsl. 4 unglingalandsl.
Birgir Jakobsson ÍR 192 sm.
2 landsl. 0 unglingalandsl.
Hólmsteinn Sigurðss. ÍR 189 sm.
11 landsl. 0 unglingalandsl.
Þorst. Hallgrímsson ÍR 184 sm.
10 landsl. 0 unglingalandsl.
Einar Bollason KR 186 sm.
5 landsl. 0 ungiingalandsl.
Unglinga
forleikir
Á UNDAN landsleikjunum gegn
Skotum á laugardag og sunnudag
verða háðir forleikir, sem ættu
að geta veitt áhorfendum góða
skemmtun.
Menntaskólinn í Reykjavík
keppir við Verzlunarskólann á
undan leiknum á laugardag. Þess
ir tveir skólar hafa marga harða
hildi háð á íþróttavellinum á
undanförnum árum og má búast
við harðri baráttu milli þeirra-
á laugardag. í liði beggja eru ung
ir og efnilegir körfuknattleiks-
menn ,sem vakið hafa athygli í
keppni íþróttafélaganna.
Á undan landsleiknum á sunnu
daginn keppir lið Vogaskólans
við High School á Keflavíkur-
flugvelli. f liði Vogaskólans eru
piltar sem athygli vöktu í III. fl.,
en þeir mæta keppnisvönum og
erfiðum andstæðingum, þar sem
bandarísku piltarnir á Keflavík-
urflugvelli eru.
Leikirnir báða dagana hefjast
kl. 16, en leikið verður í 2x15
mín., án nokkurra leiktafa. —
Landsleikirnir sjálfir ættu því að
geta hafist kl. 16,40.
Þess er vænzt að sem flestir
nemendur skóla þeirra er keppa
mæti á leiknum og hvetji hver
sitt lið til dáða.
Á sunnudagskvöldið kl. 21
minnast körfuknattleiksmenn af-
mælis sambandsins, með dansleik
í Tjarnarbúð. Við það tækifæri
verða landsliðsmönnum afhent
landsliðsmerki KKÍ í fyrsta
skipti. Körfuknattleiksunnendur
eru hvattir til að sækja dansleik-
inn, en aðgangur er frjáls, eftir
því sem húsrúm leyfir.
Celtic í undan-
úrslitum um
Evrópubikur
SKOZKA liðið Celtic hefur á-
unnið sér rétt til keppni í 4 liða
úrslitakeppni um Evrópubikar
bikarmeistara í knattspyrnu. í
8 liða úrslitum mættust Celtic
og rússneska liðið Dynamo Kiev.
Fyrri leikinn (sem fram fór í
Skotlandi) vann Celtic með 3:0.
Síðari leikurinn var leikinn á
sunnudaginn í Tiflis. Jafntefli
varð 1:1 og voru bæði mörkin
skoruð í fyrri hálfleik. /
Kolbeinn Pálsson KR 178 sm.
2 landsl. 4 unglingalandsl.
Gunnar Gunnarsson KR 184 sm.
5 landsl. 4 unglingalandsl.
Hjörtur Hansson KR 189 sm.
2 landsl. 4 unglingalandsl.
Kristinn Stefánsson KR 198 sm.
3 landsl. 4 unglingalandsl.
Birgir örn Birgis Á 191 sm.
12 landsl. 0 unglingalandsl.
Nýja Delhi, 26. jan. NTB-AP.
HAFT er eftir áreiðanlegum
heimildum í Nýju Delhi, að ráð-
herrar stjórna Indlands og Pak-
istans muni hefja viðræður sín í
milli snemma í næsta mánuði um
að upp verði tekið fullt stjórn-
málasamband og samskiptum
ríkjanna komið í eðlilegt horf.
Indira Gandhi, hinn nýskip-
aði forsætisráðherra Indlands
hélt útvarpsræðu til indversku
þjóðarinnar í dag — hina fyrstu
frá því hún tók við emibætti. Hún
minntist lýðveldis afmælis þjóðar
innar og sagði, að hún og stjórn
hennar mundi í nánustu fram-
tíð leggja alla áherzlu á að koma
á friðsamlegum samskiptum við
nágrannaríkin - jafnframt því þó
að efla varnií landsins og öryggi.
