Morgunblaðið - 02.02.1966, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 02.02.1966, Qupperneq 5
Miðvikudagur 2. retuuar 1966 MORCU NBLAÐIÐ 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM SIGURÐUR S. Magnússon er fæddur í Skotlandi, lauk það- an stúdentsprófi og kom hinig að til lands árið 1946, til að leggja stund á læknisfræði. Eftir að hann lauk prófi, starfaði hann hér á landi og Sigurður S. Magnússon og Einar Pálsson við hausasvíðing- ar í Norður-SvíþjóÖ. „Við svíðum kinda- hausa í Norður-Svíþjóð — segir Sigurður S. Magnússón læknir í viðtali við MbL einnig í Skotlandi, en s.l. fjög ur ár hefur hann verið við framhaldsnám í Svíþjóð, en sérgrein hans er fæðingar- hjálp og kvensjúkdómar. Sig- urður hefur verið hérlendis í tveggja vikna heimsókn og þar sem blaðið hafði spurnir af því að Sigurður og fleiri Islendingar hefðu tekið upp á þvi að sviða svið fyrir sjálfa sig og kumningja, þarna ytra, þá fór blaðamaður Mbl. til fundar við hann til að fræðast meira um þetta mál. Sigurður er bróðir Magnús- ar Magnússonar, sem starfar við brezka sjónvarpið, og er íslendingum kunnur fyrir blaðagreinar og fréttajþætti í útvarpinu. — Hvað kom til að þér tókuð upp á að svíða kinda- hausa? — Ég hef ávallt haft dá- lætí á sviðum og skömmu eftir að ég kom til Sviþjóðar, tók ég upp á því að kaupa sænska kindahausa og svíða þá út í skógi. Einar Páisson læknir, sem staríar við sama sjúkrahús og ég, hefur verið meo mér við þessa sviða- mennsku, og nú í haust svið- um við 100 kindahausa og eru þeir á borðum hjá okkur einu sinnf til tvisvar í viku. Við höfum verið að þessu úti í skógi í 15 stiga frosti. Svíar eru yfirleitt undrandi á fram ferði okkar. en þó er þetta ekki óþekkt fyrirbrigði í Sví- þjóð. Á reikningunum frá verzluninni, sem við kaup- um hausana í, er venjulega skrifað „lambaandlit!" Ég verð nú að segja, að íslenzku sviðin eru betri en okkar. Sænsku hausarnir eru af eldra fé en hér tíðkast. Þeir Svíar, sem fengizt hafa til að borða sviðin okkar, hafa látið vel af þeim. Mér er kunnugt um að í eina tíð sviðu Skotar kindahausa’, en í dag flá þeir skinnið af þeim áður en þeir sjóða þá. — Hafið þið reynt að kynna fleiri íslenzkar matartegundir í Svíþjóð, hangikjöt eða máski hákarl? — Nei, en vafalaust væri hægt að fá kindalæri reykt í sænskum reykhúsum, en við höfum ekkert fengist við það, enda fáum við íslenzkan mat sendan héðan að heiman af og til. Eitt spaugilegt atvik kom fyrir í sambandi við sendingu héðan að heiman. Hringt var til mín frá tollin- um og mér sagt að þar lægi pakki til mín frá íslandi. Ég var beðinn að koma tafarlaust því af honum væri mikil ólykt. Mig grunaði strax hvað í pakkanum mundi vera og þegar ég kom á póststofuna bauðst ég til að opna hann. Nei takk, mér var skipað áð fjarlægja pakkann hið bráð- asta. Þó máske sé sterk lykt af hákarli, þá eiga Svíar einn þjóðarrétt ,sem stendur hon- um ekki að baki hvað óþef snertir. Þetta er gerjuð smá- síld sem er niðunsoðin og er svo mikill óþefur af henni, að dósirnar verða að opnast utan dyra og standa þar í 2—3 tíma áður en hægt er að bera matinn á borð. Víða í fjölbýlihúsum er stranglega bannað, vegna ólyktarinnar, að borða þessa síld, sem þó er ágæt á bragðið þegar fólk fer að venjast henni. — Hvaða fréttir getið þér fært okkur af læknum þeim, sem framhaldsnám stunda í Svíþjóð? — Það ríkir mikil heimþrá meðal þeirra allra og er mér óhætt að fullyrða, að allir þeir sem ég þekki, hafa í hyggju að koma hingað heim að loknu námi. Lengst af ævinni hef ég verið búsettur erlendis en ég kann þó alltaf bezt við mig meðal íslendinga og ætla ég að flytjast hingað, en þó er ennþá óráðið hvenær það verður. Starfsskilyrði lækna, sem eru við framhaldsnám í Sví- þjóð, eru allgóð. Á sjúkrahús inu í háskólabænum Umeá í Norður-Svíþjóð, starfa auk mín þrír íslenzkir læknar, en þeir eru: Einar Pálsson, Bjöm Kalman og Skúli Helgason. Vinnutíminn hjá okkur er frá 8 til 5 eða 6, og einnig vinn- um við á kvöld- og nætur- vöktum. Yfirvinna er greidd með fríurn og er það nýtil- komið, og mun henfugra en peningagreiðsla, því skattar eru mjög háir í Svíþjóð. Á sjúkrahúsinu hafa læknarnir tök á að stunda einkasjúkl- inga, hafa hjúkrunarkonu og einkaritara sér til aðstoðar, en verða að greiða sérstakt aðstöðugjald. Þessi starfsemi, sem er hluti af náminu, er mjög hentug. Svíar leggja mikið fé til heilbrigðis- og fræðslumála en búa þó bæði við skort á læknum og hjúkrunarliði. Fræðslukerfi Svíanna er gott og er mjög þægilegt að ala þar upp börn. Þau fá mál- tíðir í skólanum og fyrir utan hið venjulega nám, fá þau tækifæri til að stunda tónlist arnám og einnig læra þau á skíðum og skautum. Þetta er hluti af heildarkerfinu, sem kennt er eftir. — Eruð þér með fjölskyldú yðar í heimsókn hérna? — Nei, ég er einn á ferð 0g er kona mín og 5 börn ytra. Ég hef verið hér í tvær vikur, en vil nota þetta tæki- færi til að flytja kveðjur til þeirra ættingja, kunningja og vina, sem ég hef ekki haft tök á að hitta. llr Hrunamannahreppi Hvítárholti, 21. janúar 1966. Þorradægur þykja löng, þegar hann Ihlœs á norðan. ÞESSI vísuorð eru víst flestum kunn. Þorri hefur heilsað biturt að þessu sinni, þótt segja megi, að hann blási vonu.m minna í dag. En hér um slóðir er frostið nú eins og undanfarna daga um 20 gróður c. Þunrviðrasöm má segja að tíð hafi hér verið allan síðari helming hins liðna árs. Þurrkar voru svo miklir í ágúst og september, að víða þraut vatn, svo að illt var með mjólk- urkælingu og jafnvel kýr höifðu ekki vatn í högum. Heyskapur varð yfirleitt mikil að vöxtum og nýting heyja með ágætum. Kom það sér vel, þar sem flest- ir haifa létið hey atf mörkum til Austfjarða. í október var sem allar flóð- giáttir himins opnuðust og rigndi þá svo, að öll (hin fáöæima skrauf þurra jörð, varð algjörlega vatns mettuð og það svo, að Bvítá fór hér yfir bakka sína þannig að flæddi fé Halldórs bónda í Auðs- holti, ekki þó svo að tjón hlytist af. Mun það vera einsdæmi á iþeim tírna árs. Sauðfé var hér í þessari sveit vænt í haust, hvort sem var á fjalli eða í heimahögum. Dilkar bér hafa verið stórum þyngri en áður nú tvö síðustu órin, hvað sem veldur, en likur eru þó mikl ar til þess