Kvað hún það meginmál ind-
versku þjóðarinnar að vinna að
eflingu friðar í heiminum og
búa svo í haginn, að unnt væri
Þorravaka
i Félagsgarði
Valdastöðum 24/1. ’66.
Sl. laugardag, þann 22. þ.m.
efndu kvenfélagskonar í Kjós-
inni til mannfagnaðar í Félags-
garði. Hófst samkoman með því,
að frú Anna Bella Keefer frá
Hækingsdal, setti samkomuna
og bauð gesti velkomna, og
ikynnti dagskráratriði. Á eftir
fór iram almennt borðhald. Á
borðum mátti sjá alls konar góð-
mat, og ekki tókst mér að koma
tölu á allar þær tegundir, sem
fram voru bornar. En vafasamt
loykir mér, ihrvort að beztu ve'it-
ingaihús í Reykjuvík hafi borið
fram fjölbreyttari mat en þar
gat að líta. Ekki kæmi mér á
óvart, þó einlhver gestanna
hafi ekki kunnað sér magamál,
af þeim gómsætu réttum, sem
fram voru bornir. Þá flutti frú
Bella gamanþátt, — annál ársins
úr sveitinni.
En ekki náði samkoman há-
marki fyrr en gamanleikarinn
Ómar Ragnarsson, toom fram á
sjónarsviðið, með fjölþættan
gamaraþátt. Og var bann marg
kalilaður fram, með dynjandi
lófataki.
Fjölmennt var á samkomunni
sem lauk með dansi, og skemmti
fólk sér konunglega fram á nótt.
— St. G.
Davíð Helgason Á 179 sm.
9 landsl. 0 unglingalandsl.
Þorsteinn Hallgrímsson. sem
stundar nám í Kaupmannahöfn,
kom heim í boði KKÍ, til að leika
þessa afmælisleiki við Skota. _
Þorsteinn hefir verið oftar fyrir-
liði landsliðsins, en nokkur ann-
ar, eða alis í 9 skipti. Auk þess
var Þorsteinn fyrirliði liðsins,
sem fór í keppnisför til Banda-
ríkjanna og Kanada sl. vetur.
Þorsteinn stóð sig mjög vel í
Polar Cup mótinu í Helsinki
1964 og komst þá í raðir fremstu
körfuknattleiksmanna í Evrópu.
Körfuknattleiksmenn munu
minnast 5 ára Lafmælis KKÍ með
dansleik í Tjarnarbúð á sunnu-
dagskvöld kl. 9. — Við það tæki-
færi munu veröa afhent landsliðs
merki til þeirra 29 pilta, sem
keppt hafa landsleiki á þessu
tímabili.
að snúast af alefli gegn þeim
vandamálum, sem stefndu ind-
versku þjóðinni í voða, — en
þau taldi hún helzt vera matvæla
skort, fátækt og menntunarskort.
Hún þakkaði Bandaríkjastjórn þá
aðstoð, sem hún hefði veitt að
undanförnu til þess að koma í
veg fyrir hungursneyð í landinu
og sagði að reynt yrði að hafa
fullt eftirlit með því að þeir, sem
bágstaddir væru og þurfandi,
einkum konur og börn, fengju til
skilda matarskammta.
Indira skoraði á þjóðina að
standa sameinuð í baráttunni
gegn þessum óvinum sínum og
stuðla þannig að því að skapa
sér bjartari framtíð. — „Eflum
með okkur styrk, þolinmæði,
umburðarlyndi og sjálfsaga, því
að þeir eiginleikar eru grund-
völlur lýðræðislegs þjóðfélags-
skipulags", sagði Indira Gandhi.