að þar hafi nýtt orma lyf, sem tekið hefur verið í notk un, verið þungt á mettmum. Upp úr miðjum nóvember kólnaði tíð og gekk til norðan áttar. Komust þá vötn öll brátt á íshellu, sem því nær óslitið hefur legið síðan, því þótt hláku blotar að vísu hafi komið, hafa iþeir ekki megnað að brjóta nema smávakir á stöku stað. Vegna þess, að ríkt hefur norðaustan- átt því nær óslitið, hefur hér ekki fest snjó svo að heitið geti. Hefur verið ágæt beit fyrir hross og einnig fé ef kuldi ekki hefur hamlað. Vegir eru allir auðir og toílfæri sem á sumar- degi. En búast má við, að klak- inn komist að þessu sinni djúpt í jörðu og má vera, að það kunni að seinka vorverkum og gras- sprettu á komandi sumri. Það hefur sem kunnugt er, víða hér Sunnanlands stungið sér niður allskæð lungnapest í sauðfé. Hér í sveitinni kom hún upp í nokkrum bæjum en hvergi svo brögð væru að. Bólusettu þá flestir fé sitt. Svo hagar til hér í Hruna- mannahreppi, að ekki eru nema fáar jarðir, sem engan veiðirétt eiga. Valda því ár þær, sem um- lykja sveitina, Hvítá og Stóra- Laxá og auk þess Litla-Laxá, er rennur eftir henni miðri. Nokkr- ir af toændum þeirn, sem land eiga að Hvítá hafa stundað veiði í lagnet. Síðastliðið sumar veidd- ust fremur fáir fiskar en þunginn var meiri en hann hefur áður verið. Stóra-Laxá er leigð út til stangaveiði hvert sumar. í þetta sinn var veiðin Mtil sem engin, laxinn vill ekki koma fyrr en að haustinu. Mörgu er um kennt, of mikilli veiði neðar í ánni, (sem ekki stenzt þó). Einnig er orsökin talin of mifclir þurrkar sem valda þverrandi vatnsmagni árinnar. í Litlu Laxá er ekki tal- ið að nokkur lax komi fyrr en að haustinu eftir að vatnavextir hafa átt sér stað. Um veiði í ánni að sumrinu er auðvitað ekki að ræða. En tvö undanifarin haust hefur verið stunduð þar, af Veiðifélagi Árnesinga all-um fangsmikil klak-veiði. í haust var ráðizt í að gera fyrirstöðu í ána til þess að auðvelda veiðina og gaf það góða raun. í Stóru- Laxá var einnig stunduð klak- veiði í haust. Þessar framkvæmd ir hafa fært viðkomandi bænd- um góðar tekjur, sem þeir ekki hafa haft, nú um langt skeið. Frekari fréttir verða að bíða, að þessu sinni a.m.k. þar til þorri hefur svifið á braut eins og Kristján Fjallaskáld segir í kvæð inu alkunna, en við hér teljum að það hafi verið ort á þorra- þrælnum 1866, síðasta þorradag, en ekki þann fyrsta, ejns og sagt var í útvarpinu nú í kvöld. — S. Sig. Inflúenza London, 28. jan. — AP — Inflúensufaraldur sá, er gengið hefur yfir Norður- England og Skotland að und- anförnu, hefur tekið þrjú mannslíf og mörg þúsund manns eru nú rúmliggjandi. Einkum er hér um að ræða börn og á svæðinu í kringum Glasgow munu um 35 þús- und liggja í rúminu. Skólar í Norður-Englandi og Skot- landi eru hálftómir og í borg- inni Dundee voru 6 þúsimd börn fjarverandi í gær. In- flúensufaraldur þessi stafar af svonefndri ,B-veiru. VEGNA FJÖLDA ÁSKORAIMA VERDA HALDMIR EIMIR HOLLIES HLJÓMLEIKAR í VIDBÓT í KVÖLD KL. 11.15 í HÁSKÓLABÍÓI ALLRA SÍÐASTA SINN — MIÐASALA FRÁ KL. 4 I DAG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.