L eiðrétting
S Á misskilningur kom fram í
frétt í blaðinu í gær, þar sem
skýrt var frá ávarpi Sigurbjörns
Þorb j örnssonar, ríkisskattstj óra,
til skattborgara, að nefnd sú, sem
í eiga sæti, Sigurbjörn Þorbjörns-
son, ríkisskattstjóri, Guðmundur
Skaftason, skattrannsóknarstjóri,
og Sigurður Líndal, lögfr., er á-
kveður skattsektir, auk sekta um
söluskatt o. fl., var kölluð ríkis-
skattanefnd. Þetta er rangt, því
að fyrrgreind nefnd var ekki sett
á laggirnar fyrr en á sl. ári, en
ríkisskattanefnd hefur hins veg-
ar verið starfandi um 30 ára
skeið. í henni eiga sæti: Sigur-
björn Þorbjörnsson, ríkisskatt-
stjóri ,sem er formaður, Baldvin
Jónsson, hrl., og Gunnar Viðar,
hagfræðingur Reykjavíkurborg-
ar. Hún er fyrst og fremst áfrí-
unaraðili í skatta- og útsvars-
málum, en fjallar hins vegar ekki
um skattsektir.
Vinningar í happ-
drætti Styrktar-
félaj>s vangefinna
VINNINGARNIR tveir í happ-
drætti Styrktarfélags vangefinna,
hafa enn ekki verið sóttir, og
eru því vinningsnúmerin endur-
tekin hér. Chevrolet-bifreiðin
kom á miða númer 20443, en
Willy’s-jeppinn á mi'ða númer
G-3459.'
Djakarta, 26. jan. NTB.
• HIN opinbera fréttastofa Ind-
ónesíu „Antara“ tilkynmti í dag,
að stúdentar í Djakarta hefðu
verið boðaðir tii kennslu á
ný næstkomandi þriðjudag. Var
það menntamálaráðherra lands-
ins, Sjarif Thajib, sem skrifaður
var fyrir tilkynningumni þar sem
stúdentar voru jafnframt hvattir
til þess að halda ró og reglu.
Stúdentar hafa að undanförnu
staðið fyrir miklum óeirðum í
Djakarta. meðal annars til þess
að mótmæla hækkuðu verðlagi
á mörgum vörutegundum. Enn-
fremur hafa þeir haft uppi há-
værar kröfur um, að gengið verði
milli bols og höfuðs á öllum
þeim, er einhvern þátt áttu í
byltingartilrauninni um mánaða
mótin september-október sl.
Þá herma fregnir, að helztu
foringjar hersins hafi óskað eftir
því við Súkamo, forseta, að hann
skipi Abdul Nasution, .yfirmann
hersins og landvarnarráðherra
landsins, í embætti varaforseta,
og endurveki það embætti þann-
ig. Síðasti varaforseti landsins
var Mohammed Hatta, sem sagði
af sér því embætti árið 1957
vegna ágreinings við Súkarno.
Nasution er sagður hafa víðtæk-
an stuðning, bæði meðal múham-
eðstrúarmanna og kaþólskra I
ríkinu. Sjálfur hefur hann sagt,
að hann hafi ekki sérstakan á-
huga á þessu embætti og Súkarno
verði að ákveða, hvað gera skuli
þar að lútandi.
Akranesi 27. jan.
Línubátarnir 5 eru á sjó í dag.
Myndir margskonar sýnir
Kjartan Ó. Bjarnason hinn góð-
kunni og fjölvirki farandsýning-
armaður innanlands og utan, hér
í Bíóhöllinni föstudaginn 28. jan,
Þrjár sýningar kl. 3 og 9.
—• Oddur.
VINDUR var NA stæður í gær var á Norðurlöndum, en hlýtt
og horfur á að svo verði næstu á Bretlandseyjum og í Frakk-
daga. Frostið var vægt á suð- landi. í New York snjóaði með
urströndinni, en allt upp í 10 5 stiga frosti.
stig í innsveitum nyrðra. Frost
Höfuðáherzla lögð á
friðsamleg samskipti
við nágrannaríkin ....
— segir Indira Gandhi i fyrstu ræðu
sinni sem forsætisráðherra